Morgunblaðið - 03.02.1990, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.02.1990, Blaðsíða 32
M$íÍ6iMbMMé> Íj93ííiMÍM§eK4. m ValdimarJ. Auðuns- son — Minning Valdimar Auðunssyni á Grens- tanga fylgdi lífsgleði og snerpa æskumannsins. Hann var einn af þeim fágætu persónuleikum sem manni datt aldrei í hug að spyija aldurs. Hann var eldhugi, bjartsýnn og áræðinn og það var gott að njóta samvista við hann því hans eigin- leiki var að gefa meira af vinarþeli en gengur og gerist manna á milli. Valdimar á Grenstanga var með bjartleitari mönnum og þótt hann færi 'hávaðalaust um samtímann þá varð umhverfíð ósjálfrátt stærra þar sem hans naut við, efnismeira og svipsterkara, því þessi hugljúfi maður bar svo mikla birtu með sér og góðan anda. Þessi snjalii harm- onikkuleikari var samkvæmur sjálf- um sér, ljóðrænn og lagviss og mörg eru þau gullfalleg lögin sem hann samdi. Valdimar gat verið fastur fyrir ef því var að skipta og þá urðu smáatriðin stundum stór. En það skipti ekki máli í huga hans. Ef það var spurning um rétt og réttlæti þá voru það gæðin sem skiptu öllu máli og þar sat minn maður við sinn keip í gegn um þykkt og þunnt. Einu sinni á kosningaferðalagi 1983 fengum við Þorsteinn Pálsson gistingu hjá Valdimar á Grens- tanga. Um morguninn vorum við ræstir í dýrindis veisluborð. Þannig voru Valdimar og hans yndislega kona, Þuríður Ingjaldsdóttir, það var veisla að kynnast þeim. Og auðvitað var gripið í nikkuna við morgunverðarborðið, en aldrei var Valdimar eins í essinu sínu og þeg- ar nikkan var þanin. Þá var hið bjarta bros hans bjartast og margar eru þær yndisstundimar sem hann hefur gefíð gestum og gangandi heima og heiman, í vinahópi eða á mannamótum. Það var stórkostlegt að koma heim að Grenstanga fyrir fáum sumrum þegar þau Valdimar og Þuríður slógu upp afmælisveislu í veitingatjaldi á túninu hjá sér og margir helstu nikkarar landsins trekktu upp fjörið með söng og dansi. Það var ógleymanlegt kvöld. Það var líka skemmtilegt að ræða þjóðmálin við Valdimar. Þessi eitil- harði sjálfstæðismaður ræktaði af alúð þann tón framsækni og velvild- ar í garð samferðamanna sinna, sem lengst hefur gert þjóðfélag okkar ásættanlegt. Með Valdimar á Grenstanga er höfðingi horfinn á braut. Guð varðveiti ættingja hans og vini. Víst er að minningar um hann verða förunautar margra inn í framtíðina, minningar sem hrinda því dimma á braut en bera i hlað ljós og yi með lífsgleði og snerpu mannsins sem bjó yfir æskufjöri allt sitt líf. Arni Johnsen Þegar mér barst sú fregn að Valdimar J. Auðunsson, mágur minn, harmoníkuleikari og bóndi á Grenstanga í Austur-Landeyjum, hefði látist á Sjúkrahúsi Suðurlands aðfaranótt 23. janúar var það óvænt, þrátt fyrir að hafa á annað ár fylgst með sjúkdómi þeim er á hann heijaði markviss og miskunn- arlaus. Ekki síst vegna þess að Valdimar var á þessu reynsluskeiði lífs síns enn nærstæðari sínum nán- ustu í hinum listræna persónuleika sínum, laus undan byrði -hins allt of fyrirferðarmikla framfærsluþátt- ar á búskaparbraut. Þyngst var þó að vera vitni þess að sjá Valdimar fjötraðan við hjóla- stól seinni hluta nýliðins árs þegar hann átti ekki lengur möguleika á því að taka fimmfalda harmoníku sína í fangið, er hafði verið honum ástríðufullur metnaður og öðrum gleðigjafí frá æskuárum. Þrátt fyrir miskunnarleysi fjötra þeirra er á hann höfðu verið lagðir, var Valdimar afslappaður, ljúfur og útgeislandi síðdegis á gamlársdag, þegar við Sverrir systursonur hans kvöddum hann á heimili Auðuns sonar hans í Reykjavík, sem frá barnæsku hefur einnig fetað í fót- spor föður síns með fjölhljóma hljóð- færið vinsæla í fangi. „Allir dagar eiga kvöld um síðir,“ segir Benedikt Gröndal í bernsku- þætti „Dægradvalar" sinnar, að Páll sá er bjó í Urriðakoti fyrir ofan Hafnarfjörð, hafí einkum spilað á klarinett sitt, er hann kom í heim- sókn á æskuheimili hans á Eyvind- arstöðum á Álftanesi. Benedikt sagði ennfremur að Páll hafí verið hugvitsmaður mikill og hagur, sér- vitur og sönglaginn, og bjó til ýmis- legt tildur; þar á meðal tób- akskvörn, sem hann hafði í vasan- um og malaði með henni tóbakið í hvert sinn er hann tók í nefíð; þótti þetta merkilegt. Hann bjó einnig til stundaklukku með tréhjólum og löngum hengli og blýlóði, og gaf Benedikt, en faðir hans gaf Páli peninga fyrir. Klukka þessi gekk bæði rétt og vel. Benedikt og æsku- félögum hans fannst ávinningur að eiga vináttu Páls og máttu ólmast að vild í landi hans og kölluðu hann Pál „klarinett". Páll þessi var enginn annar en sá Páll Árnason er áður var bóndi í Syðstu-Mörk og Hamragörðum undir Eyjafjöllum. Hann var þekkt- ur þar sem hinn dverghagi eða „þjóðhagi". Hann fæddist 2. mars 1787 og kvæntur Ingibjörgu Bjömsdóttur sonardóttur séra Magnúsar prests Sveinssonar í Mið- mörk og víðar. Þessu er hreyft hér, því Páll „þjóðhagi“ var langalangafí Valdi- mars J. Auðunssonar, með því að sonardóttir Páls, Ingibjörg Sam- úelsdóttir í Neðradal, var móðir Auðuns kaupmanns og bónda í Dalsseli undir Eyjafjöllum. Páll „þjóðhagi" var sonarsonur séra Egils Eldjárnssonar prests að Útskálum, er var albróðir Hallgríms langafa Jónasar „listaskáldsins góða“. Þá má minna á góðerfð úr móður- ætt Valdimars: Þórð Þorláksson biskup í Skálholti á síðari hluta 17. aldar. Hann var manna fjölhæfastur og best að sér og orðlagt ljúf- menni. Hann var hagleiksmaður, einnig söngfróður og lék á hljóð- færi, svo sem „real“ og „synfón", sem hann kom með heim frá 9 ára háskólanámi sínu utanlands. Sonarsonur Þórðar biskups var Þórður Brynjólfsson klausturhald- ari og bóndi í Teigi. Sonarsonur hans var Þórður Þorláksson bóndi í Teigi og í Hvammi undir Eyjafjöll- um. En dótturdóttir hans var Guð- rún Þorsteinsdóttir móðir Guðiaug- ar Hafliðadóttur húsfreyju í Dalseli. Valdimar Jónsson Auðunsson fæddist 11. desember 1914, sonur Guðlaugar Hafliðadóttur húsfreyju í Dalsseli undir Eyjafjöllum og Auð- uns Ingvarssonar kaupmanns og bónda þar. Valdimar var 9. barn þeirra hjóna, þegar með er talinn Sighvatur er lést rúmlega árs- gamall 6. ágúst 1914. Valdimar naut vel uppvaxtarára sinna meðal samstilltra systkina í hraðri viðburðaríkri framfararás hins íslenska þjóðfélags milli heims- styijalda. Auðunn í Dalsseli var mikill heimilisfaðir sem lagði grunn að farsældarheimili sínu með því að kaupa sér verslunarleyfísbréf útgefið 1. des. 1905 af Einari Bene- diktssyni þjóðskáldi, þá sýslumanni Rangæinga. Með það í höndum óx Auðun áræðni og dirfska til að taka áhættur. Búseta hans er í þjóð- braut, sem liggur meðfram æsku- fjöllum hans þar sem fossarnir, djásn þeirra, falla fagurlega af brún. Upp úr áramótum 1907 hrinti Auðun hugsýn sinni í framkvæmd með því að sækja sér efni til hús- byggingar til Vestmannaeyja. Byggir hann upp það hús í Dals- seli er fullnægir þeim kröfum er tengjast metnaði og markmiðum hans. Þegar hið tvilyfta kvistbyggða Dalsselshús var fullbúið, klætt við- arþiljum innra og bárujárni ytra, sagði Guðmundur bóndi í Vorsabæ, bróðursonur Auðuns, að það hafí verið reisulegasta og fallegasta húsið í Rangárþingi. Enda skilaði það vel margþættu hlutverki sínu sem verslunarbúð kaupmannsins og gestamóttaka í þjóðbraut auk þess sem það skapaði meira rými fyrir fjölskyldu og vinnufólk. Að auki var suðurherbergi á lofti lengi skóla- stofa fyrir farkennslu. Þar inni voru einnig geymdar hinar léttbyggðu narmoníkur ungmennafélagsins Drífanda, sem voru fyrstu hljóðfæri þessarar gerðar sem Valdimar greip í hendur við 6 ára aldur. En á 13. og 14. ári hefur hann náð þeim tökum á fimmföldu harmoníku eldri systkina sinna, að mikla athygli vakti þar um sveitir. I Dalsselshúsi réð tónlist meira ríkjum en almennt var í sveitum þess tíma. Það helgaðist einkum af tónlistarhæfileikum Markúsar, sonar Auðuns frá fyrra hjónabandi, sem studdur var til náms á orgel- harmoníum af föður sínum. Hann kunni betur en aðrir þar um slóðir að leika á það hljóðfæri. Einnig var hann ljósmyndari, elskaður og dáð- ur af systkinum sínum og sveitung- um. Til marks um hug Auðuns til tónlistariðkunar þar í dreifbýiinu má nefna að þegar hann sótti stór- hátíðina á Þingvöllum 1930 varð hann afar hugfanginn af stórpíanói því er við þetta tækifæri hljómaði svo fagurlega þegar bestu tónlistar- menn landsins fóru um það hönd- um. í lok hátíðarinnar sneri hann sér til réttra aðila og falaði hljóð- færið til kaups. Var það auðsótt mál því Auðunn hafði með sér það vænan vasaeyri að vel var við un- að. Hljóðfærið góða komst með far- sæld heim í Dalsselsstofu þrátt fyr- ir illfæra vegi og óbrúaða Þverá. Mörgum fannst að vonum mikið til um framtak Auðuns þegar vöru- bíl hans, „gamla ford“, var ekið eftir Fljótshlíðarleið og yfir Þverá heim að Dalsseli. Hann hafði jafn- framt séð til þess að Ólafur, sonur hans, hafði aflað sér þeirrar kunn- áttu og réttinda er dugðu til þess að tæknigripur þessi kæmi í gagnið þar heima. Gengu nú þeir Dalsselsbræður fagnandi hver af öðrum til ökuleiks á fjórhjólagrip þessum og urðu allir afbragðs bílstjórar og fjórir þeirra gerðust ökumenn að ævistarfi (með meiru). Auðunn lét hér ekki staðar numið. Hann keypti nýjan fólksbíl af gerðinni Ford og fékk Ólafl, syni sínum, til aksturs á fólki austan úr Vík í Mýrdal og vestur að Þverá, sem enn var óbrúuð, tóku þá hestar við sem farkostar farþega Ólafs. Þessum bíl óku þeir Dalsselsbræður fyrstir manna inn í Þórsmörk. Þeir fóru milli ánna er síðar runnu sam- einaðar í Markarfljót. Mun þetta hafa verið rétt fyrir byggingu Markarfljótsbrúar. Valdimar nýtur vel uppvaxtarára sinna í Dalsseli í síkvikri litríkri atburðarás dagsins, sem var ávallt með einhvetjum öðrum hætti en dagsins í gær á bóndans bæ. Hann nýtur umhyggju móður sinnar, sem var takmarkalaus. Hann hrífst í samskiptum við góðhestinn og gleðst yfir að sjá búsmalann renna um bithaga. Hann eignast hesta og sauðkindur. Verklagni hans kemur að góðum notum þegar farið er með vinnuvélar og hann er mikill vélsláttumaður á grasvelli í hey- skapartíð. Valdimar þarf ekki lengur að reiða harmoníku sína fyrir framan sig á hnakknefi til og frá sveitaböll- um því nú er bíllinn þarfasti þjónn- inn. Harmoníkan færir honum lífsfyllingu og peninga í vasa og gefur bóndasyninum meira svigrúm og frelsi. Valdimar er kominn til Reykjavíkur á eigin vegum í byijun seinna stríðs. Akstur bifreiða og harmoníkuspil haldast í hendur. Dalsselsbú nýtur enn um sinn verk- lagni hans í heyskaparönn. Á móti kemur að búfénaði hans fjölgar þar á staðnum, einkum hestum, sem hann er alla tíð mjög háður og tek- ur þá með sér til Reykjavíkur á veturnóttum til þess að temja og njóta þeirra þar. . Valdimar kynnist ungri Reykja- víkurmær, Þuríði dóttur Ingjalds Jónssonar húsasmíðameistara og fyrri konu hans Kristjönu Kristjáns- dóttur. Þau fella hugi saman og trúlofast. Með því hefur Valdimar fundið lífshamingju sína, sem entist með farsæld til hinstu stundar. Þuríður er ung en raunsæ og áður en lengra er haldið sækir hún um skólavist á hússtjórnarskólanum á Löngumýri í Skagafirði óg fer norð- ur með tilstyrk föður síns. Hun kemur þaðan með þekkingu og verkþjálfun og er því vel búin til vegferðar með lífsförunaut sínum. Þau hefja búskap sinn árið 1946 á Ránargötu 7 í húsi þeirra Dalssels- bræðra, Ólafs og Leifs. Frumburður þeirra fæðist á afmælisdegi Auðuns í Dalsseli og fær að sjálfsögðu nafn hans. Þau staðfesta hjúskaparheit sitt með giftingu þann 21. febrúar 1947. Ábyrgara lífsform er gengið í garð. Bifreiðaakstur og harmoníku- spil duga vel áður en ijárfestingar fara að þrýsta á. Valdimar treystir búskapargrundvöll sinn er hann verður meðstofnandi Borgarbíla- stöðvarinnar og nær því innan skamms að gera út tvo bíla. Það kemur sér nú vel fyrir hann að efnt er til danslagakeppni í borginni og eitt laga hans, er rann upp úr hug- ans djúpi, fingrað fram á hljómborð nikkunnar, fékk fyrstu verðlaun. Lag þetta var við texta Margrétar systur hans er var góður hagyrðing- ur, en texti Guðrúnar systur hans, skáldkonu í Stóru Mörk, við sama lag kom seinna fram og bíður síns tíma. Nokkrum árum síðar er undirrit- aður einnig kominn til frumbúskap- ar síns á Ránargötu 7. Með því verður yngsta systir Valdimars fimmta systkinið frá Dalsseli er nýtur góðs af fyrirhyggju bræð- ranna Ölafs og Leifs vegna kaupa á Ránargötu 7. Þar kynntist ég fyrst ljúfu viðmóti og velvild Valdi- mars mágs míns. Einkum var það þegar Valdimar þótti ekkert sjálf- sagðara en að aka okkur Donnu til Strandarkirkju með frumburð okk- ar til skírnar þar. Var sama veg- ferð endurtekin í sam'a tilgangi vegna næsta barns og velvilja Valdimars notið. Á þessum ökuferð- um um malarvegi og oft síðar varð mér ljóst að Valdimar var besti bílstjóri sem ég hef haft kynni af án þess að unnt sé að skilgreina það. Öll börn þeirra hjóna eru at- gerfis og mannkostafólk með list- ræna hæfileika á ýmsum sviðum. Börn þeirra Þuríðar og Valdi- mars eru eftirtalin: Auðunn, maki Sigríður Gréta Oddsdóttir; Krist- jana Unnur, maki Snorri Þór Tóm- asson; Guðlaug Helga, maki Sigmar Ólafsson; Svandís Regína, maki Karl Ottó Karlsson; Sólrún Björk, maki Andrés Hjaltason; Ingjaldur, maki Elfa Kristín Jónsdóttir; Dagný Ágústa, maki Erlendur Guðbjörns- son og Bryndís Sunna ógift í for- eldrahúsum. Ekki varð undan því komist á búskaparbraut Valdimars, ekki síður en á minni og annarra á þess- um tíma, að leggja fram allt of stór- an skammt af sálar og líkamsorku til þess að koma mannsæmandi þaki yfír höfuð fjölskyldu sinnar eins og það var kallað. Þetta varð langsóttara markmið hjá mági mínum en mér og bar margt til, svo sem hin nánu samskipti við hestinn og umhverfi hans. Eftir margvíslega reynslu af hús- næðismálum í Reykjavík og stór- jarðareign í uppsveitum Árnessýslu fann Valdimar það sem hann hafði lengi leitað að: Nýbýlisland sem næst æskufjöllunum sínum fríðu. En það var árið 1964 sem hann keypti land úr nyrsta hluta stóijarð- arinnar Miðey í Austur-Landeyjum og stofnaði þar nýbýlið Grenstanga. Þetta var óhemjumikið átak fyrir fimmtugan mann. En hann gekk skipulega og markvisst að verki, studdur af hinni hörkuduglegu og velvirku eiginkonu sinni og börnum þeirra. Hann girti landið og ræsti það fram, plægði það og sáði í það. Hið uppræktaða land varð víður töðuvöllur. Hlaða og gripahús voru byggð. Búsmali bóndans, einkum hross, voru fyrst til þess að njóta bithagans,- sauðfé síðar. Þá var íbúðarhús byggt og búið nútíma þægindum. Margir lögðu hönd að verki, einkum börn þeirra hjóna. En stundum var bóndinn einn að verki og greip þá oft til múrskeiðar og brettis og vann með tækjum þessum sem verkþjálfaður væri. Sagt hefur verið að bóndi þurfi að vera þúsund þjala smiður. Nú sann- aðist á bóndanum arfleifðin góða frá Páli Árnasyni, hinum þjóðhaga, því nú urðu menn vitni að því að Valdimar tókst vel að gera við næstum alla hluti er höfðu gengið úr lagi, sem og að koma hverri vél til gangs þó gömul væri. Ekki leið á löngu frá því að hús þeirra var fullgert að Þuríður tók til að rækta listrænan skrúðgarð við húsið með undraverðum árangri. Gesti bar nú oft að garði og nutu þeir hins vel búna húss og gestrisni þeirra hjóna. Oft bar þá til að bóndi bauð upp á útreiðartúr. Var þá gengið út og að hrossarétt og reið- tygi lögð á þægilegan hest. Síðan var riðið eftir reiðgötunni góðu til hinnar gömlu torfréttar Landeyinga og víðar um slétta grund. Þá nutu menn návist fjallanna fögru í austri og norðri, sem og hinna dulúðugu eyja við hafsbrún í suðri. Að útreið- arlokum var gjarnan gengið til stofu á Grenstanga og sest að kaffí- borði. Þá henti það stundum að húsbóndinn tók fímmföldu harm- oníkuna sína sér í fang og hóf að endurnýja með gestum sínum gleyma gleði frá góðum stundum í hljóðfalli danslaga liðinna ára. Með þökk fyrir ljúfa samfylgd á lífsins braut. Konráð Bjarnason Mánudaginn 19. þ.m. lést kær vinur okkar, Valdimar Auðunsson. Bar andlát hans óvænt að þó hann hefði að vísu ekki gengið heill tii skógar um langa hríð. Aðeins viku áður vorum við í afmæli þar sem Valdi var mættur, með nikkuna, spilandi eins og honum var einum lagið. Margs er að'minnast. Alltaf var vel tekið á móti okkur austur á Grenstanga hjá þeim hjónum, Þuru og Valda hvort sem var að nótta eða degi. Oft fórum við lengri eða styttri hestaferðir með börnum þeirra hjóna og mætti Valdi þá iðulega á áningastaði með harmonikkuna. Spiluðu hann og Auðunn sonur hans af krafti og ferðalangar sungu af hjartans lyst. Við minnumst sér- staklega hestaferðar sem farin var inn að Einhyrningi sl. sumar í glaða sólskini. Valdi og Þura brugðust okkur ekki frekar en fyrri daginn. Valda datt í hug að líta á fólkið, fékk Þuru til að keyra sig innúr. Var hann síðan borinn upp stigann í skálanum í hjólastólnum — með nikkuna í fanginu. Þar spiluðu svo þrír ættliðir á nikku — Valdi, Auð- unn og Valdi litli, alnafni afa síns. Alltaf sama Ijörið í kringum Valda okkar — hafi hann þökk fyrir allt. Elsku Þura, Auðunn, Kristjana, Gulla, Svandís, Sollý, Ingjaldur, Dagný, Bryndís, tengdabörn og barnabörn, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að styrkja ykkur. Fjölskyldan Fjarðarási 11 Fleiri greinar um Valdimar J. Auðunsson verða birtar í Morg- unblaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.