Morgunblaðið - 03.02.1990, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRUAR 1990
Kammerhljómsveit Akureyrar:
Sigrún Hjálmtýsdóttir
syngur á Vínartón-
leikum hljómsveitarinnar
Kammerhljómsveit Akureyrar heldur þriðju tónleika vetrarins í
jjþróttíiskemmunni kl. 17 á morgun, sunnudag. Á tónleikunum verð-
ur flutt Vínartónlist eftir Franz Lehár, Johann Strauss yngri og
þann eldri og eftir austurríska tónskáldið C.M. Ziehrer. Stjórnandi
á tónleikunum verður Warclaw Lazarz, en einsöngvari verður Sig-
rún Hjálmtýsdóttir sópransöngkona.
Lilja Hjaltadóttir konsertmeistari
sagði að starf hljómsveitarinnar
væri öflugt og þau verk sem hafa
verið eða verða flutt í vetur eru af
ólíkum toga. „Það er allaf áhugi á
Vínartónlist, fólk þekkir hana, en
það er líka gaman að fást við ný
verk,“ sagði Lilja. „Það hefur verið
gaman að taka þátt í því upp-
byggingarstarfi sem fram hefur
farið og sjá hvemig tónlistarlífíð
hefur blómgast á undanförnum
árum. Það er einnig jákvætt hversu
mikinn áhuga fólk hefur sýnt hljóm-
sveitinni og allir eru tilbúnir að
leggja mikið á sig til að sjá árang-
ur af starfinu.“
Lilja sagði að fólk væri farið að
átta sig á mikilvægi þess fyrir
bæjarfélagið að hljómsveitin starf-
aði, en vissulega þyrftu hljóðfæra-
leikarar að leggja mikið á sig.
„Þetta er krefjandi starf og erfítt,
en einnig ánægjulegt. Margir hljóð-
færaleikaranna eru kennarar við
tónlistarskóla og þeir þurfa mikið
að leggja á sig, m.a. vegna þess
að hljóðfæraleikarar em einnig
margir úr röðum nemenda og því
þarf meiri undirbúning fyrir hverja
tónleikar, þar sem þeir búa ekki
yfír sömu reynslu og hinir eldri,“
sagði Lilja. Hún sagði að hljóð-
færaleikarar væru ólaunaðir og
ekki óeðlilegt að sú mikla vinna sem
til að mynda kennarar leggja fram
í þágu hljómsveitarinnar yrði metin
sem starfshlutfall.
Hljóðfæraleikarar eru á bilinu
40-50 talsins, en að auki starfar
félaga áhugamanna um vöxt og
eflingu hljómsveitarinnar og hefur
þegar unnið gott starf.
Á tónleikunum á sunnudag verð-
ur flutt Vínartónlist og á efnis-
skránni em m.a. Sögur úr Vínar-
skógi, Kampavínspolki, Dóná svo
blá og aríur úr Leðurblökunni og
Kátu ekkjunni. Einsöngvari á tón-
leikunum verður Sigrún Hjálmtýs-
dóttir sópransöngkona, en hún hóf
feril sinn með Spilverki þjóðanna.
Hún stundaði síðan söngnám hér
heima og framhaldsnám í London
og Ítalíu. Hún hefur haldið fjöl-
marga tónleika, sungið með kómm
og í ópemm. Aðalstjómandi hljóm-
sveitarinnar er Rovar Kvam, en að
þessu sinni er gestastjórnandi Wacl-
aw Lazarz. Hann er fæddur í Pól-
landi og stundaði nám við Tónlistar-
akademíuna í Kraká og síðar í
Moskvu og Múnchen. Hann hefur
haldið tónleika í Póllandi og víðar
bæði sem einleikari á þverflautu og
stjórnandi. Lazarz hefur kennt við
Tónlistarskólann á Akureyri frá
1986 og leikið með Kammerhljóm-
sveitinni frá stofnun hennar.
Morgunblaðiö/Kúnar Pór
Akur, íþróttafélag fatlaðra á Akureyri hélt nýlega upp á 15 ára afinæli sitt og við það tækifæri af-
henti Lionsklúbburinn Hængur félaginu tvö borðtennisborð að gjöf.
Leikfélag Öngulsstaðahrepps:
Æfír Dagbókina hans Dadda
Ytri-Tj örnum.
LEIKFELAG Öngulsstaðahrepps hefur að undanfiirnu æft leikritið-
„Dagbókin hans Dadda“ eftir enska rithöfundinn Sue Townsend.
Leikstjóri er Jón Stefán Kristjánsson, sem er fastráðinn leikari hjá
Leikfélagi Akureyrar.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Kammerhljómsveit Akureyrar flytur Vínartónlist á þriðju tónleikum vetrarins sem verða í íþróttaskemm-
unni á morgun, sunnudag. Einsöngvari á tónleikunum verður Sigrún Hjálmtýsdóttir sópransöngkona,
en stjórnandi Waclaw Lazarz. Myndin var tekin á æfingu á fimmtudagskvöld.
íslandsbanki:
Útibúið verður við Skipagötu
Geislagötu, þar sem áður var Iðnað-
arbanki verður flutt yfir í Skipa-
götu í haust og verður því lokið
fyrir septemberlok, þannig að í okt-
óberbyijun verða útibúin öll komin
undir sama þak.
Staða útibússtjóra verður auglýst
á næstu dögum. Starfsfólk bankans
á Akureyri er í kringum 40 manns
og sagði Ásgrímur það stefnu bank-
ans að segja engum upp störfum.
Breytingar væru hins vegar fyrir-
sjáanlega á högum fólks. í kjölfar
þess að ráðinn hefur verið útibús-
stjóri verður ráðið í aðrar stöður
bankans.
Þessar breytingar voru sam-
þykktar í bankaráði íslandsbanka í
vikunni, að fengnum tillögum
nefndar sem að þessum málum
vann. Ákvörðun bankaráðs hefur
verið kynnt starfsfólki bankans.
Auglýst verður eftir útibússtjóra
AÐALÚTIBÚ íslandsbanka á Akureyri verður í Skipagötu 14, á
neðstu hæð Alþýðuhússins og er stefiit að því að útibúin tvö, við
Hafnarstræti og Geislagötu hafi flutt þangað starfsemi sína í haust.
Útibúið við Skipagötuna verður svokallað kjarnaútibú, en þjónustu-
útibú verður áfram í Hrísalundi. Fulltrúar íslandsbanka kynntu
starfsfólki þessa ákvörðun á fúndi í fyrradag, en þetta var samþykkt
í bankaráði íslandsbanka í vikunni.
Ásgrímur Hilmisson, einn útibú-
stjóra íslandsbanka á Akureyri,
sagði að starfsfólki iitist aimennt
vei á þessar breytingar og þar sem
ákveðið hefði verið að sameina
bankana væri ekki eftir neinu að
bíða með sameiningu.
Kjamaútibúið verður á þeim stað,
þar sem Alþýðubankinn var áður
og er reiknað með að öll jarðhæðin
verði tekin undir starfsemi bank-
ans, eða rúmlega 500 fermetra
húsnæði. Útibúið f Hafnarstræti
107, þar sem áður var Útvegs-
banki, flytur starfsemi sína að
Skipagötu í vor og er að því stefnt
að af sameiningu þess útibús verði
fyrir lok maímánaðar. Útibúið í
Iþróttafélagið Akur 15 ára:
Um 80 félagar taka þátt
í blómlegri starfsemi
Lionsklúbburinn Hængur gaf félaginu tvö borðtennisborð
AKUR, íþróttafélag fatlaðra á Akureyri hélt, upp á 15 ára afinæli sitt
á dögunum. Við það tækifæri afhenti Lionsklúbburinn Hængur félag-
inu tvö borðtennisborð að gjöf og Ólafúr Jensson formaður íþróttasam-
bands fatlaðra færði félaginu farandbikar, sem hlotið hefúr nafiiið
Hvatningarbikarinn, en hann verður afhentur þeim íþróttamanni sem
á einhvem hátt skarar fram úr eða sýnir miklar framfarir.
Jakob Tryggvason, formaður
íþróttafélagsins Akurs, sagði að
starfsemi félagins hefði eflst og
dafnað með hveiju árinu og væru
félagar nú um 80. Einkum stunda
Akursmenn borðtennis, boccia og
bogfími, en þeir bregða sér einnig í
sund sér til heilsubótar.
Lionsklúbburinn Hængur hefur
dyggilega stutt við bakið á íþóttafé-
Iaginu og komu Hængsmenn fær-
andi hendi í afmælisboðið á laugar-
daginn, því þeir færðu félaginu tvö
borðtennisborð að gjöf. Á síðustu
tveimur árum hefur klúbburinn gefíð
Akri fjögur borðtennisborð og sagði
Jakob að félagið hefði yfir að ráða
einni best búnu borðtennisaðstöðu
norðan heiða. „Lionsklúbburinn
Hængur hefur stutt vel við bakið á
okkur og mann skortir eiginlega orð
til að lýsa því hversu mikinn velvilja
þeir hafa sýnt okkur um árabil,“
sagði Jakob.
Ólafi Jenssyni formanni íþrótta-
sambands fatlaðra var boðið norður
í tilefni afmælisins og færði hann
heimamönnum nýjan farandbikar,
svokallaðan Hvatningarbikar, en
hann verður afhentur þeim einstakl-
ingi sem sýnir miklar framfarir í
íþrótt sinni eða skarar á einhvem
hátt fram úr og mun hann að líkind-
um verða afhentur í fyrsta sinn í
haust.
Starf félagins hefur verið öflugt
í vetur og riú eru félagar í Akri farn-
ir að undirbúa sig af kappi fyrir ís-
landsmót fatlaðra, sem haldið verður
á Akureyri í apríl, en framkvæmda-
aðili mótsins verður Lionsklúbburinn
Hængur og hið árlega Hængsmót
verður fellt inn í íslandsmótið.
Frumsýning á verkinu er ráðgerð
17. febrúar og verður sýnt í Frey-
vangi í Öngulsstaðahreppi. Aðal-
hlutverk í „Dagbókinni hans
Dadda“ er í höndum Árna Friðriks-
sonar, en alls taka um 15 leikarar
þátt í sýningunni. Að auki leggja
um 15-20 félagar í Leikfélagi Öng-
ulsstaðahrepps hönd á plóginn við
uppfærslu sýningarinnar.
Þetta er 28. starfsár Leikfélags
Öngulsstaðahrepps.
Benjamín
Bellman-tónleikar á
sal Menntaskólans
SÆNSKI visnasöngvarinn Axel Falk og gítarleikarinn Bengt
Magnusson halda tónleika á sal Menntaskólans á Akureyri kl.
20.30 á sunnudagskvöld. Þeir félagar flytja dagskrá með lögum
og ljóðum Bellmans.
A sunnudag, 4. febrúar, eru
250 ár liðin frá því sænska skáld-
ið Carl Michael Bellman fæddist,
en söngvar hans og ljóð hafa lengi
verið á hvers manns vörum hér á
landi sem og á hinum Norðurlönd-
unum.
Axel Falk er 27 ára gamall og
hefur getið sér gott orð sem vísna-
söngvari í heimalandi sínu. Gítar-
leikarinn Bengt Magnusson hefur
m.a. leikið sem einleikari með Sin-
fóníuhljómsveit Gautaborgar.
Dagskráin með Bellmansöngvun-
um var frumflutt í óperuhúsinu í
Umeá í nóvember síðastliðnum og
fékk mikið lof gagnrýnenda. Að-
gangur á tónleikana er ókeypis.
Fréttatilkynning