Morgunblaðið - 03.02.1990, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 03.02.1990, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚAR 1990 Lífeyrissjóður bænda auglýsir nýtt símanúmer á skrifstofu sjóðsins 91-624747 Lífeyrissjóður bænda, Bændahöllinni, Hagatorgi, 107 Reykjavík. Happdrætti Dregið var í merkjasöluhappdrætti- Blindravinafélags íslands 30. nóv. sl. Vinningsnúmer eru þessi: 4099 -15842 - 20821 - 2307 - 23824 - 7187 - 10473. Vinninga má vitja á skrifstofu félagsins, Ingólfsstræti 6, Reykjavík. ÍSIANDS HlALPIB BIINDUH NOTAÐIR BÍLAR NISSAN BLUEBIRD ’87 Rauður. 5 gíra. 5 dyra. Ekinn 56 þús/km. Verð kr. 690 þús. FORD BRONCO ’85 Blár. 5 gíra. 3ja dyra. Ekinn 90 þús/km. Verð kr. 950 þús. TOYOTA TERCEL 4X4 ’85 Brúnn. 5 gíra. 5 dyra. Ekinn 53 þús/km. Verð kr. 550 þús. MMC PAJERO ’85 Stuttur. Hvítur. 5 gíra. 3ja dyra. Ekinn 80 þús/km. Verð kr. 890 þús. FORD ESCORT ’87 Svartur. 5 gíra. 5 dyra. Ekinn 25 þús/km. Verð kr. 550 þús. FORD BRONCO ’73 Grænn. 5 gíra. 5 dyra. Ekinn 160 þús/km. Verð kr. 290 þús. Toppeintak - einn eigandi frá upp- hafi! TOYOTA NYBYLAVEGI 6-8, KOPAVOGI Alþýðubandalagið og Rúmenía Alþýðubandalagið hefur hvergi nærri gert hreint fyrir sínum dyrum varðandi tengsl flokksins við valdhafa Rúmeníu síðustu ára- tugi. Staksteinar staldra í dag við grein Inga R. Helgasonar í tímaritinu Rétti (3. hefti, 53. árgangur, 1970). Það er fróðlegt að lesa þessa íslenzku úttekt á kommúnismanum austur þar í Ijósi atburða í A-Evrópu síðasta misserið. „Stjómlist um- byltingarimi- ar“ Ingi R. Helgason segir í tímaritinu Rétti, heim- kominn frá Rúmeníu 1970: „I Rúmeníu fer nú iram víðtæk umbylting þjóðfélagsins úr land- búnaðarlandi i háþróað iðnriki. Þessi umbylting setur mark sitt á öll svið þjóðlífsins og ristir injög djúpt. Allir virðast skilja nauðsyn hennar sem höf- uðforsendu fyrir bættum lífskjörum afmcimings. Stjónilist þessarar um- byltingar er fólgin í því, að fáta fólksflutninga úr sveitum ekki verða örari en svo, að hægt sé að sjá fólkinu fyrir húsnæði í borgunum og mennta það til þátttöku í iðnaðin- um, en jafiiframt að iðn- væða landbúnaðiim tif þess að afi-akstnr hans minnki ekki við fólks- fækkunina og byggja ný íbúðarhús í sveitum handa þeim sem eftir verða. Rúmensku félag- amir voru mjög ánægðir með framvindu þcssarar umbyltingar og árangur hennar". Roðinni austri: leiðar- ljós alþýðunn- ar Síðar í greininni segir: „Stjórnmálaflokkur verkalýðshreyfingarinn- ar er í sjálfu sér ekki annað en baráttutæki hennar. Hann er cngum háður, öðrum en henni og hagsmunir hennar eru hans eina leiðarjjós. Þetta gildir, hvort sem hann á í höggi við harðvítugt kapítalískt ríkisvald eða hann hefur náð úrslitavöfdum í þjóð- félaginu ... í þjóðfélagi, þar sem verið er að taka skrefin hm í búskaparháttu sós- ialismans og flokkur verkidýðsstéttarinnar hefiir tekið þar í sínar hendur öll pólitísk völd, þarf hann að sinna, sem aldrei fyrr, lífshagsmun- um alþýðuimar í landinu og varða á raunhæfan hátt veginn til sósíal- ískrar uppbyggingar." Alþjóðlegt kerfi sósíal- ismans Enn segir þessi stefiiu- viti Alþýðubandalagsins: „Hvað sem líður fyrri hugmyndum um só- síalska heimsbyltingu og deilum um þær hug- myndir, og hvað sem líður siðari hugmyndum um fullkomhm sósíalisma í einu landi fyrst og síðan koll af kolli eða deilunum 'um þær hugmyndir, þá verða sósíalistar í dag að fita dhdektiskum augum á heimsmyndina eins og hún blasir við. Mörg ríki og fjölmeiui standa í alvarlegum við- fangsefiiuin sósíaliskrar þjóðfélagslegrar upp- Iiyggingar í svo ríkum mæli, að hægt cr að tala um alþjóðlegt kerfi só- síalismans. A sama hátt mynda önnur ríki, sem eru höfuðvígi imperial- ismans, alþjóðlegt kerfi kapitalismans ... Við þessiir alþjóðlegu aðstæður er brýn nauð- syn á að sósíalískir flokk- ar í ölluni löndum heims hafi sem bezta og nán- asta samvinnu sín á milli um baráttuaðferðir sínar til að vinna bug á kapítal- ismanum og leggja að velli alþjóðlegt kerfi hans ...‘XLeturbr. Stst.) Lærdómar reynslunnar Það er fróðlegt að lesa lýsingu höfundar á göngu Rúmena „inn í búskaparhætti sósíalism- ans“, sem og á „alvarleg- um viðfangsefhum sósí- aliskrar þjóðfélagslegrar uppbygghigar í svo ríkum mæli, að hægt er að tafa um alþjóðfegt kerfi sósíalismans". Þá er ekki síður lærdóms- ríkt að sjá þá staðhæf- ingu þessa stefhuvita Al- þýðubandalagsins, ný- kominn heim fi á Rúm- eníu, að brýn nauðsyn kalli „á að sósíaliskir flokkar í öllum löndum heims hafi sem bezta og nánasta samvimiu sín á milli um baráttuaðferðir sínar til að vinna bug á kapítalismanum og leggja að velli alþjóðlegt kerfi hans ...“. Nú liggur ljóst fyrir, hvað „sósialskir búskap- arhættir" hafá fært al- mcnningi í A-Evrópu — í lifskjörum og mannrétt- indum — sem og að „al- þjóðlegt kerfi sósíalism- ans“, sem höfundur kall- ar svo, er nánast gjald- þrota. Það leitar nú ásjár „alþjóðlegs kerfis kapít- alismans“ og leiðar markaðsbúskapar út úr ógæfu sinni. Höfundur sagði: „Þá verða sósíalistar í dag að líta dialektískum augum á heimsmyndina eins og hún blasir við.“ Það er nú svo og svo er nú það. Er ekki tímbært að Alþýðubandalagið geri upp við marx-leníníska fortíð sina á marktækan hátt? Er ekki tímabært að hyggja að því, hvort hagkerfi og þjóðarbú- skapur okkar eru ekki háð einhveijum þeim sós- ialískum miðstýringar- og haftaannmörkum, sem valda því, að Island er i dag eina OECD-ríkið án hagvaxtar? FffRI IMIRALE 20-50% ofaCátfrvi af öllum gjafavörum og húsgögnum í dag og næstu daga Opið í dag, laugardag kl. 10-17 Mtl&lE HÚSMUNAVERSLUN ENGJATEIGI 9 REYKJAVlK SI M I 68 91 55

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.