Morgunblaðið - 03.02.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.02.1990, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/LESBOK 28. tbl. 78. árg. LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins F.W. De Klerk forseti um boðaðar umbætur í Suður-Afríku: Tími ofbeldis að baki o g sættir framundan Mikill fögnuður braust út í Suð- ur-Afríku í gær eftir að F.W. De Klerk, forseti, tilkynnti í þing- ræðu að banni við starfsemi Afrískaþjóðarráðsins (ANC) og ýmissa annarra samtaka blökku- manna, sem barist hefðu gegn aðskilnaðarstefnu minnihluta- stjórnar hvítra manna, yrði af- létt. Myndin var tekin er tug- þúsundir blökkumanna fögnuðu í Höfðaborg. Höfðaborg. Reuter. ÞEIRRI ákvörðun suður-afrískra stjórnvalda að viðurkenna Afríska þjóðarráðið (ANC) og önnur samtök blökkumanna og sleppa blökku- mannaleiðtoganum Nelson Mandela úr fangelsi innan tíðar var fagnað um heim allan í gær. F.W. De Klerk, forseti Suður-Afríku, tilkynnti þá ákvörðun í ræðu sem hann flutti við upphaf þingsetningar í Höfða- borg í gærmorgun og er talið að nú sé fátt sem hindri að friðarviðræð- ur geti hafist milli leiðtoga blökkumanna og stjórnar hvíta minnihlut- ans þar í landi. Reuter Hóta að koma í veg fyrir stríð í Kosovo með hervaldi „Tímar ofbeldis eru að baki og nú er að hefjast skeið enduruppbygging- ar og sátta í Suður-Afríku,“ sagði De Klerk við setningu suður-afríska þingsins, þar sem hvítir þingmenn eru í miklum meirihluta. I ræðunni sagði De Klerk að stjóm hvíta minni- hlutans hefði ákveðið að aflétta 30 ára banni við starfsemi Afríska þjóð- arráðsins og annarra samtaka blökkumanna, sem barist hefðu gegn aðskilnaðarstefnu stjórnarinnar. Einnig hefði verið ákveðið að sleppa Mandela úr fangelsi án nokkurra skilyrða, en einhveijir dagar liðu áður en af því yrði. Ennfremur sagði hann að ákveðið hefði verið að stöðva aftökur tímabundið, fréttaflutningur af pólitískri ólgu yrði leyfður og ekki yrði lengur leyft að halda mönnum V-Þýskaland; Þrettán biðu bana í lestarslysi RUsselsheim, V-Þýskalandi, Reuter. TVÆR farþegalestir skullu saman 25 km suðvestur af Frankfurt í gærkvöldi með þeim afleiðingum að a.m.k. 13 menn biðu bana og 34 slösuðust lífshættulega. Um 2.000 farþegar voru í lestun- um tveimur er þær skullu saman á brautarstöðinni í Russelsheim, sem er útborg Frankfurt. Slysið varð á mesta annatíma. lengur en sex mánuði í varðhaldi án réttarhalda. De Klerk sagði að langtíma mark- mið stjórnar sinnar væri að samin yrði ný stjómarskrá fyrir Suður- Afríku er tryggði öllum þegnum landsins kosningarétt og bindi enda á yfirburði eins kynþáttar umfram annars. Oliver Tambo, forseti Afríska þjóðarráðsins, fagnaði breytingunum sem De Klerk boðaði en gagnrýndi að neyðarlögum skyldi ekki aflétt og sagði að ekki yrði öllum pólitískum föngum stefnt. Leiðtogar ýmissa Afríkuríkja, þ.á.m. Nígeríu og Zambíu, sem gagnrýnt hafa aðskiln- aðarstefnu Pretoríustjómarinnar hvað harðast, fögnuðu ræðu De Klerks og sögðu að þær breytingar, sem hún boðaði, ættu að auðvelda friðsamlega lausn deilumála í Suð- ur-Afríku. Leiðtogar Evrópubandalagsins (EB) fögnuðu sömuleiðis fyrirhuguð- um breytingum í Suður-Afríku en sögðu að ekki væri í deiglunni að endurskoða þvingunaraðgerðir. í sama streng tóku leiðtogar Sam- veldisins, sem í em 50 fyrmm ný- lendur Breta. Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, og George Bush, Bandaríkjaforseti, fögnuðu ræðu De Klerks og sögðu hana marka upphaf nýrrar Suður- Afríku. Ræða De Klerks og umbæt- urnar, sem hann boðaði, höfðu þau áhrif að hlutabréf í suður-afrískum fyrirtækjum snarhækkuðu á verð- bréfamarkaði bæði heima og erlend- is. Sjá „Ræðu F.W. De Klerks fagn- að víða um heim“, „Útlæg og umdeild samtök" og „De Klerk aðhyllist enn kynþáttaaðskiln- að“ á bls. 20. Pristina. Reuter. ÁTÖK brutust út milli lögreglu og Albana í Kosovo-héraði í suður- hluta Júgóslavíu í gær, tíunda daginn í röð, og júgóslavnesk stjórnvöld hótuðu að beita her- valdi til að afstýra borgarastyrjöld í héraðinu. Albanir, sem krefjast lýðræðisum- bóta og aukins sjálfsforræðis, áttu í átökum við lögreglu í sex bæjum í héraðinu og lögreglan beitti táragasi í að minnsta kosti þremur þeirra. Herþyrlur flugu yfir Pristinu, höfuð- stað héraðsins, og lögreglumenn gengu um göturnar vopnaðir vélbyss- um. Skriðdrekar höfðu verið sendir til fimm bæja. Stane Brovet aðstoðarvarnarmála- ráðherra sagði á júgóslavneska þing- inu að herinn væri reiðubúinn að grípa í taumana í Kosovo, tryggja júgóslavnesk yfirráð yfir héraðinu, veija líf og eignir íbúanna og koma á lögum og reglu. „Við látum hvorki aðskilnað frá Júgóslavíu né manns- kætt valdarán viðgangast og við sitj- um ekki auðum höndum þegar borg- arastyijöld vofir yfir. Við .verðum að beita öllum ráðum til að koma í veg fyrir að Albanir nái fram markmiðum sínum og því kemur vel til greina að beita hervaldi," sagði Brovet. Júgóslavneska fréttastofan Tanj- ug segir að tuttugu manps hafí beð- ið bana í átökunum í Kosóvo undan- farna tíu daga en fréttamenn í hérað- inu telja hins vegar að 29 hafi týnt lífi. Kosovo er sjálfstjórnarhérað, sem lýtur Serbíu, og þeim yfirráðum una Albanir illa. Óttast er að ótökin breiðist út til lýðveldanna Króatíu og Slóveníu, en þar eiga íbúarnir einnig í illdeilum við Serba. Suður-afrískur blaðamaður í samtali við Morgunblaðið: „Tímamót í sögii landsins“ „ALMENNT er litið svo á að nú séu tímamót í sögu Suður-Afríku,“ sagði Pat Devercaux, blaðamaður í Jóhannesarborg, í símaviðtali við Morgunblaðið í gær. Hún vinnur lijá The Star, óháðu dagblaði sem gefið er út í Jóhannesarborg og hefur gengið hvað lengst í gagnrýni á kynþáttastelnu stjórnvalda í Suður-Afríku. „Ræða De Klerks hafði þegar í stað gífurleg áhrif á fólk. Ymsir stjórnmálaleiðtogar segja að hún hafi komið þeim verulega á óvart. Það hefur verið mikill fögnuður á götum úti hér í Jóhannesarborg og einnig í Höfðaborg. Harðlínumenn til hægri eru ekki eins ánægðir en þeir geta í sjálfu sér lítið gert. Flestir líta svo á að nú sé raun- hæfur möguleiki á því að yfirráðum hvítra sé að ljúka í Suður-Afríku.“ Að sögn Pat Devereaux höfðu ummæli De Klerks um að ritskoðun yrði aflétt þau'áhrif á starf hennar að tekin var ákvörðun um að birta ýmislegt sem ekki var unnt áður eins og ummæli höfð eftir komm- únistum, félögum í Afríska þjóðar- ráðinu og fólki sem verið hefur í banni. „Við sjáum til hvað gerist. Stjórnvöld hafa enn heimild i lögum til að gera eitt og annað til að tor- velda fijálsan fréttaflutning en það er ólíklegt í því andrúmslofti sem nú ríkir.“ Pat Devereaux sagði erfitt að segja til um viðbrögð hvítra íbúa landsins við þessum tíðindum. „Meirihluti fólks fylgir Þjóðar- flokknum að málum og er vanur að treysta á leiðtoga flokksins. Til- fínningar þessa fólks eru blendnar, bæði ánægja og kvíði en það fylgir leiðtoganum, De Klerk. Hins vegar er ekki ólíklegt að einstakir hópar á hægri væng flokksins kljúfi sig út úr honurn." Barry Streek, blaðamaður í Höfðaborg, sem ritað hefur greinar um suður-afrísk málefni í fjölmörg erlend dagblöð sagði í símaviðtali við Morgunblaðið að á ýmsan hátt mætti líkja þessari ákvörðun De Klerks við umbótastefnu Míkhaíls Gorbatsjovs Sovétleiðtoga og hrun kommúnismans. „í öll þessi ár hafa stjórnvöld beitt valdi, kúgunum og staðið fyrir skipulögðum mannrétt- indabrotum. Nú hefur De Klerk viðurkennt að kynþáttastefnan er gjaldþrota."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.