Morgunblaðið - 03.02.1990, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRUAR 1990
Gunnar B. Dungal, forstjóri Pennans, og Kristján Jóhannsson,
forstjóri AB og Eymundssonar, við opnun verslunar Pennans í
Austurstræti 18.
Peiuiinn og Eymunds-
son undir sama þak
TVÆR af elstu verslunum miðborgar Reykjavíkur, Penninn og
Bókaverslun Sigfiísar Eymundssonar, eru nú komnar undir eitt
þak í húsnæði Eymundssonar að Austurstræti 18.
Eymundsson hóf bókasölu í
miðbænum 1872 og Penninn opn-
aði þar ritfangaverslun árið 1932.
í fréttatilkynningu frá fyrir-
tækjunum segir, að með náinni
samvinnu sé stefnt að enn betri
þjónustu við hina fjölmörgxi föstu
viðskiptavini verslananna tveggja.
Penninn muni eftir sem áður bjóða
fjölbreytt úrval ritfanga, teikni-
vara og gjafavara — ásamt einu
landsins mesta úrvali af pennum
og Eymundsson íslenskár og er-
lendar bækur, tímarit og blöð.
Að auki munu verslanirnar sam-
nýta styrk sinn til hagstæðari inn-
kaupa en áður.
Verslunarstjóri Pennans í Aust-
urstræti er Ólafur Sveinsson og
Eymundssonar Fanný Jónmunds-
dóttir.
Leiðrétting:
Ýsuflökin kostuðu
420 til 470 krónur
f FRÉTT Morgunblaðsins í gær
af verði á ýsuflökum var sagt að
þau kostuðu frá 350 til 470 kr.
kílóið. Þetta er ekki rétt, 350
króna kílóverð sem gefið var upp
reyndist vera heildsöluverð.
Blaðamaður sem skrifaði fréttina
taldi sig hafa fengið réttar upplýsing-
ar um söluverð til neytenda þegar
hann hringdi í nokkrar fiskbúðir og
spurði hvað ýsan kostaði. A einum
stað var honum tjáð að verðið væri
350 krónur. Honum hVar hvorki sagt
að um heildsöluverð væri að ræða,
né heldur að viðkomandi fiskbúð,
hefði breytt starfsemi sinni og seldi
einungis í heildsölu.
Lesendur eru beðnir afsökunar á
þessum mistökum.
FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM
2. febrúar.
I FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 90,00 70,00 84,13 1,610 135.448
Þorskur(ósL) 84,00 84,00 84,00 2,266 190.344
Ýsa 110,00 90,00 108,72 1,307 142.083
Ýsa(óst) 102,00 90,00 99,70 1,271 126.714
Steinbítur 68,00 31,00 49,38 0,727 35.884
Steinbítur(óst) 70,00 70,00 70,00 0,427 29.890
Langa 68,00 40,00 67,12 0,412 27.652
Keila(óst) 29,00 29,00 29,00 1,533 44.457
Hrogn 220,00 220,00 220,00 . 0,223 49.060
Samtals 79,51 10,449 830.796
Á mánudag verður selt óákveðið magn úr Stakkavík ÁR og bátum.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 89,00 58,00 83,15 5,801 482.373
Þorskur(ósl.) 85,00 71,00 78,92 12,559 991.216
Ýsa 115,00 108,00 113,05 1,436 162.338
Ýsa(óst) 117,00 105,00 109,30 5,377 587.686
Karfi 49,00 - 46,00 47,92 0,843 40.398
Ufsi 50,00 50,00 50,00 0,351 17.550
Hlýri+steinb. 70,00 70,00 70,00 0,092 6.440
Langa 65,00 65,00 65,00 0,212 13.780
Lúða 530,00 305,00 343,59 0,137 47.073
Samtals 86,87 27,623 2.399.649
i dag, laugardag, verður meðal annars selt óákveðið magn af þorski og
ýsu úr bátum og hefst uppboðið klukkan 12.30.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 90,00 75,00 82,59 29,609 2.445.279
Ýsa 120,00 75,00 102,88 8,631 887.932
Karfi 55,00 21,00 50,64 0,641 32.458
Ufsi 53,00 40,00 45,26 2,404 108.808
Steinbítur 64,00 59,00 61,77 3,930 242.749
Langa 63,00 55,00 62,51 3,105 194.089
Lúða 375,00 270,00 335,34 0,058 19.450
Keila 31,50 10,00 31,11 1,967 61.195
Lýsa 40,00 40,00 40,00 0,073 2.920
Rauðmagi 81,00 81,00 81,00 0,015 1.215
Samtals 78,90 51,261 4.044.651
í dag, laugardag, verður selt óákveðið magn úr línu- og netabátum.
SKIPASÖLUR í Vestur-Þýskalandi 29. janúar til 2. febrúai.
Þorskur 115,14 7,740 891.159
Ýsa 146,50 27,906 4.088.263
Ufsi 92,53 50,205 4.645.623
Karfi 103,72 513,883 53.300.412
Samtals 103,19 643,059 66.355.171
Selt var úr Engey RE 29. jan., Skagfirðingi SK 31. jan . og Breka VE 1. feb.
Gunnar Andersen ber vitni í Hafskipsmáli:
Segir Hafskipsmenn
hafa beðið sig um að
rangfæra bókhaldsgögn
Segist hafa veitt Helgarpóstinum upplýsingar
GUNNAR Andersen, fyrrum framkvæmdastjóri Cosmos, flutningamiðl-
unarfyrirtækis í New York, sem var í eigu og nánu samstarfi við Haf-
skip, bar vitni í Hafskipsmálinu í gær, ásamt Björgvin Björgvinssyni,
fyrrum starfsmanni dótturfyrirtækis Hafskips í Bandaríkjunum, Haf-
skip USA. Við yfirheyrslur yfir Gunnari kom meðal annars fram að
vorið 1985 hefði lionum verið komið í samband við Halldór Halldórs-
son þáverandi ritstjóra Helgarpóstsins og kvaðst Gunnar hafa gefið
Halldóri upplýsingar fyrir greinaskrif um málefni Hafskips. Ekki verð-
ur þingað í Hafskipsmáii í næstu viku en búist er við að verjendur
sakborninga leggi fram lista í allt að 60 liðum með kröfum um, að
vitni verði kölluð fyrir og gagna aflað.
Gunnar Andersen sagði að eftir
■að niðurstaða milliuppgjörs Cosmos
fyrir átta mánuði á árinu 1984 hefði
legið fyrir hefði komið í ljós að í stað
þess að tap væri um það bil 180
þúsund dalir, eins og niðurstaða
mánaðarlegra uppgjöra hafði gefíð
til kynna, væri tapið 370 þúsund
dalir. Ástæða þess hefði verið að
gleymst hefði að taka tillil til ýmissa
launaliða og vaxtagjalda við færslu
bókhalds félagsins. Hann sagði að
Hafskipsmenn hefðu verið mjög
óhressir með þessa niðurstöðu og
ekki sagst geta lagt þessar tölur
fyrir bankann. í framhaldinu hefðu
Páll Bragi Kristjónsson fjármála-
stjóri Hafskips og Björgólfur Guð-
mundsson haft við sig samband og
beðið um að þessu yrði breytt þann-
ig að tapið yrði takmarkað við 180
þúsund dali. Nánar spurður af verj-
anda Páls Braga, Jónasi Aðalsteins-
syni hrl., sagði Gunnar að Páll hefði
farið fram á að hann rangfærði bók-
haldið. Hann kvaðst ekki vita til að
þær rangfærslur hefðu verið unnar.
Gunnar Andersen sagði að hann
hefði fylgst með upphafi og undir-
búningi Atlantshafssiglinga Haf-
skips haustið 1984 en hefði ekki
verið virkur við gerð áætlana í því
sambandi. Hann hefði fengið upplýs-
ingar um málið frá starfsmönnum
félagsins í Bandaríkjunum og á ís-
landi. Hann hefði sjálfur verið í hópi
fjölmargra innan fyrirtækisins sém
hefðu verið haldnir miklum efasemd-
um um þennan rekstur. Hann sagði
að frá fyrstu ferð hefði verið tap á
siglingum á þessari leið og sagði að
það hefði legið fljótlega fyrir og einn-
ig að allt stefndi í áframhaldandi
tap. Hann sagði að strax í desember
1984 hefði Björgólfur Guðmundsson
sagt við sig í símtali að mikið tap
væri á flutningunum. Hann sagðist
á þessum tíma hafa rætt málið við
fleiri af fyrirsvarsmönnum Hafskips
og hefði enginn þeirra haft á orði
að líkur væru á hagnaði. Ákæruvald-
ið spurði Gunnar um álit hans á
skýrslunni Á krossgötum sem Ragn-
ar Kjartansson stjórnarformaður
lagði fram á hluthafafundi í Hafskip
í febrúar 1985 þegar hann mælti
fyrir hlutafjáraukningu um 80 millj-
ónir króna. Þar segir meðal annars
á þá leið að gert sé ráð fyrir 10%
hagnaði af Atlantshafssiglingunum.
Gunnar Andersen sagði fullyrðingar
þær sem settar hefðu verið fram í
skýrslunni engan veginn hafa komið
heim og saman við það sem hann
hefði áður heyrt og framtíðarspárnar
GENGISSKRÁNING
Nr. 23 2.febrúar 1990
Kr. Kr. Toll-
Ein. Kl. 09.16 Kaup Sala Gangi
Dollari 60,19000 60.35000 60.2/000
Slerlp. 101,30900 101.57800 101.0/300
Kan dollari 50.6/600 50.81000 50.63600
Dönsk kr. 9,26000 9,28460 9.30450
Norsk kr. 9,28140 9.30610 9.29810
Sænsk kr. 9,81890 9.84500 9.84400
Fi. mark 15,19950 15.23990 15,24860
Fr franki 10,56380 10.59190 10.58850
Belq. franki 1.71660 1.72120 1.72020
Sv. franki 40,31350 40.42060 40.5/220
Holl. gylf.ni 31.82050 31,90510 31.94380
V-þ. mark 35,879/0 35.97510 35.98210
it lira 0,04829 0.04842 0.0483/
Austurr. sch 5,09440 5,10790 5.11200
Port. escudo 0,40780 0,40890 0.40830
Sp pesen 0.55480 0.55620 0.55510
Jap yen 0.41492 0.41602 0.42113
írskl pund 95,11500 95.36800 95.21200
SDR (Sérsl) /9.79510 80 00/20 80.09/00
ECU. evr m 73.10080 73.29510 73.29130
Tollgengi fynr febrúar er solugengi 29. janúar.
Sjálfvirkur simsvan gengisskrámngar er 62 32 70.
hefðu verið líkastar skýjaborgum.
Gunnar sagðist um þetta leyti
hafa sagt upp störfum hjá Cosmos
af ýmsum ástæðum en sagðist hafa
fallist á að gegna starfi þar tii eftir-
maður fyndist. Meðal ástæðna fyrir
uppsögn sinni nefndi hann að for-
sendur fyrir rekstri Cosmos hefðu
ekki staðist, einkum hvað varðaði
samstarf við Hafskip USA, dóttur-
fyrirtæki Hafskips í Bandaríkjunum.
Hillt hefði undir endalok Hafskips
með Atlantshafsflutningunum og
þegar hann hefði frétt af fyrrnefnd-
um hluthafafundi hefði hann ekki
lengur viljað vera í þessum félags-
skap. Gunnar sagði að eftir að hann
hætti hjá fyrirtækinu hefði verið lagt
hart að honum að veita ekki neikvæð-
ar upplýsingar um Hafskip. I því
sambandi nefndi hann að honum
hefðu borist hótanir um lögsókn eða
handtöku á íslandi og sagðist hafa
fengið skilaboð um að málið gæti
haft neikvæð áhrif á feril föður hans,
Hans G. Andersen sendiherra, hjá
utanríkisþjónustunni. Þá hefði eftir-
maður sinn hjá Cosmos dreift sögum
um að Gunnar væri orðinn geðveikur.
Veijendur sakborninga drógu
framburð Gunnars Andersen mjög í
efa. Guðmundur Ingvi Sigurðsson
hrl. spurði Gunnar hvort hann vissi
hvers vegna hann, einn um það bil
40 starfsmanna Cosmos, hefði verið
yfirheyrður í þinghaldi í skiptarétti
Reykjavíkur sem háð var á hóteli í
New York borg í mars 1986, tíu
mánuðum eftir að hann lét af störf-
um. Gunnar sagðist enga sérstaka
skýringu hafa á því. Veijandinn
spurði hvort Gunnar teldi að hann,
sem ekki hefði verið starfsmaður
Hafskips heldur samstarfsfyrirtækis
þess, hefði haft aðgang að gögnum
sem gefið hefðu honum þá yfirsýn
að honum hefði verið fært að leggja
heildarmat á Atlantshafssiglingarn-
ar. Gunnar sagðist hafa þekkt tölur
um tekjur af skipaferðum, sem hann
hefði fengið eftir að siglingar hófust.
Hann sagðist hafa byggt það álit
sitt að Atlantshafssiglingar væru
dauðadæmdar áður en þær hófust
meðal annars á háu og hækkandi
gengi Bandaríkjadals á þeim tíma
sem valdið hefði því að útflutningur
frá Bandaríkjunum hefði verið í lág-
marki, og þess hefði séð stað í af-
komu annarra skipafélaga á þessari
leið. Gunnar kannaðist við að hafa
ritað, um það leyti sem hann lét af
störfum, bréf þar sem fram hefði
komið að hann hefði engar upplýs-
ingar til að byggja á mat um árang-
ur af Atlantshafssiglingum og var
þá spurður hvers vegna hann hefði
staðhæft í skiptaréttaryfirheyrslunni
tíu mánuðum síðar að sér hefði verið
ljóst frá upphafi að dæmið gengi
ekki upp. Hann sagðist alltaf hafa
verið þeirrar skoðunar en hefði ekki
talið bréfið vettvanginn til að koma
því á framfæri.
Var heimildarmaður
Helgarpóstsins
Gunnar sagði rétt að Björgólfur
Guðmundsson hefði á fundi í
Reykjavík farið hörðum orðum um
stjórn sína á Cosmos þegar lá fyrir
að tapið var meira en upphaflega var
gert ráð fyrir en sagði rangt að sér
hefði verið hótað brottrekstri. Hann
sagði rangar fullyrðingar, í bók
Helga Magnússonar endurskoðanda
um Hafskipsmálið, í þá átt að eftir
fundinn hefði Gunnar lagt megna
fæð á Björgólf og verið farinn að
undirbúa hefndaraðgerðir gegn Haf-
skipi fyrir aðalfundinn í júní 1985.
Gunnar sagði að sér hefði verið kom-
ið í samband við Halldór Halldórsson
þáverandi ritstjóra Helgarpóstsins
og kvaðst hafa veitt honum upplýs-
ingar vegna greinaskrifa um málefni
Hafskips.
Björgvin Björgvinsson, einn sjö
fyrrum starfsmanna dótturfyrirtækis
Hafskips í Bandaríkjunum, Hafskips
USA, kom einnig fyrir rétt. Hann
bar mjög á sömu leið og Gunnar
Andersen við yfirheyrslur skiptarétt-
ar Reykjavíkur í New York og stað-
festi skýrslur sínar þar fyrir dómin-
um. Veijendur sakborninga hafa
ítrekað vakið athygli á að ekki hafí
verið rætt við neinn annan af starfs-
mönnum Hafskips vestanhafs, en í
fyrirtækjunum tveimur sem tengdust
Hafskip hafí starfað á fimmta tug
manna.
Björgvin sagði að niðurstöður um
afkomu Atlantshafsferða hefðu legið
fyrir innan þriggja vikna til mánaðar
frá því skip lét úr höfn. Rangt væri
sem Hafskipsmenn héldu fram að
gagnaskil hefðu tekið allt að þijá til
fjóra mánuði. Hann sagði að í nóvem-
ber eða desember 1984 hefði sér
verið ljóst að tap hefði orðið á fyrstu
ferðum Atlantshafssiglinganna, sem
farnar voru um miðjan október það
ár og í janúar hefði legið fyrir að tap
hefði orðið á öllum fjórum ferðunum
sem farnar hefðu verið í árslok 1984.
Hann sagði að þetta hefði verið al-
menn vitneskja meðal starfsmanna
og forsvarsmanna Hafskips.
Bjartsýni í Knge
Björgvin var spurður ítarlega um
hvemig gagnaskilum frá Hafskip
USA til Hafskips í Reykjavík hefði
verið háttað, hvaða gögn hefðu verið
send og innan hvaða tíma. Fram-
burði hans um þau atriði bar ekki
saman við framburð Hafskipsmanna
um sömu atriði. Þó bar hann á sömu
leið og þeir að vegna mikils álags á
skrifstofufólk með auknum umsvif-
um og vegna vanhæfni bókhaldara
á skrifstofunni hafi bókhaldinu
vestra verið áfátt og vinna við það
hefði lent á öðrum, meðal annars
honum sjálfum. Björgvin sagðist
hafa verið á fundi umboðsmanna
Hafskips í Koge í Danmörku í mars
1985. Þar sagði hann menn yfirleitt
hafa verið jákvæða og bjartsýna.
Hann sagðist sjálfur hafa verið bjart-
sýnn á Atlantshafssiglingamar á
þessum tíma og kvaðst ekki hafa
tekið til máls á fundinum. Hann sagði
að útkoma úr nokkmm ferðum á
Atlantshafsleiðinni hefði verið já-
kvæð í upphafi árs 1985 og því hefði
hann getað verið bjartsýnn á að
dæmið myndi ganga upp.
Þórður H. Hilmarsson fyrrum
framkvæmdastjóri hagdeildar Haf-
skips kom einnig fyrir dóm í gær.
Hann gerði grein fyrir aðdraganda
þess að hann útbjó skjal og lét í té
endurskoðanda félagsins um upp-
hafskostnað vegna Atlantshafssigl-
inga og uppsafnaðar tekjur í höfnum
um áramótin 1984, en þessir liðir
voru eignfærðir í efnahagsreikningi
Hafskips fyrir árið 1984. Hann sagð-
ist hafa útbúið gögnin á grundvelli
upplýsinga sem komið hefðu fram á
fundi með ýmsum forráðamönnum
félagsins. Hann kvaðst aldrei hafa
verið í vafa um að þessi gögn væru
efnislega rétt og byggð á traustum
rökum, rétt og skylt hefði verið að
taka tillit til þessara liða við reikn-
ingsskilin því þau útgjöld sem ráðist
hefði verið í hefðu á þessum tíma
hvergi nærri verið búin að gefa það
af sér sem til var stofnað. Hann sagði
að þær tölur sem upp voru gefnar
hefðu staðist með tilliti til þeirra
áætlana og forsendna sem til staðar
hefðu verið.