Morgunblaðið - 18.01.1990, Page 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1990
3
Kortið sýnir hvernig Snorrabraut mun tengjast Sætúni. Breytingarn-
ar eru hannaðar af Valdisi Bjarnadóttur arkitekt og Gunnari Inga
Rafnssyni verkfræðingi á Vinnustofii Valdísar og Gunnars.
Breytingar á Snorrabraut:
Skúlatorgið hverfiir
og akreinum fjölgar
ÁKVEÐIÐ hefúr verið að breyta nyrsta hluta Snorrabrautar, frá Hverf-
isgötu að Sætúni. Við breytingarnar hverfúr Skúlatorg, enda leggst
Skúlagata vestan Snorrabrautar af í núverandi mynd, og Snorrabraut-
in tengist Sætúni beint. Áætlað er að framkvæmdir hefjist í sumar og
kosta þær 11,5 milljónir króna.
Byggðastofimn:
Þijú fiystihús fa rekstrarstyrk
Tveimur fiskeldisfyrirtækjum veitt rekstrarlán
Miðað við breytingarnar verður
Snorrabraut tvær akreinar í suður
frá Sætúni að Hverfisgötu, en við
gatnamótin bætist við ein beygjuak-
rein austur Hverfisgötu. Þar hefur
ekki verið heimilt.að beygja. Þá verð-
ur Snorrabraut tvær akreinar í norð-
ur frá Hverfisgötu, en við Sætún
greinist hún í tvær beygjuakreinar
vestur Sætún og eina í austur.
Skúlagata vestan Snorrabrautar
verður húsagata fyrir byggðina sem
þar er að rísa, t.d. á Hörpulóðinni
og á mótum Vitastígs og Skúlagötu.
Austan Snorrabrautar tengist Skúla-
gata Borgartúni og verður áfram
tvístefna um báðar göturnar. Hægt
verður að aka af Snorrabraut hvort
heldur er austur Borgartún eða
Skúlagötu og af báðum götunum
TRÉSMIÐJA Þorvaldar Ólafsson-
ar í Keflavík hefur í framhaldi af
markaðsátaki á síðasta ári samið
Hæstiréttur:
Enn einn dóm-
ur ómerktur
HÆSTIRÉTTUR hefúr fellt úr
gildi dóm og alla meðferð opin-
bers máls, sem höfðað var vegna
umferðarlagabrots, fyrir saka-
dómi Ilúnavatnssýslu þar sem fúll-
trúi sýslumanns hafi bæði mælt
fyrir um rannsókn málsins og
dæmt það.
Þetta er þriðjá málið á rúmri viku
sem fær þessa afgreiðslu hjá Hæsta-
rétti. Sem kunnugt er voru sett
bráðabirgðalög í kjölfar fyrsta dóms-
ins til að tryggja aukinn aðskilnað
dóms- og umboðsvalds og fylgdi því
stofnun fimm héraðsdómaraemb-
ætta.
verður hægt að komast vestur inn á
Snorrabrautina.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for-
maður skipulagsnefndar Reykjavík-
ur, segir að fastlega megi gera ráð
fyrir að framkvæmdir við tengingu
Snorrabrautar og Sætúns hefjist í
sumar. „Sætún, frá Kringlumýrar-
braut að Kalkofnsvegi, verður
breikkað í fjórar akreinar, en sú
framkvæmd er háð því skilyrði að
fjármagn fáist úr vegasjóði, þar sem
Sætún er skilgreint sem þjóðvegur í
þéttbýli," sagði Vilhjálmur. „Sú
framkvæmd er áætluð kosta 102
milljónir. Það er þó nær fullvíst að
framkvæmdir við breytingar á
Snorrabraut, sem kosta 11,5 milljón-
ir, hefjast í sumar, hvort sem Sætún-
ið verður breikkað þá eða síðar.“
við Frakka og Norðmenn um sölu
á Tré-x spónparketi, sem fyrirtæk-
ið framleiðir. Auk þess standa við-
ræður yfir um sölu á efiiinu til
Danmerkur og Vestur-Þýska-
lands. Heildarsala fyrirtækisins á
umræddu parketi á fyrra ári var
um 40.000 fermetrar, en standist
áætlanir erlendu umboðsmann-
anna er gert ráð fyrir að sölu-
magnið nær þrefaldist á þessu ári
og selt verði til Evrópu fyrir tugi
milljóna króna.
Að sögn Þorvalds Ólafssonar,
framkvæmdastjóra, var gert mark-
aðsátak fyrir rúmu ári og í fram-
haldi var parketið sýnt á sýningum
í Köln í Vestur-Þýskalandi í apríl, í
Kaupmannahöfn í október og í París
í nóvember. „Á þessum sýningum
komumst við í samband við marga
söluaðila í Evrópu, sem hafa sýnt
efninu áhuga og sendum út sýnis-
horn. Færeyingar hafa keypt nokk-
urt magn og við höfum samið við
umboðsaðila í Noregi og Frakklandi
STJÓRN Byggðastofrmnar sam-
þykkti í gær að veita þremur
hraðfrystihúsum styrk, samtals
að upphæð 40 milljónir króna.
Eru þessir styrkir veittir af 50
milljóna króna fjárveitingu á
fjáraukalögum 1989. Þá var
ákveðið að veita tveimur fiskeld-
isfyrirtækjum bráðabirgðarekstr-
arlán samtals að upphæð 85 millj-
ónir króna.
Á Stokkseyri höfðu borist 65 til-
kynningar um tjón í stormflóðinu,
að sögn Grétars Zóphoníassonar
sveitarstjóra. Mesta tjónið varð hjá
Eyrarfiski, útgerð Hásteins, Hrað-
frystihúsi Stokkseyrar og á fáeinum
íbúðarhúsum. Tveir menn frá Við-
lagatryggingu íslands hafa verið á
Stokkseyri undanfarna daga. Þeir
fara síðan til Eyrarbakká. Grétar
sagði að mikið hefði verið unnið við
að hreinsa Stokkseyri en snjór og
frost tafið starfið nokkuð.
Magnús Karel Hannesson, oddviti
á Eyrarbakka, sagði að borist hefðu
tilkynningar um tjón á 40 eignum
og búast mætti við fáeinum til við-
bótar. Mesta tjónið varð hjá Bakka-
fiski, íbúðarhúsi forstöðumanns
fangelsisins á Litla-Hrauni og á
bænum Gamla-Hrauni við Eyrar-
bakka. Sagði Magnús Karel að á
Gamla-Hrauni hefði orðið mikið tjón
á húsum og ræktun. Til dæmis hefði
sjórinn eyðilagt gripahús og dreift
varnargarði við Hraunsá um öll tún.
Þá hefði víða flætt inn í geymslu-
kjallara á Eyrarbakka og margar
lóðir skemmst. Sagði Magnús að
einstaka lóðir væru svo illa farnar
að fara yrði á þær með stórvirkum
vinnuvélum. Nefndi hann sem dæmi
að búið væri að aka fimm eða sex
vörubílsförmum af lóð eins íbúðar-
húss og væri verkinu ekki lokið.
Hreinsun hefur gengið þokkalega
að sögn Magnúsar. Síðastliðinn laug-
og viðræður standa yfir við fyrirtæki
í Vestur-Þýskalandi og Danmörku."
Þorvaldur sagði ennfremur að
Frakkar gerðu ráð fyrir að selja
40.000 fermetra í Frakklandi á þessu
ári og norsku aðilarnir væru með
söluáætlun upp á 30.000 fermetra í
Noregi. „Ef áætlanir þeirra standast
stefnir í að við seljum fyrir tugi
milljóna króna,“ sagði hann. Fram-
leiðsla á umræddu parketi, sem er
um 25% af allri framleiðslu fyrirtæk-
isins, hófst árið 1987, en ekkert mál
er að margfalda afköstin að sögn
Þorvaldar. „Verði allur þessi útf lutn-
ingur að veruleika, getur skapast
þörf fyrir meiri mannafia," bætti
hann við, en nú eru starfsmenn fyrir-
tækisins 42 og þar af vinna 35 við
framleiðslu.
Þorvaldur lagði áherslu á að þó
búið væri að semja við umboðsaðila
erlendis, væri efnið ekki selt. „Við
viljum fara rólega í sakirnar og
byggjum engar skýjaborgir. Parketið
er til sölu í byggingavöruverslunum
á ýmsum stöðum í Evrópu, en áætlað
sölumagn er ekki sama og selt.“
Á fundi stjórnarinnar, sem hald-
inn var á Akureyri, var samþykkt
að veita Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar
hf. 15 milljóna króna styrk, Hrað-
frystihúsi Stokkseyrar hf. 15 millj-
óna króna styrk og Hraðfrystihúsi
Breiðdælinga hf. 10 milljóna króna
styrk. Skilyrði fyrir styrk til Hrað-
frystihúss Breiðdælinga er að Hluta-
fjársjóður Byggðastofnunar gerist
hluthafi í fyrirtækinu.
ardag voru 120-130 sjálfboðaliðar
að störfum við að hreinsa lóðir, opin
svæði og kirkjugarðinn, en verkið
hefði tafist vegna frosts og snjóa.
Magnús Karel á Eyrarbakka og
Grétar á Stokkseyri sögðust báðir
vera að bíða eftir niðurstöðu ríkis-
stjórnarinnar um uppbyggingu sjó-
varnagarða. Grétar sagði að upp-
bygging garðanna væri höfuðnauð-
syn fyrir íbúana, ástandið væri mjög
ótryggt þar sem sjóvaðallinn gengi
yfir bæinn í sunnanátt.
Síldar- og fiskimjölsverksmiðja
Akraness er hlutafélag. HB og Co.
á 30%, Akranesbær 26%, OLÍS 14%
og 240 einstaklingar eiga 30%. Á
Akranesi eru þijú stór fiskvinnslu-
og útgerðarfyrirtæki. HB og Co. er
stærst, rekur frystihús og ýmsa aðra
fiskverkun og fyrirtæki því tengd og
gerir út togarana Harald Böðvarsson
og Sturlaug H. Böðvarsson og loðnu-
skipin Höfrung og Rauðsey. Heima-
skagi er með frystingu og aðra verk-
un og gerir út togarana Krossvík og
Skipaskaga og loks er það frystihús
Hafarnarins, sem gerir út togarann
Höfðavík. Rekstur Hafarnarins hefur
verið slitróttur, en var endurskipu-
lagður í haust og er nú Kirkjusandur
í Reykjavík þar stærsti hluthafinn,
en Akranesbær á þar rúmlega 20%
hlut.
Ýmsir hagsmunir skarast í þessu
máli. Sumir telja betra að sameina
Haförninn og Heimaskaga og telja
að HB og Co. verði of stórt kaupi
það Heimaskaga. Á hinn bóginn hef-
ur hvorugt þessara fyrirtækja lýst
áhuga á sameiningu. Þá tengjast
þessu hagsmunir olíufélaga á staðn-
um. Stjórnarformaður SFA er Gísli
Gíslason, bæjarstjóri, og hefur hann
leitað eftir afstöðu bæjarfulltrúa til
tilboðanna tveggja. Talið er að hún
liggi fyrir innan tíðar. Rekstur
Heimaskaga er keimlíkur rekstri
annarra frystihúsa. Fyrirtækið fékk
afgreiðslu hjá Atvinnutryggingasjóði
útflutningsgreina í fyrra. Ljóst er
að einhverjar greiðslur verða að
koma fyrir fyrirtækið, ekki er ein-
ungis um yfirtöku skulda að ræða,
enda er það ætlun stjórnar SFA að
Byggðastofnun ákvað einnig að
veita fiskeldisfyrirtækjunum Mikla-
laxi í Fljótum og Silfurstjörnunni í
Kelduhverfi rekstrarlán. Byggða-
stofnun tók að sér að fjármagna
uppbyggingu þessara fiskeldis-
stöðva, samkvæmt fyrri ákvörðun
stjórnvalda, og á stofnunin 20%
hlutafjár í stöðvunum. Skuldir fyrir-
tækjanna við Byggðastofnun nema
samtals um 500 milljónum. í frétt
frá Byggðastofnun segir, að þar
sem enn hafi ekki verið gengið frá
skipulagi rekstrarfjármögnunar í
fiskeldi, séu það tvímælalaust hags-
munir stofnunarinnar að rekstur
þessara fyrirtækja gangi með eðli-
legum hætti, og því var ákveðið að
veita þeim 85 milljóna króna rekstr-
arlán.
Á stjórnarfundinum var samþykkt
að taka 300 milljónir króna að láni
frá Norræna fjárfestingarbankan-
um, sem ætlað er til almennrar
starfsemi stofnunarinnar.
Þá voru lögð fram drög að reikn-
ingi stofnunarinnar fyrir árið 1989.
Samtals voru útborguð lán 1.544
milljónir króna og hlutafé var keypt
fyrir 117 milljónir. Styrkir voru
samtals 50 milljónir. Afskrifuð lán
voru samtals 267 milljónir á árinu
og auk þess varð stofnunin að leysa
til sín allmörg veð. Vanskil á árinu
1989 tvöfölduðust frá árinu áður og
námu í árslok 1.064 milljónum
króna.
Heildarútlán Byggðastofnunar
námu 8.464 milljónum króna á
síðasta ári og höfðu aukist um 28%
á árinu. Hlutur sjávarútvegs var
63% og hafði minnkað nokkuð frá
fyrra ári vegna aukins hlutar fisk-
eldis í útlánum.
selja fyrirtækið til að mæta útgjöld-
um vegna kaupanna á Skarðsvík.
Hlutafjáraukning er talin mun fjar-
lægari kostur. Tilboð HB og Co. er
í báða togara og frystihús Heima-
skaga, en í tilboði starfsmannanna
tveggja er annar togarinn undanskil-
inn.
Fimmta
jaftitefli
Margeirs
MARGEIR Pétursson gerði
jafiitefli við indverska stór-
meistarann Viswanathan An-
and í 5. umferð skákmótsins
í Wijk aan Zee í Hollandi.
Margeir hefur gert jafntefli í
öllum skákum sínum tii þessa.
Viktor Kortsjnoj og Nigel
Short eru efstir á mótinu með
3 ‘A vinning, en Dokhojan, Nunn
og Anand eru næstir með 3 vinn-
inga. Maxim Dlugy er í 6. sæti
með 2 'h vinning og biðskák, en
Margeir, Piket og Andersson eru
í 7.-9 sæti með sömu vinninga-
tölu.
Margeir teflir við ungverska
stórmeistarann Lajos Portisch í
6. umferð í dag.
Áætluð sala TVé-x parkets í
Evrópu fyrir tugi milljóna
Eyrarbakki og Stokkseyri:
105 tilkynningar um
tjón í stormflóðinu
EIGENDUR 105 fasteigna á Eyrarbakka og Stokkseyri höfðu í fyrra-
dag tilkynnt Viðlagatryggingu um tjón af völdum stormflóðsins í
síðustu viku. Matsmenn eru þessa dagana við störf á Stokkseyri en
ekki liggja fyrir neinar staðfestar tölur um heildartjón. Steingrímur
J. Sigfússon, samgönguráðherra, reiknar með að leggja fram tillögu
að áætlun um uppbyggingu sjóvarnagarða, vega og hafiiarmannvirkja
á flóðasvæðunum á ríkisstjórnarfundi á morgun.
Akranes:
Tvö kauptilboð hafa
borizt í Heimaskaga
STJORN Síldar- og fiskimjölsverksmiðju Akraness hafe borizt tvö kaup-
tilboð í frystihúsið Heimaskaga og skip þess. SFA á Heimaskaga, sem
gerir út togarana Krossvík og Skipaskaga. Tilboðin eru annars vegar-
frá tveimur starfsmönnum Heimaskaga og hins vegar frá HB og Co.
SFA hefur keypt loðnubátinn Skarðsvík frá Hellissandi og þarf því ann-
að tveggja að sejja eignir eða auka hlutafé sitt til að vega upp á móti
kaupunum. Afstaða stjórnar SFA liggur ekki fyrir. Nokkur ágreiningur
mun vera milli bæjarfulltrúa á staðnum, en bærinn á 26% í SFA.