Morgunblaðið - 03.02.1990, Blaðsíða 30
MÖRGÚNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FRBRÚAR 3H90-
Ester Hermanns-
dóttir — Borgamesi
Fædd 23. mars 1928
Dáin 26. janúar 1990
Ester Hermannsdóttir, Skúlagötu
19 A, Borgamesi, andaðist föstu-
daginn 26. janúar 1990 á Landspíta-
lanum í Reykjavík. Hún hafði átt
við veikindi að stríða á síðastliðnu
ári og var á sjúkrahúsi á Akranesi
og í Reykjavík frá 31. október, en
var heima um jól og áramót.
Ester fæddist í Borgamesi 23.
mars 1928. Foreldrar hennar vora
Sigríður Jónsdóttir frá Einifelli í
Stafholtstungum og Hermann Þórð-
arson frá Glitsstöðum í Norðurár-
dal. Hún ólst upp hjá móður sinni í
Borgamesi ásamt bróður sínum,
Jóni Hermannssyni, sem er fjórum
áram eldri. Sigríður hélt heimili með
börnum sínum, Jóni og Ester, þar
til hún dó 4. janúar 1973. Síðan
hafa þau tvö systkinin búið saman.
Ég kynntist þeim systkinum fljót-
lega eftir 1930, þar sem við voram
nokkuð jafnaldra og stutt var þá á
milli húsa í Borgarnesi. Síðan skip-
uðust mál þannig að við Ester urðum
starfsfélagar í meira en fjöratíu ár
hjá Kaupfélagi Borgfirðinga. Ester
byijaði að vinna í verslun KB árið
1943. í ársbytjun 1948 fór hún að
vinna á skrifstofu félagsins og vann
þar alla tíð, nema eitt ár, sem hún
vann hjá Sparisjóði Mýrasýslu
(1958). Hún aflaði sér menntunar
utan skóla og var dugleg og nákvæm
við skrifstofustörfin. Lengst af fjall-
aði hún um vörukaupareikninga, en
áður á árum vora henni falin mörg
önnur störf, þegar starfsfólkið var
færra og verkaskiptingin minni. Alla
tíð þótti okkur samstarfsfólkinu gott
að leita til hennar vegna þekkingar,
reynslu og færni í störfum. Löngum
var leitað til hennar um orðafar
vegna góðrar kunnáttu hennar í
meðferð íslenskrar tungu og smekks
fyrir tæru og skrúðlausu máli.
Að sjálfsögðu væri hægt að minn-
ast margs að leiðarlokum. Margra
góðra stunda og skemmtilegra. Því
verður þó sleppt. Gott þótti börnum
að eiga orðræður við Ester, ef þau
áttu leið um skrifstofuna. Það votta
bæði mín börn og fleiri.
Með þessum fáu orðum vil ég
þakka þér Ester fyrir árin liðnu og
leyfi mér að gera það fyrir hönd
samstarfsfólksins hér í kaupfélag-
inu.
Við sendum Jóni og öðrum vinum
hinnar látnu samúðarkveðjur, þegar
hún nú er horfín okkur.
Jón Einarsson
Ester Marta Hermannsdóttir, en
svo hét hún fullu nafni, er fædd 23.
mars 1928. Hún lést á Landspítalan-
um föstudaginn 26. janúar sl. eftir
þunga sjúkdómslegu.
Foreldrar hennar vora Hermann
Þórðarson bóndi og kennari á Glit-
stöðum í Norðurárdal og víðar og
Sigríður Jónsdóttir. Ester ólst upp
hjá móður sinni ásamt bróður sínum
Jóni, sem er nokkram árum eldri.
Þau systkinin komu sér, ásamt
móður sinni, uþp vistlegu heimili á
Skúlagötu 19a í Borgarnesi. Þar er
fallegt hús á óvenjulega fögram stað
og útsýnið óviðjafnanlegt. Húsið og
lóðin að Skúlagötu 19a ber íbúunum
gott vitni um snyrtimennsku og
smekkvísi. Sigríður móðir þeirra
Jóns og Esterar er látin fyrir all-
mörgum árum. Síðan hafa þau
systkinin haldið heimili.
Ester hóf störf hjá Kaupfélagi
Borgfirðinga árið 1943 sem af-
greiðslumaður í verslun. Árið 1948
hóf hún störf á skrifstofu kaupfé-
lagsins og vann þar allt til sl. hausts,
að hún varð að hætta störfum vegna
sjúkdóms þess sem varð hennar
banamein. Eitt ár mun hún þó hafa
unnið í Sparisjóði Mýrasýslu.
Ester var góðum gáfum gædd og
var á margan hátt óvenjulegur per-
sónuleiki. Hún kom gjarnan auga á
hinar spaugilegu hliðar varðandi
menn og málefni, en talaði þó aldrei
illa um nokkurn mann. Hún var
ákaflega samviskusamur starfsmað-
ur, stundvís og reglusöm.
Á skrifstofu kaupfélagsins vann
hún fyrst almenn skrifstofustörf,
síðar varð hún ritari kaupfélags-
stjóra. Síðasta áratuginn eða svo sá
hún um allt vörukaupabókhald fé-
lagsins. Öll þau störf sem henni vora
falin vann hún eins og best varð á
kosið og á sinn hljóðláta hátt. Allir
sem samskipti áttu við Ester treystu
henni fullkomlega og aldrei brást
hún.
Ester var margt til lista lagt. Hún
hafði auga fýrir því sem fagurt er
og kunni vel að meta góða tónlist.
Sá sem festir þessar línur á blað
átti því láni að fagna að eiga Ester
sem samstarfsmann í 20 ár. Fyrir
það samstarf og góð kynni er nú
þakkað. Ég veit að undir þær þakk-
ir taka allir starfsmenn Kaupfélags
Borgfirðinga og margir fleiri sem
kynntust Ester. Ég, Anna kona mín
og fjölskylda þökkum gott nágrenni
í 20 ár við Skúlagötuna í Borgarnesi.
Við dauðlegir menn horfum hjálp-
arvana á eftir vinum okkar og sam-
starfsmönnum hverfa yfir landa-
mæri lífs og dauða. En meðal okk-
ar, sem eftir stöndum um sinn, er
opið skarð, óútfylltur reitur, fyrsta
kastið-
Nú á jarðarfarardegi Esterar færi
ég Jónibróður hennar innilegar sam-
úðarkveðjur mínar og fjölskyldu
minnar. ólafur Sverrisson
Á stundu kveðju og skilnaðar er
okkur ljúft að minnast kærrar vin-
konu, Esterar Hermannsdóttur.
Hún fæddist.23. marz 1928, dóttir
Sigríðar Jónsdóttur og Hermanns
Þórðarsonar.
Ester ólst upp í Borgarnesi hjá
móður sinni ásamt Jóni bróður
sínum. Eftir að Sigríður lést hafa
þau systkini haldið heimili saman.
Vafalaust hefur heimilisbragur á
æskuheimilinu mótað skapgerð
hennar og lífsviðhorf. í erfðir og
uppeldi hlaut Ester gott veganesti.
Hún var góðum gáfum gædd, bók-
hneigð, tónelsk og mjög vel verki
farin, að hveiju sem hún gekk.
Vandvirkni hennar og listhneigð
komu vel fram á hannyrðum hennar
og rithönd, sem var sérlega falleg.
Á heimili þeirra, hvort heldur var
á litla húsinu við Egilsgötu eða á
Skúlagötu, var gott að koma. Þar
var glatt á hjalla og móttökur allar
einstaklega góðar.
Mestan hluta starfsævi sinnar
vann Ester hjá Kaupfélagi Borg-
firðinga. Rækti hún starf sitt af
alúð og var skemmtilegur vinnufé-
lagi.
Ester leyndi á sér, hún var
kvenna hlédrægust þar til maður
kynntist henni nánar, þá kom í ljós
að hún hafði einstaka kímnigáfu
og var fljót að sjá skemmtilegu hlið-
arnar á hveiju máli.
Hún var vel menntuð, þó skóla-
gangan væri ekki löng, kom vel
fyrir sig orði og hafði gott lag á
að miðla öðrum af reynslu sinni og
þekkingu.
Börn hændust mjög að Ester,
enda var hún sérlega barngóð, hún
var vinur þeirra og félagi og sú
vinátta hélst eftir að börnin urðu
unglingar og fullorðið fólk.
Að leiðarlokum viljum við þakka
fyrir að hafa kynnst Ester og átt
vináttu hennar. Jóni og öðrum að-
standendum vottum við innilega
samúð.
Blessuð sé minning hinnar látnu.
Vinkonur
Öskar Sigurðsson
skipsljóri - Minning
Fæddur 9. mars 1910
Dáinn 24. janúar 1990
„Við erum þjóð, sem hlaut ísland í arf
og útsæ í vöggugjöf.
Við horfðum lengi yfír sólbjört sund
og signdum feðranna gröf.
En loksins heyrðum við lífið hrópa
og lögðum á brimhvít höf.
(Davíð Stefánsson)
Athafnamaðurinn Óskar Sig-
urðsson hefur nú kvatt þorpið sitt,
sem hann helgaði starfskrafta sína
langa ævi. Hann féll ákaflega vel
inn í sérstætt umhverfi þorpsins,
þar sem lífið var stöðugt stríð.
Óskar var sívinnandi baráttumaður,
sannur einstaklingshyggjumaður,
sem var ófeiminn við að bjóða byrg-
inn öllum félagshyggjupostulum og
kreddukörlum. Það var engin leið
annað en dást að verkgleði hans
og stöðugu streði, honum féll nán-
ast aldrei verk úr hendi. Hans líkar
eru fátíðir, ávallt umdeildir, rægðir
og öfundaðir.
Óskar var giftur einstakri sóma-
konu, Jónu Kristjánsdóttur, sem var
vinnufélagi minn í frystihúsinu öll
sumur í meira en áratug. Hún bar
af hvað varðaði samviskusemi í
starfi, dugnað og framkomu. Þess
vegna er óhætt að fullyrða að Óskar
hafi verið gæfumaður og hamingju-
maður, að eignast slíkan förunaut
á lífsleiðinni.
Mér er minnisstætt hve gott var
að leita til Óskars, greiðvikni hans
var svo.einstök, hvort þurfti nú að
flytja farm á versta tíma og fyrir-
varalítið, ellegar smárell. Hann kom
alla tíð fram við mig af einstakri
ljúfmennsku og kurteisi. Þegar ég
fermdist, gáfu Óskar og Jóna mér
ákaflega vandað seðlaveski, sem
við hjónin geymum alltaf sjóðinn
okkar í. Þessu veski hefur fylgt sú
einstæða náttúra, að mig hefur
aldrei hijáð auraleysi, enda gefið
af góðum hug. Óskar var höfðingi.
Mig langar að kveðja hann með
þessum fátæklegu orðum, biðja
honum blessunar. Sömuleiðis vil ég
senda konu hans hugheilar kveðjur
og þakkir.
Eftirfarandi brot úr kvæði Davíðs
Stefánssonar finnst mér mega
verða hinstu kveðjuorð til íslend-
ingsins, Stokkseyringsins og at-
hafnamannsins Óskars Sigurðsson-
ar:
„Hann réð sínum ráðum sjálfur.
Hann rækir sín skyldustörf.
Þótt líkaminn sortni af sóti,
er sáiin hrein og djörf.
Fast er um tangimar tekið,
en tungunni lítið beitt.
Hart dynja höggin á steðjann,
unz höndin er dauðaþreytt.
Guðfinnur P. Sigurfinnsson
Miðvikudaginn 24. janúar sl.
andaðist í Sjúkrahúsi Suðurlands á
Selfossi Óskar Sigurðsson, skip-
stjóri. Hann fæddist 9. marz 1910,
sonur hjónanna Sigurðar Gíslasonar
á Stokkseyri og Hólmfríðar Björns-
dóttur frá Kjarvalsstöðum í Borgar-
firði.
Lífsstarf hans var það stórbrotið
að mér fínnst til hlýða að hans sé
minnst með nokkrum orðum að
honum látnum. Ein mesta gæfa
hvers byggðarlags — og þá þjóðar-
innar í heild — er án efa athafna-
samir og dugmiklir einstaklingar
og þá ekki síst einstaklingar sem
skara fram úr á einhveijum sviðum.
Sagan geymir nöfn margra slíkra
og er án efa óhætt að fullyrða að
nafn Óskars Sigurðssonar skipar
þar verðugt sæti. Ungur að árum
hóf hann störf við almenna vinnu
enda mun ekki hafa veitt af á þeim
árum, þegar hungurvofan sveif yfir
heimilum alþýðufólks. Þurrabúða-
búskapur þess tíma vora engin
sældarkjör og munu foreldrar
Óskars ekki hafa farið varhluta af
því hlutskipti. Því var það lán þeg-
ar ungiingar gátu snemma ævinnar
hlaupið undir bagga og aðstoðað
við aðdrætti til heimilisins. En at-
vinnuúrval á þeim tímum var ekki
fjölskrúðugt, lítilsháttar landbúnað-
arstörf og svo sjósókn, sem heillaði
margan unglinginn.
16 ára hóf Óskar það starf sem
hann varð kunnastur fyrir, sjó-
mennskuna, það var í Grindavík
árið 1927. Síðan var hann starfandi
stanslaust til sjós á vertíðum, fyrst
í Grindavík eins og áður er getið,
þá í Sandgerði, í Vestmannaeyjum
og á útilegubátum, þar sem iínan
var beitt um borð, við hin verstu
skílyrði. En frá árinu 1947 var
hann formaður frá Stokkseyri þar
til hann lét af störfum vegna aldurs
og sjúkleika. Alla tíð sem Óskar
var formaður eða samtals í 40 ár
var hann með mb. Hólmstein. Að
vísu ekki alltaf sama bátinn, því
þeir urðu alls þrír bátarnir sem
báru það nafn. En óhætt er að full-
yrða að frá fyrstu tíð var nafnið
mikið happanafn, því oft var þeim
sýndur hann krappur en aldrei skeði
neitt óhapp. Það er því hægt að
segja að Óskar var mikill gæfumað-
ur og margan undraði sóknar-
dirfska hans og áræði við þau erf-
iðu hafnarskilyrði sem á Stokkseyri
eru. Það er ekki á allra færi að
heyja þá glímu. En svo er einn
þáttur ónefndur, en hann er, hve
mikill aflamaður hann var. Fáir
gerðu betur og fáar urðu þær vert-
íðar sem hann var ekki aflahæstur.
Þegar þetta tvennt fer saman sem
hér hefur verið greint frá er ekki
óeðlilegt þótt freistast sé að álykta
sem í upphafi var drepið á að slíkir
menn eignist traustan og verðugan
sess á spjöldum sögunnar.
Óskar kvæntist eftirlifandi konu
sinni, Jónu Kristjánsdóttur frá
Syðra-Langholti í Hrunamanna-
hreppi, þann 22. júní 1946.
Langri starfsævi er lokið. Hann
bar ávallt sigur úr bítum í baráttu
við óblíðar aðstæður. Megi hann
einnig sigra í þeirri siglingu sem
nú er hafín.
Ég votta eiginkonu hans og öðr-
um vandamönnum samúð mína.
Blessuð sé minning hans.
Sigurður Ingimundarson
Helga Asmunds-
dóttir — Kveðjuorð
Sjaldan hefi ég fundið til slíkrar
hryggðar við andlátsfregn mér
óskildrar manneskju, og andláts-
fregn Helgu olli mér. Þessi yndis-
lega unga kona, svo lífsglöð og
fagnandi, á leið út til Danmerkur
með fjölskyldu sinni til þess að byija
þar nýtt líf. Því þannig var hún
þegar við kvöddumst í síðasta sinn
við hádegisverðarborð sendiherra-
hjónanna í danska sendiráðinu, þar
sem hún starfaði um tæplega
tveggja ára skeið.
Kynni okkar Helgu voru, því
miður, stutt. Ég hafði starfað í
danska sendiráðinu í 29 ár og var
að hætta vegna aldurs. Mér var
satt að segja alls ekki sama um
hver tæki sæti mitt þar eftir öll
þessi ár, því mér þótti vænt ums
starf mitt, sem var svo margbreyti-
legt og þar sem mannleg samskipti
voru svo fyrirferðarmikill þáttur.
Það ríkti því mikil eftirvænting
þegar umsóknir um starfið tóku að
berast. En það kom brátt í ljós að
ein umsóknin virtist öðrum betri
og þar kom að Helga var ráðin.
Við Helga unnum saman í nokkra
mánuði áður en ég hætti, og það
kom í minn hlut að setja hana inn
í starfið. Helga var sérstaklega vel
greind og fljót að tileinka sér starfs-
hættina og það margslungna starf
Sem tíðkast í sendiráðum. Það kom
því fljótlega að því að mér var eigin-
Iega algjörlega ofaukið.
Helga vann fljótlega hug og
hjörtu allra í þessu nýja starfi sínu.
Ekki aðeins samstarfsmanna sinna
og yfírboðara, heldur ekki síður við-
skiptavina sendiráðsins, sem komu
í afgreiðsluna hjá henni með sín
ýmsu vandamál, sem hún með sínu
elskulega viðmóti og dugnaði leysti
eftir bestu getu. Það var henni í
blóð borið að vilja leysa hvers
manns vanda.
Það var gott að vinna með Helgu.
Hún lá aldrei á liði sínu, heldur
vann af samviskusemi og dugnaði.
Og þegar stund gafst var hún hrók-
ur alls fagnaðar, með sína léttu
lund, þar sem alvaran var þó aldrei
langt undan, og sína einstaklega
skemmtilegu frásagnar- og kímni-
gáfu. Þá var oft hlegið yfir kaffi-
bollunum þegar tími gafst til þess
að setjast saman stutta stund.
Helga var dönsk í móðurætt og
hafði dvalið nokkur ár í Danmörku
og gengið þar í skóla, og seinna
dvaldi hún þar með Leifi manni
sínum meðan hann var þar við nám.
Þeim hafði liðið vel í Danmörku og
það var því ekkert undarlegt þótt
þau fysti þangað aftur, þegar þeim
fannst lífsbaráttan hér heima vera
orðin helst til hörð. En það var með
söknuði sem ég og starfsmenn
sendiráðsins kvöddum Helgu, við
höfðum öll vonað að hún yrði þar
lengi. Ég hafði meira að segja orð
á því við hana þegar ég hætti störf-
um, að ég vonaðist til að hún entist
þar jafn lengi og ég. Þá hló Helga
og sagðist varla búast við því, hún
væri enn svo ung og hefði gaman
af tilbreytingu.
Kæri Leifur, Ási og Fríða, ykkar
er sorgin mest, svo og erfiðleikarn-
ir sem fylgja því að svo ung eigin-
kona og móðir er burtu kölluð. En
að lifa í hjörtum þeirra sem eftir
verða — er að deyja ekki. Megi því
minningin um hana, svo elskulega
og fallega sem hún var, lifa með
ykkur um ókomin ár og blessun
guðs fylgja ykkur.
Innilegar samúðarkveðjur til
ykkar, foreldra Helgu og systkina,
tengdaforeldra og annarra vanda-
manna. Nanna Kaaber