Morgunblaðið - 03.02.1990, Blaðsíða 4
MÖRGUNBLAÐÍÐ LAUGARDAGUR 3. FEBRÚÁR 1990 '
£
Góð einangrun 1 snjónum
segir Lilja Guðmundsdóttir á Flateyri
Frá Steinþóri Guðbjartssyni, blaðamanni Morgunbladsins á Flateyri.
GÍFURLEGA mikill snjór er enn á Flateyri og í næsta nágrenni, þó
töluvert magn hafi tekið upp síðasta sólarhring. Sums staðar hefur
þurft að grafa sryógöng tU að komast út úr húsi, víða sést ekki út
um glugga vegna skafia, margir bílar eru á kafi í si\jó, en hreinsun
gatna gekk hægt og sigandi í gær. Veðrið gekk niður og athafnahjó-
lið fór að snúast; Flugvélar komu og fóru, Fagranesið sótti mjólk
frá bændum og kom með vörur, togarinn Gyllir hélt til veiða, línubát-
arnir gerðu ráð fyrir að fara út í nótt og viðgerð á rafiínunni, sem
slitnaði í snjófióði við Selabólsurð fyrir skömmu, hófst í gærkvöldi.
Hljóðið var gott í heimamönnum,
þrátt fyrir margra daga einangrun
og ýmiss óþægindi. Krakkarnir léku
við hvem sinn fingur og settu ekki
fyrir sig þó skólahald hefði legið
niðri. „Það er verst að þorrablótinu,
sem átti að vera um helgina, hefur
verið frestað í þrjár vikur,“ sagði
Helgi Þorsteinsson, sem ásamt fé-
lögum sínum sýndi Morgunblaðinu
það markverðasta við komuna.
„Þetta er Flateyri," sagði Linda
Gunnarsdóttir, sem býr í raðhúsi
við Drafnargötu. Eiginmaður henn-
ar varð að grafa snjógöng bak-
dyramegin í gær til að komast út,
því göngin hinum megin höfðu fall-
ið saman. Einhver nefndi húsin
Langjökul, en Linda lét sér fátt um
finnast og sagðist vera vön svona
fannfergi.
Aðrír íbúar, sem Morgunblaðið
hitti á förnum vegi, tóku í sama
streng. Snjórinn væri að vísu mik-
ill, en líflð hefði sinn gang. Lilja
Guðmundsdóttír, 74 ára, fann ekki
hús sitt við Vallargötu fyrir snjó,
er hún kom að sunnan á sunnudag.
Hún sagðist ekki hafa verið lengi
að grafa sig inn og það nægði
henni. „Blessaður vertu, ég þarf
ekkert að sjá út. Ég hef verið hérna
síðan 1920 og séð annað eins. Ég
er veraldarvön ogþessi ófærð snert-
ir mig ekkert. Ég get skriðið ef
með þarf og það er gott að fara
út og fá loft í lungun. Svo er gott
að hafa snjóinn — það er góð ein-
angrun í snjónum,“ sagði Lilja og
hélt áleiðis heim úr kaupfélaginu
með mjólkina og þorskalýsið.
Jafnfallinn snjór var tæplega
tveir metrar og víða fjögurra til
fimm metra háir skaflar. Snjóruðn-
ingur var því erfiður, en Guðmund-
ur Gunnarsson, verkstjóri hjá Vega-
gerðinni var ánægður með árangur-
inn. „Það er gott dagsverk að kom-
ast hingað, þar sem snjóflóðið féll,“
sagði hann, þegar verið var að leita
af rafmagnsstaurum, sem grófust
undir í flóðinu. Guðmundur vonað-
ist til að vegurinn að Holti, þar sem
flugvöllurinn er, verði opnaður í
dag.
Veiði hefur verið stopul frá ára-
mótum og línubátamir fóru síðast
á sjó 23. janúar. „Það er djöfullegt
að geta ekki róið, en veðrið hefur
hamlað okkur óvenju lengi að þessu
sinni,“ sagði Guðmundur Kristjáns-
son skipstjóri á línubátnum Jónínu.
Hann sagðist samt hafa notað
tímann og reynt að hjálpa til með
flutninga fyrir Orkubúið og fleiri,
en átti von á að fara út í nótt sem
leið.
VEÐURHORFUR IDAG, 3. FEBRÚAR
YFIRLIT í GÆR: A- og norðaustanátt á landinu, stinningskaldi á
Vestfjörðum, en gola eða kaldi annars staðar. Þokuloft var við
norðausturströndina en dálítil snjókoma eða slydda norðan til á
Vestfjörðum og á annesjum á Norðurlandi vestra. Annars staðar
var skýjað en þurrt. Mildast var við suður- og suðausturströndina,
4ra stiga hiti, en kaldast norðan til á Vestfjörðum, 2ja stiga frost.
SPÁ: Norðan- og norðaustanátt um mest allt land, víðast gola eða
kaldi. Dálítil snjó- eða slydduél við norður- og austurströndina, en
sums staðar skúrir syðst á landinu, annars þurrt.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
iHORFUR Á SUNNUDAG: Austan- og norðaustanátt og hiti nálægt
írostmarki. Slydda eða rigning við suðurströndina, en dálítil él á
víð og dreif í öðrum landshlutum.
HORFUR Á MÁNUDAG: Norðan- og norðaustanátt um vestanvert
landið en austan- og suðaustanátt um landið austanvert. Snjókoma
á Vestfjöröum og á Norðurlandi vestra en snjó- eða slydduél á víð
og dreif sunnan- og austanlands. Hiti nálægt frostmarki.
TÁKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
x Norðan, 4 vindstig:
^ Vindörín sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
•J 0 Hitastig:
10 gráður á Ceisíus
SJ Skúrir
*
V EI
— Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—|- Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
hiti weður
Akureyri 0 rigning og súld
Reykjavík 2 skýjaö
Bergen 5 alskýjað
Helsinki 2 þoka
Kaupmannah. 6 rigning
Narssarssuaq +8 snjókoma
Nuuk +11 skýjað
Osló 6 rigning
Stokkhólmur 6 þokumóða
Þórshöfn 5 rigning
Algarve 16 skýjað
Amsterdam 8 skýjað
Barcelona 15 skýjað
Berlín 9 rign. á síð. klst.
Chlcago +7 snjókoma
Feneyjar 8 þokuruðningur
Frankfurt 10 léttskýjað
Glasgow 6 skýjað
Hamborg 8 rigning
Las Palmas vantar
London vantar
Los Angeles vantar
Lúxemborg vantar
Madrid vantar
Maiaga vantar
Mallorca 17 léttskýjað
Montreal +8 skýjað
New York 11 alskýjað
Orlando 21 þokumóða
París 10 léttskýjað
Róm 16 skýjað
Vín 6 mistur
Washington 9 alskýjað
Winnipeg +27 skýjað
Dráttarvélin er traustasti farkosturinn í þessu færi. M°rgunbiaðið/Rax
Stórbyggingar eru ekki vandamál í svona miklum snjó.
Samkomulag Stéttarsambands
bænda, ASÍ, BSRB, VSÍ og VMS:
Búvöruverð til
bænda óbreytt til
30. nóvember 1990
STÉTTARSAMBAND bænda, Alþýðusamband íslands, Bandalag
starfsmanna ríkis og bæja, Vinnuveitendasamband Islands og Vinnu-
málasamband samvinnufélaganna gerðu með sér samkomulag í
tengslum við nýgerða kjarasamninga. Með því fallast bændur á að
verð búvöru, mjólkur og kindakjötsframleiðslu til fremleiðenda verði
óbreytt til 30. nóvember á þessu ári. Samkomulagið byggir meðal
annars á því fyrirheiti ríkisstjórnarinnar að verðhækkun áburðar
verði ekki meiri en 12% í vor.
Aðilar samkomulagsins ætla að
óska eftir því við landbúnaðarráð-
herra að hann skipi nefnd með full-
trúum stjórnvalda, samtaka bænda,
launþega og atvinnurekenda.
Nefndin hafi það hlutverk að setja
fram tillögur um stefnumörkun sem
miði að því að innlend búvörufram-
leiðsla verði hagkvæmari og kostn-
aður lækki á öllum stigum fram-
leiðslunnar, allt frá búrekstri bónd-
ans til smásöluverslana.
Þá er samkomulag um að ASÍ
og BSRB taki sæti í verðlagsnefnd
búvara, svokallaðri sexmanna-
nefnd.
I samkomulaginu eru ákvæði um,
að forsendur þess verði endurskoð-
aðar, ef forsendur launa, gengis eða
verðlagsþróunar breytist frá því
sem gert er ráð fyrir, þannig að
komi til viðbragða af hálfu launa-
nefndar ASÍ og VSÍ. Ennfremur
að ef uppsafnaðar verðbreytingar á
rekstrarþáttum landbúnaðarins
verða umfram forsendur kjara-
samnings þann 1. september 1990,
skuli taka málið til umfjöllunar í
sexmannanefnd með það markmið
að um það náist samkomulag.
í bókun með samkomuiaginu
taka fulltrúar bænda fram, að sam-
komulag um óbreytt verð á sauð-
fjárafurðum byggi á því að ríkis-
valdið muni „á hliðstæðan hátt og
á yfirstandandi ári greiða þann
launalið sem frestað var við verð-
lagningu 1.9.1989 beint til bænda,
eða um 3% af grundvallarverði."