Morgunblaðið - 03.02.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBtAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1990
33
Halldór Karlsson
trésmiður - Minning
Halldór vinur okkar er allur.
Það var eins og ský drægi 'fyrir
sólu þegar okkur var tilkynnt um
andlát hans. Fregnin kom svo
óvænt. Magnleysi lagðist yfir hugi
okkar. Maður spyr: Hvers vegna
Halldór, sem lifði fyrir fjölskyldu
sína og starf sitt og átti sér draum
um friðsælt ævikvöld til að Sinna
hugðarefnum sínum? En dauðinn
spyr einskis en bregður ljánum þar
sem fólk á síst von á honum.
Það eru tæp 34 ár síðan að við
hjónin kynntumst Halldóri Karls-
syni. Við hófum búskap í Hlunna-
voginum í vorbyijun 1956. Fljótlega
veittum við athygli ungum manni
í næsta húsi, sem var að koma sér
upp stærðar bílskúr. Þarna var
hamhleypa að verki. Hamarshögg
og sagarhljóð dundu við langt fram
á kvöld. Verkinu lauk hann með
aðstoð vinar síns á einum mánuði.
Þarna var lagður grundvöllur að
vel reknu trésmíðaverkstæði, sem
stækkaði og efldist með árunum.
Halldór og Fanney kona hans höfðu
þegar hér var komið fest kaup á
góðri kjallaraíbúð í Hlunnavogi 14
og voru börnin orðin þijú svo það
þurfti dugnað til að framfleyta fjöl-
skyldunni þegar byijað var með
tvær hendur tómar, enda var unnið
myrkranna á milli. Þegar Halldór
var ungur maður var hann tveggja
manna maki við vinnu, bæði vel-
og vandvirkur.
Halldór og Anton maður minn
kynntust þegar þeir voru áhorfend-
ur á skákmóti í Sjómannaskólanum
þar sem útlendar stórstjörnur sýndu
leikni sína. Þeir höfðu sést áður en
tóku nú tal saman og kom þá í ljós
brennandi áhugi þeirra á skáklist-
inni sem varð til þess að ótaldar
urðu þær stundir, sem þeir félagar
sátu saman að tafli. Þetta leiddi til
þess að mjög góð vinátta mynd-
aðist milli hans og fjölskyldu okkar
og þótti okkur öllum mjög vænt um
Halldór og bar aldrei skugga á þá
vináttu.
Þegar sest er niður og hugurinn
reikar til liðinna ára er margs að
minnast. Þegar ijölskylda Halldórs
stækkaði og þröngt varð um þau í
Hlunnavoginum fékk Halldór lóð í
Kópavogi í Fögrubrekku 15. Vann
maðurinn minn sumarlangt við
bygginguna. Þá var unnið allan
daginn og langt fram á kvöld og
allar helgar. Faðir Halldórs vann
þar og Halldór kom beint af verk-
stæðinu á kvöldin. Þessi vinna var
góð búbót fyrir okkur því að kenn-
aralaunin voru rýr í þá daga. Húsið
rauk upp og þegar það var fokhelt
buðu Fanney og Halldór okkur einn
bjartan síðsumardag austur á Laug-
arvatn í fínan mat og var ferðin
hin ánægjulegasta. Var þetta eini
frídagur þeirra vina það sumarið.
Húsið þeirra varð að fallegu heim-
ili sem myndaði ramma um gest-
risni þeirra og elskulegheit.
Margar myndir koma upp í hug-
ann. Sumardagar með þeim hjónum
í sumarbústað fyrir austan fjall sem
vinir þeirra léðu þeim eða heim-
sóknir þeirra norður á Ólafsfjörð í
sumardvalarstað okkar. Það voru
góðir dagar. Anton maður minn
minnist þess með mikilli gleði þegar
Halldór bauð honum og Þráni Guð-
mundssyni síðar forseta Skáksam-
bands Islands á Olympíumótið í
Nissa sumarið 1974. Þar lentu þeir
félagar í ótal ævintýrum, töluðu við
stórmeistarana og horfðu á snilldar-
leiki þeirra. Þegar börnin fóru að
komast á legg og um hægðist fékk
Halldór mikinn áhuga á myndlist.
Hann fór að kaupa eina og eina
litla mynd en var ákaflega varkár
í byijun. Síðar þróaðist þetta og
eignaðist hann með tímanum faliegt
safn málverka eftir marga af bestu
myndlistarmönnum þjóðarinnar.
Hann kynntist mörgum myndlistar-
mönnum og urðu sumir þeirra gþð-
ir kunningjar hans. Hann var mikil
hjálparhella Sverris Haraldssonar
listmálara síðustu æviár hans og
aðstoðaði hann eins og tök voru á
og sat marga stund hjá honum þeg-
ar veikindi hijáðu hann. Halldór var
mjög greiðvikinn og hjálpsemi var
honum í blóð borin. Hann hjálpaði
mörgum einkum þegar erfiðleikar
og bágindi steðjuðu að. Eiga marg-
ir honum skuld að gjalda.
Þau hjónin voru vinamörg og
ræktuðu vel garðinn sinn. Ótal voru
þær heimsóknir sem þau fóru í til
að gleðja aðra. Halldór hafði mjög
gaman af því að setjast niður og
spjalla við kunningja sína og sner-
ist talið oft um vinnu hans og
áhyggjur af framgangi íslensks iðn-
aðar. Einnig barst talið oft að
myndlistinni, um málverk sem hann
var nýbúinn að kaupa eða áhuga
hans á því að ná í góða mynd eftir
einhvern hinna gömlu meistara.
Trésmíðaverkstæðið óx og dafn-
aði með árunum. Hann hafði alltaf
úrvals smiði sem áttu stóran þátt
í velgengni hans. Má þar nefna
Svein son hans, Svan frænda hans
að austan og Sófus tengdason hans,
sem voru uppistaða verkstæðis
hans. Fallegar eldhúsinnréttingar
frá Halldóri prýða mörg íslensk
heimili húsmæðrunum til ánægju.
Halldór fæddist á Seyðisfirði 2.
september 1930. Foreldrar hans
voru hjónin Kristín Halldórsdóttir
og Karl Sveinsson sem bæði áttu
ættir að rekja til Austfjarða. Þeim
varð fimm barna auðið.
Dæturnar eru Guðrún, Anna
Friðrika og Stefanía og synirnir
voru Halldór og Sveinn en hann
lést um tvítugt. Halldór fæddist á
kreppuárunum.
Hann fór snemma að vinna fyrir
sér og hjálpa foreldrum sínum. Kjör
alþýðunnar voru erfið og atvinnu-
leysið hékk sem sverð yfir höfðum
manna.
Halldór hélt ungur suður til
Reykjavíkur en þar voru atvinnu-
möguleikar betri en á heimaslóðum.
Hann kvæntist 27. febrúar 1954
Fanneyju Siguijónsdóttur ættaðri
úr Borgarfirði, öndvegiskonu sem
reyndist honum sérstaklega vel og
studdi við bakið á honum þegar
mótvindar blésu. Má segja að heim-
ilið og uppeldi barnanna sjö hafi
hvílt að mestu á herðum hennar.
Halldór gat því óhindrað stundað
sína vinnu og áhugamál enda var
hann þakklátur forsjóninni að hafa
eignast svo góða og skilningsríka
konu og eins fyrir sitt mikla bama-
lán.
Nú er Halldór genginn á vit feðra
sinna. Ég veit að hann hefur átt
góða heimkomu. Glaðlegt bros hans
er slökknað og hlýtt handtak hans
horfíð, en eftir lifir minning um
góðan dreng.
Megi blessun algóðs guðs fylgja
honum yfír móðuna miklu. Við
Anton biðjum guð að styrkja og
styðja Fanneyju og börn þeirra um
ókomin ár.
Anna Þóra Ólafsdóttir
Mánudagskvöldið 22. janúar
síðastliðinn barst okkur sú sorgar-
fregn að vinur okkar Halldór Karls-
son hefði látist þá fyrr um daginn.
Andlátsfregnin kom okkur svo
sannarlega á óvart því aðeins tveim
dögum áður höfðum við vinahópur-
inn úr Hlunnavoginum átt saman
dásamlega kvöldstund, og virtist
öllum þá dauðinn víðsfjarri. En
andlát Halldórs kom eins og napur
vindur og minnti okkur á að lög-
máli lífs og dauða verður ekki
breytt.
Þegar góður drengur hverfur af
sjónarsviðinu verða þeir fátækari
sem eftir lifa. Þá Iíta menn gjarnan
til baka og margt riíjað upp sem
i hulið var móðu gleymskunnar.
Minningarnar verða skýrari og
varpa ljósi á liðnar samverustundir.
Fyrstu kynni okkar af Halldóri
voru fyrir 35 árum í Hlunnavogi
10-12. Halldór var eini trésmiðurinn
í hópnum og var því oft leitað þá
og síðar til hans um úrlausnir
ýmissa verkefna sem hann leysti
úr af sinni alkunnu lipurð.
Þessi hópur hefur bundist ein-
staklega sterkum vináttuböndum í
gegnum áranna rás og höfum kom-
ið reglulega saman tvisvar í mán-
uði. Avallt var Halldór hrókur alls
fagnaðar.
Halldór var alla tíð dugnaðar-
maður og breytti litlu fyrirtæki í
stórt' innréttingafyrirtæki. Áhugi
hans og alúð á starfinu var einstak-
ur og út um allt land má þekkja
innréttingar frá Halldóri.
Árið 1954 kvæntist Halldór eftir-
lifandi eiginkonu sinni Fanneyju
Siguijónsdóttur frá Kópareykjum í
Borgarfirði og eignuðust þau sjö
börn, öll mjög mannvænleg. Um-
hyggja þeirra hjóna fyrir velferð
barna sinna og annarra skyldmenna
hefur verið einstök. Heimilið er sér-
staklega fallegt og gestrisni þeirra
hjóna er rómuð af þeim sem sóttu
þau heim.
Fanney mín, við biðjum guð að
varðveita þig og styrkja og fjöl-
skylduna alla. Megi minningin um
elskaðan eiginmann, föður, tengda-
föður og afa verða harminum yfir-
sterkari.
Guð á hæðum gaf þér ástrikt hjarta
gæfu, lán og marga daga bjarta
nú er sál þín svifin heimi frá
settur til nýrra starfa guði hjá.
Vertu sæll! Þig signi ljósið bjarta
sjálfur guð þig leggi sér að hjarta
blómgist þar um eilífð andi þinn
innilegi tryggðarvinur minn.
Vinirnir í hjónaklúbbnum
t
Móðir okkar og tengdamóðir,
VIGDÍS JÓHANNSDÓTTIR,
lést 1. febrúar í Hrafnistu, Hafnarfirði.
Hallvarður Einvarðsson, Erla Magnúsdóttir,
Jóhann Einvarðsson, Guðný Gunnarsdóttir,
Sigríður Einvarðsdóttir, Gunnar Björn Jónsson.
t
Sambýliskona mín, móðir okkar og systir,
ANNA SKÚLADÓTTJR,
Hafnargötu 6a,
Keflavik,
lést 1. febrúar sl. á deild 1-A, Landakotsspítala.
Fyrir hönd dœtra hennar og systkina,
Kristinn Óskarsson.
Þú þekkir ekki Braga
fyrr en þú hefur prófað
Kólumbíu-blönduna!
Kaffibrennsla Akureyrar hf.