Morgunblaðið - 18.01.1990, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1990
KYOLIC
Eini alveg lyktarlausi hvítlaukurinn.
2ja ára kælitæknivinnsla (20 mán.
+ 4 mán.) sem á engan sinn líka í
veröldinni.
Hefur meiri áhrif en hrár hvítlaukur.
Er gæðaprófaður 250 sinnum á
framleiðslutímanum.
Á að baki 30 ára stööugar rann-
sóknir japanskra vísindamanna.
Lífrænt ræktaður í ómenguðum
jarðvegi án tilbúins áburðar eða
skordýraeiturs.
Öll önnur hvítlauksframleiðsla notar
hitameðferð.
Hiti eyðileggur hvata og virk efna-
sambönd í hvítlauk og ónýtir heilsu-
bætandi áhrif hans.
- KYOLIC DAGLEGA -
Það gerir gæfumuninn
KYOLIC fæst í heilsuvöru- og lyfja-
verslunum og víðar.
Heildsölubirgðir
LOGALAND,
heildverslun. Símar 1-28-04.
HÆTTIÐ
AD
B0GRA
VID
ÞRIFIN!
II ú fást vagnar með nýrri vindu
par sem moppan er undin með
éinu handtaki án pess að taka
purfi hana afskaftinu. Moppan fer
alveg inn í horn og auðveldlega
undir húsgögn. Einnig er hún
tilvalin í veggjahreingerningar.
Þetta þýðir auðveldari og betri þrif.
Auðveldara,
fljótlegra og
hagkvæmara!
Nýbýlavegi 18
Sími 641988
Tryg'g'ing’ sparifjár
- trygging launa
efitir Guðjón Jónsson
„ .. .Ég vil bara leggja áherzlu
á þetta, sem mér finnst vera kjarni
málsins: Þegar við bönnum vísi-
tölutengingu launa finnst mér afar
erfitt að þola vísitölutengingu fjár-
magns. .. . Það voru þeirra svör,
lögfræðinganna, að þetta væri
tvennt ólíkt: Maðurinn er ekki bú-
inn að afhenda vinnu sína, en hins
vegar er lánveitandinn búinn að
afhenda fjármagnið á ákveðnum
kjörum ... En ég hef aldrei getað
sætt mig við þetta svar ...“
Það er Steingrímur Hermanns-
son forsætisráðherra, sem er að
svara spumingu um verðtrygg-
ingu, annars vegar fjármagns hins
vegar launa. Hann er ekki einn
um það að leggja þessar trygging-
ar að jöfnu og er sú grunnfærni
mörgum fyrirgefanleg. En til ráð-
herra verður að gera meiri kröfur,
helzt að hans eigin dómgreind
nægi, en það er lágmark að hann
skilji þær leiðbeiningar sem hann
viðurkennir að hafa fengið og vísar
til. Ég hugði reyndar að einmitt
þannig mætti skilja þessi orð hans,
þó að hann „gæti ekki sætt sig
við“ það, en því hefur hann síðar
vísað á bug í viðtali.
En lítum á málflutning annars
manns, sem eins og S.H. hefur
notið háskólamenntunar í verk-
fræði og er nú líka orðinn ráðherra
— einmitt ráðherra vísitölumála;
að hluta, þ.e. Hagstofunnar. I
grein í DV 9. ágúst 1988 hamrar
Júlíus Sólnes á ranglæti þess að
verðtryggja fjármagn, ef sama
gildir ekki um laun: „Hver er mun-
ur á verðmætunum, sem fólgin eru
í starfsorku mannsins og pening-
um? Ef nágranni minn leggur eina
milljón króna inn í banka gerir
hann kröfur um að innstæða sé
að fullu verðtryggð. Ef ég á aflögu
vinnuframlag upp á 1.000 klukku-
stundir, sem einhver sækist eftir,
á ég á sama hátt jafnmikinn rétt
á því að vinnulaunin séu að fullu
verðtryggð. Hinir 1.000 vinnutín-
mar eru mín milljón.“
Já, hver er munurinn? Júlíus
Sólnes sér hann ekki, hvorki fyrir
eigin dómgreind né tilsögn ann-
arra, þrátt fyrir alla sína menntun,
væntanlega bæði í rökfræði og
reikningslist, og þrátt fyrir að hafa
lesið skýrslu verðtryggingamefnd-
ar, þar sem þessi munur er ein-
mitt skýrður. Heldur skrifar hann
um málið grein, sem frá upphafi
til enda er þvílíkt endemi, að mað-
ur virðir ósjálfrátt Sjálfstæðis-
flokkinn fyrir að á hans vegum
var þessum manni aldrei hleypt inn
á þing.
I grein Júlíusar Sólness, eins og
f lestra andstæðinga verðtrygging-
ar, er landsmönnum skipað í tvo
hópa. Hin venjulega skipting er
fjármagnseigendur — skuldarar,
en hér er hún fjármagnseigendur
— launþegar!! Hvor tveggja skipt-
ingin er vitaskuld alger meinloka
og sýnir einungis grunnfærni og
blekkingarviðleitni þeirra sem
svona haga máli sínu. Allur þorri
þjóðarinanr er í öllum þessum hóp-
um lengri eða skemmri tíma
ævinnar, bæði launþegar og spa-
rifjáreigendur í senn, ýmist fjár-
magnseigendur eða skuldarar og
stundum hvort tveggja í senn. Það
er sama grunnfæmin að telja sjálf-
sagt, að það væri skuldaranum
hagkvæmt að verðtrygging væri
afmunin. Svo er því aðeins, að
(nafn)vextir skili þá ekki raun-
vöxtum (séu lægri en verðbólga) —
sem er alls ekki gefið mál, þó að
svo væri fyrrum, með hörmulegum
afleiðingum fyrir siðferði þjóðar-
innar og viðskiptavit og glæpsam-
legri misskiptingu fjármuna, sem
enn sér ekki fyrir endann á. An
tryggingar myndu „nafnvextir“
væntanlega elta verðbólgu upp og
niður samkvæmt ágizkun í stað
útreiknings á grundvelli stað-
reynda — það er hrein happa og
glappa aðferð og getur hæglega
reynzt skuldaranum þyngri í skauti
en hin vísa verðtrygging. Hið eina
sem örugglega kemur skuldaran-
um til góða, eins og öllum öðrum,
er að iandsmenn leggi niður verð-
bólguna, eins og aðrar þjóðir, þær
sem siðaðar eru.
Hver er munurinn?
Um það segir m.a. svo í skýrslu
verðtryggingarnefndar (15/7
1988): „Að baki vinnunnar liggur
engin tölulega metin stofnstærð,
er mundi felast í mati manna á
starfsgetu sinni, hæfni, þekkingu
o.s.frv." — og beri menn þetta
saman við orð Júlíusar Sólness,
sem vitnað var til hér á undan!
(Magnús Jónsson veðurfræðingur,
sem sat í verðtryggingarnefnd, og
bæði Júlíus og forsætisráðherra
lofuðu fyrir sérstöðu hans í nefnd-
inni, gerði engan ágreining um þá
túlkun, sem hér er fjaliað um.)
Fjármagn, sem þegar er til orð-
ið, er „tölulega metin stofnstærð“,
það er mál liðna tímans, afgreitt
að fullu og frá því verður ekki
hlaupið vítalaust. Þetta er kaupið
sem búið er að vinna fyrir og reiða
fram, búið að gera upp milli laun-
þega og kaupgreiðanda, líka búið
að gera upp við ríkið, borga skatta
og skyldur. Þetta er orðið eign, sem
á að varðveitast að fullu og ekki
miður en fasteign, gull eða lista-
verk, þó að hún sé „pappírs-auður“
eða einungis tölur í tölvu bankans.
Fjármagn, sem ávallt er tiltækt til
afnota hvar og hvenær sem bezt
gegnir, ætti raunar að þykja ákjós-
anlegri eign og betri en gull, sem
liggur óhreyft í kistu. Fyrrum urðu
menn helzt að kaupa jarðir ef þeir
vildu varðveita það sem þeim
áskotnaðist — það er úrelt enda
sérdeilis óheppilegt og brátt mun
tölvan að mestu eða öllu leysa
„pappírs-auðinn“ af hólmi. Það er
hreinn afglapaháttur að amast við
þessu eða ausa svívirðingum yfir
fjármagn og „fjármagnseigend-
ur“. Peningar, „pappír" eða inn-
stæður í bönkum, eru engu ógöf-
ugri eign, ótryggari né verr fengin
en eignir af öðru tagi — t.a.m.
hlutur í Silfurstjömunni, eða
vinnulaun, sem ekki er búið að
borga út, svo fremi að fjársins
hafi verið aflað á heiðarlegan hátt.
Fjármagnsstofn á því að vera
jafn friðhelgur og hver önnur eign
gagnvart almennri þróun eða öfug-
þróun í samfélaginu, verðbólgu
(þ.e. vitlausum kjarasamningum
og fylgjandi gengisfellingum),
þjófnaði af öðrum toga og allri
annarri óhæfu. Verðtrygging fjár-
magns, hvort heldur innstæðu eða
útlána, er þannig beitt til þess eins
að halda stofnstærð óbreyttri að
gildi, þ.e. að fjármagn „hækki“ í
verði öldungis á sama hátt og aðr-
ar eignir „hækka“. Það er að vísu
blekking að hér sé um hækkun
verðmætis að ræða, þessi breyting
á tölum sýnir rýrnun krónunnar,
en enga aukningu verðmætis. Því
meir sem krónan rýrnar í verð-
bólgunni, þeim mun fleiri krónur
þarf til að tjá sama verðmæti.
Þannig „hækka“ fasteignir í verði
ár hvert — og þykir öllum sjálf-
sagt. Enginn er svo vitlaus að vilja
afnema þetta og því er það ekki
einu sinni rætt. En þegar eignin
er sparifé, þá kemur annað hljóð
í strokkinn hjá sumum.
Munurinn er sá, að laun eru
mál ókomins tíma!
Þannig er um hinar þúsund
vinnustundir Júlíusar Sólness —
ef einhver sækist eftir þeim. Þær
samsvaraeÁA/ „tölulega metinni
stofnstærð" frá liðnum tíma, fjár-
magni sem þegar hefur verið afl-
að, heldur ávöxtun þess fjár á
komandi tíma, þ.e. vöxtunum. Og
þeir eru ekki verðtryggðir fremur
en sú vinna sem Júlíus hefur ekki
innt af hendi. „Stofnstærð" hans
er hann sjálfur, hreysti hans og
starfsorka, gáfur hans og þekking.
Hvorki sjálfur hann né aðrir reyna
að meta þennan stofn í tölum. En
hann er um margt ólíkur fjármun-
um, t.a.m. rýrnar hann ekki sökum
verðbólgul Ábyrgð eða trygging
starfsorkunnar er mál, sem Júlíus
og hver annar verður algerlega að
eiga um við sjálfan sig og guð sinn.
Vinnulaun hans eru ekki orðin til,
hann er ekki einu sinni byrjaður
að vinna fyrir þeim, og um vinnu-
framlag hans ríkir fullkomin
óvissa. Kannski veikist hann á
morgun eða deyr. Kannski fer
hann í verkfall, þegar verst gegn-
ir. Kannski á verkfræðingurinn
eftir að ruglast í kollinum eða fat-
ast með öðrum hætti, svo að allir
útreikningar um burðarþol verði
vitlausir og byggingin ónýt. Eng-
inn veit þetta fyrir. Gegn sumum
slíkum þáttum má kaupa sér
tryggingu, t.a.m. slysa- og örorku-
tryggingu og er reyndar skylt, en
hveijum manni er frjálst að auka
þar við og kemur öðrum ekki við.
Það breytir þó ekki því, að um
vinnuframlag mannsins á ókomn-
um tíma er alger óvissa.
- En vilji einhver verkkaupandi
þrátt fyrir allt semja við J.S. á
þeim grundvelli, sem hann telur
sig eiga rétt á, þá ætti það að
vera frjálst. Hann má bara fyrir
engan mun rugla því saman við
alls óskylt efni eins og verðtrygg-
ingu fjármagns, sem búið er að
afla, og er falið viðurkenndum
Guðjón Jónsson
„Því meir sem krónan
rýrnar í verðbólgunni,
þeim mun f leiri krónur
þarf til að tjá sama
verðmæti. Þannig
„hækka“ fasteignir í
verði ár hvert — og
þykir öllum sjálfsagt.
Enginn er svo vitlaus
að vilja afhema þetta
og því er það ekki einu
sinni rætt. En þegar
eignin er sparifé, þá
kemur annað hljóð í
strokkinn hjá sumum.“
sjóði til varðveizlu (oft sjálfu
ríkinu, sem öllum öðrum fremur
ræður verðbólgu).
Laun sem gilda fram í tímann,
venjulega til eins árs í senn, sam-
svara eins og fyrr segir vöxtum
af fjármagni, raunvöxtum, fram í
tímann. Að verðtryggja laun er
þannig samsvarandi því að verð-
tryggja vexti — og ekki nokkur
lifandi maður mun hafa lagt til að
það væri gert.
Samningsréttur -
uppfært mat starfskrafta
Nú gerist það að sjálfsögðu í
reynd, að „stofnstærð“ starfsorku
er endurmetin á ári hveiju „með
sínu lagi“ og færð upp hliðstætt
verðtryggðu fjármagni, fasteign-
um og öðrum metanlegum stofn-
stærðum, í samræmi við verðbólgu
fyrst og fremst. Þetta gerist í sér-
hveijum kjarasamningum og þarf
enga beina „verðtryggingu" til,
heldur þann einan samningsrétt
sem í gildi er. Sumir samningsaðil-
ar a.m.k. taka nokkurt tillit til af-
komu í atvinnurekstri, en fyrst og
fremst ræðst „hækkun“ launa
ávallt af verðbólgu, hreint eins og
um væri að ræða verðtryggingu
samkvæmt vísitölu lánskjara eða
framfærslu.
Vissulega væri hægt að breyta
þessu. Það er hægt að verðtryggja
laun, alveg eins og hægt er að
verðtryggja vexti (sem engum
dettur þó í hug!) — og laun hafa
stundum verið verðtryggð, bæði
hér á landi og erlendis. En rökrétt
væri þá, að samningsréttur félli
niður, eins og sparifjáreigandi á
engan samningsrétt, hvorki um
verðtryggingu né vexti. Skal ósagt
látið, hvort launþegar myndu í
raun og veru kæra sig um slík
skipti.
ÚTSALAN
HEFST í DAG
Meiri háttar verðlækkun
SNORRABRAUT 56 SÍMI 13505 «14303