Morgunblaðið - 18.01.1990, Síða 50

Morgunblaðið - 18.01.1990, Síða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1990 KNATTSPYRNA || KNATTSPYRNA / ENGLAND Hörðurí Leiftur Hörður Benónýsson, sem lék með Völsungi í fyrra, hefur ákveðið að leika með Leiftri, í 2. deildinni í knattspyrnu, næsta sumar. Hörður hafði reyndar áður ákveðið að þjálfa lið HSÞ-b í 4. deildinni en snerist hugur. Hörður lék nieð Leiftri í 1. deild 1988 og í 1. deild með Völsungi 1987 og í 2. deild í fyrra. Klaufar að vinna ekki - eftir að hafa náð tveggja marka forystu, sagði Þorvaldur Örlygsson, sem lagði uppfyrra mark Nottingham Forest í 2:2 jafntefli gegnTottenham í kvöld Körfubolti Þrír léikir verða í úrvalsdeildinni í körfuknattleik í kvöld og hefjast allir kl. 20. Grindavík og KR leika í Grindavík, Haukar og Valur í Hafnar- firði og ÍBK og Tindastóll í Keflavík. Einn leikur er ! 1, deild karla, Stúd- entar og Laugdælir mætast í íþrótta- húsi Kennaraháskólans kl. 20. Badminton Opna meistaramót KR í badminton í einliðaleik karla og kvenna fer fram í kvöld og hefst kl. 19.00 ! KR- heimilinu. Allir bestu badmintonleik- arar lapdsins verða meðal þátttak- enda. Handbolti Einn leikur er ! 3. deild karia í handknattleik, B-lið Gróttu tekur á móti ÍH ! íþróttahúsinu á Seltjarnar- nesi kl. 19. áeu) ti$befiu, hei&J HIGH-DESERT BLÓMAFRJQKORN ÞORVALDUR Örlygsson lagði upp fyrra mark Nottingham Forest er liðið gerði jafntefli, 2:2, við Tottenham f 8-liða úr- slitum ensku deildarbikar- keppninnar [Littlewoods-] í gærkvöldi á heimavelli sínum i Nottingham. Þorvaldur þótti leika mjög vel ífyrri hálfleikn- um og framan af þeim síðari, skv. því sem Morgunblaðið fregnaði frá Engiandi ígær, en var minna áberandi eftir því sem líða tók á leikinn — enda náði Tottenham þá undirtökun- um. Segja má að tveir Norður- landabúar hafi átt þátt í fyrra marki Forest, því Þorvaldur sendi knöttinn vel fyrir markið, Norðmað-' urinn Erik Thorstvedt í marki Tott- enham náði ekki að halda knettin- um og Gary Crosby þurfti ekki annað en að renna honum yfir marklínúna. Þetta gerðist á 35. mínútu. „Ég gaf fyrir, Crosby náði ekki til boltans sem skoppaði á ósléttum vellinum, upp í bringuna á Thorstvedt sem náði ekki að halda honum og þá var Crosby fljótur að átta sig og skoraði örugglega," sagði Þorvaldur er Morgunblaðid náði tali af honum seint í gærkvöldi. Á 56. mín. 'komst Forest í 2:0 með mark Garry Parker, og svo virtist sem deildarbikanneistararnir væru næsta öruggir áfram. En leik- menn Lundúnaliðsins neituðu að gefast upp. Enski landsliðsmiðherj- inn Gary Lineker minnkaði muninn með 15. marki sínu í vetur og Steve Sedgley jafnaði tíu mín. fyrir leiks- lok með skoti af 20 m færi. „Við vorum klaufar að vinna ekki leikinn eftir að hafa komist tveimur mörk- um yfir,“ sagði Þorvaldur. „Þegar Lineker skoraði fékk hann langa sendingu fram völlinn, komst einn ínn fyrir og skoraði." Þorvaldur sagði heppnisstimpil hafa verið á síðara markinu; skot Sedgleys utan úr teighorninu hefði smogið inn með nærstönginni. Kaflaskipt Lið Forest var mun betra í fyrri hálfleiknum en í þeim síðari náði Tottenham undirtökunum, eftir að HRAÐLESTRAR- NÁMSKEIÐ ★ Langar þig að lesa meira af góðum bókum? ★ Fylgist þú ekki nógu vel með nýjungum á þínu verksviði í vinnunni? ★ Er vinnuálagið í skólanum að drepa þig? ★ Er lítill tími til að sinna áhugamálunum? Það er staðreynd, að ekkert dregur jafn mikið úr námsárangri og lítill lestrarhraði. Lestrarhraði nem- enda Hraðlestrarskólans undanfarin 10 ár hefur auk- ist um 300% til jafnaðar, hvort heldur er í erfiðu eða léttu lesefni. Hver er þinn lestrarhraði? Er hann yfír 600 orð á mínútu, eða einungis um 150 til 180 orð á mínútu, eins og flestra nemenda í upphafí námskeiðs? Viljir þú bætast í hóp ánægðra nemenda skólans, skaltu skrá þig strax á næsta námskeið, sem hefst fimmtudaginn 25. janúar nk. Skráning öll kvöld kl. 20.00-22.00 í síma 641091. HRAÐLESTRARSKÓLINN »o bas already given th« (rigfit oí Iheir livos. t from Ihe ceid iias ao Iwoek's Líttlowooas LnTLEWOODS CUP F0REST VSPURS "lcaland míjjhl n«l ba ihoughl ol 8$ a fooiballiop courtiry hut I am tu'B íi will b» m tbo IuIuib. Ihero aro a number of playera in mir cpuntrv who aro qoo<I onouan «o nwko me grado In profos jional focfbnll. ’ Sitjsi Jamson was tha firti to #omo to Enflland and he wai alway* a uuud young player but I bupe to ilo al loeit ae woll os ha h»a done and It wowld not lurptlso mo H olhor lcelandio playera fedowod. ‘I would »*y that Iho bo«t toams in lcelem) would fao obout Saeond Piyltlen tUndtrd Lut tboro it no doubt tbat tho umo It totter ond mor» phytlool nore. "You pley to mony oamet In k»;t l'm L^ur»« Þorvaldur hefur verið mikið í sviðs- ljósinu síðan hann gekk til liðs við Forest fyrir skömmu. Hann náði þegar í stað að vinna sér sæti í aðalliði félags- ins. Hér er hluti úrklippu úr knatt- spyrnuritinu Shoot sem fjallaði sér- staklega um Norðurlandabúana Þor- vald og Erik Thortvedt, vegna leiksins í gærkvöldi, og birti tvær litmyndir af Þorvaldi eins og sjá má. Forest gerði síðara markið. Þorvaldi var skipt út af þegar um tíu mín. voru eftir, skömmu áður en Sedgley jafnaði fyrir Tottenham. Guðni Bergsson var ekki í leik- mannahópi Tottenham, sem fór til Nottingham. Liðin mætast að nýju á White Hart Lane, leikvangi Tott- enham, á miðvikudag í næstu viku. Þorvaldur vildi ekki gera mikið úr frammistöðu sinni í gærkvöldi, sagðist hafa leikið betur síðan hann kom utan. Sagðist til dæmis hafa fengið knöttinn mun meira í leikn- um gegn Millwall um sl. helgi, en þá þótti hann hafa leikið sérlega vel. Þrír reknir út af Tveir aðrir leikir fóru fram í 8- liða úrslitum deildarbikarkeppninn- ar og var hart barist í þeim báðum. Sunderland og Coventry gerðu markalaust jafntefli á Roker Park í Sunderland og var einum manni úr hvoru liði vísað af velli, Gary Bennett fyrirliða Sunderland — sem lék einmitt áður með Coventry — og David Speedie, en þeir tóku upp á því að slást. í London mættust West Ham og Derby og þeim leik lauk eining með jafntefli, 1:1. Martin Allen, leikmað- ur West Ham, fékk að sjá rauða spjaldið fyrir ljóta tæklingu. Julian Dicks kom 2. deildarliði West Ham yfir á 38. mín. en Dean Saunders tryggði Derby jafntefli 12 mín. fyr- ir leikslok — komst inn í lélega sendingu Tony Gales aftur til mar- kvarðarins og skoraði. Einn leikur var í 3. ufnferð ensku bikarkeppninnar, Everton og Midd- lesbro mættust í þriðja sinn. Tvi- svar höfðu liðin slrilið jöfn, en nú skreið Everton áfram í 4. umferð með 1:0 sigri. Norman Whiteside gerði eina markið á 88. mín. Mið- vallarleikmaðurinn sterki, sem skoraði tvívegis gegn Southampton í deildinni á laugardaginn var, eins og sást í beinni útsendingu í Sjón- varpinu, þrumaði í netið af stuttu færi eftir að mikil þvaga hafði myndast á markteig Middlesbro. Áður höfðu varamennirnir Tony Cottee og Raymond Atteveld báðir verið nálægt því að skora. TENNIS / OPNA ÁSTRALSKA MEISTARAMÓTIÐ McEnroe byrjar vel JOHN McEnroe segist gera sér góðar vonir um að ná langt á opna ástraiska meistaramót- inu í tennis, sem hófst á mánu- daginn. McEnore byrjaði vel og sigraði Frakkann Thierry Tulasne6:2,6:1 og 6:2, í fyrstu umferð og Austurríkismanninn Alex Antonitisch í 2. umferð. Margir þekktir leikmenn féllu úr keppni þrátt fyri r að festir af þeim efstu hafi haldið velli. Boris Becker er einnig talinn líklegur til afreka. Hann hefur aldrei náð lengra en í 8-manna úr- slit en segir að nú sé stundin runn- in upp. „Ég held að ég eigi góða möguleika ef ég gæti þess að vera á toppnum á réttum tíma. Maður má ekki leika of vel í fyrstu leikjun- um því þá bitnar það á þeim síðustu," sagði Becker, eftir að hafa sigraði Hollendinginn Paul Haarhuis, 6:1, 6:2 og 6:1. Hann lék að kvöldlagi og sagðist vera mjög ánægður með það: „Ég vona að ég fái alltaf að leika að kvöldi. Þá eru bestu aðstæðumar, hvorki sterk sól né vindur, og lítil hætta á að tapa á slæmum aðstæðum," sagði Beck- er. Hann hefur æft með Steffi Graf að undanförnu, í fyrsta sinn í tíu Reuter John McEnroe bytjaði vel á opna ástralska meistaramótinu í tennis, vann Frakkann Thiery Tulsane í fyrstu umferð og fagnar hér þeim sigri. ár, og segir að hún hafi líklega aldr- ei verið betri. Andrei Tsjesnokov frá Sovétríkj- unum átti í mestu vændræðum með Ástralann Mark Kratzmann, tapaði tveimur fyrstu lotunum og var und- ir, 4:5 í þeirri þriðju. „Þá lokaði ég augunum, hugsaði með mér að ef ég tapaði færi ég til Moskvu á morgun, og sló boltann eins fast og ég gat.“ Það gekk upp því Tsjesnokov sigraði í þremur síðustu lotunum. Heimamenn leggja allt sitt traust á Pat Cash enda er hann talinn sá eini sem á raunhæfa möguleika á sigri. Steffi Graf er spáð sigri í kvenna- flokki enda hefur hún verið óstöðv- andi síðustu misseri en búast má við því að Gabrielu Sabatini veiti henni harða keppni. Meðal þeirra sem töpuðu í fyrstu umferð voru Darren Cahill og John Fitzgerald, sem báðir eru í landsliði Ástralíu, Carl-Uwe Steeb og Eric Jelen (V-Þýskalandi), Tim Mayotte og Jim Pugh (Bandaríkjunum), Goran Ivanisevic (Júgóslavíu), Am- os Mansdorf (ísrael), Jakob Hlasek (Sviss), Emilio Sanchez (Spáni) og Jan Gunnarsson (Svíþjóð). Steeb, Mayotte og Sanchez voru allir í hópi tíu efstu manna á styrkleika- lista mótsins. I kvennaflokki voru það aðeins aðeins þrjár úr hópi efstu, Larissa Savsjenkó, Claudia Kohde-Kilsch og Lori McNeil, sem féllu úr keppni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.