Morgunblaðið - 18.01.1990, Síða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1990
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú átt auðvelt með að vinna
með maka þínum í dag og nýt-
ur þín afburðavel á félagslega
sviðinu ekki síður en heima fyr-
ir.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þér miðar vel áfram í starfinu
ef þú tekur daginn snemma,
en ýmislegt gæti farið úrskeiðis
seinni hluta dagsins. Þú færð
góðar fréttir.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Farðu út að skemmta þér, en
eyddu ekki um efni fram. Þú
færð umbun á vinnustað. Þér
bjóðast góð tækifæri í peninga-
málum.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú kemur ýmsu þarflegu áleið-
is heima við í dag. Eftir það
verður þú í skapi til að iétta
þér upp. Rómantíkin færir þér
hamingju.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú upplifir rómantískar stundir
í gegnum starf þitt. Samstarfs-
maður þinn er eitthvað við-
kvæmur í dag. Æskileg þróun
í fjölskyldulífi þínu gerir kvöld-
ið ánægjulegt.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) M
Kauptu snemma inn í dag. I
kvöld viltu líta eins vel út og
mögulegt er af því að þá er
fýsilegt að fara út á meðal fólks
eða hitta góða vini.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Góðar horfur örva þig til að
koma hlutum á hreyfingu. Frá-
bært starfstækifæri getur kom-
ið upp í hendumar á þér. Þú
átt góðar stundir heima fyrir.
Sporódreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Það blæs byrlega fyrir þér nú
um stundir. Heillandi fram-
koma þín hjálpar þér mikið í
dag. Þú færð góðar fréttir.
Bogmaóur
(22. nóv. - 21. desember)
Þú ert að leggja drög að,því
að hálda samkvæmi. Þú færð
ef til vill góða gjöf eða góðar
fréttir sem varða fjárhag þinn.
Vinur þinn virðist vera svolítið
upptekinn af sjálfum sér i
kvöld.
Steingeit
(22. des. - 19.Janúar)
Þú ert sérlega aðlaðandi og lif-
andi í dag, en gættu vel að öll-
um kurteisisvenjum í viðskipt-
um þínum við starfsfélagana.
Kvöldið er fullt af fyrirheitum.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) ðh
Þú ætlar að heimsækja vini sem
búa í fjarlægð. Þér gæti boðist
gott tækifæri í starfi þínu í
dag. Þú ert með hugann við
eitthvert góðgerðarmálefni.
Rómantíkin er á næsta leiti.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) !£
Morgunstund gefur gull í mund.
Það á einnig við í starfi þínu.
Góður tími tii að fara út á
meðal fólks. Kvöldið verður
skemmtilegt.
AFMÆLISBARNIÐ er fjöl-
hæfara en venjulegt er um fólk
í þessu stjömumerki. Það kýs
helst að vera á sjálfs sín vegum
og hafa hiutina eftir sínu höfði.
Það hefur áhuga á stjórnmálum
og þjóðfélagsmáium almennt
og er umbótasinnað. Það yrði,
gðður ráðgjafi í viðskiptum, en
nýtur sín betur á sviði lista eða
í sérfræðistörfum.
Stjörnusþána á aó lesa sem
dœgradvól. Sfidr af þessu tagi
byggiast ekki á traustum grunni
vísindalegra staðreynda.
GARPUR
GRETTIR
SMÁFÓLK
Munið að við erum hérna úti til að Reynum að eiga vinsamlegan leik.
skemmta okkur.
Gott! Ég ætla að faðma að mér leik-
mann.
BRIDS
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Eftir tveggja lita innákomu
vesturs var líklegt að austur
væri feitur fyrir í lykillitum
sagnhafa.
Suður gefur; NS á hættu.
Vestur
♦ DG932
¥8
♦ KD7654
♦ 4
Norður
♦ K104
V ÁD7
♦ Á82
♦ 8532
II
Austur
♦ 765
♦ G1096
♦ G10
♦ KG109
Suður
♦ Á8
V K5432
♦ 93
♦ ÁD76
Vestur Norður Austur Suður
1 hjarta
2 hjörtu 2 spaðar Pass 3 lauf
Pass 4 hjörtu Pass Pass
Pass
Útspil: tígulkóngur.
Vestur sýndi spaða og láglit
með tveggja hjarta sögninni, og
norður krafði í geim með því að
melda lit vesturs.
Sagnhafi virðist vera með
fjóra óhjákvæmilega tapslagi:
einn á tígul, einn á tromp og tvo
á lauf. En sjáum til:
Það er hæpið að vestur eigi
7-Iit í tígli, svo það sakar ekki
að dúkka fyrsta slaginn. Vestur
gerir best í því að spila tígli
áfram. Nú er hjartað prófað:
fyrst er kóngurinn tekinn og svo
ásinn. Hugmyndin er að vera
inni í borðinu ef trompið liggur
í hel. Næst er laufdrottningu
svínað og ásinn tekinn. Síðan
kemur tromp inn á blindan og
tígull stunginn (austur má
greinilega ekki trompa). Þá er
spaða spilað þrisvar og suður
fær 10. slaginn á tromp, hvort
sem austur stingur eða hendir
laufi. Svokailað „undanbragð".
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Á þriðja opna móti strmeist-
arasambandsins í Palma á Mall-
orca í desember kom þessi staða
upp í skák hins gamalreynda
sovézka stórmeistara Bukhuti
Gurgenidze (2.370), sem hafði
hvítt og átti leik, og hins unga
júgóslavneska stórmeistara Ivan
Sokolov (2.525). Svartur lék
siðast 22. - g7-g6?
23. Bxg6! - hxg6 24. Dxg6 -
Rc8 (Þar sem svarti kóngpirinn er
í algjörri spennitreyju er ekki auð-
velt að benda á betri leiki.)
25. Bh6+ - Hxh6, 26. Dxh6+ -
Kf7, 27. Dh7+ - Ke6?, 28. Dg8+
- Kd7, 29. Dd5+ og svartur gafst
upp, því hrókurinn á a8 fellur.