Morgunblaðið - 18.01.1990, Page 23

Morgunblaðið - 18.01.1990, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANUAR 1990 23 Reuter 47 lifðu flugslys af Sovésk farþegaflugvél af gerðinni Tupolev TU-134 hrapaði til jarðar 45 km frá borginni Sverdlovsk á laugardag með þeim afleiðingum að 23 menn fórust og 30 slösuðust. Um borð voru 64 farþegar og sex manna áhöfn. Meðfylgjandi mynd af slysstaðnum sendi sovéska fréttastofan TASS frá sér á þriðjudag. Flugvélin var í áætlunarflugi frá Tjúmen til Volgograd. Grænfriðungar hlaupa á sig í Sviss: Msheppnuð loftmæling Zrich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. AÐGERÐIR grænfriðunga í Sviss gegn flutningi á geislavirku efiii snerust í höndum umhverfisverndarsamtakanna í lipphafi vikunnar. Þau fullyrtu á mánudag að geislun í lofti umhverfis flutningatæki væri 500 sinnum meiri en leyfilegt er og kölluðu til sérfi-æðinga kjarnorkueftirlitsins. Þeir mældu loftið á nýjan Ieik og kom í ljós að geislunin var ekki nema brot af því sem leyfilegt er. Grænlriðung- ar viðurkenndu að hafa mælt vitlaust og báðust afsökunar á mistökun- um á þriðjudag. Grænfriðungar buðu frétta- mönnum og ljósmyndurum að fylgj- ast með aðgerðum samtakanna gegn flutningi geislavirks efnis úr kjamorkuverinu Gösgen til Sellafi- eld í Bretlandi á mánudag. Efnið er flutt með lestum til úrvinnslu en grænfriðungar telja stórhættulegt að flytja geislavirkt efni milli staða og vilja koma í veg fyrir það. Nokkrir félagar í samtökunum hlekkjuðu sig við brautarteina sem flutningalest frá Gösgen átti að fara um og aðrir mældu andrúms- loftið til að sjá hvort félögum þeirra stafáði hætta af því. Viðvörunar- bjöllur mælitækjanna klingdu og þær fréttir bárust um landið að geislunin í Gösgen væri mörg hundruð sinnum meiri en leyfilegt er. Sérfræðingar komu á átaðinn tveimur tímum síðar og fréttin var leiðrétt. Það var ekkert athúgavert við geislunina í kringum flutninga- lestina og hún hélt sína leið. HÓTELSTJORNUN Sérhæfl nám í stjómun hótela og veítíngahúsa Vaxandi umfang ferðaþjónustunnar á íslandi undanfarin ár, fjölgun veitínga- og gístíhúsa og aukín samkeppní þeirra kallar í auknum mæli á hæft fólk í stjórnunarstöður. 140 tímar. Skráning hafín í síma 626655. Viðskiptaskólinn HAGNÝTT NÁM - ÞEKKING SEM NÝTISTl , Um áramótin lækkaöi allt lambakjöt um 8%. 1 Sparaðu og kauptu lambakjöt. SAMSTARFSHOPUR U M SÖLU LAMBAKJÖTS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.