Morgunblaðið - 18.01.1990, Qupperneq 48
48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1990
‘K>
„\>o£> c.rorbrbmurcx-kreiK-i,oh nciur>gi
kalloL&ctr Honnibal, sá oá Lcilo. cxb hélum
hellmgi of fiUxÞjátfurum-''’
Með
morgimkaffinu
| POLLUX
Vaknaðu maður, bíllinn sem þú
attir að laga er farinn ...
HOGNI HREKKVISI
OHAGKVÆM JARÐGONG
Hugmyndir samgðnguráðherra um jarðgöng á Vestff örðum:
Framkvæmdir heQist á
I næsta ári og ljúki 1995
I SAMGÖNGURAÐHERRA.8t«B*rtaurJ.-._______
I lliám I vikunal HunavnJb- abur ua f]ýU frrð
IriU*- sUðar. SUingrimur srgút enn-
---' fremur hafa beðið aðra riðherra
ao aanna nvon nasgja megi a
framkva-mdum á aviði akóla- og
. hrnnU I ríkia-
Veatfjðrðum. Hann aegir hugmyndimar tengjaat að kanna hvor
mála og f&lkaAekkun á þesau awði. Ráðbeira viU að byrjað verði framkvKmdum
á verkínu um miU naeaU ár og þvl lokið I99S. en vrgaájeUun heilbrigðiamála
gerir ráð lyrir að frmmknemdir hefjiat 1992 ag þeim (júki 1999. „ .. .
Veatnrakum aveitaratjórnarmftnnum aem neU var við bar aamaa Jðrundaaon. aveitar-
um að jarðgftngin gaetu akipt akftpum fyrir aðliggjandi byggðalftg 3*0" á Suðureyn. aegir að jarð-
ag þvi fyrr aem haTiat vaerí handa. þvl betra. göngin muiu hafa geyiimikla þýð-
ingu fynr Veatfirðinga. .Hér
T Tm koatnað við að flýu og lega vaeri ánaegjulegt ef htriendia *tnuidar alit á aamgðngunum.
aegir aam- yrði haldið aéretakt akuldabréfa- Mpð J^ögöngum yrðu firðimir
ef af vefði ðtboð vegna þeaaa verkefnia. Þá ktnnnuavæði, greiu myndi
að hann vilji
Ul
Til Velvakanda. •
í fúlustu alvöru eru stjórnmála-
menn að áætla jarðgöng undir fjöll
fyrir vestan. Gagnsemi þessara
risaframkvæmda eru jú að fólkið
fyrir vestan kemst á milli byggðar-
laga t.d. á böllin á veturna. Burtséð
frá því hvað þjóðhagsleg „not“ eru
fyrir þessar framkvæmdir þá verða
menn að athuga kostnaðinn sem
er gífurlegur. Gera landsmenn sér
grein fyrir því að ef þessari vitleysu
verður hrundið í framkvæmd liggja
allar aðrar vegaframkvæmdir niðri
í áraraðir?
í dag er viðhald malarvega um
allar sveitir landsins í algeru lág-
marki, vegheflar eru mjög sjaldséð-
ir og sýsluvegir heflaðir einu sinni
og mest tvisvar á ári. Sumir
vegstubbar eru hef laðir annað hvert
ár, ofaníburður er óþekktur nema
eitt og eitt hlass í ófær hvörf á
vorin. Dæmi: vegstubbur ca. 3
km, Gaulveijabæjarvegur frá Sel-
fossi—Votmúlavegamót hefir verið
„forgangsverk“ u.þ.b. 5 ár. Loksins
sl. haust var byijað að keyra efni
í undirstöður, en aðeins tókst að
klára 1,5 km, peningarnir voru þá
búnir. Svona er ástandið í vegamál-
um þjóðarinnar í dag. Ekkert við-
hald vegna peningaleysis. Á sama
tíma er verið að áætla risafram-
kvæmdir fyrir marga milljarða. Vér
Islendingar enim geggjuð þjóð.
Skattgreiðandi
• •
Oryggið mikið
undir dekkj-
unum komið
Til Velvakanda.
Fyrir skömmu birtist grein í
Velvakanda þar sem bent var á að
bifreiðaeigenudur draga það oft úr
hófi að endumýja dekkin. Þetta
getur skapað mikla slysahættu á
öllum árstímum, ekki síst að vetrin-
um. Þessi vetur hefur verið með
afbrigðum snjóléttur en víða leyn-
ast hálkublettir. Því miður er við-
haldi gatna ábótavant og víða eru
götur mjög skemmdar eftir nagla-
dekk. Þar hafa myndast djúp hjól-
för, eins og t.d. á Keflavíkurvegi
og getur verið mjög þreytandi að
aka við þær aðstæður. Ég tel líka
að slík hjólför séu hreinar slys-
agildrur og hlýtur maður þá að fara
að efast um ágæti nagladekkjanna
þó auðvitað veiti þau öryggi ef ekki
er treyst á þau um of. Sjálfur hef
ég látið snjódekkin nægja og hef
góða reynslu af þeim.
Gunnar
Ferðamenn: Búið ykkur hlýjum fatnaði og verið ekki einir
á ferð. Gerið öðrum grein fyrir hvert þið ætlið og áætlaðan
komutíma.
Víkverji skrifar
Alþýðusamband íslands hefur
nú loks mótað þá kröfu, að
ekki skuli skerða tekjutryggingu
þeirra, sem sparað hafa til elli-
áranna og greitt í lífeyrissjóði.
Þetta er atriði, sem Víkveiji hefur
nokkrum sinnum gagnrýnt á und-
anförnum árum, en alltaf hefur
verið daufheyrzt við þessari gagn-
rýni þar til nú. Er ástæða til þess
að hrópa húrra fyrir verkalýðs-
hreyfingunni nú þegar hún setur
þessa kröfu á oddinn.
Víkveiji hefur áður minnzt á
þetta réttlætismál. Honum var
kunnugt um tvær konur, sem báðar
fengu lífeyrisgreiðslur, önnur hafði
aldrei greitt í lífeyrissjóð, en hin
hafði gert það. Samt var lífeyrir
hennar ekki hærri og stafaði það
af því að hún hlaut skerta tekju-
tryggingu, þ.e.a.s. ríkið leyfði sér
að skerða trygginguna, þar sem
hún hlaut greiðslur úr lífeyrissjóði.
Allir þeir fjármunir, sem hún hafði
lagt til hliðar í gegnum árin, voru
því í raun þjóðnýttir. Þetta dæmi
sannaði svo að ekki var um villzt,
að greiðslur í lífeyrissjóð voru hið
sama og kasta fé á glæ, menn
höfðu í raun engan ábata af því
að sýna fyrirhyggju og greiða í
lífeyrissjóði.
Nú hefur verkalýðsforystan
kveðið upp úr um það að hér sé
um rangsleitni að ræða og krefst
þess að þessi skerðing verði afnum-
in. Fullyrt er að með þessari skerð-
ingu hafi ríkissjóður sparað sér
milljarða króna eða með öðrum
orðum rænt gamla fólkið milljörð-
um, sem það átti rétt á að fá. Þetta
er áreiðanlega ekki vilji neins
skattþegns þessa þjóðfélags og
væri nær að spara á öðrum sviðum
en þessum. Þess vegna verða menn
að vona, að verkalýðshreyfingin
nái þessari kröfu fram.
XXX
Víkverja hefur borizt bréf frá
Jóhanni Hjálmarssyni blaða-
fulltrúa Pósts & síma, þar sem seg-
ir:
„í desembermánuði sl. voru á
vegum Pósts og síma bornir út
póstkassar úr pappa ,til póstnot-
enda um allt land. Kössunum var
ætlað að geyma jólapóst viðtak-
enda og mæltust þeir sem slíkir
vel fyrir frá upphafi og þóttu auk
þess smekklegir, jafnvel fallegir.
Ekki síst börn tóku þeim fagnandi.
Póstur og sími auglýsir og kynn-
ir starfsemi sína í dagblöðum og
öðrum fjölmiðlum og þótt þetta sé
ekki stofnuninni að kostnaðarlausu
hefur það ekki verið gagnrýnt sér-
staklega.
Nú kemur það fram hjá Víkverja
(9.1. sl.) að hann telur hér um fár-
ánlegt bruðl að ræðá þar sem póst-
kassarnir eru.
Með því að snúa sér á þennan
hátt beint til póstnotenda með aug-
lýsingu og kynningu starfsemi
sinnar vill Póstur og sími leggja á
það sérstaka áherslu að starfsemin
nærtil allra ogþjónar öllumjafnt.
Kostnaður við gerð hvers kassa
er aðeins 19 kr., en þess má geta
að um jólin eru að meðaltali borin
út 40 bréf inn á hvert heimili í
landinu."
xxx
Kunningi Víkverja fékk á dög-
unum bréf í pósti frá Lands-
banka Islands. Innihald bréfsins
var reikningsyfirlit sparisjóðs, or-
lofsreikningur. Á reikningsyfirlit-
inu stóð síðan að staðan á reikn-
ingnum 31.12. væri 0,00 krónur.
Hinn 29.12. hafi síðan verið greidd-
ir vextir inn á reikninginn að upp-
hæð 0,00 krónur og neðst sagði
að bókfærðar verðbætur frá ára-
mótum væru 0,00 krónur. Á reikn-
ingseyðublaðinu var jafnframt til-
kynnt að innstæðan á reikningnum
væri laus til útborgunar 10.05.90.
Hvað ætli burðargjald bankans
sé svo hátt, þegar slíkt bréf er
sent? 21 króna? Það er alla vega
óendanlega miklu hærra en inni-
hald bréfsins.