Morgunblaðið - 18.01.1990, Qupperneq 4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1990
Fimmtán ára piltar játa
sprengingar í Hafnarfírði
Sprengjurnar sömu gerðar og hjá IRA
PILTAR, sem rannsóknarlögreglan í Hafnarfírði yfirheyrði á þriðju-
dagskvöld, játuðu að vera valdir að sprengingu við iþróttahús Víði-
staðaskóla fyrr um kvöldið. Þá játuðu þeir einnig að hafa, ásamt
fleirum, sprengt þrjár kröftugar rörasprengjur við leikskólann að
Víðivöllum á miðvikudag í síðustu viku, með þeim afleiðingum að
5 stórar rúður brotnuðu og hurð stórskemmdist. Lögreglan segir
sprengjurnar jafii öflugar og handsprengjur, enda sömu gerðar
og írski lýðveldisherinn notaði í eina tíð.
Eins og skýrt var frá í Morgun-
blaðinu í gær var mikið lán að
ekki hlaust stórslys af þegar
sprengjan sprakk við hurð Víði-
staðaskóla um klukkan 20 á þriðju-
dagskvöld. Fjöldi unglinga var á
handboltaæfingu, en þykk dýna
hafði verið reist upp við hurðina
að innanverðu og er það talið hafa
forðað stórslysi. Þegar hurðin
sprakk gengu brot úr henni allt
að 15 senmtimetra inn í dýnuna.
Gluggi með 10 millimetra öryggis-
gleri, sprakk í smátt.
Skömmu eftir sprenginguna
handtók lögreglan þijá pilta, sem
voru á gangi skammt frá skólan-
um. Lögreglan hafði haft þá grun-
aða um að vera valdir að spreng-
ingum áður. í ljós kom að þeir
voru með sprengjur og ýmsan
annan búnað á sér, sem var sömu
gerðar og fannst við íþróttahúsið.
Piltarnir, sem eru 15 ára, voru
yfirheyrðir og neituðu í fyrstu
aðild að sprengingunni. Síðar ját-
uðu þeir og lögreglan upplýsti
einnig, að þeir höfðu ásamt öðrum
sprengt þrjár sprengjur við leik-
skólann að Víðivöllum í fyrri viku.
Alls tengjast 9 piltar á svipuðum
aldri sprengingunum.
Að sögn rannsóknarlögreglunn-
ar í Hafnarfirði leit sprengjusér-
fræðingur Landhelgisgæslunnar á
sprengjubrotin við Víðistaðaskóla
og taldi að sprengjan hefði verið
jafn öflug handsprengju, enda
sömu gerðar og írski lýðveldisher-
inn notaði í eina tíð. Þá voru rann-
sóknarlögreglumenn uggandi yfir
þeim upplýsingum sprengjus-
érfræðingsins, að við framleiðslu
púðurs séu notuð tvö mismunandi
efni, sem alls ekki megi blanda
saman. Þessar heimatilbúnu röra-
sprengjur hafa einmitt verið gerðar
með því að blanda saman ólíku
púðri úr ýmsum sprengjum og
flugeldum. Slík blanda getur
sprungið af minnsta tilefni.
Rannsóknarlögreglan sagði, að
mál piltanna væri nú til meðferðar
hjá barnaverndarnefnd, en kæmi
einnig til kasta sýslumanns. Pilt-
arnir mættu eiga von á að þurfa
að bæta tjónið sem þeir hafa vald-
ið, sem væri mikið.
VEÐURHORFUR í DAG, 18. JANÚAR.
YFIRLIT í GÆR: Norðaustanstinningskaldi eða allhvasst og snjó-
koma á Vestfjörðum og á annesjum norðanlands, en breytileg átt,
gola eða kaldi og snjó- eða slydduél í öðrum landshlutum. Kaldast
var 5 stiga frost á Hveravöllum, en miidast þriggja stiga hiti á
Vatnsskarðshólum í Mýrdal.
SPÁ: Norðaustangola eða -kaldi og él norðanlands en hæg breyti-
leg átt og þurrt syðra.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FÖSTUDAG: Norðlæg átt og frost um allt land. Él um
norðanvert landið en þurrt og víða léttskýjað syðra.
HORFUR Á LAUGARDAG: Austan- og suðaustanátt og hlýnandi
veður. Slydda á Suður- og Vesturlandi en annars þurrt.
TÁKN: A Norðan, 4 vindstig: ^ Vindörin sýnir vind-
A stefnu og fjaðrirnar
Heiðskírt ▼ vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.
\ÆH Léttskýjaft r r r r r r r Rigning
Hálfskýjað r r r * r *
Skýiað r * r * Slydda r * r
Alskýjað * * * * * * * Snjókoma # * *
•Jfl Hitastig:
10 gráður á Celsius
Y Skúrir
*
V El
= Þoka
= Þokumóða
’ , ’ Súld
OO Mistur
—Skafrenningur
Þrumuveður
* ai ÉK*
l 3
%
T V' *r
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
hiti veður
Akureyri +2 alskýjað
Reykjavfk 0 snjóél
Björgvin 7 skúrir
Helsinki •=■3 snjókoma
Kaupmannahöfn 7 skýjað
Narssarssuaq vantar
Nuuk vantar
Ósló 6 skýjað
Stokkhólmur 6 skýjað f
Þórshöfn 5 skýjað
Algarve 15 háifskýjað
Amsterdam 9 skýjað
Barcelona 12 heiðskírt
Berlín 11 rigning
Chicago 12 rigning
Feneyjar 6 þokumóða
Frankfurt 10 rigning
Glasgow 6 haglél
Hamborg 9 skýjað
Las Palmas 16 léttskýjað
Lundúnir 9 léttskýjað
Los Angeles 9 léttskýjað
Lúxemborg vantar
Madríd 6 mistur
Malaga 11 hálfskýjað
Mallorca 15 léttskýjað
Montreal +3 frostúði
New York vantar
Orlando vantar
París vantar
Róm 11 þokumóða
Vín 14 léttskýjað
Washington 4 mistur
Winnipeg +7 þokumóða
Skólakrakkar skoða skemmdimar á hurðinni í gærmorgun.
Vestmannaeyjar;
Sj álfstæðismenn
ákveða prófkjör
Vestmannaeyjum.
FULLTRÚARÁÐ sjálfstæðisfélaganna í Vestmannaeyjum ákvað að
viðhafa prófiyör við val fulltrúa á lista flokksins fyrir sveitarsfjórnar-
kosningarnar í vor. Prófkjörið á að fara fram fyrir febrúarlok.
Stjórn fulltrúaráðsins lagði til
við fundinn að viðhaft yrði út-
keyrsluprófkjör. Prófkjör þetta fer
þannig fram að sendir eru kjör-
seðlar til allra þeirra sem ekki eru
yfirlýstir stuðningsmenn annarra
flokka. Seðlarnir eru sóttir aftur
sólarhring síðar og þá fer talning
fram. Fulltrúaráðið samþykkti til-
löggi stjórnarinnar samhljóða.
Sjálfstæðismenn hafa viðhaft
samskonar prófkjör við val fram-
bjóðenda síðustu tvær sveitar-
stjómakosningar.
Á fulltrúaráðsfundinum fór fram
viðhorfskönnun þar sem fulltrúa-
ráðsmeðlimir skrifuðu niður nöfn
10 manna sem þeir vildu sjá á
framboðslista flokksins fyrir kosn-
ingarnar í vor. Alls voru 56 nöfn
nefnd. Auglýst .verður eftir fram-
bjóðendum í prófkjörið innan tíðar
og mun þessi mikli fjöldi tilnefninga
auðvelda störf kjörstjómar við að
afla þátttakenda í prófkjörið.
Grímur
Benedikt á Stað-
arbakka látinn
BENEDIKT Guðmundsson bóndi
á Staðarbakka í Miðfirði lést í
gærmorgun á sjúkrahúsinu á
Hvammstanga, 84 ára að aldri.
Hann var lengi oddviti og hrepp-
stjóri Ytri-Torfustaðahrepps og
fréttaritari Morgunblaðsins um
árabil.
Benedikt fæddist 30. nóvember
1905 í Hnausakoti í Miðfirði í Vest-
ur-Húnavatnssýslu. Foreldrar hans
voru Guðmundur Gíslason bóndi í
Hnausakoti og síðar bóndi og hrepp-
stjóri á Staðarbakka og Margrét
Elísabet Benediktsdóttir kona hans.
Benedikt fluttist tveggja ára að
Staðarbakka. Hann varð búfræðing-
ur frá Hvanneyri 1931. Frá árinu
1930 stóð hann ásamt Gísla bróður
sínum fyrir búi móður þeirra að
föður þeirra látnum og frá 1945
var hann bóndi á Staðarbakka,
síðustu árin ásamt Rafni syni sínum.
Benedikt gengdi fjölda trúnaðar-
starfa fyrir sveit sína og hérað.
Hann var í hreppsnefnd 1937-1962,
þar af oddviti í 14 ár, sat í sýslu-
nefnd í tæpa tvo áratugi og var
lengi hreppstjóri. Hann starfaði
mikið fyrir kirkjuna á Staðarbakka,
var í áratugi í sóknarnefnd og lengi
safnaðarfulltrúi. Benedikt var lengi
formaður og í stjórn Veiðifélags
Miðfirðinga og starfaði fyrir búnað-
arfélagið, meðal annars sem fulltrúi
á fundum Stéttarsambands bænda.
Meðal annarra félagsmálastarfa má
Benedikt Guðmundsson.
nefna að hann var einn af stofnend-
um og fyrsti formaður Ungmennafé-
iagsins Grettis 1928.
Eftirlifandi kona Benedikts er
Ásdís Magnúsdóttir frá Torfustöð-
um. Þau eignuðust fjögur börn:
Margréti, Ingimund, Jón Magnús og
Rafn.
Benedikt á Staðarbakka var lengi
fréttaritari Morgunblaðsins. Morg-
unblaðið sendir ástvinum hans sam-
úðarkveðjur.
Loðnuskipið Skarðs-
vík SH selt til Akraness
Akranesi.
Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan á Akranesi heftir fest kaup á
loðnuskipinu Skarðsvík SH 205 og mun taka við skipinu 1. maí
næstkomandi. Þetta eru góð tíðindi fyrir atvinnulífið á Akranesi.
Skarðsvík er um 300 tonna skip
með um 18.000 tonna loðnukvóta
auk nokkurs kvóta af öðrum fisk-
stofnum. Skipið hefur alltaf þótt
fengsælt og vonandi breytist það
ekki við eigendaskiptin. Með til-
komu þess í flota Akumesinga
tryggir Síldar- og fiskimjölsverk-
smiðjan hf. sér aukið hráefni til
vinnslu en hún á fyrir loðnuskipið
Víking AK sem er eitt af stærri
fiskiskipum landsins. Auk þess eru
nú í flota Akurnesinga þijú önnur
loðnuskip. - J.G.