Morgunblaðið - 03.02.1990, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1990
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið.
Framkvæmdin
skiptir mestu
Einar Oddur Kristjánsson,
formaður Vinnuveitenda-
sambands íslands, var spurður
um það í sjónvarpi, hvort kjara-
samningamir, sem undirritaðir
voru í fyrrinótt væru sögulegir
samningar. Hann svaraði á þá
leið, að þeir yrðu ekki söguleg-
ir fyrr en þegar og ef markmið-
um þeirra hefði verið náð. Þetta
er rétt. Kjarasamningarnir sem
slíkir leysa ekki allan vanda.
Þeir skapa hins vegar þjóðinni
allri tækifæri til þess að ná
markmiðum, sem ekki hafa
verið innan seilingar í tvo ára-
tugi, þ.e. að koma verðbólgunni
niður á svipað stig og í ná-
grannalöndum okkar.
Þegar vinstri stjórn Ólafs
Jóhannessonar tók við völdum
sumarið 1971 var verðbólgan
í algeru lágmarki. Nokkrum
misserum síðar var komin óða-
verðbólga í landinu, sem var
að jafnaði um 60% á ári í mörg
ár og náði hámarki vorið 1983,
þegar hún var komin í um
130%. Síðan náðist töluverður
árangur í að draga úr henni
en alls ekki fullnægjandi. Þessi
mikla verðbólga í tvo áratugi
hefur leitt til þess að efnamun-
ur í landinu hefur stóraukizt á
þessum tíma. Á viðreisnarárun-
um hafði skapazt hér jöfnuður
í efnum milli fólks, sem sam-
félagið gat sætt sig við. Þetta
jafnvægi fór úr skorðum á
sama tíma og vinstri flokkamir
efldust að áhrifum á nýjan leik.
Nú hafa margir áhyggjur af
því, að þeir sem minnst hafa,
verði illa úti í kjarasamningum
af því tagi, sem nú hafa verið
gerðir. Kjaraskerðingin er orð-
in mjög mikil og hún hefur
gengið nærri lægstlaunaða
fólkinu og barnmörgum fjöl-
skyldum. Og menn eiga að
hafa áhyggjur vegna þessa
fólks. Það má ekki gleymast í
velsæld meirihlutans. En
reynsla okkar er sú, að á tímum
mikillar verðbólgu aukist efna-
munur en á tímum lítillar verð-
bólgu, eins og á viðreisnarárun-
um, minnki efnamunur. Þess
vegna hljótum við að trúa því
og treysta, að þeir samningar,
sem nú hafa verið gerðir, verði
hinum efnaminnstu til hags-
bóta, þegar fram í sækir.
Nú er meira atvinnuleysi en
verið hefur í tvo áratugi. Það
er undarlega hljótt um það fólk,
sem ekki hefur vinnu. En samn-
ingamir, sem gerðir voru í
fyrrinótt stuðla að atvinnuör-
yggi. Það er einn ávinningur
þeirra, sem skiptir höfuðmáli.
I annan stað er gert ráð fyrir
sérstökum greiðslum til þeirra,
sem minnst hafa og það skiptir
vemlegu máli.
Samningamir sjálfir eru að-
eins fyrstu sporin á langri veg-
ferð. Framkvæmdin ræður úr-
slitum. En hið ánægjulega við
þessa samningsgerð er, að þeir
íjölmennu hópar, sem þar koma
við sögu hafa allir verið tilbún-
ir til þess að fórnu nokkru til
þess að ná þessum árangri.
Verkalýðshreyfingin hefur gert
það, vinnuveitendur hafa gert
það, bændur hafa tekið á sig
umtalsverðar byrðar. Þessi
víðtæka samstaða lofar góðu.
Þá er ástæða til að fagna þeirri
yfírlýsingu fjármálaráðherra,
að ríkisstjórnin muni mæta út-
gjaldaauka vegna samning-
anna með niðurskurði á út-
gjöldum.
Það fer heldur ekki á milli
mála, að víðtæk pólitísk sam-
staða er að takast um þessa
samninga. Þorsteinn Pálsson,
formaður Sjálfstæðisflokksins,
lýsti yfir afdráttarlausum
stuðningi við þessa samninga-
gerð á Alþingi í gær og ítrekar
þá afstöðu í grein í Morgun-
blaðinu í dag.
Enn er eftir að gera kjara-
samninga við nokkur launþega-
félög. Væntanlega gera allir
þeir hópar, sem eftir eru, sér
fullkomlega ljóst, að þeir hljóta
að semja á sama grundvelli og
ASÍ og BSRB hafa gert. Það
er ósköp einfaldlega enginn
grundvöllur fyrir því, að fá-
mennir hópar beiti aðstöðu
sinni til þess að knýja fram
hækkanir umfram aðra.
Nú á eftir að leggja kjara-
samningana fyrir verkalýðs-
félög og önnur launþegasam-
tök. Þá kemur í ljós, hvernig
þeim verður tekið af þeim, sem
hafa orðið að þola mikla kjara-
skerðingu á undanförnum
misserum og eru nú beðnir um
að færa vissar fómir til þess
að ná mikilsverðum markmið-
um. Forystumenn ríkisstjórnar,
atvinnurekenda og verkalýðs-
samtaka verða að gera sér ljóst,
að færi þetta fólk fórnir enn
um skeið, skiptir öllu máli, að
árangur sjáist í raun. Ef fram-
kvæmd þessara samninga fer
út um þúfur mun þess langt
að bíða, að launþegar verði til-
búnir til þess að gera kjara-
samninga, sem byggjast á
þeirri skynsemi og raunsæi,
sem einkennir þessa samninga.
Varnarsigiir gegn kreppu-
stefiau ríkisstj órnarinnar
eftir Þorstein Pálsson
Þeir kjarasamningar sem for-
ystumenn atvinnurekenda og laun-
þega hafa nú undirritað eru ein
markverðasta tilraun til þess að
draga úr verðbólgu sem hér hefur
verið gerð. Þeir sýna einnig að aðil-
ar vinnumarkaðarins hafa tekið
fram fyrir hendurnar á ríkisstjórn-
inni í þeim tilgangi að reyna að
koma í veg fyrir verstu afleiðingar
stjórnarstefnunnar.
Minniverðbólga en
ríkisstjórnin stefhdi að
Með nýjum kjarasamningum hef-
ur verið lagður efnahagslegur
grundvöllur að því að verðbólga
verði litlu meiri en 6% á þessu ári.
Það er mun minni verðbólga en
gert var ráð fyrir í efnahagsstefnu
ríkisstjórnarinnar eins og hún kom
fram í fjárlögum og þjóðhagsáætl-
un. Aðilum vinnumarkaðarins er því
að takast að breyta forsendum
stjórnarstefnunnar í veigamiklum
atriðum. Það er fagnaðarefni en
lýsir um leið hversu varhugavert
það er að núverandi ríkisstjóm sitji
til langframa.
Sennilega er þetta í fyrsta sinn
sem tillögur Vinnuveitendasam-
bandsins um grundvöll til endurnýj-
unar kjarasamninga em samþykkt-
ar af forystumönnum verkalýðs-
hreyfíngarinnar i öllum meginatrið-
um. Foryátumenn launþega hafa
sýnt ábyrgari afstöðu en áður, en
niðurstaðan er eigi að síður veruleg-
ur sigur fyrir Vinnuveitendasam-
bandið og viðurkenning á þeim sjón-
armiðum sem það hefur barist fyrir
um langan tíma.
Minni kaupmáttarrýrnun en
ríkisstjórnin stefndi að
Þó að kjarasamningarnir feli í
sér áframhaldandi kaupmáttarrýrn-
un er fráleitt að dæma kjarasamn-
inga út frá því eina sjónarhorni.
Ljóst er að ríkisstjórnin stefndi að
miklu meiri kaupmáttarskerðingu
launafólks á þessu ári en verður
með þeim samningum sem nú hafa
verið gerðir.
Lífskjaraskerðingin hefði sann-
anlega orðið talsvert meiri en kjara-
samningarnir gera ráð fyrir ef aðil-
ar vinnumarkaðarins hefðu ekki
tekið fram fyrir hendurnar á ríkis-
stjórninni. Forystumenn verkalýðs-
félaganna hafa því unnið varnarsig-
ur gegn kreppustefnu ríkisstjórnar-
innar.
Þá felst í samningunum mikil
viðurkenning á þeirri peningamála-
stefnu og vaxtastefnu sem banka-
löggjöfín frá 1985 og 1986 kveður
á um. Það er ekki aðeins Vinnuveit-
endasambandið sem viðurkennir
mikilvægi þess að bankastofnanir
geti ákveðið raunvexti í þeim til-
gangi að viðhalda jafnvægi í hag-
kerfinu.
Nú hefur það einnig gerst að
launþegasamtökin og Vinnumála-
samband samvinnufélaganna hafa
viðurkennt mikilvægi þessarar ný-
breytni í skipan efnahagsmála sem
sjálfstæðismenn höfðu forgöngu
um á sínum tíma. Deilurnar um
vaxtastefnuna ættu því að vera úr
sögunni.
Vanáætlun fjárlaga afhjúpuð
Fjármálaráðherí-a hefur gert all
mikið úr því síðustu daga að þessir
kjarasamningar muni kosta ríkis-
sjóð mikla peninga. Þar er fjármála-
ráðherrann enn einu sinni að villa
um fyrir fólki. í því sambandi er
rétt að minna á að við afgreiðslu
fjárlaga var þegar ljóst að ríkis-
stjómarmeirihlutinn hafði vanáætl-
að útgjöld til niðurgreiðslna á bú-
vörum. í fjárveitinganefnd lá fyrir
greinargerð ríkisendurskoðunar
sem staðfesti þetta. Mikili hluti út-
gjaldaaukans á þessu sviði hefði
þess vegna komið til hvort heldur
þessir kjarasamningar hefðu verið
gerðir eða ekki.
Þá er einnig rétt að minna á að
bent hafði verið á að útgjöld vegna
tryggingamála væru vanáætluð.
Ljóst var að ríkisstjórnin yrði að
hækka frítekjumarkið burt séð frá
því hvort gerðir yrðu kjarasamning-
ar af þessu tagi eða ekki. Enginn
trúir því að ríkisstjómin hafi í raun
og veru ætlað að halda þannig á
málum að það breyttist ekki.
Hér var því fyrst og fremst um
sjónhverfingar að ræða við af-
greiðslu fjárlaga. Niðurstaðan er
sú að kjarasamningamir sem slíkir
munu hafa miklu minni áhrif á af-
komu ríkissjóðs en af er látið. Ríkis-
fjármálavandinn er eigi að síður
ærinn. En kjarni málsins er sá að
hann hefur komið betur í ljós við
gerð þessara kjarasamninga en
upplýst var og viðurkennt við af-
greiðslu fjárlaga. Færa má að því
gild rök að þær nýju efnahagslegu
forsendur sem kjarasamningarnir
gera ráð fýrir með betra efnahags-
legu jafnvægi og minni verðbólgu
treysti stöðu ríkisfjármálanna þeg-
ar til lengri tíma er litið. Aðilar
vinnumarkaðarins hafa þannig unn-
ið verk sem jafnvel ríkisstjórnin
treysti sér ekki að lýsa yfir sem
stefnumiði hvað þá að hún gæti
gert að veruleika í raun og veru.
Alþingi verður að sföðva
orkuskatt ríkisstjórnarinnar
Nýlega var greint frá því í frétt-
um að gerðir hefðu verið hófsam-
legir heildarkjarasamningar i Finn-
landi. Þegar sú niðurstaða lá fyrir
tók fínnska ríkisstjórnin ákvörðun
um að falla frá ákvörðunum um
skattahækkanir sem hún hafði
skömmu áður samþykkt. í Finn-
landi vann ríkisstjórnin þannig með
aðilum vinnumarkaðarins sem
sýndu mikla ábyrgð við gerð kjara-
samninga.
Hér hefur það á hinn bóginn
gerst að ríkisstjórnin hefur unnið á
móti tilraunum aðila vinnumarkað-
arins til þess að búa hér til nýjar
og betri efnahagslegar forsendur.
Fyrst lýsti ríkisstjómin yfír því að
hún myndi ekki á nokkum hátt
koma til móts við samningsaðila.
Þeir hafa nú brotið þá þvergirðings-
legu afstöðu á bak aftur.
En skattahækkanir ríkisstjórnar-
innar eru ljósasta dæmið um það
hvernig hún hefur unnið gegn hóf-
sömum samningum og nýrri efna-
hagsstefnu. Nú reynir á hvort Al-
þingi getur unnið með aðilum vinnu-
markaðarins og komið í veg fyrir
að þær skattahækkanir verði að
veruleika sem ríkisstjórnin hefur
samþykkt en á eftir að koma fram.
Upplýst hefur verið að formenn
ríkisstjórnarflokkanna sögðu ósatt
þegar þeir greindu frá samkomulagi
sínu um aðgerðir til þess að hækka
skatta skömmu fyrir jólaleyfi þing-
manna. Iðnaðarráðherra hefur upp-
lýst á Alþingi að Alþýðuflokkurinn
hafi þá þegar lýst yfír andstöðu við
orkuskattinn.
Áætlað er að þessi orkuskatt-
heimta muni hækka raforkuverð til
almennings um að minnsta kosti
30%. Formenn allra ríkisstjórnar-
flokkanna lýstu yfir því í van-
traustsumræðunum á dögunum að
Þorsteinn Pálsson
„Þeir kjarasamningar
sem forystumenn at-
vinnurekenda og laun-
þega hafa nú undirritað
eru ein markverðasta
tilraun til þess að draga
úr verðbólgu sem hér
hefiir verið gerð.“
full samstaða væri með stjórnar-
flokkunum um öll skattahækkun-
aráformin. Upplýsingar iðnaðarráð-
herra sýna að þeir fóru með rangt
mál á þeim tíma. Það kemur engum
á óvart.
En það er auðvitað fagnaðarefni
að Alþýðuflokkurinn skuli nú hafa
upplýst að hann hafi frá öndverðu
verið á móti þessum skattahækkun-
um. Og nú skiptir miklu að þessi
áform Alþýðubandalagsins og
Framsóknarflokksins um hækkun á
raforkuverði verði brotin á bak aft-
ur. Það er beinlínis skylda Alþingis
að taka þannig fram fyrir hendurn-
ar á ríkisstjórninni í þeim tilgangi
að sýna aðilum vinnumarkaðarins
að löggjafarsamkoman vill vinna
með þeim sem taka ábyrga afstöðu
en ekki á móti þeim eins og ríkis-
stjórnin hefur gert.
Morgunblaðið/Sverrir
Birgir Þráinn Kjartansson.
lífínu og halda út í þjóðfélagið sem
fullnýtir þegnar. „Til marks um
þetta má nefna að í dag er aðeins
einn af fjórtán heimilismönnum at-
vinnulaus. Þetta sýnir að íslensk
fyrirtæki eru fús til að veita mönn-
um tækifæri til að bæta sig,“ sagði
Birgir.
Birgir sagði áð ákveðið hefði
verið að láta gíróseðla liggja frammi
í bonkum fyrir þá sem áhuga hafa
að styðja starfsemi félagsins.
Reikningsnúmer Verndar er 2213.
4------------------------------
30 ára aftnæli Verndar:
íslensk fyrirtæki fíis til að
veita mönnum tækifæri
- segir Birgir Þ. Kjartansson, formaður Verndar
FÉLAGSSKAPURINN Vernd var stofnaður að tilhlutan Kvenrétt-
indafélags íslands 1. febrúar 1960 og er því 30 ára um þessar mund-
ir. Vernd er líknarfélag sem meðal annars starfrækir heimili fyrir
fyrrverandi fanga að Laugateigi 19. Auk þess hefúr það verið fastur
liður í starfi félagsins frá upphafi að halda jól með utangarðsfólki
í húsi Slysavarnarfélagsins í Reykjavík. Formaður Verndar er Birg-
ir Þráinn Kjartansson og tók hann við formennsku af Jónu Gróu
Sigurðardóttur á vordögum 1989. í tilefhi afmælisins tók Morgun-
blaðið Birgi Þráin tali og innti hann eftir þeirri starfsemi sem félag-
i.ð stendur fyrir.
„í Vernd eru rúmlega 500 manns
skráðir félagar en hins vegar fellur
hjálparstarfið -á fáar hendur. Við
erum með matráðskonu í fullu starfi
á heimilinu á Laugateigi auk starfs-
krafts á skrifstofu félagsins í hálfu
starfi. Þess utan hafa konur í félag-
inu séð um jólahald á aðfangadag
í húsi Slysavamarfélagsins frá upp-
hafi starfseminnar og í raun áður
en félagið var formlega stofnað því
fyrstu jólin voru haldin þar 1959.
Aður fyrr var Vernd einnig með
fataúthlutun til bágstaddra en því
var hætt fyrir nokkrum árum,“
sagði Birgir.
Birgir sagði að 17 manns byggju
að jafnaði í húsi Vemdar að Lauga-
teig 19 og dveldust þar að meðal-
tali í 6-8 mánuði. „Starfsemin
breyttist nokkuð með tilkomu Fang-
elsisstofnunar ríkisins sem nú sinnir
félagslegri þjónustu við fanga. Við
sjáum um að reka heimilið og það
verður að segjast eins og er að
rekstur þess er í jámum og hefur
ávallt verið þungur. Vistmenn
greiða húsaleigu en margir þeirra
eiga erfitt með að standa í skilum
vegna lágra launa eða þungrar
greiðslubyrði. Vemd hefur notið
fjárframlaga frá Reykjavíkurborg
sem hafa hækkað með hveiju ári
og auk þess styrkir ríkið okkur.
Ljóst er að húsakaupin sem gerð
voru í byrjun árs 1985 hafa verið
of stór biti fyrir samtökin, þar var
ráðist í að kaupa níu milljón króna
eign en fyrir átti félagið eign upp
á aðeins l'A milljón krónur.“
Birgir sagði að erfitt væri að
meta árangur af starfi sem þessu
en þó kvaðst hann séð marga fyrr-
verandi fanga ná fótfestu á ný í
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1990
23
Ríkisstjórnin stofiiar ráðuneyti
án verkefiia meðan aðrir móta
efiiahagsstefiiu
Á meðan forystumenn launþega
og atvinnurekenda hafa verið önnum
kafnir við að rétta af kúrs ríkis-
stjómarinnar í efnahagsmálum hafa
ráðherrarnir verið uppteknir við að
koma fram breytingum á lögum um
stjómarráð íslands. Þær breytingar
fela í sér að stofna á sérstakt um-
hverfisráðuneyti án verkefna. Þetta
er einstæður atburður og sýnir betur
en flest annað hversu heillum horfin
ríkisstjórnin er.
Ríkisstjórnin hefur frestað að taka
afstöðu til frumvarps um verkefni
umhverfisráðuneytis. Ástæðan er sú
að innan stjórnarliðsins er engin
samstaða um hver þau verkefni eigi
að vera eða hvernig skipta eigi upp
verkefnum einstakra ríkisstofnana.
Löggjöfin um stjórnarráð íslands
er einn af mikilvægum hornsteinum
stjórnskipunar og stjórnarfars í
landinu. Nú er hún notuð sem skipti-
mynt þegar ríkisstjórnin þarf að
kaupa sér atkvæði á Alþingi. Það
er furðulegt metnaðarleysi og virð-
ingarleysi fyrir lögum og reglum
sem forystumenn ríkisstjórnarliðsins
sýna með slíkum vinnubrögðum.
Greint hefur verið frá því að ríkis-
stjórnin hefur unnið að tillögum um
endurskoðun stjórnarráðsins.
Reyndar eru allnokkur ár síðan
nefnd á vegum samstarfsstjórnar
Sjálfstæðisflokksins og Framsókn-
arflokksins á árunum 1983-1987
setti fram hugmyndir um uppstokk-
un ráðuneyta. Um þær tókst hins
vegar ekki samkomulag á sínum
tíma.
Það er kynlegt í meira lagi að á
sama tíma og upplýst hefur verið
að tillögur af þessu tagi séu nú til
meðferðar hjá ríkisstjórninni skuli
hún með slíku offorsi þvinga fram
frumvarp um stofnun ráðuneytis án
verkefnis. Formaður Alþýðuflokks-
ins hefur einnig lýst því yfir nýverið
að hann teldi að fækka ætti ráðu-
neytum niður í 7 eða 8. Hvernig
samrýmist það yfirlýsingnm af því
tagi að Alþýðuflokkurinn virðist
standa heill og óskiptur á bak við
þau hroðvirknislegu og óviðeigandi
vinnubrögð sem nú eru viðhöfð varð-
andi stofnun umhverfisráðuneytis
án verkefnis?
Um þennan skrípaleik þarf í raun
og veru ekki að hafa mörg orð.
Hann lýsir því í raun og veru að það
er engin forysta í stjórnarsamstarf-
inu, enginn metnaður og engin
stefna. Þar sitja hrossakaupin í fyr-
irrúmi og aðilum vinnumarkaðarins
er látið eftir að móta stefnuna í efna-
hagsmálum.
Höfundur er formaður
Sjálfstæðisflokksins.
Hekla hf. tekur í notkun
nýtt 4500 fermetra hús
HEKLA hf. tók formlega í
notkun í gær nýtt 4.500 fer-
metra hús við hlið aðalstöðva
fyrirtækisins við Laugaveg
170. í húsinu verður sala nýrra
og notaðra bifreiða og verk-
stæði. Nýja húsið skiptist í
tvo aðalhluta, þriggja hæða
framhús og tveggja hæða bak-
hús, en það tengist tveggja
hæða bakhúsi sem byggt var
árið 1972. í eldra bakhúsinu
verður varahlutaverslun og
hreinsun og frágangur nýrra
og notaðra bifeiða. I gær voru
liðin nákvæmlega 27 ár frá því
Hekla hf. tók í notkun húsið
sem hýst hefiir höfiiðstöðvar
fyrirtækisins.
Framkvæmdir við hið nýja hús
Heklu hófust fyrir fimm árum og
var gerður samningur við Loft-
orku hf. um smíði þess samkvæmt
teikningu Sigurðar K. Oddssonar
verkfræðings. Verkfræðistofa
Stanleys Pálssonar annaðist eftir-
lit með framkvæmdum.
Á fyrstu hæð þess hluta hússins
Eigendur Heklu eru börn Sigfúsar Bjarnasonar og Rannveigar Ingimundardóttur, systkinin Sverr-
ir, Margrét, Sigfús og Ingimundur.
Sýningarsalurinn í nýja húsnæðinu, sem tekið var í notkun í gær.
sem snýr að Laugavegi er 890
fermetra sýningarsalur fyrir nýjar
bifreiðar, á annarri hæð er 875
fermetra skrifstofuhúsnæði og á
þriðju hæð 700 fermetra skrif-
stofuhúsnæði sem enn er ófull-
gert. Á neðri hæð bakhússins er
rúmlega 1000 fermetra sýningar-
salur fyrir notaðar bifreiðar og á
efri hæð er jafnstór salur fyrir
bifreiðaverkstæði sem enn er
ófullgerður. Akbrautir um lóðina
liggja að og frá Laugavegi og
Brautarholti.
Sérstakar launabætur hækka kaup-
mátt lægstu launa um 3 af hundraði
KAUPMÁTTUR lagmarkslauna, samkvæmt nýgerðum samningum ASI,
hækkar um rúm 3% á árinu, að sögn Ara Skúlasonar hagfræðings Al-
þýðusambandsins. Lægstu laun eru nú 38.522 krónur á mánuði. Á laun
undir 60 þúsund krónum á mánuði greiðast sérstakar launabætur sam-
kvæmt samningunum, tvisvar sinnum á þessu ári og einu sinni á næsta
ári. Upphæð launabótanna er breytileg eftir því hve há greidd laun eru.
Sérstakar launabætur greiðast
fyrir tvö tímabil á þessu ári og eitt
á því næsta. Fyrra tímabil þessa árs
er febrúar mars og apríl, hið síðara
september, október og nóvember. Á
næsta ári er tímabil launabótanna
febrúar til og með apríl. Launabæt-
urnar eiga að greiðast í lok þesasra
tímabila, vikukaupsfólki í maí, fyrir
þann 15. og í desember fyrir 15.
Mánaðarkaupsfólk fær bæturnar við
næstu útborgun eftir lok tímabilsins,
sem þýðir að þeir sem eru á fyrir-
framkaupi fá þær 1. maí og 1. desem-
ber. Þeir sem eru á eftirágreiddu
mánaðarkaupi fá bæturnar 1. júní
og um áramót.
Upphæð launabótanna er þannig
fundin, að heildarlaun, fyrir utan'
orlof, alla þijá mánuði hvers tímabils.
eru lögð saman og fundið meðaltal
mánaðarlaunanna. Sú tala sem þá
kemur út, er dregin frá 60 þúsund-
um. Helmingur þeírrar útkomu er
upphæð launabótanna, hverttímabil.
Sem dæmi má taka mann sem
hefur 45 þúsund króna laun í febrú-
ar, 55 þúsund í mars og 50 þúsund
í apríl. Meðallaun hans þessa þijá
mánuði eru 50 þúsund á mánuði. Sú
tala er dregin frá 60 þúsundum,
mismunurinn er 10 þúsund, helming-
urinn af þeirri tölu er launabæt-
urnar: 5.000 krónur.
Sérstöku launabæturnar geta
numið 10.739 krónum að hámarki á
fyrra tímabili þessa árs, miðað við
lágmarkslaun eins og þau eru í dag,
38.522 krónur á mánuði eftir hækk-
un 1. febrúar.
Sá sem hefur að jafnaði 40 þúsund
krónur á mánuði bæði tímabilin, fær
20 þúsund krónur í launabætur á
þessu ári og sá sem hefur að jafnaði
50 þúsund krónur á mánuði bæði
tímabilin fær 10 þúsund króna bætur
á árinu.
Launabæturnar skerðast ef við-
komandi vinnur aðeins hluta tíma-
bilsins, eða er í hlutastarfi. Þá reikn-
ast bæturnar í hlutfalli við starfshlut-
fall.
Kaupmáttaraukning lægstu launá
með hámarks launabótum er áætlúð
rúm 3% á árinu, en að meðaltali mun
kaupmáttur launþega minnka um
0,7% á þessu ári.
Rætt við Berg’vík um
kaup á Regnboganum
BERGVIK sf. hefúr áhuga á að
kaupa kvikmyndahúsið Regn-
bogann og hafa farið fram við-
ræður undanfarið milli fyrirtæk-
isins og Framkvæmdasjóðs, sem
er eigandi hússins. Guðmundur
B. Ólafsson, forstöðumaður
Framkvæmdasjóðs, staðfesti
þetta í samtali við Morgunblaðið
í gær.
Guðmundur B. Ólafsson sagði að
Bergvík hefði nokkuð lengi komié-
til greina sem hugsanlegur kaup-
andi að Regnboganum, en skriður
hefði fyrst farið að komast á við-
ræður um kaup nú nýlega. Guð-
mundur vildi ekki gefa upp tölur
um hugsanlegt kaupverð. Hann
sagði að það myndi væntanlega
ráðast í næstu viku, hvort af kaup-
unum yrði. • c