Morgunblaðið - 03.02.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.02.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRUAR 1990 26 Ný tegund skatt- lagningar sjómanna eftir Guðlaug Gíslason Varla hefír það farið framhjá þegnum þessa lands hveijar „gjaf- ir“ þeim hafa verið færðar af lands- herrunum nú á síðustu mánuðum. Skattakló fjármálaráðherrans hefir teygt sig til fjáröflunar í ríkis- kassann í hin ótrúlegustu svið þjóðlífsins. Hafa ijölmiðlar gert þessum málum skil og verður ekki bætt við það hér. Þá mun í fjölmiðlum ekki hafa verið getið um eina nýjustu aðferð fjármálaráðherrans til að afla ríkis- sjóði tekna. í síðustu útgáfu Stjórnartíðinda á liðnu ári er birt ný gjaldskrá fyr- ir útgáfu skírteina ýmiskonar. Meðal annars er hér um að ræða gjald fyrir útgáfu atvinnuskírteina fyrir skipstjórnarmenn og vélstjóra á íslenskum skipum. Gjald fyrir skírteini, sem áður var kr. 2.200 er nú kr. 13.000. Til samanburðar má geta þess að gjald fyrir útgáfu ökuskírteinis er kr. 2.000 frá áramótum. Þessi skírteini eru þó að öllu leyti sam- bærileg að gerð. Allir sem til þekkja vita að þess- um stéttum er gert með lögum um að afla sér þessara skírteina og eru þau gefin út til 5 ára í senn. Þá gengur þetta líka þannig fyrir sig að menn sem t.d. ljúka námi úr Stýrimannaskóla þurfa að loknu námi að leysa út stýrimannaskír- teini og síðan að loknu ca. tveggja ára starfi sem slíkir er komið að því að leysa út skipstjórnarskír- teini. Fyrir hvort þessara skírteina (geta reyndar verið fleiri) þarf við- komandi að greiða framangreinda upphæð. Má af þessu ljóst vera að hér er um verulegan skatt að ræða ekki síst fyrir þá menn sem eru að ljúka námi og hafa ekki mikil fjár- ráð. Það verður að teljast með öllu óeðlilegt og er í raun og veru algjör óhæfa að fjármálaráðherra skuli Guðlaugur Gíslason „Meðal annars er hér um að ræða gjald fyrir útgáfii atvinnuskírteina fyrir skipstj órnarmenn og vélstjóra á íslensk- um skipum. Gjald fyrir skírteini, sem áður var kr. 2.200 er nú kr. 13.000.“ gera menn, sem atvinnu sinnar vegna eru skyldaðir með lögum til að fá þessa pappíra í hendur, að féþúfu sinni eins og hér er gert. Fyrir hönd þeirra sjómanna sem hér er um að ræða er þessari skatt- lagningu harðlega mótmælt og þess farið á leit við ráðherrann að hann endurskoði þessa ákvörðun svo ekki komi til þeirra vandræða að útgáfa skírteinanna stöðvist. Höfímdur er framkyæmdiistjóri Stýrimannafélags íslands. ■ JASSTÓNLEIKAR verða í Heita pottinum í veitingahúsinu Duus í Fischerssundi á sunnudag að vanda. Þar kemur fram að þessu sinni gítarleikarinn Omar Guð- mundsson og hljómsveit. Þetta verða fyrstu tónleikar Ómars, en hann stundar nú nám við tónlistar- skóla FÍH. Honum til aðstoðar á tónleikunum verður Tríó Guð- mundar Ingólfssonar sem skipað er Guðmundi Ingólfssyni píanóleik- ara, Guðmundi Steingrímssyni trommuleikara og Birgi Hra&is- syni bassaleikara. ■ SIGURÐUR Blöndal, fyrrver- andi skógræktarstjóri ríkisins, og Arnór Snorrason, skógfræðingur og áætlunarfulltrúi Skógræktar ríkisins, verða gestir MIR, Menn- ingartengsla Islands og Ráð- stjórnarríkjanna, í félagsheimil- inu, Vatnsstíg 10, í dag, laugardag, kl. 14. Þeir munu segja frá kynnis- för til Sovétríkjanna sl. sumar, heimsókn til tveggja skógarsvæða' í nágrenni Arkangelsk við Hvíta- haf og sýna litskyggnur teknar í ferðalaginu. Á eftir verða gefnar upplýsingar um félagsstarfið fram- undan, m.a. fyrirhugaða hópferð félagsins til Sovétríkjanna næsta sumar. Kaffiveitingar og aðgangur öllum heimill meðan húsrúm leyfir. ■ / ÞJÓÐHÁTTAFERÐ Útivist- ar á sunnudaginn verður gengin gömul verleið frá Njarðvíkurfilj- um yfir Haftiaheiði í Kirkjuvogs- vör, vör Kotvogs- og Kirkjuvogs- manna á síðustu öld. Komið verður við í Vötnum, þar sem hugað_ verð- ur að birkihríslum, sem Útivist gróðursetti í strandgöngunni 1988, Hunangshellu og Hellisviki. Fjöl- fróðir menn, þeir Margeir Jónsson úr Keflavík og Villijálmur Magn- ússonúr Höfnum fjalla um útræði á Suðurnesjum á fyrri tíð við upp- haf og endi göngunnar. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni (bensín- sölu) kl. 13. Hægt verður að koma í rútuna á Kópavogshálsi og við Sjóminjasafnið í Ha&iarfirði. ■ KÓR Víðistaðasóknar stendur fyrir skemmtidagskrá í safnaðarsal Víðistaðakirkju fimmtudagskvöld- ið 8. febrúar. kl. 20.30. Dagskráin ber yfirskriftina „Hin gömlu kynni“. Þar flytur kórinn lög úr ýmsum áttum og auk þess bregður fyrir öðrum gamanmálum bæði í bundnu og óbundnu máli. ■ SÝNINGIN Aurora 3 verður opnuð laugardaginn 3. febrúar kl. 15 í sýningarsölum Norræna húss- ins. Fulltrúar íslands eru Georg Guðni, Guðrún Hrönn Ragnars- dóttir, Kristinn G. Harðarson og Svava Björnsdóttir. Frá Dan- mörku sýna Pontus Kjerrman, Martin R. Olsen, Lillian Polack og Ane Mette Ruge. Frá Finn- landi sýna Eý'a-Liisa Ahtila, Kari Juutilainen, Marja Kanervo og Caroline Pipping. Fulltrúar Nor- egs eru Ingrid Book, Per Formo, Germain Ngoma (frá Zimbabwe) og frá Svíþjóð Lars Andersson, Ernst Billgren, Cecilia Edefalk og Jan Svenungsson. ■ SKÁTAFÉLAGIÐ Segull í Seljahverfi mun standa fyrir köku- basar, laugardaginn 3. febrúar og hefst hann kl. 14 í skátaheimilinu Vinarþeli, Tindaseli 3 (kjallara). Allur ágóði rennur til undirbúnings félagsins fyrir Landsmót skáta að Úlfijótsvatni næsta sumar. Núver- andi stjórn félagsins skipa: Sigur- jón Einarsson, félagsforingi, Páll Sigurðsson, aðstoðarfélagsforingi, Gunnhildur Hauksdóttir, gjald- keri, Sigurjón Magnússon, ritari og Ragnheiður Jóna Ármanns- dóttir, meðstjórnandi. - Stjórnin ALLT AÐ AFSLATTUR TIL 3« FEBRÚAR FJÖLBREYTTARA ÚRVAL BÖKA EN NOKKRU SINNI FYRR VETRARBÓNUS FYRIR ÞIG OG ÞÍNA Hinn árlegi bókamarkaður okkar stendur nú yfir í forlagsverslun okkar að Síðumúla 11. Á boðstólum verða mörg hundruð bókatitlar með allt að 95% affslætti. Af sumum titlanna eru aðeins til örfá eintök og því ekki eftir neinu að bíða. ÖRN OG ÖRLYGUR UMÚLA 1 1 - SiMI 84866 BinðwKriwwwqw ___ Plöntu Ý handbfe TRE RUNNAR. Opið laugardaga frá kl. 10:00—18:00 Opið mánud.-föslud. kl. 9:00—18:00 Bókapakkar: Við vekjum aldeilis hlægilegu verði. sérstaka athygli á girnilegum bókapökkum fyrir unga og aldna, á Útivist og náttúruskoðun: Til þess að auðvelda fólki að búa sig undir útivist og náttúruskoð- un með hækkandi sól bjóðum við 100 pakka af okkar vinsælu handbókum, sem sýndar eru hér að neðan, með 47% afslafetti, þ.e.a.s. á 8.900.00 í stað 16.380.00. Þú sparar 7.930.00 á kaupunum. Ritverkatilboð: Við bjóðum einnig nokkur úrvalsritverk á sérstöku kynningarverði. Útlitsgölluð öndvegisverk: bks bjóðum við nokkur af okkar öndvegisverkum með út- litsgöllum, á sérstökum vildarkjörum. NÚ ER TÆKIFÆRIÐ: BYGGÐU UPP HEIMIUSBÖKASAFN, NOTAÐU VETRARBÓNUSINN OKKAR TIL ÞESS. Eitthvað óvænt á hverjum degi: Til þess að hleypa auknu lífi í tilveruna munum við, meðan á útsölunni stendur, vera daglega með einhverjar uppákomur, þarsem t.d. verða boðin lOeintökafein- hverjum af okkar eftirsóknarverðustu verkum á mjög svo ævintýralegu verði. s}~ PSÓ/SfA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.