Morgunblaðið - 11.01.1990, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 11.01.1990, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1990 35 — Hvernig geta neytendur metið sólaninmagnið í kartöflum? „Neytendur eiga mjög erfitt með að meta það, en það sem þeir geta gert er að kaupa ekki grænleitar kartöflur. Þær eiga ekki að vera á markaði. Neytand- inn á heldur ekki að kaupa kartöf 1- ur sem hafa orðið fyrir hnjaski, eru mjög rifnar eða illa meðfarn- ar.“ Rannsaka þarf íslenskar kartöflur „Ég hefi beitt mér fyrir því að þetta efni verði rannsakað hér,“ sagði Þorkell. Hann sagðist ekki telja að nokkur maður vissi hve mikið sólanin væri í þeim kartöfl- um sem hér eru á markaði, hvorki innf luttum eða þeim sem ræktaðar eru hér á landi. Þorkell starfar í norrænni nefnd sem m.a. hefur rannsakað þetta efni og sendi hún frá sér niðurstöður á síðastliðnu sumri. Þar kom fram að sólanin, í mjög miklu magni, getur valdið sljóleika, sjóntruflunum og rugli. Hér áður fyrrr var talið að efnið gæti valdið fósturskemmdum, en seinni tíma rannsóknir þykja ekki benda til að svo sé. Þorkell hélt áfram „Ég hefi mikinn áhuga á því að sólanin í íslenskum kartöflum verði rann- sakað og hefur Kristín Ingólfs- dóttir dósent fallist á að rannsaka þetta efni í samvinnu við Sigur- geir Ólafsson plöntusjúkdóma- fræðing á Rannsóknastofnun landbúnaðarins." Þorkell sagði brýnt að þetta efni verði rannsak- að og að niðurstöður fengjust inn- an ekki langs tíma. M. Þorv. SPEKI DAGSINS Allir eiga sjófang saman Jóla- og líknarmerki 1989 _________Frímerki Jón Aðalsteinn Jónsson Um mörg ár hefur verið venja í fyrsta frímerkjaþætti nýs árs að geta um þau jóla- og líknarmerki, sem út komu fyrir nýliðin jól. Enda þótt hér sé ekki um frímerki að ræða, er reyndin samt sú, að allmargir frímerkjasafnarar safna ehmig jóla- og líknarmerkjum. Þess vegna er sjálfsagt að segja frá þessum merkjum hér í þættin- um. Eins og áður er það Bolli Davíðsson í Frímerkjahúsinu, sem sendir þættinum þessi merki til birtingar. Færi ég honum þakkir fyrir þessa hugulsemi við þáttinn og' safnarana. Ég hef áður rætt um það í sam- bandi við þessi jóla- og liknar- merki, að þau ættu við ramman reip að draga, þar sem væru jóla- frímerki íslenzku póststjórnarinn- ar. Enginn efi er á því, að svo er. Það dreg ég m.a. af því, hversu sjaldgæf þessi merki eru á þeim jólapósti, sem ég hef haft spurnir af. Þar heyrir nánast til undan- tekninga, að sendendur hafi sett þessi líknarmerki á bréf sín. Ég kannaði þetta hjá einni fjölskyldu og set hér til fróðleiks niðurstöðu þeirrar könnunar. Alls bárust 60 jólakveðjur. Af þeim voru einungis jólamerki Thoi’valdsensfélagsins á þremur umslögum eða 5% Hins vegar voru jólafrímerki á 52 ums- lögum eða 87% bréfanna. Slíkt kemur ekki á óvart, því að póst- - stjórnin leggur einmitt ríka áherzlu á, að sem mest af jólapóst- inum beri jólafrímerki. Gerir hún það til þess, að þau seljist sem mest fyrir jólin og helzt upp, enda er tilgangurinn með útgáfu þeirra einkum sá, að þau séu notuð um jólin, svo sem sjálft nafnið bendir til. Hér er því beinlínis um sam- keppni að ræða við jóla- og líknar- merki þau, sem út eru gefin og beinhnis ætluð til nota á jólabréf- in. Á þetta benti ég þegar árið 1981, er póststjórnin hóf útgáfu jólafrímerkja sinna, og þá jafn- framt um leið, að gera mætti ráð fyrir minnkandi notkun líknar- merkja. Það er líka ósköp eðlilegt, að menn láti nægja að nota ein- vörðungu jólafrímerki sem burðar- gjald undir jólakveðjur sínar, enda minna þau sjálf að jafnaði ve! á jólahátíðina. Enda þótt það sé stefna póststjórnarinnar að selja sem mest af jólafrímerkjum fyrir hver jól, má það ekki leiða til þess, að önnur frímerki með sama verð- gildi séu ekki jafnframt til sölu. Mér var einmitt sögð sú saga af pósthúsi hér í Reykjavík, að við- skiptavini, sem þangað kom fyrir jólin og vildi fá einhver önnur 21 króna frímerki en jólafrímerkið, hafi verið sagt, að þau væru ekki tii. Vonandi hefur þetta ekki al- mennt verið svo, enda ótækt, að pósthúsin hafi ekki til sölu öll þau frímerki, sem sannanlega eru til í birgðum póststjórnarinnar og gild eru til burðargjalds. En sé það svo, að jólafrímerkjum sé ein- vörðungu haldið að viðskiptavin- um fyrir jólin, má ljóst vera, hversu erf itt líknarmerki eiga upp- dráttar í þeirri samkeppni. Auk þess er það svo, að einungis er leyft að selja á pósthúsum landsins jólamerki Thoi-valdsensfélagsins, enda eru þau elzt af þessum merkj- um og löngu komin hefð á þá sölu. Fyrir liðin jól gáfu níu félög út líknarmerki, og hefur því eitt félag bætzt við þrátt fyrir allt. Er það Lionsklúbbur Njarðvíkur. Eins og venjulega er þessummerkjum rað- að hér í röð eftir útgáfualdri hvers félags. Þar verður hið gamla Thor- valdsensfélag fyrst. Þessu næst kemur svo Kvenfélagið Framtíðin á Akureyri. Þá er merki frá Lions- klúbbi Siglufjarðar. Rotaryklúb- bur Hafnarfjarðar á svo merki á þessum markaði. Þá kemur enn út merki til ágóða fyrir Líknarsjóð Tjaldanesheimilisins í Mosfellsbæ. Er það með sömu mynd og í fyrra, en í öðrum litum.. Hygg ég, að það sé kirkjan á Mosfeili, sem er á þessu merki. Ungmennafélag Dalamanna og Norður-Breiðfirð- inga sendir frá sér þriðja líknar- merkið og nú með mynd af Staðar- hólskirkju, en hún var reist fyrir 90 árum. Þá gefur Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands einnig út þriðja merki sitt og nú með mynd af Djúpavogskirkju. Ungmennasamband Borgarfjarð- ar hefur einnig gefið út þriðja Iíknarmerki sitt og nú með mvnd af Reykholtskirkju. Síðast er s\lo merki Lionsklúbbsins í Njarðvík- um, svo sem áður er getið um. Hér hefur verið sagt frá öllum þeim líknarmerkjum, sem út komu á liðnu ári. Ekki er ólíklegt, að lesendur sakni hér upplýsinga um þá listamenn, sem gert hafa þessi merki eða unnið þau undir prent- un. Ef einhverjir geta bætt úr þessu, er alltaf rúm fyrir slíka við- bót í þættinum. Bortv.a>.4?peídisýiö5or Thorvojdsen«jéiogs;;v, JÓUN 1BBS Jól1989 J6I ísland 1989 JÖIAKVEBJ6 StaðarÞótekirVja tS'JS UDN1918 0 UÍA (SLAND UUIV áOk ÍStAND li •«" ftsit ^ 3Ll ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA Útsalan byrjarkl. 9.00 ídag, fímmtudag Opið daglega frá kl. 9.00-18.00 Laugardaginn 13.janúar frákl. 10.00-16.00 verslun v/Nesveg, Seltjarnarnesi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.