Morgunblaðið - 18.01.1990, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1990
GARÐASTÁL
Á þök og veggi
= HÉÐINN =
STÓRÁSI 6, GARÐABÆ SÍMI 52000
Ljújfengt og Létt
Næstu vikurnar býður Hótel Holt gestum sínum
upp á sérstakan matseðil í hádeginu, þar sem
Iéttleikinn og hollustan eru í fyrirrúmi.
Forréttur, aðalréttur og eftirréttur sem hver velur
að vild, með gæði og góða þjónustu að
leiðarljósi sem fyrr.
Forréttir
Hreindýrapate
Rækjur og reyktur lax í ostasósu'
Gæs og avocado í pastasalati
Rjómasúpa með fersku grænmeti
Fitusnautt pastasalat með jógúrtsósu
Aðalréttir
Marineraðar grísasneiðar
« Grillað heilagfiski
Heitt sjávarsalat í pastahreiðri
Hreindýrasmásteik í púrtvínssósu
Steikt karfaflök með spínatsósu
Eftirréttir
Heitt epli með vanillusósu
Sítrónubollur með hunangi
Forréttur, aðalréttur og eftirréttur
kr. 995
Hafðu það fyrsta flokks - það kostar ekki meira.
Bergstaðastrœti 37, Sími 91-25700
NEYTENDAMAL
Mengnn frá bifreiðum
Ákvæðum frestað í nýju mengunarvarnareglugerðinni
Biffeiðaskoðun íslands tók til
starfa í nýjum húsakynnum við
Hestháls um síðustu áramót.
Þar eru ný tæki til að mæla
öryggi bifreiða og útblásturs-
loft. Við kynntum okkur stöðu
mála og höfðum samband við
Karl Ragnars framkvæmda-
stjóra Bifreiðaskoðunar Islands.
Hann var spurður um ástand
bifreiða sem skoðaðar hafa verið
frá áramótum.
Hvað mengun frá bifreiðum
snertir þá er ástandið ekki fullkom-
lega ljóst ennþá, sagði Karl, þar
sem hin nýja skoðunarstöð hefur
aðeins starfað í hálfan mánuð. Við
eftirlitið er farið eftir „skoðunar-
reglum“ sem dómsmálaráðuneytið
hefur gefið út og gilda eiga til 1.
júlí á þessu ári. Samkvæmt þessum
reglum eru viðmiðunarmörk kolm-
ónoxíðs allt að 5 'A-7% af útblást-
urslofti og er þá miðað við hæga-
gang bifreiðar.
Karl gat þess að í Evrópulönd-
unum væru viðmiðunarmörkin um
3‘A% og í Bandaríkjunum væru
þau mun lægri. Hann benti á að
í vönduðum bifreiðum, sem í væri
hreinsibúnaður, væri kolmónoxíð-
magnið aðeins 0,1%.
Ástand bifreiða hér
— Hve margar bifreiðir hafa
verið skoðaðar frá áramótum og
hvemig var ástand þeirra?
Karl sagði að skoðaðar hafi ver-
ið 268 bifreiðir og í 35 þeirra hafi
kolmónoxíðmagnið verið 7% eða
meira og í 32 var það 5 ‘/2-7%.
Hafi bifreið 7% kolmónoxíð í
útblæstri eða meira er gef inn frest-
ur í einn mánuð, sagði Karl, og
skal hún færð til skoðunar á ný.
Eigendur bifreiða með 5 ‘A-7% fá
tilmæli um að lagfæra bifreið sína.
Ákvæði mengunar-
varnareglugerðar
Samkvæmt upplýsingum frá
heilbrigðisráðuneytinu ákvað ráðu-
neytið á miðju ári 1989, að frá 1.
janúar 1990 skyldi fylgt svokölluð-
um USA-73 staðli, um leyfilegt
hámark mengunarefna í útblást-
urslofti bifreiða. Þann 27. desem-
ber 1989 var gefin út bráðabirgða-
reglugerð sem frestar gildistö-
kunni til 1. júlí á þessu ári. Eftir
þann tíma á þessi USA-73 staðall
að gilda:
Kolmónoxíð 24,2 g/km
Kolvetni 2,1 g/km
Köfnunarefnisoxíð 1,9 g km
Strangari reglur um mengunar-
mörk útblásturslofts fólksbifreiða
eiga að koma til framkvæmda með
árgerð 1992 og eiga reglurnar
einnig að ná yfir allar fólksbifreið-
ir sem f luttar verða til landsins frá
og með 1. janúar 1992. Mengunar-
mörkin verða miðuð við USA-75
staðal. Samkvæmtþeim staðli má:
Kolmónoxíð vera 2,1 g/km
Kolvetni vera 0,25 g/km
Köfnunarefnisoxíð vera 0,62 g/km
Ryk vera 0,124 g/km
Bensíngufur vera 2,0 g/km
Þessi ákvæði munu aðeins ná
til innfluttra bifreiða, engin
ákvæði eru um mengunarmörk
eldri fólksbifreiða eða stærri f lutn-
ingabifreiða.
Eftirlit og
fullkomin mælingartæki
í mengunarvarnarreglugerð er
tekið skýrt fram hve mikið magn
ákveðinna efna má vera í útblát-
urslofti bifreiða. Karl Ragnars var
spurður að því, hvaða efni í út-
blæstri bifreiða væri hægt að
mæla með hinum nýju mælingar-
tækjum Bifreiðaskoðunar ríkisins?
Karl sagði að það væri aðeins
kolmónoxíðmagn frá fólksbifreið-
um og sótmagn frá díselbílum sem
mögulegt væri að mæla. Þar að
auki yrði það hlutverk eftirlitsins
að gera kröfur um vottorð frá
framleiðendum um réttan búnað
nýrra bíla sem fluttir verða til
landsins.
í framhaldi af því er eðlilegt að
spurt sé: Hvernig verður hægt að
fylgjast með hættulegum efnum í
útblæstri bifreiða, sem eftirlits-
skyld eru samkvæmt ákvæðum í
mengunarvamareglugerð , ef full-
nægjandi mælitæki eru ekki fyrir
hendi til að mæla þau?
M. Þorv.
Kolmónoxíð í andrúmsloft-
inu hættulegt fyrir hjartað
Umhverfísmál og afleiðing
mengunar á heilbrigði manna
eru eðlilega mjög til umræðu
um þessar mundir, enda getur
mengunin verið afdrifarík. I
bandaríska tímaritinu „Science
News“ 25. nóvember sl. er
greint frá þeirri hættu
sem kransæðasjúkling-
um stafar af kolmónoxíði
í andrúmsloftinu.
Nýjar
rannsóknir
hafa leitt
ljós að kolm-
ónoxíðmag-
nið í and-
rúmsloftinu,
sem til þessa hefur verið álitið
nokkuð öraggt eftir þeim stöðlum
sem settir hafa verið í Banda-
rikjunum, getur komið af stað
verkjum fyrir bijósti hjá kransæða-
sjúklingum. Þessar upplýsingar
þykja benda til þess, að stór
hluti þeirra 6 milljóna
manna, sem eru með
kransæðasjúkdóma þar í
landi, séu í hættu vegna
súrefnisskorts í hjarta
vöðva, jafn-
vel þó þeir andi að sér
aðeins litlum skammti af
þessari lofttegund á
vinnustað eða í umferð
inni.
Kolmónoxíð er bæði lit
arlaust og lyktarlaust
og
myndast við ófullkomna brennslu
á eldsneyti öku tækja, og getur
það komið í veg fyrir f lutning súr-
efnis með rauðu blóðkornunum til
vefja líkamanns.
Vísindamenn rannsökuðu 63
menn með kransæðasjúkdóma,
með því að láta þá taka þátt í
gönguæfingum í æfingarsölum
með mismunandi miklu kolmónox-
íðmagni. Rannsóknin leiddi í ljós
að jafnvel þó að kolmónoxíðmag-
nið væri lítið fundu menn eftir
ákveðinn tíma óþægindi fyrir
brjósti og önnur einkenni súrefn-
isskorts. Þrátt fyrir að kolmónox-
íð-magnið væri ekki meira en
umhverfisvarnarráð Banda-
ríkjanna hefur samþykkt gat það
valdið bijóstverkjum og óeðlilegu
hjartalínuriti.
Einnig hefur komið fram (New
England Journal of Medicine) að
reykingamenn, sem anda að sér
meira kolmónoxíði, en er í „ávana“
þeirra, eru í jafnvel enn meiri
hættu á að fá hjartakveisu en aðr-
ir. Þeim hefur m.a. verið ráðlagt
að skokka ekki við miklar um-
ferðargötur.
Speki dagsins
Á blíðyrðum verða hyggn-
ir blekktir