Morgunblaðið - 18.01.1990, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANUAR 1990
.33-
^Léttmetiílok jóla
Nú eru jólin liðin með öllu sínu áti og hóglífi og mál að við förum að sinna alvöru lífsins, svo sem eins og því að ná
af okkur aukakílóunum, sem við höfum bætt á okkur um jólin. Það er alltaf erfitt að fara í megrun og það
ætti enginn að gera, heldur breyta matarvenjum og samsetningu matarins, þá minnkar mittismálið af sjálfu
sér 4n fyrirhafnar.
Fiskur kemur efst í hugann núna, enda f lestir orðn-
ir þreyttir á kjötmeti og fegnir að fá léttmeti aftur.
En við skulum ekki bara borða fisk og kartöflur, því
að þá hættir okkur til að setja einhveija feiti eða feita
sósu út á. Við skulum heldur búa til góðan fiskrétt
með lauk og gulrótum og engri feiti, og með þeim
rétti borðum við góðar kartöflur eða gróft brauð.
Gulrætur fást allt árið, íslenskar sumargulrætur að
sumrinu en útlendar vetrar-gulrætur að vetrinum, en
þær gulrætur eru grófari í sér en sumargulrætur.
Þetta er annað afbrigði. Svo er það laukurinn, sem
margar tegundir fást af, en þær eru nokkuð misjafn-
ar, þó er þeim öllum sameiginlegt að vera hitaeininga-
litlar. Aðeins 60 hitaeiningar eru í hálfu kílói af lauk,
en sé hann soðinn I feiti eða steiktur, gefur þetta
hálfa kíló minnst 350 hitaeiningar. Hann mettast af
fitunni. Flestur laukur er af sama stofni og heitir
Allium cepa á latínu. Álitið er að laukur sé upprunninn
í Mið-Asíu. Farið var að rækta hann við Persaflóa
fyrir 5000 árum og Fom-Egyptar notuðu hann mikið.
Hans er bæði getið í Nýja-testamentinu og Kóranin-
um, og víkingarnir norrænu borðuðu mikinn lauk. Sá
laukur, sem er algengastur, er spánarlaukur og hann
höfum við þekkt lengi. Hann geymist mjög vel, en
aðrar lauktegundir eru af sama stofni, svo sem rauð-
laukur, silfurlaukur (salatlaukur) og perlulaukur, en
svo er annar laukur, shallotlaukur, sem er af ólkunnum
uppmna. Hann myndar klasa og eru laukarnir frá
6-12 saman. Síðan er blaðlaukur (púrra) og svo
hvítlaukur, sem við ættum frekar að kalla geirlauk,
það er gamla heitið á honum. Og svo er enn ein teg-
und, graslaukur, sem telst til kryddjurta. Við ættum
að borða mikinn lauk, hann er mjög næringarríkur
og ódýr.
Ýsa með lauk og gulrótum
Ýsuflak, 750 g
1 tsk. salt
nýmalaður pipar
1 msk. sítrónusafi
2-3 stórar gulrætur
1 stór laukur eða tveir minni (má nota blaðlauk)
’A dl mysa
Vz dl vatn
1 dl síuð súrmjólk
1. Hellið súrmjólkinni á kaffipappírspoka og látið
renna úr henni.
2. Roðdragið flakið, skerið úr því bein.
3. Kreistið safann úr sítrónu, helli 1 msk. yfir flak-
ið, stráið á það salti og pipar og látið bíða í 10 mínútur.
4. Skafið gulræturnar, skerið siðan í örþunnar
sneiðar eða rífið gróft á rifjárni.
5. Afhýðið lauk og saxið smátt.
5. Hitið pönnu, hafið miðlungshita. Leggið fisk-
flakið á miðja pönnuna, setjið síðan lauk og gulrætur
meðfram.
6. Blandið saman mysu og vatni og hellið yfir.
7. Minnkið hitann, setjið lok á pönnuna og sjóðið
þetta í 10-15 mínútur.
78. Hrærið súrmjólkina út í grænmetið með gaffli, •
ausið grænmetinu yfir fiskinn og berið fram.
Minningarkort
Blindratélagsins,
Hamrahlíð 17,
sími 687333.
t
Útför,
BENEDIKTS TÓMASSONAR
læknis,
Vfðimel 42,
Reykjavík,
fór fram i kyrrþey að ósk hins látna, miðvikudaginn 17. janúar.
Þökkum auðsýnda samúð og vináttu.
Maj-Lis Tómasson,
Þorgerður Benediktsdóttir,
Ragnhildur Benediktsdóttir, Ásgeir Jónsson,
Hildur Ásgeirsdóttir, Brian Schriefer,
Ásdís Ásgeirsdóttir,
Margrét Asgeirsdóttir,
Edda Schriefer.
t
Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát
og útför sonar okkar, bróður, mágs og vinar,
BRAGA ÞÓRS GUÐMUNDSSONAR
frá Sjónarhóli,
Grindavík.
Sérstakar þakkir til deildar A-7 Borgarspítalanum og allra ann-
arra er sýndu honum vináttu og hlýhug í veikindum hans.
Guð blessi ykkur öll.
Guðmundur Þorsteinsson, Árný Enoksdóttir,
Þorsteinn Guðmundsson, Aldís Einarsdóttir,
Kristín Guðmundsdóttir, Helgi Þ. Magnússon,
Þorvaldur Guðmundsson, Margrét Kristinsdóttir,
Birgir Ingi Guðmundsson,
Þórlaug Guðmundsdóttir,
Finnbogi Sigurbjörnsson.
Mosfellingar Sjálfstæðismenn Sauðárkróki Prófkjör Sjálfstæðis- flokksins í Kópavogi
Bæjarfulltrúarnir Helga Richter og Hilmar Sigurðsson verða til viðtals í fé- lagsheimilinu Urðar- holti 4 fimmtudag- inn 18. janúar milli ki. 17 og 19. Aðalfundur Sjálfstæðisfélags Sauðárkróks verður haldinn i Sæborg mánudaginn 22. janúar kl. 20.30. Fundarefni: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Önnur mál. Félagar fjölmennið. Stjórnin. Utankjörfundarkosning fer fram á eftirtöldum dögum: 19. janúar frá kl. 18.00-19.00. 23. janúar frá kl. 18.00-19.00. 27. janúar frá kl. 13.00-15.00. 30. janúar frá kl. 18.00-19.00. 2. febrúar frá kl. 18.00-19.00. Kjörstjórn Fulltrúarráðs sjálfstæðisfélaganna i Kópavogi.
Sma ouglysingor x r • :' y rrT:
Wélagslíf
□ St:.St:. 59901187 VIII
Góðtemplarahúsið
Hafnarfirði
Félagsvist i kvöld, fimmtudag
18. janúar.
Verið öll velkomin og fjölmennið.
oorocB
I.O.O.F. 11 = 17118018'/2 = I.E.
I.O.O.F. 5 = 17111808'/2 = E.l.
Hjálpræðisherinn
Almenn samkoma í kvöld kl.
20.30. Marianne Sportalar. Allir
veikomnir.
Almenn samkoma i Grensás-
kirkju i kvöld kl. 20.30. Komum
og gleðjumst í Guði.
Allir velkomnir.
AD-KFUM
Fundur i kvöld kl. 20.30 á Amt-
mannsstíg 2b. Efni: Pólitík, forn
og ný. Dr. Sigurbjörn Einarsson,
biskup.
I kvöld kl. 20.30 er almenn sam-
koma i Þribúðum, Hverfisgötu
42. Fjölbreytt dagskrá með mikl-
um söng og vitnisburðum Sam-
hjálparvina. Kórinn tekur lagið.
Ræöumaöur verður Sam Glad.
Allir velkomnir.
Samhjálp.
Skipholti 50B, 2. hæð
Samkoma i kvöld kl. 20.30.
Allir velkomnir.
Útivist
Þorrablótsferð í Borgar-
fjörð 19.-21. jan.
Gist að Varmalandi. Gönguferðir
um uppsveitir Borgarfjarðar.
Þorravaka. Þorramáltíð,
söngvar, leikir, dans.
Kynnist töfrum Borgarfjarðar
að vetrarlagi. Uppl. miðar á
skrifst. Grófinni 1,
símar 14606 og 23732.
í Útivistarferðir eru allir vel-
komnir. Sjáumst.
Útivist.