Morgunblaðið - 18.01.1990, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 18.01.1990, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1990 39 Guðrún Þ. Jóhanns dóttir - Minning Fædd 27. ágúst 1914 Dáin 11. janúar 1990 Margs er að minnast þegar elskuleg móðursystir, Guðrún Þórdís Jóhannsdóttir, uppáhaldst- anta okkar bræðra, kveður að lo- knu erfiðu helstríði. Samveru- stundir voru að sönnu ekki mjög margar á síðustu árum, en spanna þó hátt í hálfa öld og á bernsku- og mótunarárum undirritaðs stóð Gunna tanta foreldrum hans einna næst að mikilvægi. A fallegt og friðsælt heimili þeirra Karls á Kjartansgötu og síðar á Ásvalla- götu var ungur frændi ávallt vel- kominn og jafnan tlmi til að setj- ást niður og rabba um heima og geima, oft um hinar svokölluðu æðri listir, en jafnoft jarðbundnari áhyggjur frændans úr daglega lífinu. í minningunni lifir sérstak- lega sá hæfileiki Guðrúnar að láta ungum dreng finnast hann hafa eitthvað til málanna að leggja, hans skoðanir skipti máli og hann því jafnvel nokkurs virði sjálfur. Þessi gjöf var manni í mótun mik- ils virði og veldur því, þótt ekkert annað kæmi til, að minning Gunnu töntu verður honum ávallt mjög kær. Mannkostir Guðrúnar myndu fylla langan lista og verður því sleppt hér en minnast skal þó þeirra eiginda, er hún, að viti und- irritaðs, hafði umfram flesta aðra dauðlega menn. Er hér átt við hversu rausnarleg og veitul hún var og nutu jafnt vinir, frændur sem og vandalausir góðs af. Veisl- ur þeirra Karls voru öðrum boðum betri, ekki einungis veitinganna vegna, heldur einnig vegna þess glæsileika og um leið notalegheita sem einkennandi var. Allra best voru gamlárskvöldin, sérstökum ljóma slær á þau ágætu samkvæmi I minningum okkar frændanna. Dæmigerð voru viðbrögð Guðrún- ar er hún frétti um nálægð sláttu- mannsins fyrir nokkrum árum, ekkert víl né vol, heldur boðið til veislu vinum og frændum og þeir kvaddir með þeirri reisn og mynd- ugleik, sem einkenndu allt líf minnar ágætu töntu. Mikið var á hana lagt síðustu árin, en ekki var kvartað, þótt þjáningarnar væru miklar. Langt og farsælt hjóna- band hennar og Karls einkenndist af gagnkvæmri virðingu og hlý- leika. Veikindi beggja hin síðustu ár færðu þau sennilega enn nær hvoru öðru og umhyggja Karls takmarkalaus í þessu hans erfið- asta læknishlutverki. Með söknuði og hlýhug er mín kæra Gunna tanta kvödd í dag, um leið og við þökkum hennar langþráðu hvíld. Innilegar samúðarkveðjur, elskulegi Karl, Kristín og Axel. Leifúr N. Dungal Glöð með glöðum varstu göfg og trygg á braut þreyttra byrði barstu, blíð í hverri þraut. Oft var örðugt sporið, aldrei dimmt í sál, sama varma vorið, viðkvæm lund og mál. (Magnús Markússon) Þessi orð finnst mér lýsa vel tengdamóður minni, Guðrúnu Cterkurog L/ hagkvæmur auglýsingamiöill! Þórdísi Jóhannsdóttur, sem við kveðjum í dag frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Mig langar að kveðja hana með nokkrum orðum en mikið skelfing held ég að hún kunni mér litlar þakkir fyrir það. Heldur gæti ég trúað að hún hefði vegna sinnar hógværðar, treyst mér til að sjá um að Morgunblaðið kæmi ekki út í dag, hefði hætt að taka við minningargreirium um síðustu áramót eða bara eitthvað slíkt. En ég get ekki látið hjá líða að minnast hennar og þakka henni allt það sem hún var okkur. Hún tók mér og mínum strax af stakri vinsemd og væntumþykju. Aldrei fannst henni hún gera manni nógu gott, ef komið var í heimsókn, þó gestrisnin væri einstök. Alltaf var á boðstólum eitthvað svolítið sérs- takt. Henni fannst það bara aldrei alveg nógu gott, eða mikið. Kannski af því að seinni árin fannst henni hún ekki geta gert allt jafn vel eða auðveldlega og áður, þegar heilsan var óskert. Guðrún var ákaflega fríð og fínleg kona, sannkölluð dama. HÚn hafði afar næmt fegurðarskyn og bar heimili hennar þess ótvírætt vitni. Hjónaband henanr og eftir- lifandi manns hennar, Karls Sig. Jónassonar læknis, var einstak- lega hamingjusamt. Þau nutu þess sameiginlega að gera vinum gott og gleðjast á góðum stundum. Heimili þeirra stóð opið öllum vin- um og vandamönnum og var þar oft glatt á hjalla. En það var ekki bara á gleðistundum sem vinir leit- uðu á „Ásvallagötuna". Guðrún hafði sérstakt lag á því að laða að sér þá sem þurftu uppörvun og hvatningu þegar að steðjuðu erfiðleikar af einhveiju tagi. Hjálp- semi og áhugi á högum annarra var henni í blóð borin. Tónlistin átti hug hennar og hjarta, en hún kenndi píanóleik um árabil. Fátt veitti henni meiri ánægju en að setjast við píanóið, eða setja góða plötu á fóninn. Manni sínum var hún stoð og stytta í erilsömu starfi hans sem læknir. Hef ég oft heyrt hann þakka henni það hve vel og lengi hann gat stundað sitt starf. Þegar hún fyrir nokkrum árum, veiktist af þeim sjúkdómi, sem varð henni að aldurtila, tók hún því af stillingu og æðruleysi. Hún þakkaði hvem dag, sem hún fékk að hafa að annast um „sinn mann“ eins og hún orðaði það. Saman hafa þau haldið sitt gamla heimili síðustu árin, ýmist annað eða oft- ast bæði sárlasin. Svo hjálparlítið, að eigin ósk, að okkur þótti oft nóg um. Að morgni 11. janúar kvaddi hún þetta jarðlíf. Þar með lauk langri þrautagöngu. Ég þakka fyr- ir að hafa fengið að kynnast þess- ari mætu konu. Söknuður okkar allra er mikill, en Karls þó mest- ur. Við biðjum Guð að gefa honum styrk og blessa minningu hennar. Sigurður Þórðarson ÚTSALAN HEFST í DAG í Kringlunni kl 12.00 KRIN GLUNNI SIEMENS-dæd/ STORGLÆSILEG NÝ ÞVOTTAVÉL FRÁ SIEMENS! Enn á ný ryður Siemens brautina í þróun og hönnun heimilistækja. í þetta skiptið með nýrri þvottavél, sem slegið hefur ( gegn og mun vafalaust verða öðrum þvottavélaframleið- endum fyrirmynd, því að hér er á ferðinni sannkölluð tímamótavél ( hönnun og notkun tölvustýribúnaðar, sem býður upp á nýja og betri þvottaaðferð en áður hefur þekkst. Mikil fjölbreytni í þvottakerfum, þeytivinding ( áföngum og þrír mismunandi vinduhraðar skapa nánast óendanlegt svigrúm fyrir allan þvott, sérhvert óhreinindastig hans og þann hámarkshita sem hann þolir. Sjálfvirkur magnskynjari skammtar vatn inn á vélina í samræmi við magn og gerð þvottar og það kerfi sem er í gangi og aðlagar þannig vatnsnotkunina sjálfkrafa því sem þvegið er. Sérþróuð þvottatromla með þremur áföstum vatns- hripum heldur vatninu á stöðugri hreyfingu og tryggir þannig jafnt gegnumstreymi á vatni um þvottinn. Þessi nýjung sér til þess að þvotturinn fær bestu hugsanlegu meðhöndlun. SIWAMAT PLUS 4200 uppfyllir allar ítrustu kröfur og óskir sem gerðar eru til þvottavéla nú á dögum. Hún er mjög þægileg í notkun með aðgengilegt, upplýst stjórnborð. ítarlegur leiðarvísir á íslensku og greinargóð tafla yfir öll möguleg þvottakerfi vélarinnar fylgja með. Þær miklu gæðakröfur sem gerðar voru við þróun hennar og framleiðslu tryggja auk þess auðvelt viðhald og langa endingu. Gæði á gæði ofan frá SIEMENS SMITH& -AND

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.