Morgunblaðið - 18.01.1990, Page 43

Morgunblaðið - 18.01.1990, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1990 43 In memoriam: Benedikt Tómas■ son dr. med. h.c. Fæddur 9. desember 1909 Dáinn 10. janúar 1990 Vinur minn og sálufélagi um sextíu ára skeið, Benedikt Tómas- son læknir, lézt á Landsspítala, nýlega orðinn áttræður, 10. janúar. í Hávamálum segir: „betra er lifð- um en sé ólifðum“, og víst er það góð speki. Því má þó ekki gleyma, að svo geta sóttir sorfið að, að lífið verður kvöl og nauð. Benedikt þjáð- ist um árabil af kvalafullum sjúk- dómi, sem ég veit ekki til, að nokkru sinni væri greindur til hlítar. Skyn- semi sinni og skarpri hugsun hélt Benedikt þó til æviloka. Eg talaði síðast við hann á nýársdag, og þá voru ályktunargáfa hans, -dóm- greind og minni óbuguð. Við Benedikt kynntumst fyrst vorið 1929, þegar við tókum báðir utanskólapróf við Menntaskólann á Akureyri. Við vorum þrjú ár samtímis í þeim skóla, þar af eitt ár bekkjarbræður, og lukum saman stúdentsprófi vorið 1932.Á háskóla- árunum bjuggum við í nábýli á Gamla garði um skeið. Þótt stund- um væri að vísu langt á milli okk- ar, vorum við oft grannar. Samband okkar hefír aldrei rofnað, síðan við hittumst fyrst. Við höfum verið heimagangar hvor á annars heimili og oft talazt daglega við í síma eða augliti til auglitis. Við Benedikt erum upp aldir í ólíku umhverfi, hann í grösugum dal, ég á grýttri eyri. Að eðlisfari vorum við einnig um flest ólíkir. Allt um það gat ekki hjá því farið, að við yrðum ævilangir vinir. Benedikt Tómasson fæddist 6. desember 1909 í Hólum í Eyjafírði. Foreldrar hans voru hjónin Tómas Benediktsson, bóndi og oddviti í Hólum, síðar á Öldu (f. 15. janúar 1883, d. 8. apríl 1980) og Sigurlína Einarsdóttir, ljósmóðir og húsfreyja (f. 1. september 1883, d. 13. desem- ber 1929). Benedikt stundaði nám við Ménntaskólann á Akureyri og lauk þaðan stúdentsprófi vorið 1932. Hann nam síðan læknisfræði við Háskóla íslands og lauk þaðan cand. med-prófi 1938. Við fram- haldsnám í tauga- og geðsjúk- dómum var hann á Kleppsspítala 1940-1941. Þá breytti hann um starfssvið og var skólastjóri Flens- borgarskóla í Hafnarfírði 1941- 1956. Þá sneri hann aftur við blað- inu, var skipaður skólayfirlæknir og gegndi því starfí til 1972. Hann tók hvað eftir annað að sér emb- ætti landlækrris í forföllum þeirra Sigurðar Sigurðssonar og Ólafs Ólafssonar. Benedikt fékkst mikið við rit- störf. Eftir hann liggja nokkrar Minningar- og aftnælis- greinar Það eru eindregin tilmæli ritstjóra Morgunblaðsins til þeirra, sem rita minningar- og afmælisgreinar í blaðið, að reynt verði að forðast endur- tekningar eins og kostur er, þegar tvær eða fleiri greinar eru skrifaðar um sama ein- staklíng. Vilji höfundur vitna í áður birt ljóð eða sálma verða ekki tekin meira en tvö erindi. Frumort ljóð eða kveðja í bundnu máli eru ekki birtar. Almennt verður ekki birtur lengri texti en sem svarar einni blaðsíðu eða fimm dálkum í blaðinu ásamt mynd um hvern einstakling. Ef meira mál berst verður það látið bíða næsta eða næstu daga. þýðingar, kennslubækur og fjöldi ritgerða. Mestu þrekvirkin á þessu sviði munu þó vera Hin alþjóðlega dánarmeinaskrá VIII (ásamt Júlíusi Siguijónssyni), 1972, og IX 1982, og ritstjórn hans á Heilbrigðis- skýrslum landlæknisembættisins, árg. 1958-1982. Rvk. 1962-1984. Benedikt var sæmdur riddara- krossi Hinnar íslenzku fálkaorðu 1979 og kjörinn heiðursdoktor í læknisfræði (dr. med. h.c.) á sjötíu og fímm ára afmæli Háskóla ís- lands. Benedikt var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Sigríður Guðbrands- dóttir (f. 19. apríl 1915). Þau skildu. Þau eignuðust tvær dætur. Þær eru: Ragnhildur, lögfræðingur, skrifstofustjóri á Biskupsstofu, gift Ásgeiri Jónssyni lækni, og Þorgerð- ur, deildarlögfræðingur í Félags- málaráðuneyti. Síðari kona Bene- dikts er fínnskrar ættar: Maj-Lis Tómasson, fædd Ahlfors. Þeim varð ekki barna auðið. Hún lifir mann sinn. Maj-Lis, sem er hjúkrunar- fræðingur, reyndist manni sínum með eindæmum vel í erfiðum sjúk- dómsraunum hans. Benedikt Tómasson var mikill hæfileikamaður. Hann var nám- gjarn og minnugur, eins og náms- ferill hans og próf bera vitni um. Hann var röklegur í hugsun, enda voru stærðfræði og málfræði eftir- lætisgreinar hans. Skýrleiki og skerpa einkenna ritverk hans öll. Þar er enga þoku eða þvælu að finna. Góð dómgreind var eitt höf- uðeinkenni hans. Heilinn var, sem sé, óvenjuvel af guði gerður. Þessir hæfíleikar Benedikts ásamt staðgóðri menntun úr menntaskóla og háskóla auk þrot- lauss lestrar og hugsunar gerðu hann að miklum menningarmanni, einum þeim mesta, sem ég hefi kynnzt. Þessu til styrktar var öguð ogtamin skapgerð, aðjafnaði alvar- leg, en þó blandin hárbeittri og sér- stæðri kímni, sem oft beindist gegn grautarlegri hugsun og fímbul- fambi. Benedikt var mikill lestrarhestur. Auðvitað las hann mikið um fræði- grein sína, sálsýkisfræði, en jafn- framt um almenna sálarfræði. Mér virtist hann þó verða gagnrýnni á sálfræðikenningar með aldrinum. Honum var ljóst, að fræðilegar kenningar — hversu skarplegar sem þær kunna að vera — eru aðeins áfangi á leið til algildrar þekking- ar. Og henni verður væntanlega aldrei náð. Hann las einnig mikið um almenna læknisfræði, heilsu- gæzlu og heilsufræði, ekki sízt næringarfræði. Starfsins vegna var honum þetta nauðsynlegt. Áhugamál Benedikts náðu langt út fyrir starfssvið hans. Hann var mikill unnandi klassískrar tónlistar, var bæði tónelskur og tónnæmur. Hann átti gott safn af hljómplötum og hafði yndi af að hlýða á verk hinna mestu meistara. Hann lék sjálfur á píanó og hafði af því mikla ánægju. Brahms, sem mörgum þyk- ir tormeltur, var eftirlætistónsmiður hans. Jafnframt unni hann ljóðum og las þau til hinztu stundar. Ég minnist þess, að ekki alls fyrir löngu sagði hann mér, að hann dundaði sér við að lesa þýðingar Gríms Thomsens á grískum og latneskum kvæðum. Þá var hann orðinn fár- sjúkur maður. Það var einmitt hið klassíska — ekki aðeins hið forna, heldur hið sígilda og það, sem ætla má, að verði sígilt — sem átti hljóm- grunn í hug Benedikts. Léttmeti og lítt skiljanlegt lausablaður, sem kemur í dag og fer á morgun, átti ekki upp á pallborðið hjá honum. Allt um það fylgdist hann vel með nýjum straumum og stefnum. Benedikt var einn þeirra manna, sem las sömu bókina hvað eftir annað, ef honum féll hún vel í geð. Hann var frá barnæsku þaulkunn- ugur fornbókmenntum vorum og las þær aftur og aftur. Mér er nær að halda, að hann hafí lesið Eglu sem næst á hveiju ári. Egla var eftirlætissaga hans, og persónan Egill var honum sífellt íhugunar- efni. Margar aðrar fornsögur mat hann mikils. Erlendar, sígildar bók- menntir voru honum einnig hug- stæðar. Hann var víðlesinn í þeim. Hér skal það ekki rakið nánara að öðru leyti en því, að ég efa, að hann hafi lesið aðra bók oftar og vandlegar en Góða dátann Svejk í hinni meistaralegu þýðingu bekkj- arbróður okkar Karls Isfelds. í þeirri bók fann hann nýja speki við hvern lestur. Benedikt talaði mjög fagurt ís- lenzkt mál. Hann var uppalinn á því málsvæði, þar sem mér finnst íslenzkan hljóma fegurst, og ey- firzkum framburði sínum hélt hann óbrengluðum til dánardægurs. Orðaforði hans var óvenjumikill að vöxtum og málskyn hans afburða- næmt. Hann var málræktarmaður fram í fingurgóma og þoldi ekki óvandað málfar. Hann las einnig allmikið um málfræðileg efni. Hann átti gott safn orðabóka, sem ekki stóð ónotað uppi í skápum. Hann t Bróðir minn, , AGNAR MARKÚSSON, er lést af slysförum 5. janúar, verður jarðsunginn frá Fossvogskap- ellu föstudaginn 19. janúar kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Óskar Markússon. t Eiginkona mín og móðir okkar, PETRA KRISTINE GUÐLAUGSSON, fædd Olsen, Gaukshólum 2, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum 15. þessa mánaðar. Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 25. janúar kl. 13.30. Benedikt Guðlaugsson börn og aðrir að- standendur. fletti sí og æ uppi í orðabókum, ef hann vildi fræðast um tilkomu og merkingar orða og ekki sízt ef hann velti því fyrir sér, hvernig bezt yrði komið orðum að einhverri hugsun, sem hann þurfti að láta í ljós. Benedikt var í eðli sínu mikill tilfínningamaður, þótt ekki bæri á því í dagfari hans. Hann var maður hógvær, hófsamur í skoðunum og varkár í dómum. Jafnframt var hann dulur í skapi. En hann gat reiðzt illa, ef því var að skipta. Þessa minnist ég helzt, ef hann taldi, að gert væri á hlut vina hans. Hins vegar var hann skjótur til sátta. Benedikt vann öll sín störf í kyrr- þey af alúð og vandvirkni. Hann var þjóð sinni góður þegn, sem innti af hendi merkileg störf í hennar þágu. Allt gerði hann af skyldu- rækni án alls metnaðar. Með honum er fallinn í valinn vammlaus mað- ur, tryggur í lund, einn bezti full- trúi fornra dygða á sinni tíð. Við Sigríður söknum góðs vinar og vottum Maj-Lis og öðrum vanda- mönnum Benedikts samúð okkar við andlát hans. Halldór Halldórsson Benedikt Tómasson varð skóla- stjóri Flensborgarskólans í Hafnar- firði haustið 1941, þá liðlega þrítug- ur að aldri, og gegndi því starfi formlega til ársins 1956 eða í 15 ár, en var þó í leyfi frá störfum síðasta árið. Hann var Eyfirðingur að uppruna, hafði lokið stúdents- prófi við Menntaskólann á Akureyri 1932, embættisprófí í læknisfræði við Háskóla íslands 1938 og stund- að síðan framhaldsnám í geðlækn- ingum. Á námsárunum hafði hann jafnframt stundað kennslustörf, fyrst við Menntaskólann á Akureyri í eitt ár og síðan við Samvinnuskól- ann í Reykjavík og sú reynsla sem hann öðlaðist við það hefur án efa átt þátt í að hann lagði skólastörf fyrir sig að námi loknu í stað þess að hefja störf sem læknir. í Flensborgarskólanum voru lið- lega 120 nemendur þegar Benedikt kom þar til starfa. Skólinn var í nýlegu húsi og rúmt um alla starf- semi hans, að minnsta kosti ef mið- að er við það sem síðar varð. í ekki stærri skóla þurfti skólastjór- inn að sjálfsögðu að kenna allmikið og kennslugreinar Benedikts í skól- anum voru stærðfræði og líkams- og heilsufræði. Fyrir báðar þessar greinar skrifaði hann, ýmist einn eða með öðrum, kennslubækur sem lengi voru notaðar í gagnfræðaskól- um landsins. Ég var nemandi Bene- dikts á sínum tíma og man sérstak- lega eftir stærðfræðikennslu hans, en hún endurspeglaði ákaflega vel það yndi sem hann sjálfur hafði af stærðfræði og rökhugsun. Enn bet- ur man ég þó eftir svokölluðum „fijálsum tímum“ sem hann var með um skeið, en þær stundir not- aði hann meðal annars til að kynna okkur bókmenntir, þar á meðal „atómkveðskapinn" sem svo var kallaður og var ekki hátt skrifaður hjá öllum á þeirri tíð. En Benedikt kunni að meta hann enda var hann mikill bókmenntamaður, víðlesinn og að ég held mikill fagurkeri á því sviði. Listaáhugi hans var þó ekki bundinn við bókmenntirnar einar; hann var einnig mikill tónlistarunn- andi og á því sviði liggja eftir hann varanleg spor í Hafnarfirði. Hann átti mikinn þátt í að stofna Tónlist- arfélag Hafnarfjarðar árið 1946 og var formaður þess meðan það starf- aði; þetta félag efndi til hljómleika í bænum og gekkst síðan fyrir stofnun tónlistarskóla, sem Páll Kr. Pálsson organleikari veitti forstöðu í byijun. Sá skóli starfar enn, en hefíir nú um alllangt skeið verið rekinn af bæjarfélaginu. í skólastjóratíð Benedikts gekk yfír sú mikla breyting á íslensku skólahaldi sem fylgdi í kjölfar fræðslulaganna frá 1946. Flens- borgarskólinn var hefðbundinn þriggja ára gagnfræðaskóli fyrir óskólaskylda nemendur þegar Benedikt tók við stjórn hans, en þegar hann hvarf frá skólanum var skólinn orðinn fjögurra vetra skóli, þar sem fyrri árin tvö voru hluti af skyldunáminu. Þessi breyting leiddi ekki aðeins til þess að nem- endum skólans fjölgaði heldur urðu þeir að jafnaði yngri og óþroskaðri en Flensborgarar höfðu oftast verið áður. Ég er ekki viss um að þessi breyting hafi í alla staði verið að skapi Benedikts og ég held líka að það hafi átt betur við hann sem kennara að hafa tiltölulega þrosk- aða nemendur sem sýndu námsefn- inu áhuga, heldur en nemendur sem gerðu aldrei meira en þeir komust af með minnst og litu á skóla- gönguna sem heldur hvimleiða skyldu, en slíkum nemendum fjölg- aði að sjálfsögðu í skólanum við þetta nýja fyrirkomulag. . Skólaárið 1955-56 fékk Benedikt leyfi frá störfum til að kynna sér heilsugæslu í skólum og næsta haust tók hann við nýju embætti sem þá var stofnað, embætti skóla- yfirlæknis. Hann var áreiðanlega sniðinn fyrir það starf, menntaður læknir sem var búinn að afla sér mikillar reynslu í skólastarfi bæði sem stjórnandi og kennari. Ég var ekki í aðstöðu til að fylgjast mikið með starfí hans á þessum nýja vett- vangi, en ég hygg að hann hafí leyst það vel af hendi og unnið þar gott brautryðjandastarf. Flensborgarskólinn er núna tals- vert annar skóli en hann var þegar Benedikt stjórnaði honum og ég var þar nemandi Benedikts. En skólinn byggir þó enn á þeirri arfleifð sem Benedikt tók við á sínum tíma, ávaxtaði og skilaði áfram til eftir- manna sinna. Þegar skólinn hélt aldarafmæli sitt hátíðlegt vorið 1982 gat Benedikt því miður ekki verið viðstaddur hátíðahöldin af heilsufarsástæðum, en hann sendi skólanum fallegt og hjartnæmt skeyti í tilefni dagsins, og í sam- tölum sem ég átti við hann um þær mundir fann ég glögglega að hugur hans leitaði oft til skólans, þeirrar stofnunar sem hann hafði helgað krafta sína í hálfan annan áratug á bestu starfsárum ævinnar. I Flensborgarskólanum verður minn- ing Benedikts líka geymd og hans minnst sem farsæls skólamanns og góðs kennara. Kristján B. Ólafsson + Eiginmaður minn, ÓLAFUR ÁSGEIRSSON sagnfræðingur og garðyrkjumaður, Álfheimum 26, lést í Landspítalanum 16. janúar. Ragnheiður Guðjónsdóttir. Maðurinn minn, BENEDIKT GUÐMUNDSSON bóndi, Staðarbakka, lést f sjúkrahúsinu Hvammstanga miðvikudaginn 17. janúar. Ásdís Magnúsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.