Morgunblaðið - 11.01.1990, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.01.1990, Blaðsíða 42
IHHH iIAUKAl J1 HUOAaUTMMlM (IKl/ull-JMUOHOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. JANÚAR 1990 42____ Minning: Valgerður Halldórs- dóttir firá Hvanneyri Fædd 2. apríl 1912 Dáin 1. janúar 1990 Kær frænka mín, Vala frá Hvanneyri, er fallin frá eftir langa og stranga baráttu við hjartasjúk- dóm undanfarin ár. Hún var þó all- hress um jólin og fram á áramót og gat notið samveru sinna nán- ustu, en kvaddi þennan heim að Seljahlíð á nýársdagsmorgun. Valgerður Halldórsdóttir kom úr rismiklu umhverfi og bjó við skin og skúri á tæplega átta áratuga æviskeiði. Hún var mikill og glæsi- legur persónuleiki og stóð eins og klettur í lífsstríðinu. Hún missti mann sinn á besta aldri en kom til mennta þremur glæsilegum sonum. Foreldrar Völu voru Halldór Vil- hjálmsson, skóiastjóri, á Hvanneyri, og Svava Þórhallsdóttir kona hans. Hann tók við búinu á Hvanneyri og Bændaskólanum árið 1907. Var heimilið, búskapurinn er því fylgdi og skólareksturinn annálaður fyrir reisn og myndarskap. Er óhætt að segja, að á Hvanneyri hafi verið að finna eitt glæstasta bú og heim- ili í sveit á landinu meðan Halldór lifði. Naut hann aðstoðar dyggra Jijúa og ráðsmanna auk skólapilta, og eignaðist staðurinn heila fylk- ingu stuðningsmanna, er menntun höfðu hlotið við skólann og búrekst- urinn. Er skylt að geta þeirra, sem lengst stóðu með Halldóri og Svövu, Þorbjargar í eldhúsverkum, Krist- jönu snillingsins í mjólkurvinnslu, svo sem skyrgerð, Guðbjargar er hafði yfirumsjón með þjónustu og blessaðs Böðvars við fjósið, að ógleymdum ráðsmönnum, þar með Hirti Jónssyni og konu hans, Margr- éti, sem enn lifir og hefur haft áhyggjur af Völu í veikindum henn- ar. í þessu umhverfi mennta og bú- reksturs ólst Vala upp elst fimm systkina, Sigríðar, Svövu, Björns og Þórhalis, sem einn er eftir. Það var börnunum og ekki síst Völu mikið áfall er foreldrarnir hættu að búa saman er Svava flutti til Reykjavíkur 1932 og tók búsetu í Laufási, nánast í sambýli við mína nánustu. Hún hóf garðrækt við Laufás og var brautryðjandi í postulínsmálningu sem hún kenndi mörgum, en lifði mjög kyrrlátu lífi. Halldór féll frá 1936 en Svava lifði fram til 1979. Hún bjó fyrst með Sigríði, síðan hjá Birni og frá 1954 hjá Völu. Skólaferill Völu var heima á Hvanneyri og stutt námsdvöl í Dan- mörku og Englandi en síðan var hún við nám við húsmæðrakennara- skólann í Stabekk í Noregi frá 1934 til 1936. Eftir heimkcmuna tók hún við skólastjórastöðu við Húsmæðra- skólann að Laugalandi í Eyjafirði frá 1937 til 1940. Árið 1940 giftist Vala Runólfí Sveinssyni er tekið hafði við skóla- stjórn á Hvanneyri eftir fráfall föð- ur hennar. Hún var þar með komin í sitt fyrra umhverfí við hliðina á hinum glæsilega skólastjóra. Var hjónaband þeirra mjög farsælt og verkefnin við búið stór. Runólfur tók við starfi landgræðslustjóra í Gunnarsholti á Rangárvöllum árið 1947. Eignuðust þau þijá sonu, Þórhall, Svein og Halldór á árunum frá 1944 til 1948. Þórhallur kenn- ari, kona hans er Þórunn Svein- björnsdóttir. Börn þeirra eru þrjú og eitt barnabarn. Sveinn land- græðslustjóri, býr í Gunnarsholti með konu sinni Oddnýju Sæmunds- dóttur og þremur sonum og Halldór dýralæknir, áður á Kirkjubæjar- klaustri, nú deildarstjóri hjá Holl- ustuvernd ríkisins í Reykjavík. Hans kona er Steinunn Einarsdóttir og eiga þau fjögur börn. Árið 1954 kom reiðarslagið, er Runólfur fórst af slysförum eftir mikið og merkilegt starf að land- græðslumálum aðeins 45 ára. Tók Páll bróðir hans við búinu og starf- inu við landgræðsluna. Reyndist Páll mjög vel sonum hennar, enda voi-u þeir í Gunnarsholti meira og minna á sumrin þar á eftir, þ.á m. að störfum við landgræðsluna. Vala flutti til Reykjavíkur, og réðst í húsbyggingu með bróður sínum Þórhalli við Selvogsgrunn í Laugar- ási og bjó hún þar til hins síðasta. Urðu frá 1956 enn frekari .tengsl milli heimilis míns og Völu og Svövu systur hennar er voru báðar í næsta nágrenni við okkur. Eg vil hér minnast þess með þakklæti hve miklir kærleikar og hve náið samband var milli móður minnar meðan hún lifði og Völu. Fékk ég þá og seinna oft tilefni til að koma inn í eldhúsið hjá henni og mæta allri þeirri hlýju sem hún átti til að bera. Kona mín átti og margar ánægjustundir hjá Völu. Vala var dul, bjó vel að mikilli reynslu og hafði ríkan skilning á viðbrögðum fólks. Þá fór ekki fram hjá okkur hve náið samband Völu var við synina þijá, tengdadæturnar og barnabörnin. Merkum og stórbrotnum ferli er lokið. Við systkinin kveðjum Völu frænku með þakklæti og hlýjum minningum og sendum hennar nán- ustu fjölskyldu hjartans samúðar- kveðjur. Björn Tryggvason Upp í hugann kemur gömul frá- sögn frá Hvanneyri. Aðkomandi gestur var á tali við skólastjórann Halldór Vilhjálmsson á tröppunum þaðan sem Halldór fylgdist með bústörfum í kíki sínum. Kemur þá unglingur ríðandi berbakt á fleygi- ferð og spyr aðkomumaður Halldór hver það sé sem sitji hestinn svo vel. Þá svarar Halldór: „Það er son- ur minn, Valgerður." Þessi saga segir hvern hug Halldór á Hvann- eyri bar til elstu dóttur sinnar Val- gerðar og segir einnig frá kjarki hennar og dug. Þegar við bræður kveðjum Völu frænku okkar, þökkum við fyrir að, hafa átt hana að og heimili hennar sem var okkur alltaf opið. Hennar faðmur var hlýr, en >hann var einn- ig sterkur. Hjá henni voru engin vandamál óyfirstíganleg og þegar við töluðum um erfiðleika okkar við frænku, var alltaf eins og hún vissi um það fyrir og lausnin var svo einföld — og eftir góða máltíð var bent á eitthvað einfalt til gleði og það varð: Erfiðleikarnir voru horfn- ir. Já, margar urðu máltíðir okkar drengjanna hjá Völu frænku og hver annarri betri. Vala var listagóð matreiðslukona og var það henni auðsjáanlega sérstök ánægja að fá marga í mat til sín með góða matar- lyst. Þá talaði hún oft um drengina sína og átti þá ekki aðeins við syni sína, heldur alla vini og frændur sona sinna. Það er gott að eiga sterkan og heilsteyptan vin að, sem tekur öllu er að höndum ber eins og vitað væri í innri vitund hvað kemur. Það verður þá óhagganlegt í fortíð sinni, en er hægt að höndla á líðandi stundu í því einu sem maður er sjálf- ur. Þannig kom best fram hinn mikli styrkur Völu frænku. Við lát föður síns árið 1936, var hún í fararbroddi fimm systkina sem ráku skólabúið á Hvanneyri til fardaga 1937, með hjálp og tryggð vinnufólksins þar. Hún varð ung forstöðukona hús- mæðraskólans á Laugalandi, var jafnvel yngri en elstu nemendurnir. Það kom ekki að sök, því styrkur hennar, rósemi og stórnun var eins og hjá reyndum skólastjóra. Hún giftist Runólfi Sveinssyni skóla- stjóra á Hvanneyri og síðar sand- græðslustjóra í Gunnarsholti. Við hið sviplega fráfall Runólfs árið 1954 stóð hún uppi, aldrei sterkari og tígulegri í sinni miklu sorg með syni sína þtjá barnunga. Á þeim tímamótum reisti Val- gerður, ásamt bróður sínum Þór- halli, hús við Selvogsgrunn með hjálp vina og eldri nemenda frá Hvanneyri. Frá morgni til kvölds vann hún við bygginguna, stóð þar við uppslátt og naglhreinsun, svo styrk og óhagganleg. Þannig var Valgerður, ætíð sterkust þegar móti blés, svo stað- föst, íhugul og róleg. Það var næst- um eins og undraverður innri kraft- ur fylgdi henni og vegna staðfestu sinnar gat hún alltaf sótt áræðni til hans. Heimili hennar í Selvogsgrunni 8 varð ekki aðeins heimili hennar og sona hennar, heldur einnig heimili okkar, svo og margra ættingja hennar um lengri eða skemmri tíma og alltaf var Vala veitandi, í hugs- un, oi'ðum oggjörðum. Tengdamóð- ir hennar Jóhanna Margrét Sigurð- ardóttir, Tobba (Þorbjörg Björns- dóttir) og móðir hennar, Svava Þórhallsdóttir, áttu allar sitt heim- ili hjá Völu, hver um sig á sínu tíma- skeiði síðustu árin, þannig að um langt árabil var Vala í því þjónustu- hlutverki, sem reynir mikið á en gefur ómælt. Við bræður biðjum henni bless- unar Drottins Guðs' og vottum son- um hennar, tengdadætrum, ætt- ingjum og vinum samúð okkar. Halldór og Bjarni í dag fer fram frá Dómkirkjunni útför Valgerðar Halldórsdóttuf frá Hvanneyt'i. Hún lést að Seljahlíð 1. janúar sl. Valgerður var fædd að Hvann- eyri í Borgat'firði 2. apríl 1912. Foreldrar hennar voru Halldór skólastjóri á Hvanneyri Vilhjálms- son bónda á Rauðará í Reykjavík og Svava Þórhallsdóttir biskups Bjarnasonar, systir Tryggva Þór- hallssonar forsætisráðherra og ft'ú Dóru Þórhallsdóttur forsetafrúar. Systkini Valgerðar voru fjögur, þtjú þeirra látin: Sigríður, Svava og Björn hagfræðingur og fram- kvæmdastjóri hjá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, en eftirlifandi er Þórhallur mjólkurfræðingur og forstöðumaður hjá Hollustuvernd ríkisins. Æskuheimili Valget'ðar á Hvann- eyri var menningarmiðstöð í þágu landbúnaðarins. Ung bændaefni hvaðanæva af landinu dvöldu þar við nám, bóklegt og verklegt, undir öruggri handleiðslu skólastjórans, sem var virtur og landskunnut'. Þegar í æsku öðlaðist Valgerður innsýn í líf og starf þeirra, er land- búnað stunduðu, sem mótaði lífsvið- horf hennar. Á árunum 1934-1936 dvaldi Valgerður við nám í Noregi við Statens Lærerinde Skole í Stabekk. Eftir heimkomuna varð Valgerður skólastjóri Húsmæðraskólans að Laugalandi í Eyjafirði árin 1937- 1940. Valgerður giftist 1940 Runólfi Sveinssyni skólastjóra Bændaskól- ans á Hvanneyri frá 1936, en Hall- dór Vilhjálmsson skólastjóri lést á því ári. Runólfur var sonur hjón- anna Sveins Sveinssonar að Norð- ur-Fossi í Mýrdal og Jóhönnu Sig- urðardóttur. Valgerður varð þá húsfreyja á Hvanneyri næstu sjö árin, 1940-1947, þar til Runólfur tók við embætti sandgræðslustjóra. Tímabil þeirra hjóna á Hvanneyri einkenndist m.a. af bjartsýni, ánægju nemenda, af framfarahug, bygginga- og ræktunarfram- kvæmdum og vinsældum húsfreyju og skólastjóra, sem var lítið eldri en sumir nemendanna. Runólfur og Valgerður fluttu til höfuðstöðva Sandgræðslu ríkisins t Eiginmaður minn og faðir okkar, JOHN JOSEPH TOBIN, lést í Merrick-sjúkrahúsinu í New York þann 10. janúar. Hildur HauksdóttirTobin, John HaukurTobin, Elsa Ann Tobin. t Móðir okkar, amma og langamma, / ELÍN ODDSDÓTTIR, vistmaður á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund, lést þriðjudaginn 9. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Börn, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartkær móðir mín og amma, GERTRUD JÓNASSON, Safamýri 59, er látin. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Eva Jónasdóttir, Hans Jónas Gunnarsson. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ESTHER JÓHANNESDÓTTIR, andaðist 9. janúar á vistheimilinu Garðvangi, Garði. Jarðarförin auglýst síðar. Kjartan Jensson, Ásta Þorleifsdóttir, Sveinn Jensson, Jóna Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGVELDUR J. R. PÁLSDÓTTIR, Þórsgötu 2, Reykjavfk, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 12.janúarkl. 13.30. Guðmundur Aronsson, Sigríður K. Bjarnadóttir, Páll Aronsson, Inga Einarsdóttir, Ragnhildur Aronsdóttir, Haukur F. Leósson, Óli Már Aronsson, Kristín Gunnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR, Víðivangi 12, Hafnarfirði, andaðist á Vífilsstaðaspítala 10. janúar. Ingvar Hallsteinsson, Edith Hallsteinsson, Örn Hallsteinsson, Valgerður Eiriksdóttir, Sylvía Hallsteinsdóttir, Helgi Númason, Geir Hallsteinsson, Ingibjörg Logadóttir, barnabörn, barnabarnabarn. t Útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, BALDURS JÓNSSONAR, Miðvangi 29, Hafnarfirði, fer fram í Víðistaðakirkju föstudaginn 12. janúar kl. 10.30. Þeim sem vildu minnast hanns er vinsamlegast bent á Hjartavernd. Ásdfs Ólafsdóttir, Sigrún Baldursdóttir, Sólveig Baldursdóttir, Björn Lúðviksson, Hafdis Baldursdóttir, Eirikur Viðar Sævaldsson, Snædís Baldursdóttir » og barnabörn. • Minningarsjóður Skióls Sími 688500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.