Morgunblaðið - 18.01.1990, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 18. JANÚAR 1990
51
HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD
ípRÚm
■ FOLK
I ■ ÞORBERGUR Aðalsteinsson
og félagar hans í Saab höfðu betur
í viðureigninni við Ystad, sem
Gunnar Gunnarsson leikur með, í
sænsku úrvalsdeildinni í handknatt-
leik í gærkvöldi. Saab sigraði með
fimm marka mun, 23:18, og er nú
í þriðja sæti deildarinnar.
■ GUÐMUNDUR Hrafnkelsson,
landsliðsmarkvörður í FH, fékk
knöttinn í andlitið í lok fyrri hálf-
leiks gegn KR í gær og lék ekki
meira með eftir það. Hann fékk
blóðnasir og fann til í höfðinu á
eftir.
■ FH-INGAR léku með sorgar-
bönd í leiknum gegn KR í gær til
( minningar um Ingibjörgu Árna-
dóttur, ekkju Hallsteins Hinriks-
sonar, sem oft var kallaður faðir
■ handknattleiksins í Hafnarfírði.
Þau voru foreldrar þess kunna
handboltafólks, Geirs, Arnar og
| Sylvíu.
■ ÞORSTEINN Guðjónsson,
leikmaður KR-inga, lék ekki með
félögum sínum í gær. Hann sleit
liðband á vinstra hnéi og verður frá
í tvær vikur. Friðrik Þorbjörns-
son, sem verið hefur fyrirliði KR,
gat heldur ekki leikið þar sem hann
fíngurbrotnaði á æfíngu fyrir
skömmu.
■ JÓN Kr. Gíslason og félagar
hans hjá danska körfuknattleikslið-
inu SISU töpuðu, 110:113, fyrir
Skovbakken í dönsku úrvalsdeild-
inni um helgina. Jón Kr. skoraði
tuttugu stig í leiknum.
■ SISU er í öðru sæti með sextán
4 stig, en BMS er í efsta sæti með
tuttugu stig. Hart er barist um fjög-
ur efstu sætin, sem gefa rétt á sæti
( í úrslitakeppninni. Nokkur lið eru
með fjórtán og tólf stig. Sex um-
ferðir eru eftir í deildinni.
I B JENS Einarsson, fyrrum
landsliðsmarkvörður í handknatt-
leik, sem sér nú um þjálfun mark-
varða landsliðsins, fær það hlutverk
að vera „yfirnjósnari" á HM í
Tékkóslóvakíu.
B JENS verður með bækistöð í
Zilina, þar sem Sovétríkin,
A-Þýskaland, Japan og Pólland
leika, en þremur þessara fjögurra
liða mun Island mæta í milliriðli í
Bratislava, ef íslenska landsliðið
nær því að komast í milliriðil.
B BOGDAN, landsliðsþjálfari,
fær aðstoð frá Guðjóni Guðmunds-
syni, Stefáni Carlssyni, lækni og
, Davíð Sigurðssyni í sambandi við
' leiki landsliðsins á HM.
H ASGEIR Sigurvinsson var í
{ sjöunda sæti á listanum yfir bestu
miðvallarspilara V-Þýskalands, í
könnun sem blaðið Sport-Bild gerði
| hjá lesendum sínum. 25 þús. lesend-
ur tóku þátt í könnunni. Ásgeir
fékk 3% atkvæða, en sá sem var
valinn bestur er Andreas Möller
hjá Dortmund, með 27% atkvæða.
Ásgeir fékk flest atkvæði hjá fólki
á aldrinum 20-29 ára, eða 4%.
Morgunblaðið/RAX
Jón Eriing Ragnarsson skoraði fjögur mörk fyrir FH. Hér skorar hann eitt marka sinna úr hraðaupphlaupi í fyrri hálfleik. Leifur Dágfinnsson, markvörður
KR, kemur engum vömum við þrátt fyrir góð tilþrif.
Spennan helst á
toppi 1. deildar
FH-INGAR sigruðu KR í miklum
baráttuleik, 24:22, í Laugar-
dalshöll í gærkvöldi og halda
þar með spennunni á toppi 1.
deildar. FH og Valur hafa bæði
19 stig eftir ellefu umferðir og
stefnir í einvígi milli þeirra, þó
svo að of snemmt sé að af-
skrifa Stjörnuna og KR.
Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik
þar sem baráttan og krafturinn
réðu ríkjum. Sóknarleikurinn var
ekki markviss enda varnir beggja
liða sterkar. KR-
ingar komu vel út á
móti Héðni Gilssyni
og náði hann aðeins
að skora eitt mark
í fyrri hálfleik og það úr hraðaupp-
hlaupi. Staðan í hálfleik var 10:10.
FH-ingar breyttu sóknarleik
sínum í síðari hálfleik. Guðjón og
Óskar skiptu um hlutverk þannig
að Óskar kom inn á miðjuna og
Guðjón fór yfir á hægri vænginn.
Við þetta riðlaðist varnarleikur
KR-inga og Héðinn fékk meira
pláss vinstra megin. KR átti ekkert
svar við þessu og FH náði mest
fímm marka forystu um miðjan
hálfeikinn er staðan var 17:12. KR
náði að minnka muninn í tvö mörk,
18:20, og virtist vera að komast
meira inn í leikinn, en þá fékk Leif-
ur, markvörður, rauða spjaldið fyrir
að mótmæla dómi.
„Ég er ánægður með leik okkar
í seinni hálfleik. Sigurinn var mjög
mikilvægur og heldur okkur í topp-
baráttunni áfram. KR-liðið er gott
og á örugglega eftir að bíta frá sér
og það er of snemmt að afskrifa
það. Dómaramir voru slakir án
þess þó að það hafí ráðið úrslit-
um,“ sagði Guðjón Árnason, fyrir-
liði FH. „Við tökum hvem leik fyr-
ir sig og nú er það KA á laugardag-
inn. Það er mikið eftir af mótinu
og staðan er fljót að breytast,"
sagði Guðjón.
KR-ingar léku vel í fyrri hálfleik
og enginn betur en Páll Ólafsson,
sem virðist óðum vera að komast í
sitt besta form. Stefán Kristjánsson
var full skotgráðugur á stundum.
Sigurður Sveinsson komst vel frá
leiknum, en Konráð var sérstaklega
óheppinn með skot sín. Gísli Felix
varði þokkalega. Leifur lét skapið
hlaupa með sig í gönur, kannski
ekki furða miðað við það sem á
undan var gengið í slakri dóm-
gæslu.
FH-ingar hafa yfir jöfnu Iiði að
ráða, góðum einstaklingum sem ná
vel saman ef sá gállinn er á þeim.
Guðjón var bestur þeirra og dreif
samherja sína áfram með krafti og
útsjónasemi. Héðinn náði sér vel á
strik í síðari hálfleik og gerði þá
fimm gullfalleg mörk. Gunnar Bein-
teinsson er öryggið uppmálað í
horninu og Jón Erling gaf honum
lítið eftir. Þorgils Óttar virðist ekki
njóta sín eins og áður þar sem hug-
ur hans virðist vera mikið við þjálf-
unina. Bergsveinn tók stöðu Guð-
mundar Hrafnkelssonar, sem varð
fyrir smávægilegum meiðslum,
undir lok fyrri hálfleiks, stóð í
markinu út leikinn og lék.
■ Sóknarnýting liðanna í fyrri hálf-
leik var 47 prósent. Sóknarnýting
KR í seinni hálfleik var 48 prósent,
en 55 prósent hjá FH.
URSLIT
Handknattleikur
1. deild kvenna:
Víkingur-KR.........................23:13
2. deild karla:
Ármann-Þór Ak...................... 22:22
Selfoss-FH b........................25:29
3. deild kariæ
ÍS-Afturelding...,..................21:35
2. deild kvemuu
Selfoss-ÍR..........................29:24
KR — FH 22 : 24
Laugardalshöll, Íslandsmótið ! hand-
knattleik - 1. deild, miðvikudaginn 17. jan-
úar 1990.
Gangur leiksins: 0:1, 1:1, 2:4, 3:5, 5:5,
7:7, 8:8, 9:10, 10:10, 10:12, 11:14, 12:14,
12:17, 13:18, 17:19, 18:21, 20:24, 21:24.
Mörk KR: Páll Ólafsson 8/1, Stefán Kristj-
ánsson 7, Sigurður Sveinsson 4, Konráð
Olavson 2, Einvarður Jóhannsson 1.
Vari skot: Leifur Dagfmnsson 6 (þar af 3
til mótheija), Gisli Felix Bjarnason 9 (þar
af 2 til mótheija).
Utan vallar: 6 mínútur. Leifur Dagfinnsson
fékk rauða spjaldið undir lok leiksins.
Mörk FH: Héðinn Gilsson 6, Guðjón Árna-
son 5, Jón Erling Ragnarsson 4, Gunnar
Beinteinsson 3, Óskar Ármannsson 3/3,
Þorgils Ótar Mathiesen 2, Halfdán Þórðar-
son 1.
Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 9
(þar af 4 tii mótheija). Bergsveinn Berg-
sveinsson 13 (þar af 2 til mótheija).
Utan vallar: 8 mínútur.
Áhorfendur: Um 500.
Dómarar: Guðjón Sigurðsson og Hákon
Siguijónsson. Voru slakir, misstu tökin á
leiknum um tíma í síðari hálfleik.
PP
Páll Ólafsson, KR. Guðjón Árnason, FH.
P
Gísli Felix Bjarnason, Sigurður Sveinsson
og Stefán Kristánsson, KR. Héðinn Gilsson,
Bergsveinn Bergsveinsson, Gunnar Bein-
teinsson, Jón Erling Ragnarsson og Þorgils
Óttar Mathiesen, FH.
Skíðastökk ^
Stökk af 90 m palli, ! Zakopani í Póllandi í
gær. Mótið er liður í heimsbikarkeppninni.
(Heildarstig og stökklengdir)
1. Jens Weissflog, A-Þýskal. ..207 (104.5/108)
2. Andreas Felder, Austurríki .204 (104/111.5)
3. Olle Fiejjestoel, Noregi.199 (110/100)
4. Pavel Ploc Tékkóslóvakía .196 (103.5/105.5)
5. Emst Vettori, Austurríki.193.5 (98.5/109.5)
6. Miran Tepes, Júgóslavíu.,.193 (104.5/102.5)
7. Frantisek Jez, Tékkósl. .191.5 (101.5/103.5^
8. WemerHeim, Austurriki....l90 (103.5/98.^^
9. Virginio Lunardi, tlalfu.189 (101/100.5)
Valur B.
Jónatansson
skrífar
Fj.leikja U J T Mörk Stig
11
11
11
11
11
11
11
11
11
11
VALUR
FH
STJARNAN
KR
ÍR
GRÓTTA
VÍKINGUR
HK
KNATTSPYRNA
Ekki spenntur fyrir Stoke“
- segir Gunnar Gíslason sem hefur æft með liðinu í viku
GUIMNAR Gíslason,landsliðsmaður í knattspyrnu og leikmaður
Hácken í Svíþjóð, hefur undanfarna viku dvalið hjá enska
annarrar deildarliðinu Stoke City við æfingar. Liðið vantaði
miðvörð og bauð Gunnari að koma og æfa, en að sögn Gunn-
ars verður líklega ekkert úr samningum.
Eg get ekki sagt að ég sé
spenntur fyrir Stoke enda er
ég ekki ýkja hrifinn af knatt-
spyrnu á botni annarrar deildar í
Englandi. Aðstæðurnar eru held-
ur ekki sérlega spennandi og
líklega ekki mikið sem leikmenn
bera úr býturn," sagði Gunnar.
Gunnari hefur gengið vel á
æfíngum með varaliðinu og lék
með því gegn aðalliðinu á þriðju-
daginn. „Þeir hafa reyndar sagt
að ég sé of lítill fyrir miðvarðar-
stöðuna en að öðru leyti hefur
gengið mjög vel,“ sagði Gunnar.
Umboðsmaður Tony Wood-
cocks, hins kunna leikmanns
Arsenal og Köln hér á árum áð-
ur, hafði samband við Gunnar og
bauð honum að koma til Stoke
enda vantaði liðið sterkan varnar-
mann. „Það var svosem allt í lagi
að koma hingað en það er margt
sem kemur í veg fyrir samning,
m.a. greiðslur til Hácken, og því
er ég bara á heimleið," sagði
Gunnar.