Morgunblaðið - 03.02.1990, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1990
Hættur fylgja fannferginu á ísafirði:
Stökk fram af svölum
og slasaðist alvarlega
isalirðL
KENNARI við Menntaskólann á ísafirði, sem var ásamt fleirum
að leik við að stökkva fram af svölum á skólahúsinu síðastliðinn
laugardag, slasaðist alvarlega þegar hann lenti á skilti, sem snjó-
að hafði í kaf. Miklar fannir eru víða við hús í bænum og hefur
það löngum verið leikur ungs fólks á ísafirði að stökkva ofan af
húsum við þessar aðstæður.
Kennarinn, sem er norskur og
kennir við skíðabraut menntaskól-
ans, var að leik ásamt nokkrum
nemendum. Enginn virðist hafa
munað eftir skiltinu, þar sem á
stendur Menntaskólinn á ísafirði,
og hafnaði maðurinn á því í einu
stökkinu. Hann mun vera alvar-
lega slasaður og var fluttur til
Reykjavíkur eftir skoðun og
bráðabirgðaaðgerð á sjúkrahúsinu
á Ísafirði.
Þá henti það níu ára stúlku nú
í vikunni, þar sem hún var að
stökkva við grunnskólann, að hún
féll niður um snjógöng, sem
myndazt höfðu við niðurgang í
kjallara, með þeim afleiðingum að
hún gat sig ekki hreyft. Félagar
hennar kölluðu á hjálp og tókst
lögreglunni að ná stúlkunni upp
úr skaflinum án þess að henni
yrði meint af.
í viðtali við Morgunblaðið sagði
Jónas Eyjólfsson, yfirlögreglu-
þjónn á Isafirði, að ástæða væri
til að vara fólk við þessum leik.
Hann sagði einnig að mikið væri
um að böm græfu göng í skafla
við götur og stíga. Bæði væri
hætta á að göngin féllu saman og
svo ekki síður að snjóruðningstæki
gætu lent á bömunum, auk þess
sem vaxandi umferð vélsleða yki
á hættuna.
Mikill snjór er alls staðar nema
helzt á skíðasvæðinu á Seljalands-
dal, og þrátt fyrir að snjóraðnings-
tæki séu að nótt sem nýtan dag
er ógreiðfært, jafnvel um helztu
samgönguleiðir.
Úlfar
; g&A < ; - . ->‘v 4 ííá -
W ■ j 'sWí *
* *
I fannferginu á Isafirði
Morgunblaðið/Ulfar
Aflaverðmæti loðnuskipa
um einn milljarður króna
FJÖRUTÍU og Qögur íslensk
loðnuskip höfðu síðdegis á
föstudag veitt samtals um 276
þúsund tonn af loðnu frá upp-
hafi haustvertíðar, þar af um
221 þúsund tonn frá áramótum.
Verðmæti aflans er samtals um
einn milljarður króna en út-
flutningsverðmætíð um tveir
miHjarðar króna. Aflahæsta
loðnuskipið, Hilmir SU, fékk
tæp 5 þúsund tonn af loðnu í
þessari viku og verðmæti aflans
er 18-20 milljónir króna, að
Hæstiréttur:
Staðfest að dómari
víki í fíkniefiiamáli
HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest þann úrskurð Ásgeirs Friðjónsson-
ar, sakadómara í ávana- og fíkniefhamálum, að honum beri að
víkja úr sæti dómara við meðferð málsins sem kallað hefur verið
„Stóra kókaínmálið" vegna þess að andstætt sé mannréttindasátt-
mála Evrópu að dómari sem úrskurðað hafi mann í gæsluvarðhald
á þeim forsendum að líklegt sé að hann hafi unnið til tveggja ára
fangelsisvistar leggi jafnframt efnisdóm á málið.
sem talið var skipta máli um þetta
efni, með hliðsjón af mannrétt-
indasáttmála Evrópu. Þar vísar
Hæstiréttur til dóma sinna sem
mikil áhrif hafa haft í dómskerfinu
og kallað á breytingar í átt til
skarpari skila milli dóms- og um-
boðsvalds í héraði.
í niðurstöðum Hæstaréttar er
vísað til mannréttindasáttmálans
og niðurstöðu Mannréttindadóm-
stóls Evrópu í hliðstæðu máli frá
Danmörku. Þá er vísað til þess
að Hæstiréttur hafi í dómum í jan-
úar komist að þeirri niðurstöðu
að túlka eigi réttarfarsákvæði,
sögn Jóhanns Antoníussonar
útgerðarmanns.
Síðdegis á föstudag áttu
íslensku loðnuskipin eftir að veiða
um 417 þúsund tonn af loðnu á
vertíðinni.
Jóhann Antoníusson sagði í
samtali við Morgunblaðið að
loðnuverksmiðjumar hefðu greitt
svipað hráefnisverð frá upphafi
haustvertíðar. Hann sagði að verk-
smiðjumar á Austfjörðum greiddu
3.500-3.600 krónur fyrir tonnið.
Hins vegar væra nú greiddar
4.300 krónur fyrir tonnið á Siglu-
fírði, 4.000 krónur í Vestmanna-
eyjum og 3.700 krónur í
Reykjavík.
Islensku loðnuskipin hafa mok-
veitt við Stokksnes undanfarið.
Síðdegis á föstudag höfðu þessi
skip tilkynnt um loðnuafla: Hólma-
borg 1.420 tonn til Færeyja, Guð-
mundur 880 til FES, Háberg 650
til Hornafjarðar, Helga II 1.000
til Reyðarfjarðar, Þórshamar 600
til Homafjarðar, Guðrún Þorkels-
dóttir 720 til Eskifjarðar, Sig-
hvatur Bjamason 770 til FIVE,
Höfrangur 910 til Þórshafnar,
Gígja 750 til FES og Sunnuberg
640 til Hornafjarðar.
Síðdegis á fimmtudag tilkynntu
eftirtalin skip um afla: Pétur Jóns-
son 1.050 tonn til Þórshafnar,
Beitir 1.200 til Neskaupstaðar,
Háberg 650 til Homafjarðar,
Húnaröst 750 til Þórshafnar, Kap
II 710 til FIVE, Sunnuberg 640
til Homafjarðar, Börkur 1.150 til
Skotlands, Jón Kjartansson 1.130
Opinber fyrirtæki:
til Færeyja og Jón Finnsson 1.120
til Siglufjarðar.
Óbreyttar gjaldskrár
þýða 630 milljóna tap
HÆKKI gjaldskrár opinberra fyr-
irtækja ekki á þessu ári, mun það
þýða rúmlega 600 milljóna króna
hallarekstur fyrirtækjanna, sam-
kvæmt útreikningum fjármála-
ráðuneytisins. Framfærsluvísital-
an myndi jafnframt lækka um
0,4%. Ríkisstjómin hefur, í tengsl-
um við nýgerða kjarasamninga,
lofað að beita sér fyrir 0,3% lækk-
un framfærsluvísitölu á árinu með
því að draga úr fyrirhuguðum
sköttum og gjöldum eða gjald-
skrárbreytingum opinberra fyrir-
tækja. Ekki hefiir verið tekin
ákvörðun um hvar skorið verður
niður.
í forsendum fjárlaga er gert ráð
fyrir að opinber fyrirtæki fái frá
6-12% gjaldskrárhækkun. Verði fall-
ið frá þeim hækkunum myndi ríkid-
útvarpið tapa 100 milljónum, Áburð-
arverksmiðjan myndi tapa 140 millj-
ónum, Póstur og sími myndi tapa
340 milljónum og Sementsverksmiðj-
an myndi tapa 50 milljónum. Ekki
var gert ráð fyrir hækkun á töxtum
Rafmagnsveitna ríkisins, miðað við
að gjaldskrá Landsvirkjunar haldist
óbreytt.
í fjárlögum var gert ráð fyrir að
ýmis gjöld hækkuðu og nýir skattar
yrðu lagðir á. Þetta átti að skila ríkis-
sjóði 1,5 milljarði króna í tekjur.
Ef bensíngjald hækkar ekki á ár-
inu munu tekjur ríkissjóðs lækka um
190 milljónir frá fjárlagaáætlun en
gert var ráð fyrir 11% hækkun á
árinu. Þá er einnig gert ráð fyrir 9%
hækkun þungaskatts um mitt árið
sem á að skila 110 milljónum. Gert
er ráð fyrir því í fjárlögum að verð
á áfengi og tóbaki hækki í takt við
almenna kostnaðarþróun á 3 mánaða
fresti. Áætlað er að þessar verð-
hækkanir skili ríkissjóði 300 milljón-
um króna. Þá er í forsendum fjárlaga
gert ráð fyrir 650 milljóna króna
tekjuöflun með nærtvöfaldri hækkun
á kílógjaldi á bifreiðir. Einnig á áætl-
uð fyrirframgreiðsla á tekjuskatti
orkufyrirtækja að skila 250 milljón-
um króna.
Páll Halldórsson formaður BHMR:
Munum ekkí afsala
okkur hækkmmm
PÁLL Halldórsson, formaður Bandalags háskólamenntaðra ríkis-
starfsmanna, segir að ekki komi til greina að bandalagið afsali
sér þeim kauphækkunum, sem samningur þess frá síðastliðnu sumri
kunni að skila háskólamönnum hjá ríkinu umfram launahækkanir
samkvæmt lgarasamningum ASI og BSRB.
„Þær hækkanir, sem við fáum
fram yfír aðra, era leiðrétting á
kjöram háskólamenntaðra ríkis-
starfsmanna til jafns við það sem
háskólamenn á almennum mark-
aði hafa,“ sagði Páll. „Þetta er
búið að vera baráttumál í mörg
ár og við náðum loks fram viðun-
andi texta um þetta í sex vikna
verkfalli. Það væri hrein móðgun
við fólkið, sem í þeim átökum stóð,
að ljá máls á að það afsalaði sér
þessum hækkunum.
Talið er að' hækkanir sam-
kvæmt samningi BHMR geti orðið
allt að 12% á árinu, en gert er ráð
fyrir 5% hækkun samkvæmt ný-
gerðum samningum við ASÍ og
BSRB. Páll var spurður hvort hann
teldi ekki að hækkanir BHMR
gætu haft áhrif á laun hjá öðram
launþegum. „Þama er bara verið
að semja um taxtalaun, og það
era ekki allir alþýðusambands-
menn á taxtalaunum. Við vitum
líka að það er fljúgandi launaskrið
á markaðnum,“ sagði Páll. „Vand-
inn er sá að ríkisstarfsmenn búa
við taxtakerfi og þeir einblína á
það.“
Öryggishjálmur bjargar inannslífi:
Hjálmuriim bogn-
aði o g hvítnaði
Grindavík
„ÖRYGGISHJÁLMURINN bjargaði örugglega lífi skipveijans, því
höggið af snurpuhringnum var svo mikið, að hjálmurinn bognaði
og hvítnaði þar sem höggið kom á hann,“ sagði Björgvin Gunnars-
son útgerðarstjóri loðnuskipsins Grindvíkings GK. I gærmorgun
varð það slys um borð í skipinu, að einn skipverja fékk snurpu-
hring í höfuðið með fyrrgreindum afleiðingum.
Grindvíkingur GK var að koma
til Grindavíkur að skipta um nót
og var tekið eitt kast fyrir utan
innsiglinguna til að hreinsa nót-
ina. Þegar verið var að draga féll
einn snurpuhringurinn í höfuð
skipveijans þar sem hann stóð
afturá, í nótagryfjunni, og var
fallið um sex metrar.
Skipveijinn, Egon Th. Marcher,
til heimilis í Grindavík, vildi ekki
gera mikið úr þessu atviki, en
sagðist hafa vankast mikið við
höggið og að þurft hefði að sauma
fímm spor í höfuðið á sér, en
hann væri óbrotinn og færi í
næstu veiðiferð eins og ekkert
hefði í skorist. „í dag fer enginn,
sem annt er um líf sitt, aftur í
nótakassa eftir að skipveiji eins
loðnuskipsins slasaðist illa við
svipað atvik fyrir nokkram árum.
í því tilfelli var hjálmurinn til um
borð, en ekki notaður," sagði
Egon að lokum.
Kr.Ben.