Morgunblaðið - 18.01.1990, Page 30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1990
30
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Almenn ánægja ríkir meðal starfsfólks frystihúss Kaupfélags Eyfirðinga á Dalvík í kjölfar þess að
flæðilína var tekin í notkun í húsinu. Vinnuaðstaða hefur batnað mjög sem leiðir af sér meiri afköst og
þá hefur bónusinn einnig hækkað nokkuð hjá flestum.
Flæðilínan í frystihúsi KEA á Dalvík:
Skiptir mestu máli að
hópurinn sé samstilltur
- segja þær Arnfríður, Hólmfríður Margrét og Sigríður, sem vinna við flæðilínuna
„ÞETTA byggist mikið á góðum vinnuanda og það skiptir miklu
máli að hópurinn sé samstilltur," sögðu þær Arnfríður Valdimarsdótt-
ir, Hólmfríður Margrét Sigurðardóttir og Sigríður Hermannsdóttir,
sem vinna við flæðilínu frystihúss Kaupfélags Eyfirðinga á Dalvík.
Flæðilinan var sett upp fyrir um ári og hefúr reynslan af henni
verið mjög góð, afköst starfsfólks hafa aukist um allt að 40% frá því
sem var í gamla kerfinu og einnig hefur flæðilinan skilað allflestum
sem við hana vinna hærri bónus, sem nemur allt að 30%. •
Þær Arnfríður, Hólmfríður og
Sigríður sögðu að í kjölfar þess að
flæðilínan var tekin í notkun í jan-
úar á síðasta ári hafi vinnuaðstaða
starfsfólks breyst til batnaðar og
það hafi skilað sér í auknum afköst-
um. „Það fer auðvitað mikið eftir
því hvernig hráefnið er, sem unnið
er að hveiju sinni, hver afköstin
verða sem og einnig bónusinn. Ef
hráefnið er lélegt dalar þetta,“
sögðu þær.
170 krónur ofan á tíma-
kaupið í grálúðunni
Vinnsla hófst í frystihúsinu á
mánudaginn og ságði Arnfríður að
það tæki alltaf einhvern tíma að
komast í fullan gang aftur eftir
nokkurt hlé. Bónusinn hefði dalað
eitthvað, en hópurinn yrði fljótur
að ná honum upp aftur. Þær stöllur
sögðu að þegar unnið var við grá-
lúðu á tímabili í fyrra hafi bónusinn
farið upp í 170 krónur ofan á tíma-
kaupið, en að meðaltali væri hann
í kringum 130 krónur þegar unnið
væri að öðrum tegundum. „Ýsan
er verst,“ sögðu þær og kváðu hana
alla tíð hafa komið illa út vegna
þess hve hún væri lágt metin, sem
aftur væri vegna þess að í henni
væru ekki ormar. „En upp á síðkast-
ið finnst mér það hafa aukist mjög
að í ýsunni séu ormar, þetta er
orðið svipað og í þorski,“ sagði
Arnheiður.
Sigríður sagði að frá því flæði-
línukerfið var tekið upp hefði hún
hækkað talsvert mikið í bónus frá
því sem var. Aðrar konur sem áður
fengu mestan bónus hefðu hins
vegar lækkað aðeins, þar sem fyrir-
komulagi væri nú þannig háttað að
allur hópurinn væri metinn saman.
„En ég tel að það vilji samt engin
skipta aftur yfir í gamla kerfið
aftur,“ sagði Sigríður. „Þetta kerfi
er líka betra að því leyti að þessi
mikla spenna og metingur sem var
ríkjandi á meðan einstaklingsbónus-
inn var hefur horfið og andrúmsloft-
ið en mun afslappaðra," sagði Hóm-
fríður.
Gæðaátak í gangi
Sérstakt gæðaátak hefur staðið
yfir í fyrstihúsi KEA á Dalvík um
nokkurra mánaða skeið og hefur
Sigríður Hermannsdóttir
það gefist vel. Fimm Sambands-
frystihús á Norðurlandi taka þátt í
þessu gæðaátaki, auk frystihússins
á Dalvík taka einnig þátt frystihús-
in í Hrísey, á Húsavík, í Vopnafirði
og á Sauðárkróki, en ákveðið var
að hefja gæðaátakið í frystihúsum
norðanlands.
Kristmann Kristmannsson yfir-
verkstjóri sagði að í kjölfar átaksins
hefðu framleiðsluhættir verið bættir
til að unnt væri að bjóða kröfuhörð-
ustu kaupendum upp á gæðavöru,
en þar á meðal væru Marks og
Spencer og Tesco. Fulltrúar þessara
aðila hefðu skoðað húsið, gert
ákveðnar kröfur varðandi ýmsa
þætti og eftir þeim hefði verið farið.
Stranglega er nú bannað að bera
skartgripi og úr við vinnu, þá er
öllum þeim sem fara inn í vinnslu-
salinn gert að klæðast sérstökum
hlífðarfötum, auk þess sem allir
sem inn fara stíga í þar til gert
fótabað hvar í eru gerileyðandi efni
Arnfríður Valdimarsdóttir
Hólmfríður Margrét Sigurðar-
dóttir
og þeir sem vinna í salnum baða
einnig hendur sínar í sótthreinsilegi
áður en vinna hefst. Þá er einnig
bannað að fara í vinnusloppum út
úr húsinu og á næstu dögum verða
þær kröfur hertar enn þegar starfs-
fólk mun afklæðast vinnusloppum í
salnum, þannig að enginn mun í
framtíðinni fara út úr vinnslusalnum
í vinnusloppum.
„Við munum halda áfram á þess-
ari braut, það eru alltaf ýmsir hlut-
ir sem betur mega fara og við
munum skoða stöðuna reglúlega og
bæta okkur sem unnt er. Héðan af
er ekki aftur snúið,“ sagði Krist-
mann.
Aukasýn-
ingar á Fúsa
froskagleypi
TVÆR aukasýningar verða á
Fúsa froskagleypi, sem Leik-
klúbburinn Saga hefúr að undan-
lörnu sýnt í Dynheimum og verða
þær báðar á laugardag. Sú fyrri
hefst kl. 15 en hin síðari kl. 17.
Síðustu sýningar á verkinu voru
um helgina og var þá fullt hús á
báðar sýningarnar. Leikklúbburinn
hefur nú ákveðið að efna til tveggja
aukasýninga vegna þess hve mikinn
áhuga menn hafa á því að sjá Fúsa
froskagleypi. Um 600 manns hafa
þegar séð sýninguna og hefur hún
fengið góðar viðtökur. I vikunni
kom stór hópur, alls um 160
manns, á vegum Foreldrafélags
Dalvíkurskóla og sá sýninguna og
er nú verið að athuga með áhuga
annarra skóla á því að sjá verkið.
Yfir 20 unglingar, á aldrinu 13
ára og til rúmlega tvítugs, taka þátt
í sýningunni.
Fiskmiðlun Norðurlands á Dalvík:
Mun meira flutt út til Nígeríu
en reiknað hafði verið með
FISKMIÐLUN Norðurlands á Dalvík flutti mun meira af skreið
og hausum út til Nígeríu á síðasta ári en búist hafði verið við og
hefur miðlunin annast sölu fyrir aðila á Norðurlandi, en auk þess
einnig fyrir aðila af Austurlandi og Vestfjörðum. Salan á Italíumark-
að hefúr orðið nokkuð minni en reiknað var með, en búist er við
að kippur komi í söluna síðari hluta janúar og í febrúar. Gámaút-
flutningur fyrirtækisins hefúr verið með svipuðum hætti, en bein
sala á innanlandsmarkaði var á síðasta ári ekki stór hluti af starf-
semi Fiskmiðlunar Norðurlands.
Hilmar Daníelsson framkvæmd-
astjóri Fiskmiðlunar Norðurlands
sagði að útflutningur fyrirtækisins
til Nígeríu hefði orðið miklu meiri
á síðasta ári en reiknað hafði
verið með. Upphaflega hefði verið
ætlunin að flytja til Nígeríu ein-
ungis fyrir þá skreiðarframleiðend-
ur sem væru í viðskiptum við Fisk-
miðlunina, en þegar inn á markað-
inn var komið hefði hann getað
tekið á móti meira magni. Fisk-
miðlunin hefði því tekið á móti
þorskhausum frá öllum landshlut-
um. Um miðjan desember var
innf lutningur til Nígeríu stöðvaður
til bráðabirgða, en Fiskmiðlun
Norðurlands hefur talsvert magn
tilbúið til sendingar um leið og
grænt ljós fæst aftur. „Við erum
með bankaábyrgðir klárar og vör-
una tilbúna, en stjórnvöld í
Nígeríu settu á einhveija handbr-
emsu tímabundið. Við munum
halda þessum viðskiptum áfram
og þau virðast vera meiri en við
höfðum ætlað í fyrstu," sagði
Hilmar.
Sala á fiski á innanlandsmark-
aði fer einkum fram á vorin, á
þeim tíma er skreiðarverkun stend-
ur yfir, og eru hún óveruleg annan
tíma. Hilmar sagði að vel væri nú
fylgst með umræðum vegna
óánægju sjómanna með fiskverð
og kæmi til einhverra breytinga í
kjölfar þeirra, þannig að útlit yrði
fyrir meira framboð af fiski á
norðaustursvæðinu, væri fyrirtæk-
ið tilbúið að auka við starfsemi
sína á þeim vettvangi.
Á síðasta ári fluttí Fiskmiðlunin
út um 2400 tonn af fiski í gámum
og er það svipað og verið hefur.
Hilmar sagði að áhugi útgerðarað-
ila á Norðurausturlandi væri ekki
mikill á 'gámaútflutningi og ekki
áberandi ásókn í slíka flutninga.
„Seinni hluta síðasta árs dró mjög
úr leyfisveitingum til okkar hvað
útflutninginn varðar og við erum
afar óánægðir með það hversu lítið
við fengum af útflutningsleyfum.
Miðað við heildarútflutningsleyfi
teljum við okkur hafa orðið afskipta.
Við erum að þjóna stórum flota og
erum því óánægðir með hversu lítill
okkar hlutur varð, einkum á síðari
helmingi ársins," sagði Hilmar.
Á síðasta ári hófst útflutningur á
skreið til Ítalíu og annaðist fyrir-
tækið útflutning fyrir verulegan
hluta framleiðenda á Norðurlandi.
Hilmar sagði að sá útflutningur hafi
gengið hægar en reiknað hafi verið
með og væru fyrir því ýmsar ástæð-
ur, m.a. hafi óvenju heitt verið í
veðri í landinu og fiskneysla því-
dregist saman. Þá sagði hann að
ítalir hefðu ekki hraðað pöntunum
sínum þar sem þeir hefðu haft þær
upplýsingar að meira væri til af
skreið í landinu en raunin er, að
mati Fiskmiðlunarmanna. „Salan í
október og nóvember var minni en
við áttum von á, en við reiknum
með að hjólin fari að snúast hraðar
seinni hluta þessa mánaðar og í
þeim næsta þar sem Italirnir fara
að birgja sig upp fyrir föstuna og
ekkert bendir til annars en góð sala
verði þessa tvo mánuði," sagði Hilm-
ar.