Morgunblaðið - 03.02.1990, Blaðsíða 41
MORGUNIU.ADII) LAUGARDAGl.’R íi. RKBRÚAR i99'0/
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282KL. 10—12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
teiðholtskirkj..
nauðungaruppboðii
Ntlíg. w Brrtðholtairli. .urlvu ■ B.udunr.runnhoAi_
<• hr*«r. Sér. BmðhoiiMai.,,
m 25 uúUjA^ug ►.rf
Gnh Mfð< «A mðurvlurður ,
Er nú komið að kirkjunni?
Til Velvakanda.
Eins og kunnugt er, hefur flest
farið úrskeiðis hjá landsstjóminni hin
síðustu misseri. Þar nægir að nefna
minnkandi atvinnu, óhugnanlega
gjaldþrotaskriðu og sívaxandi deyfð
og vonleysi hefur fylgt í kjölfarið,
sem vonlegt er. Það er að segja hjá
þeim, sem ekki hafa haft aðstöðu til
þess að flýja land. Slíka skussastjórn
sem landsstjórn Steingríms hefur
þjóðin aldrei fengið yfir sig fyrr. Og
ekki hefur stjórnarfarið batnað eftir
að Borgaraflokkurinn varð þar þátt-
takandi. Úrræðin virðast engin á
stjórnarsetrinu, önnur en aukin
skattlagning og kukl og krukk í
sjóðakerfið, sem minnir helzt á það
er Munchausen sálugi dró sjálfan sig
upp úr pyttinum á hárinu.
Það hvemig búið er að mennta-
og menningarstofnunum þjóðarinnar
er fyrir neðan allar hellur. Skömmu
fyrir áramótin síðustu skrifaði kona
ein stutta grein, en ágæta, þar sem
hún vakti athygli á því, að fjármála-
ráðherrann væri með ráðagerðir um
að þrengja að kirkjunni fjárhagslega.
Þetta þurfti nú raunar ekki að koma
á óvart, þar sem forverar hans,
kommúnistamir, höfðu það á stefnu-
skrá sinni að leggja kirkjuna í rúst.
Og á fyrsta mánuði þessa árs má
sjá árangurinn: Farið er að auglýsa
kirkjur á nauðungaruppboði.
En þótt vinstri stjórn væri til í
þessar og þvílíkar aðgerðir, munu
ýmsir hafa haldið, að borgaraflokks-
menn mundu snúast þar á móti, og
vitnuðu í stefnuskrá þeirra og inn-
fjálgaryfirlýsingar. Öðru nær. Raun-
ar hefur sá ráðherra, sem fer með
þessi mál, öðrum hnöppum að
hneppa, í dómsmálunum, því að eftir
margra ára kyrrð á þeim vettvangi
eru nú komin þar til sögu hin furðule-
gustu mál, eins og húsnæðisleysi lög-
reglunnar í Stykkishólmi, skipulags-
erjur á Vestfjörðum og vaktadeilur
í Kópavogi (hjá RLR). — En hvað
sem allri þeirri óstjórn líður, mætti
e.t.v. spyija: Er nú komið að því, að
elsta og merkasta menningarstofnun
þjóðarinnar, kirkjan, skuli lögð í rúst?
Ætla borgaraflokksmenn ekki einu
sinni að gera „bókún" í málinu?
Ingibjörg Jónsdóttir
Hvers vegna
er ekki
úthiutað?
Til Velvakanda.
Nú, þegar sem mest er skrifað
og fjallað um málrækt og málvönd-
un, dettur mér í hug, að fyrir all-
löngu voru stofnaðir tveir sjóðir,
sem áttu að stuðla að aukinni mál-
rækt og úr þeim átti að veita verð-
laun þeim, sem skrifuðu og töluðu
bezt mál eða flyttu bezt mál í út-
varp. Annars vegar var minningar-
sjóður um Björn Jónsson ráðherra,
sem veitt var úr í nokkur skipti
ýmsum, sem þóttu skrifa vandað
mál og öðrum betur. Hins vegar
var minningarsjóður um Daða
Hjörvar, sem veitt voru úr verðlaun
til þeirra, sem töluðu fagurt mál í
útvarp og væru fyrirmynd af því
leyti.
Úthlutanir úr þessum sjóðum
voru á hveiju ári framan af, en nú
hefur ekkert heyrst um þá í mörg
ár, engar úthlutanir og engar til-
kynningar um, að sjóðirnir hafí
verið lagðir niður.
Ég leyfi mér því að Iýsa eftir,
hvort sjóðir þessir séu til enn eða
hvað orðið hafi um þá og hvers
vegna ekki sé lengur úthlutað úr
þeim.
Þ.
Þessir hringdu ..
Skíðahanskar
Rosinol skíðahanskar, rauðir,
gulir og bláir og merktir „Gunnar"
töpuðust á leinni frá Ártúnsholti
að Fiskakvísl. Finnandi er vinsam-
legast beðinn um að hringja í síma
672097 eftir kl. 17.
Læða
Grá og hvít læða að nafni Lady
kom í hús í Vesturbænum fyrir
nokkru en hún býr sennilega ein-
hvers staðar í grennd við
Vesturvallagötu. Hún er kettlinga-
full. Sá sem á hana er vinsamleg-
ast beðinn að hringja í síma 28315.
Einokun kommúnista
Hilmar Jónsson hringdi:
„Ágæt grein í Morgunblaðinu
nýlega ber fyrirsögnina Einokun
kommúnista er lokið. Er þar fjallað
um stjónmál í Júgóslavíu. En hve-
nær rennur upp sá dagur að við
fáum að lesa í Morgunblaðinu fyrir-
sögnina Einokun kommúnista á
úthlutun starfslauna til íslenskara
rithöfunda er lokið.“
Barnameðlög nógu há
Sigurður Árnason hringdi:
„Það hafa nokkrar manneskjur
skrifað um að barnameðlög væru
allt of lág, jafnvel að þau mætti
hækka um helming. Ég spyr, hefur
þetta fólk skoðaða málið frá báðum
hliðum? Ein kona fullyrðir að það
sé verið að verðlauna menn sem
eiga fleiri börn en þijú, ríkið borgi
með séu þau fleiri. Það vill svo til
að ég hef borgað með fjórum, þann-
ig að ég hef ekki verið verðlaunað-
ur. Annars held ég að það væri
ekki úr vegi að verðlauna þá sem
geta getið af sér börn, við íslend-
ingar erum alltof fáir. Það er alveg
dæmigert með einstæðar mæður
hvað þær geta endalaust verið að
láta fólk vorkenna sér. Trúlega
hafa fáir það eins gott og þær
enda er það fámennur hópur ein-
stæðra mæðra sem kvartar. Ef
barnameðlög hækka þá endar með
því að ríkið verður að borga þau
því menn geta ekki bæði borgað
fúlgur í barnameðlög og stofnað
heimili aftur. Þið ættuð kannski
að fá Kvennalistann til að banna
okkur að stofna heimili aftur. Það
er alveg einkennilegt hvað við erum
slæmir í ykkar huga eins og við
vorum góðir þegar börnin voru að
koma undir. Nei, barnameðlög
mega ekki hækka og dráttarvext-
ina burt þannig að menn geti stað-
ið þokkalega í skilum.“
NORRÆNI KVIKMYNDASJÓÐURINN
óskar að ráða
FORSTÖÐUMANN
Æskilegt er að viðkomandi taki til starfa sem fyrst.
Forstöðumanninum
Umsóknir skal senda formanni sjóðsstjórnarinnar
Bengt Bergman, Oy Yleisradio ab, PB 10, SF-
00241 Helsingfors, (sími +358-0-1521) fyrir 23.
febrúar 1990.
Nánari upplýsingar um starfið veita formaðurinn
og aðrir þeir sem í stjórn sjóðsins sitja:
Erik Cro ne (+45-31-576500)
Ólafur Ragnarsson (91-688300)
Kent Nilssen (+47-2-459050)
Ingrid Edström (+46-8-6651100)
inn hetur aðsetur i
I desember á síðasta ári gerðu Norræna ráðherranefndin, norrænar sjónvarpsstöðvar og kvikmyndastofnanir mcð
sér samning um stofnun og ljármögnun norræns kvikmyndasjóðs. Sjóðnum er ætlað að treysta norræna samvinnu
á sviði kvikmyndagerðar og stuðla að dreifingu sjónvarpscfnis og kvikmynda innan Norðurlanda. Sjóðurinn mun
starfa í fimm ár í tilraunaskyni. Sjóðurinn mun veita styrki til framleiðslu kvikmynda og sjónvarpsefnis og jafn-
framt hafa með höndum dreifingu þessa efnis. Ákveðið hefur verið að sjóðurinn hafi 45 milljónir danskra króna
til úthlutnar ár hvcrt.
er ætlað að stjórna starfsemi sjóðsins og mun þannig annast
umsóknir um styrki til ákveðinna vcrkcfna og leggja þær
fyrir stjórn sjóðsins. Hann mun einnig veita upplýsingar
um skipulag og starfsemi sjóðsins.
Forstöðumaóurinn ber ábyrgð á listrænni hlið starfseminnar
svo og fjármálum sjóðsins gagnvart stjórn hans. Við leitum
að manni með ríka sköpunargáfu sem jafnframt hefur
reynslu af stjórnunarstörfum. Æskilegt er að viðkomandi
búi yfir þckkingu og reynslu á sviði kvikmynda- eða sjón-
varpsþáttagerðar og þekki vel til stöðu þessa málaflokka á
Norðurlöndum.
Ráðning er til fjögurra ára. Stjórn sjóðins ákvarðar kaup og
kjör í samræmi við hæfni þess sem starfið hlýtur. Umsækj-
endur eru beðnir að leggja fram launakröfur sínar. Sjóður-
Nýtt námskeið
INNHVERF ÍHUGUN er huglæg þroskaaðferð, sem
allir geta lært. Iðkun hennar vinnur gegn streitu og
stuðlar að heilbrigði og ánægju í daglegu lífi.
Nýtt námskeið hefst með kynningarfyrirlestri í dag,
laugardag, kl. 15.00, á Laugavegi 18a (4. hæð).
Aðgangurókeypis. Upplýsingarí síma 16662.
fslenska íhugunarfélagiö.
Maharishi Mahcsh Yogi
SKÁKKEPPNI
STOFNANA OG FYRIRTIEKJA 1990
hefst í A-riðli mánudag, 5. febrúar, kl. 20 og í
B-riðli miðvikudag, 7. febrúar, kl. 20. ^ I
Teflt verður í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur
í Faxafeni 12. Keppt er í fjögurra manna sveitum
og er öllum fyrirtækjum og stofnunum heimil
þátttaka í mótinu.
Nýjar keppnissveitir hefja þátttöku í B-riðli.
Þátttöku í keppninni má tilkynna í síma Taflfé-
lagsins á kvöldin kl. 20-22. Lokaskráning í A-
riðil verður sunnudag, 4. febrúar, kl. 14-17, en
í B-rrðil þriðjudag, 6. febrúar, kl. 20-22.
Taflféiag Reykjavíkur,
Faxafeni 12,
símar 83540 og 681690.
KOLA PORTIÐ
Mar*Ka£)StOftr
— aftur á laugardögum.
IDAG!!
Nú verður aftur líf og fjör í miðbænum á
laugardögum því í dag opnar
Kolaportið aftur troðfullt af nýjum og
notuðum vörum. Komdu og gerðu góð
kaup. Þú færð saltfisk hjá Sverri, ávexti og
grænmeti hjá Árna, sovéska skartgripi hjá
Selmu, kaffisopa hjá Guðrúnu o.s.frv.,
o.s.frv.
Það er alltaf bráðskemmtilegt að líta við
í Kolaportinu.
•V
V!