Morgunblaðið - 03.02.1990, Blaðsíða 35
•MÖKtíUN‘M,Álí>IÐ f.AUUARDAtíUR ». FPJBRÚAR'IÖ90
!35>
fclk í
fréttum
ÆVISAGA VERKALYÐSHETJU
Lech Walesa fær milljón doll-
ara fyrir kvikmyndaréttinn
Pólska þjóðhetjan og verkalýðs-
frömuðurinn Lech Walesa
samdi í desember við tvö bandarísk
kvikmyndafyrirtæki um réttinn til
að kvikmynda ævisögu hans. í
samningaviðræðunum sýndi Walesa
að auk annarra hæfileika hefur
hann prýðilegt viðskiptavit. Fyrsta
tilboð félaganna var 200 þúsund
Bandaríkjadollarar eða nær 12,5
milljónir ísl.kr. Walesa komst að
raun um að kvikmyndafyrirtæki í
Hollywood höfðu boðið milljón doll-
ara fyrir réttinn til að gera mynd
um ævi Chico Mendes, þekkts um-
hverfísverndarmanns er myrtur var
af landeigendum í Brasilíu fyrir að
beijast fyrir réttindum smábænda.
Pólski Ieiðtoginn ákvað að fyrirtæk-
in skyldu ekki komast upp með að
greiða minna fyrir sína ævisögu og
hafði sitt fram. Enn hefur ekki ver-
ið ákveðið hver leikur Walesa.
Lech Walesa. Fær milljón
dollara fyrir kvikmyndarétt-
inn að ævisögunni.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Ágúst Bjarnason flutti ræðu við afhjúpun minningarskjaldarins um
flutning Sköpunarinnar eftir Haydn fyrir 50 árum. Þátttakendur í
flutningnum og börn þátttakenda hlýða á.
Á innfelldu myndinni er Guðrún Aradóttir við minningarskjöldinn
um fyrsta flutning óratóríu á íslandi 18. desember 1939.
50 AR FRA FYRSTA FLUTNINGIORATORIU AISLANDI:
Minningarskjöldur
afhjúpaður á bif-
reiðaskála Steindórs
Fyrsta stórverkið í tónlistarflutn-
ingi á íslandi var flutt þann
18. desember árið 1939 í bifreiða-'
skála Steindórs, þar sem nú er
Byggingamark aður Vesturbæjar
við Sólvallagötu í Reykjavík. Þar
var þá flutt óratórían Sköpunin eft-
ir Haydn undir stjórn dr. Páls ísólfs-
sonar. í tilefni af því að 50 ár eru
liðin frá þessum viðburði var komið
fyrir minningarskildi á vegg hússins
og var hann afhjúpaður síðastliðinn
þriðjudag.
„Blessun fylgi þessari töflu og
því húsi sem hún prýðir,“ sagði
Guðrún Aradóttir þegar hún af-
hjúpaði skjöldinn, en hún var aðal-
hvatamaður þessa framtaks og er
ein þeirra sem tóku þátt í flutningi
Sköpunarinnar. Hún sagði í sam-
tali við Morgunblaðið að hátt í 100
manns hafi tekið þátt í flutningnum.
Tónlistarfélagskórinn og karlakór-
inn Kátir félagar, sem Hallur Þor-
leifsson stjórnaði, sungu og Hljóm-
sveit Reykjavíkur lék. Einsöngvarar
voru Elísabet Einarsdóttir, Guðrún
Ágústsdóttir, Gunnar Pálsson, Arn-
ór Halldórsson og Sigurður Mark-
an. Arndís Björnsdóttir leikkona las
upp texta. Píanóleikari var Anna
Péturss. og stjórnandi uppfærsl-
unnar var dr. Páll ísólfsson.
Steindór Einarsson, sem rak Bif-
reiðastöð Steindórs, lánaði bifreiða-
skála sinn undir þennan viðburð.
Guðrún segir að um 2.000 stólar
hafí komist fyrir og hvert sæti ver-
ið skipað. Verkið var flutt einu
sinni.
Guðrún segir að börn Steindóre
eigi stærstan þátt í að gera þessa
minningartöflu að veruleika, en
einnig beri að þakka eftirlifandi
þátttakendum í flutningi órató-
ríunnar stuðning og börnum þeirra
sem látnir eru.
COSPER
—Ég er fyrst að reyna án skíða.
MALARALIST
Verkum Dalis úthlutað
Katalónski listmálarinn Salvador
Dali lést sem kunnugt er fyr
ir ári og hefur nú 200 málverka
hans loks verið skipt á milli safna
í Madrid og Katalóníu. Málverkið á
myndinni, „Sjálfsflekkunin mikla“,
eitt þekktasta verk listmálarans
(frá 1929), fellur til að mynda í
skaut listamiðstöðvar í Madrid, sem
kennd er við Sofíu drottningu. 55
málverk til viðbótar koma í hlut
listamiðstöðvarinnar. 134 verk
verða í Katalóníu og Gala-Salvador
Dali-stofnunin, sem rekur Dali-
safnið í katalónska þorpinu Figuer-
as, þar sem málarinn var greftrað- >
ur, ákveður í hvaða söfnum þau
verða sýnd. Á meðal þeirra verka
eru „Galarina" frá 1945 og „Barce-
lona-gínan“ frá 1926.
Salvador Dali ánafnaði spænska
ríkinu þessi verk. Katalóníumenn,
sem stoltir eru af listaarfieifð sinni
og einkum af Dali, höfðu óttast að
þeir myndu bera skarðan hlut frá
borði við úthlutun málverkanna en
eru ánægðir með útkomuna. Verkin
eru metin á rúma átta milljarða
ísl. króna.
Sjálfsflekkunin
mikla", eittþekkt-
asta verk listmálar-
ans (frá 1929)