Morgunblaðið - 18.01.1990, Side 27

Morgunblaðið - 18.01.1990, Side 27
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1990 „Sameiginleg' sjávar- útvegsstefiia“ EB nær ekki til Islands — bara til ráðherra sem betur fer! Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. MatthíasJohannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, BjörnJóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Tækifæri, sem má ekki glutra niður Senn líður að því, að aðilar vinnumarkaðar taki af skarið um það, hvort þeir treysti sér til að gera nýjan kjarasamning á þeim lágu nótum, sem um hefur verið talað undanfarna mánuði. Þær umræður hafa átt þátt í því að skapa vissa eftir- væntingu og bjartsýni um, að nú fari að rofa til í efna- hags- og atvinnumálum. Fari svo, að samningagerðin renni út í sandinn og þessi tilraun til þess að gera skynsamlega samninga við ríkjandi að- stæður mistakist er óhætt að fullyrða, að það mundi valda miklum vonbrigðum meðal almennings. Einhver kann að segja, að það geti ekki valdið fólki von- brigðum, að kjarasamningar, sem byggjast á litlum, sem engum kjarabótum, fari út um þúfur. Sannleikurinn er hins vegar sá, að íslendingar þekkja orðið gang þessara mála mjög vel. Launþegar vita, að verði samið um mikl- ar kauphækkanir, fylgja verðhækkanir í kjölfarið og ný kollsteypa í efnahagsmál- um með nýrri verðbólguöldu og vaxandi atvinnuleysi. Þess vegna binda menn miklar vonir við þær samningavið- ræður, sem nú standa yfir. Það er alveg augljóst, að fyrir þann mikla fjölda laun- þega, sem glímir við erfiðar skuldir vegna húsnæðis- kaupa er umtalsverð nafn- vaxtalækkun í kjölfar minnk- andi verðbólgu mun meiri kjarabót, en kauphækkanir, sem kalla yfir okkur nýja verðbólguöldu. Með sama hætti er nafnvaxtalækkun þýðingarmikil fyrir atvinnu- fyrirtækin í landinu og dreg- ur mjög úr útgjöldum þeirra vegna fjármagnskostnaðar. Fyrir þá einstaklinga og fyr- irtæki, sem ekki búa við mikl- ar skuldir er þjóðfélag lítillar verðbólgu mun eftirsóknar- verðara en þjóðfélag óða- verðbólgu. Af þessum sökum skiptir miklu fyrir bæði launþega og atvinnulífið, að kjarasamn- ingar verði gerðir á þeim grundvelli, sem talað hefur verið um að undanförnu. Vissulega er það erfitt hlut- verk fyrir forystumenn verkalýðsfélaganna að standa frammi fyrir félags- mönnum sínum og viður- kenna, að ekki séu forsendur fyrir kjarabótum. Það þarf hugrekki til þess að leggja spilin á borðið fyrir framan félagsmenn verkalýðsfélag- anna, en hér skal óhikað full- yrt, að betri jarðvegur er fyr- ir því innan verkalýðssam- takanna nú en nokkru sinni fyrr. í raun og veru gefst nú einstakt tækifæri til þess að ráða niðurlögum verðbólg- unnar og koma á skynsam- legri efnahagsstjórn í landinu. Eftir stendur eins og jafn- an áður hlutur ríkisins. Al- menningur tekur það óstinnt upp, að á sama tíma og laun- þegar hafa tekið á sig gífur- lega kjaraskerðingu og at- vinnufyrirtækin hafa barizt við mikinn samdrátt í umsvif- um, hefur ríkið sjálft, hvorki sýnt gott fordæmi né fylgt á eftir. Það er hér sem stjórn- málamennirnir verða að taka til hendi. Það á ekki að vera stjómmálamanni til fram- dráttar að leggja fram tillög- ur um óraunhæf útgjöld. Það á að vera stjómmálamanni til framdráttar að leggja fram tillögur um sparnað og niðurskurð í hinu opinbera kerfi. Skattgreiðendur þurfa að láta stjómmálamennina finna, að þeir meta þá síðar- nefndu en ekki þá, sem hafa ekki getað tileinkað sér breyttan hugsunarhátt varð- andi meðferð almannafjár. Þeir forystumenn atvinnu- lífs og launþega, sem nú sitja við samningaborðið mega ekki gefast upp við það erfiða verkefni, sem þeir hafa tekið sér fyrir hendur. Nú er tæki- færi, sem við megum ekki glutra niður. Með skynsamlegum kjara- samningum nú getum við lagt gmndvöll að nýrri fram- farasókn fram að aldamót- um, með batnandi lífskjömm alls almennings. Mistakist þessi samningagerð heldur kjaraskerðingin áfram. eftir EyjólfKonráð Jónsson Af einhverjum ástæðum, mér óskiljanlegum, hafa deilur risið um það hvort „sameiginleg sjávarút- vegsstefna" Evrópubandalagsins nái til ríkja utan þess og jafnvel hefur verið seilst til þeirra raka að Rómarsáttmálinn frá 1957 fjalli um þetta efni. Utanríkisráðherra hefur sagt, líklega í háifkæringi, að ég væri „eini maðurinn sem uppi er núna í veröldinni sem hefur þá prívatskoðun að hin sameiginlega fiskveiðistefna Evrópubandalagsins sé ekki til og neitar því í þingræðu eftir þingræðu". Auðvitað hefur mér lengi verið kunnugt um hana og Rómarsáttmálann, en þessi „stjórnarskrá" Evrópubandalagsins eða stjómlög á henni byggð ná bara ekki til Islands, að minnsta kosti ekki ennþá ekki frekar en landbúnaðarstefnan. í umræðum á Alþingi 19. desem- ber sl. um Evrópumálefni vék Hall- dór Ásgrímsson sjávarútvegsráð- herra allhastarlega að mér og þeim orðum mínum að ekkert það væri í reglum bandalagsins sem segði að fiskveiðiheimilda skyldi krefjast við gerð viðskiptasamninga. Honum neyddist ég til að svara m.a. eftir- farandi orðum sem ég tel nauðsyn- legt að koma á framfæri í von um að öllu tali um veiðiheimildir hér við land, hvort heldur er gagn- kvæmra eða sjálfstæðra, linni: „Hæstvirtur forseti. Það má kannski segja að tímamót séu í samskiptamálum Vestur-Evrópu á þessum degi og þar með samskipt- um okkar við Evrópuríki. Einmitt núna á þessari stundu er utanríkis- ráðherra okkar að ganga frá sam- komulagi um framhald viðræðna EB og EFTA eins og allir vita... Ég vil byija á því að taka fram að stefna míns flokks, Sjálfstæðis- flokksins, er alveg skýr í þessum málum. Við styðjum að samkomu- lag sé gert um áframhald viðræðna EFTA og EB, buðumst raunar til að standa að formlegri samþykkt um það efni sem ekki hefur verið þegið og er út af fyrir sig ekkert við því að segja. Þegar að samning- um kemur, og ég tala nú ekki um þegar að lyktum þeirra kemur, þá verður það mál auðvitað borið und- ir Alþingi þannig að þó þessu góða boði okkar hafi verið hafnað erum við ekki að erfa það. Að hinu leytinu teijum við alveg ljóst að taka beri upp viðræður til að undirbúa beinar samningavið- ræður við Evrópubandalagið í sam- ráði við utanríkismálanefnd um við- auka við bókun 6 frá 1972 eða um viðskiptamálefni Islands og Evr- ópubandalagsins... Það kom mjög flatt upp á mig að hæstvirtur sjávarútvegsráðherra skyldi hér í ræðu sinni enn túlka sjónarmið sem ég tel fráleit og ekki styðjast við nokkpa stoð. Það kom líka flatt á mig að hann segir að nú, nánast í gær eða dag, hafi hann rætt við samstarfshóp at- vinnurekenda í sjávarútvegi var það ekki það sem ráðherrann átti við? — og þeir væru sér nokkurn veginn sammála um að ekkert hastaði að taka upp samningaviðræður um þann gífurlega óhag sem við höfum, ég nota það orð, óhag, í tvíhliða viðskiptum við Evrópubandalagið. Það tollar okkar vörur en við seljum þeirra vörur án tolla. Þetta veit ég að ráðamenn í Evrópubandalaginu munu vilja skoða og þess vegna er mjög brýnt að Alþingi afgreiði til- lögu til þingsályktunar sem ég flyt ásamt Kristínu Einarsdóttur og Ragnhildi Helgadóttur. Sú tillaga er einföld í sniðum. Hún fæddist raunar í löngum umræðum á ut- anríkismálanefndarfundum sem stóðu fram á nótt þar sem ég vissi ekki betur en menn ætluðu að reyna að slíðra sverð og byija að tala af einhveiju viti um þessi mál.. . En svo að ég Ijúki nú við að yfir- fara það sem sjávarútvegsráðherra sagði hér áðan, að við værum ekki í stakk búnir til að hefja tvíhliða viðræður við Evrópubandalagið, ekki í stakk búnir til þess. Og ástæðurnar eru fjórar sagði hann: Viðræður milli EB og EFTA. Þær halda auðvitað áfram alveg burtséð frá því hvort við ræðum við Evrópu- bandalagið. Við höfum fullan rétt til þess. Þeir hafa meira að segja æ ofan í æ óskað eftir „díalóg“ við okkur. Það hefur verið gert núna árum saman og það hafa verið æðstu menn sem það hafa gert. Það hefur t.d. verið de Clercq. Sjávarútvegsráðherra talaði um að við hefðum einhvern tímann ver- ið að ræða við einhveijar sjávarút- vegsnefndir Evrópubandalagsins. Allt frá 1976, þegar talað var um bókun 6, er það Gaston Thorn, for- seti ráðherraráðs EB, sem við okk- ur ræddi. Og að Evrópubandalagið krefjist veiðiheimilda Jyrir við- skiptasamninga, það stendur hvergi stafur um það og hefur aldrei gert í okkar viðræðum fýrr nema þá núna upp á síðkastið, síðustu miss- eri. Því hefur alltaf verið neitað, aldrei komið til greina. Það eru ekki tvíhliða viðræður þó að ein- hveijir mgnn hittist, einstaklingar, þó þeir séu með ráðherraembætti. Það eru tvíhliða og beinar viðræður við bandalagið sjálft sem stofnun sem farið er fram á og sjálfsagt er að uppfýlla. Ekki er hægt að benda á eitt einasta dæmi neins staðar um að það sé stefna Evrópubandalagsins að alltaf þegar samið er um við- skipti skuli veiðiréttindi koma í staðinn. Hvernig getur mönnum dottið þessi endaleysa í hug? Um hvað er verið að semja við Sviss- lendinga, Austurríkismenn, Ung- veija og Tékka? Ætlar EB að fá fiskveiðiréttindi fyrir tollaréttindin? Þetta dæmi gengur bara ekki upp. Menn verða að hætta að hugsa svona. Við fáum náttúrlega enga samninga við menn sem við ætlum ekkert að semja við ef við erum að bjóða þeim veiðiréttindi, sem aldrei verða föl. Síðan var annar liðurinn: Jafn- framt er það Ijóst að það sem stað- ið hefur í vegi er sjávarútvegsstefna Evrópubandalagsins, sem hefur uppi kröfur um fiskveiðiréttindi í staðinn fyrir aðgang að mörkuðum. Hvar eru þessar kröfur nema í hug- arheimi ráðherranna? Ég hef ekki séð eða heyrt neinn setja fram kröf- ur um fiskveiðiréttindi á íslands- miðum. Það er bara í þessum sal sem verið er að tala um þessa enda- leysu. Það þriðja var: Líklegt er að sjáv- arútvegshagsmunir verði mjög uppi ef við förum að ræða viðskiptamál og tollamál við Evrópubandalagið. Ég óskaði eftir greinargerð, að ut- anríkisráðuneytið útvegaði greinar- gerð um gang mála í kerfi Evrópu- bandalagsins. Þá greinargerð fékk ég raunar sjávarútvegsráðherra líka. Það er flókinn gangur mála þar, það er alveg rétt. Eg er auðvit- að búinn að afhenda þetta öllum í Evrópustefnunefnd sem nú starfar að þessum málum. Líklega er rétt að lesa þessa skýrslu sendiráðsins upp hér, með leyfi forseta, þannig að menn sjái að það er ekki sjávar- útvegsráðuneyti sem ræður öllum málum þarna, tollamálum og við- skiptamálum, aldeilis ekki. En skýrslan hljóðar þannig: „Allar aðgerðir, ákvarðanir og tilkynningar framkvæmdastjórnar EB eru gerðar í nafni hennar allrar og ber hún sameiginlega ábyrgð á þeim. Því eru allar ákvarðanir bom- ar undir allar aðalskrifstofurnar 23. Þetta á ekki síst við þegar fram- kvæmdastjórnin gerir tillögur til ráðsins um samningsumboð sér til handa við þriðju ríki... Ég ætla nú aðeins að stytta mál mitt og lesa niðurlagið en skýrslan er aðgengileg hveijum sem vill hafa hana. Niðurlagið er svona: „Ef hins vegar er um að ræða meiri háttar viðskiptasamninga þar sem gæta verður jafnréttis milli margra ólíkra þátta tekur utanríkis- málaskrifstofan yf ir oddahlutverkið og gengur frá samningum ei} að sjálfsögðu í samráði við viðkomandi faglegar skrifstofur." Þetta er nú mergurinn máls- ins .. . Það fjórða sem hæstvirtur ráð- herra nefndi var að sjávarútvegs- skrifstofan væri í gegnum tíðina fyrst og fremst í forsvari, t.d. 1972-1976. Hún kom hvergi nærri. Það voru æðstu menn bandalagsins sem voru þá líka raunar að leysa deilu á milli aðildarríkis að Evrópu- bandalaginu, Bretlands, og íslend- inga. Menn þekkja allir hér inni sögu bókunar 6. Þar voru æðstu menn Evrópubandalagsins að verki en engin sjávarútvegsskrifstofa. Jafnframt yrði rætt um tolla, segir ráðherra. Tollar heyra alls ekki undir sjávarútvegsskrifstofuna. Þeir heyra undir, eins og ég var að lesa upp, deild XXI. Ég skal ekki hafa fleiri orð um þetta. Þessi ummæli sjávarútvegs- ráðherra hafa vissulega valdið mér gífurlegum vonbrigðum. Ég hélt fyrir nokkru þegar við ræddum saman um þessi mál að sættir mættu takast um að vera ekki að deila um þetta, svona sjálfsagðan hlut, og ég vonaði að það mundi niður falla og af minni hálfu gerir það það. Mér ‘finnst ekki sæmandi að vera að rífast um þetta lengur, þetta liggur allt fyrir. Við getum hvenær sem er orðið við óskum Evrópubandalagsins um „díalóg- inn“ sem þeir hafa verið að tala um, m.a. de Clercq hér í Reykjavík 1986, margsinnis í mín eyru ... Ég kemst ekki hjá því að fá að lesa hérna upp örfáar línur eftir Jakob Jakobsson. Hann fjallar um fiskveiðiréttindi, að sjálfsögðu, um fiskveiðar. Hann segir hér fyrir viku síðan, með leyfi forseta: „Nú er gegndarlaus ofveiði stunduð í Norðursjó og ber Evrópu- bandalagið alla ábyrgð á henni. Reynsla okkar af stjórn þeirra á fiskveiðum er skelfileg. Við erum hreinustu englar samanborið við þá. Ef Evrópubandalagið verður látið hafa forsjá með fiskveiðum við ís- landsstrendur, þá hika ég ekki við að segja að fiskimiðin okkar verða einskis virði innan fárra ára.“ Það er gegndarlaus ofveiði í land- helgi Evrópubandalagsríkjanna. Og hvað er þar við lýði? Það er hin sameiginlega fiskveiðistefna Efna- hagsbandalagsins sem allir eru að tala um. Hún er á milli bandalags- ríkjanna sjálfra, ekki út á við, það ættu menn að fara að skilja. Þessi sameiginlega fiskveiðistefna er að eyðileggja alla stofna undan strönd- Eyjólfur Konráð Jónsson „Hvernig sem á málið er litið er tvennt alveg ljóst: Við höfiim algjör- lega fijálsar hendur til að semja við EB um við- skipta- og tollamál, og fiskveiðimál eru aðeins nefiid í örfáum þess aragrúa samninga sem bandalagið hefur gert. Þar er um algjörar und- antekningar að ræða en undir engum kringum- stæðum reglu.“ um Vestur-Evrópu. Það er þess vegna sem við eigum ekki undir neinum kringumstæðum að óbreyttum aðstæðum að ýja að því að við ætlum að ganga í bandalag- ið. Við fengjum kannski einhver sérréttindi til fiskveiða fýrst eftir að við værum orðnir aðilar að bandalaginu en það mundi fljótt hverfa. Þá yrði hin sameiginlega fiskveiðistefna Evrópubandalags- ins, sem rakin er allt aftur til Róm- arsáttmálans sem var samþykktur 1957, virk. Það er enn þá verið að vitna í hann um sameiginlega fisk- veiðistefnu sem á að ná hér norður til íslands þó að við höfum aldrei sótt um neina aðilda að þessu sam- eiginlega bandalagi. Það er um þetta sem málið snýst og ég hélt að ég þyrfti ekki að orða það hér nú ... Eins og komið hefur fram í ræð- um margra manna eru umbylting- arnar í Evrópu svo örar að menn fylgjast þar varla með. Þess vegna er alveg fráleitt að vera að tala um einhveija stefnu eða ákvarðanir sem teknar hafa verið um að miða við árið 1992 eða 1993 eða eitthvað slíkt, að ekkert geti gerst fyrr, vitna jafnvel aftur í Rómarsáttmálann 1957, að allt sé óbreytt síðan þá. Breytingarnar eru svo örar að við megum hafa okkur öll við að fylgjast með því sem er að gerast. Nú síðast er það að á þessari stundu er hvorki meira né minna en ut- anríkisráðherra .Sovétríkjanna, Shevardnadze, í heimsókn hjá Atl- antshafsbandalaginu, aðalstöðvum þess í Brussel, þessari frægu Bruss- el sem allt snýst um nú um þessar mundir. Við skulum þess vegna ekki bíta okkur í.eitthvað sem var rétt í gær eða fyrradag eða hittiðfyrradag. Við skulum líta á staðreyndimar eins og þær eru. Það er allt galopið í Evrópu í dag, allt saman. Allar viðræður er hægt að taka upp hvaða nafni sem þær nefnast. Þó að allt sem sagt hefur verið um erfiðleika við að taka upp tvíhliða, beinar, formlegar viðræður við EB kynni að hafa verið satt fyrir tveim, þrem eða fjórum mánuðum, þá er það allt saman fokið út í veður og vind. Það er talað um hvað sem er, hvar sem er. Við eigum að taka þátt í þeim viðræðum, auðvitað formleg- um, benda á það algera réttlætis- mál að við sitjum við sama borð í tollamálum og viðskiptamálum og Evrópubandalagið nýtur gagnvart okkur. Að það ríki jafnrétti. Það er einmitt það sem þeir eru alltaf að segja, eitthvað í staðinn fyrir MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1990 27 _____, - .. , - . - ____________________________ Varnir gegn olíumengunarslysum; Olíufélögin endurbyggja tvær til fjórar birgða- stöðvar hvert á ári Þarf að setja meiri kraft í verkið, segir siglingamálastjóri Mariane Danielsen á strandstað við Grindavík í janúar 1989. Við þetta strand varð eitt mesta olíumengunarslys við ísland hin síðari ár, þegar um 160 þúsund lítrar af olíu runnu úr skipinu. eitthvað. Þegar við erum búnir að opna okkar markað fyrir þeirra vörur, þá eru þeir skyldugir eftir sínum eigin kenningum að opna sinn markað fyrir okkar vörur. Ef það er tollfrelsi á þeirra vörum hér, á eftir kennisetningunni að vera tollfrelsi á okkar vörum hjá þeim. Það er gagnkvæinnin. Og ef menn- irnir geta ekki skilið þetta þá skilja þeir ekki neitt. En ég segi aftur, reynum nú að setja þessar deilur niður og samein- umst um að vinna þetta mál og komast að niðurstöðu. Það hafa oft verið heitar deilur á Alþingi íslend- inga um utanríkismál og miklu heit- ari en við höfum kynnst hér. Hér held ég að sé meira og minna um misskilning að ræða. En í svo til öllum tilfellum hefur Alþingi borið gæfu til þess, t.d. í landhelgismál- unum og í öllum hafréttarmálunum sem við höfum verið að vinna stór- sigra í á síðustu 12 árum, Jan- Mayen-málin bæði og fiskveiðirétt- indin og landgrunnsréttindi á Reykjaneshrygg, Rockall-svæðið o.s.frv., allt saman samþykkt ein- róma á Alþingi og enginn þurfti að rífast um það. Við förum heldur ekkert að rífast um fiskveiðiréttind- in, þau látum við aldrei af hendi. Það er alveg á hreinu og þýðir ekk- ert um það að tala.“ Nú verð ég að víkja nokkuð að orðum Jóns Baldvins Hannibalsson- ar, utanríkisráðherra. Hann segir í Alþýðublaðinu 5. desember sl.: „Kjarnaatriðið hins vegar varð- andi þessi vandamál er þetta: Evr- ópubandalagið hefur mótað eitt- hvað sem heitir Sameiginleg fiski- málastefna bandalagsins (CFP — Common Fisheries Policy), sam- kvæmt henni er kveðið á um stuðn- ing bandalagsins við sjávarútveginn meðal aðildarþjóða, en að því er varðar samskipti við ríki utan bandalagsins, er kveðið á um þá grundvallarreglu að bandalagið veiti ekki tollfríðindi á mörkuðum sínum nema á móti komi aðgangur að auðlindum slíkra ríkja, þ.e.a.s. veiðiheimildir eða sala á veiðiheim- ildum.“ Þessi ummæli ráðherrans eru einfaldlega röng, en þau hefur hann margendurtekið. ítrekað hef ég beðið hann að sýna mér hvar í lög- um EB þessi ákvæði sé að finna, það hefur hann ekki gert né heldur embættismenn utanríkisráðuneytis- ins sem ég hef beint sömu tilmælum til. Raunar benti einn þeirra mér á að staðhæfingin fengi nú varla staðist og um það hefðum við sjálf- ir gleggsta sönnun. Þannig hefði fiskveiðiréttindi aldrei borið á góma við samþykkt bókunar 6 sem gerð var 1972 og tók gildi 1976, en um hana er nú einmitt rætt. Um þetta hef ég ekki fleiri orð að sinni og vonandi þarf ég þess aldrei. Því hefur verið hreyft að ósk okkar um tvíhliða viðræður við EB um tilslakanir tolla á fiski kynni að verða illa séð af öðrum EFTA- ríkjum. Þetta er fásinna enda beinlínis gert ráð fyrir því í yfirlýs- ingu æðstu manna aðildarríkjanna 15. mars 1989 að hver þjóð um sig gæti hagsmuna sinna með þessum hætti. Þar segir í 16. tl. orðrétt: „Við viðurkennum sjálfsákvörð- unarrétt hverrar einstakrar EFTA- þjóðar hvað varðar tvíhliða frum- kvæði og samninga við EB með til- liti til sérhagsmuna þeirra.“ Hvernig sem á málið er litið er tvennt alveg ljóst: Við höfum algjör- lega fijálsar hendur til að semja við EB um viðskipta- og tollamál, og fiskveiðimál eru aðeins nefnd í örfáum þess aragrúa samninga sem bandalagið hefur gert. Þar er um algjörar undantekningar að ræða en undir engum kringumstæðum reglu. Það þurfa því einhveijir aðr- ir en ég að lesa sér til eða bara að láta heilbrigða skynsemi ráða en ekki hræðslu við ímyndaða kröfu- gerð „andstæðingsins“. Síst á að gera honum upp illar hvatir — svo að ekki sé nú talað um að vekja þær með honum eins og gert hefur verið um skeið. Höfundur er ulþingismnður Sjálfstæðisflokks fyrir Reykjavíkurkjördæmi og formaður Evrópustefnunefndar Alþingis. FORSTJÓRAR olíufélaganna segj- ast ekki kannast við að olíu- mengunarslys sem umtalsverð geti talist hafi orðið hjá þeirra fyrirtækjum síðustu árin. Oli Kr. Sigurðsson forsljóri OLÍS rifjar þó upp eitt slys fyrir þremur árum í Grundarfirði. Samkvæmt skrám Siglingamálastofhunar hafa 813.460 lítrar af olíu runnið út í umhverfið á árunum 1985 til 1989. Eitt þessara siysa, í Grundarfírði, má rekja beint til ástands olíu- birgðastöðvar, hin eru ýmist af- leiðingar annarra slysa eða mis- taka. Oll olíufélögin vinna að breytingu eldri olíubirgðastöðva til samræmis við reglur um gerð nýrra stöðva og breyta tveimur til fjórum á ári. Neftad er nú starf- andi til að semja reglur um meng- unarvarnir í eldri birgðastöðvum. Indriði Pálsson forstjóri Skeljungs hf. kveðst ekki vita til að nein umtals- verð mengunaróhöpp hefðu orðið hjá Skeljungi, ef frá er talið þegar bensín fór niður á bensínstöð félagsins í Öskjuhlíð síðastliðið haust. Hann segir að í framhaldi af erindi Sigl- ingamálastofnunar til olíufélaganna fyrir nokkrum árum hafi þau sett upp móttökustöðvar fyrir úrgangs- olíu víða um land. „Upp úr því kom líka að.ákveðið var að setja varnar- þrær umhverfis þá geyma sem byggðir yrðu og jafnframt að vinna að því að byggja vamarþrær kring um þá geyma sem höfðu verið byggð- ir áður. Áð þessu er enn unnið.“ Indriði segir að Skeljungur eigi um 20 olíustöðvar um landið og að á þessu ári sé fyrirhugað að byggja vamarþrær utan um þijá birgða- geyma. Vilhjálmur Jónsson forstjóri Olíu- félagsins hf. kveðst ekki vita til að stórslys hefði orðið hjá hans félagi. „Ég man ekki eftir neinu sem kall- ast gæti verulegt," segir hann. „Mér finnst þetta vera allt of há tala.“ Hann segir það vissulega vera rétt að áður fyrr hafi ekki verið hugsað út í þessi mál eins og nú er gert. „Hér áður fyrr voru olíubirgða- stöðvar ekki nógu vel úr garði gerð- ar. Það er út af fyrir sig rétt að ein- ungis á síðustu ámm hafa þær verið gerðar að uppfylltum öllum skilyrð- JÓN Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra kynnti í ríkis- stjórn á þriðjudag beiðni Lithá- Símasamband við Kyrrahafið PÓSTUR og sími hefur gert samn- ing við alþjóðlegt símafyrirtæki um þjónustu vegna talsímasam- bands við Kyrrahafið. Þangað er nú hægt að hringja beint, en svo hefur ekki verið fyrr en í þessari viku. Jóhann Hjálmarsson, blaðafulltrúi Pósts og síma, sagði í samtali við Morgunblaðið, að það hefði ekki ver- ið talin ástæða til að koma á síma- sambandi við Kyrrahafið fyrr en með för verksmiðjuskipsins Andra I þang- að vestur. Islenzk skip hefðu ekki verið tíð á þessum slóðum. í nóvem- ber hefði svo verið sótt um símasam- band þama vestur um og það komið á nú. Ætli menn sér að hringja vestur er svæðisnúmer fyrir Kyrrahafið 8720. um, en það þýðir ekki að einhver slys hafi orðið, sem betur fer.“ Vilhjálmur segir að hjá Olíufélag- inu sé reynt að koma tveimur til þremur eldri olíubirjgðastöðvum á ári í fullkomið horf. A síðasta ári var það gert á Húsavík og Sauðárkróki. „Og svona ætlum við að halda áfrarn," segir hann. „En, það er ekki vegna þess að nein slys hafi orðið hjá okkur, heldur einfaldlega vegna þess að við teljum að þessu þurfi að koma í öruggara horf. Þetta eru fyr- irbyggjandi aðgerðir.“ Olíufélagið á 50 olíubirgðastöðvar utan Reykjavíkur Óli Kr. Sigurðsson forstjóri OLÍS kveðst enga trú hafa á þessum tölum. „Það kom smáslys fyrir okkur fyrir þremur árum síðan, á Gmndarfirði, öðm man ég ekki eftir.“ Hann segir ástand eldri birgða- geyma vera upp og ofan. „Við tökum alltaf fyrir ákveðinn fjölda eldri stöðva á hveiju ári og breytum þeim. Við emm alltaf að reyna að koma okkur nær og nær þessum nýju regl- um, eftir því sem fjárhagur leyfir.“ OLÍS á 30 birgðastöðvar og segir Óli að á þessu ári verði fjórar endur- byggðar í samræmi við nýjustu kröf- ur um mengunarvamir. Magnús Jóhannesson siglinga- málastjóri segir að úm 30% olíu- birgðastöðva í landinu séu fyllilega ens um að fá að senda áheyrnar- fulltrúa á þing Norðurlandaráðs. Hann sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að hann hefði ein- ungis kynnt þetta erindi, en það væri í verkahring fulltrúa íslands í forsætisneftad Norðurlandaráðs að taka ákvörðun í málinu. „Ég er jákvæður í málinu,“ sagði ut- anríkisráðherra. „Fulltrúar þjóðþingsins í Lit- haugalandi hafa nýlega leitað eftir stuðningi Svía, forystumanna flokka og fulltrúa í norrænu sam- starfi, um að Svíar beiti sér fyrir boði til þingsins í Litháen um að það megi senda fulltrúa sem geti skoðast sem áheymarfulltrúar Norðurlandaráðsþingsins," sagði Jón Baldvin. Utanríkisráðherra sagði að spurningin væri um það hvemig íslendingar myndu bregðast við slíkri málaleitan, ef Svíar bæru hana upp. „Ég er jákvæður í málinu og mun síðan beina þessu erindi til fulltrúa okkar í forystu Norður- landaráðs," sagði Jón Baldvin. í samræmi við gildandi reglur, miðað við fjölda stöðva. Hins vegar ef mið- að sé við olíumagn, sé hlutfallið hærra, þar sem birgðastöðvarnar sem uppfylla skilyrði reglnanna séu jafnframt þær stærstu í landinu. Hann segir nefnd vera að störfum til þess að semja reglur um eldri olíu- birgðastöðvar. „Reglurnar sem gilda í dag gilda einungis fyrir stöðvar sem eru byggðar eftir 1982, þannig það er í rauninni enginn mengunarvama- staðall til fyrir þær eldri,“ segir Magnús. Hann var spurður hvort hann teldi fullnægjandi þær aðgerðir olíufélag- anna að byggja upp eldri stöðvamar smátt og smátt. Hann sagði spurn- ingu hvort það gangi nægilega hratt. „Við teljum að það sé full ástæða til þess að setja meirri kraft í aö lagfæra þessar mengunarvamir við eldri stöðvarnar og þess vegna sitja menn nú saman og ræða um reglui fyrir eldri stöðvamar.“ í nefndinni em fulltrúar frá Sigl- ingamálastofnun, olíufélögunum, Náttúruverndarráði, Hollustuvernd og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Meiriháttar olíu- mengunarslys Hér á eftir verða talin meiriháttar olíumengunarslys hér á landi, eins og þau eru skráð hjá Siglingamála- stofnun, árin 1985 til 1989. 1985 Urriðafoss strandar í nóvember við Grundartanga í Hvalfirði. 65.000 lítrar af gasolíu og svartolíu renna úr skipinu. Tálknafjörður í nóvember. Olíu- lögn við bryggju fer í sundur. 20.000 lítrar af gasolíu renna úr leiðslunni. Seyðisfjörðu í desember. Snjóflóð féll á svartolíugeymi við fiskimjöls- verksmiðju ísbjamarins hf. 450.000 lítrar af svartolíu renna út í um- hverfið. 1986 Ekkert meiriháttar olíumengunar- slys. 1987 Gmndarfjörður í mars. Leki kom að botni gasoliugeymis í olíubirgða- stöð OLÍS hf. 75.000 lítrar af gas- olíu renna út í umhverfið. 1988 Ólafsvík í apríl. Olíuflutningabíll valt á hliðina við lækinn Leyning rétt innan við Ólafsvík. 18.000 lítrar af svartolíu renna úr bílnum. 1989 Grindavík í janúar. Danska flutn- ingaskipið Mariane Danielsen strandaði rétt fyrir utan Grindavík. 160.000 lítrar af gasolíu renna úr skipinu. Bolafjall við Bolungarvík í nóvem- ber. Geymir yfirfyllist í Ratsjárstöð NATO á Bolafjalli. 25.460 lítrar renna út í umhverfið. Norðurlandaráðsþing: Litháen vill áheyrnarfulltrúa

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.