Morgunblaðið - 14.02.1990, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1990
Verðlagsráð sjávarútvegsins:
Enn ágreiningnr um uppbót
vegna löndunar í heimahöfii
ENN ER unnið að því innan Verðlagsráðs sjávarútvegsins að ná sam-
komulagi um svokallaðan heimalöndunarbónus til að greiða fyrir
ákvörðun almenns fískverðs. Segja má, að aðilar innan ráðsins séu
sammála um nauðsyn slíkra uppbóta, en mikill ágreiningur sé um
það, hve miklar þær eigi að vera og með hvaða hætti þær skuli reikn-
aðar. Náist samkomulag á þessum nótum, er jafnframt fyrirliggjandi
samkomulag um 3% hækkun fískverðs á samningstímanum. Fundað
verður um fiskverðið árdegis í dag.
Samkvæmt þeim hugmyndum,
senj mest hafa verið reifaðar innan
ráðsins af fulltrúum seljenda, er tal-
að um að markið verði sett við 70%
heimalöndun og komi uppbætur á
það, sem landað er heima umfram
það. Þannig vilja sjómenn og útgerð-
armenn að fyrir hvert 1% umfram
70%, sem landað er beint til vinnslu
heima, komi hækkun um 0,7% á
verð alls aflans. Fyrir 80% heima-
löndun komi 7%, 14% fyrir 90%
heimalöndun og 21% leggist ofan á
lágmarksverðið, sé öllu landað
heima. Þessu unir vinnslan hins veg-
ar ekki og hefur talað um að mark-
ið verði við 85% og 0,5% uppbætur
komi á hvert 1% afla sem landað
er heima umfram það. Þannig geti
mest orðið um 7,5% hækkun á allan
afla. Um framkvæmdina er einnig
ágreiningur. Sjómenn vilja að miðað
verði við hveija veiðiferð togara og
hvern mánuð í útgerð báta. Annað
sjónarmið er að samningstímabilinu,
sem er til fyrsta desember næstkom-
andi, verði skipt í þijú tímabil og
uppgjör miðað við ráðstöfun aflans
á hveiju fyrir sig. Loks er deilt um
það hvort í þessum tilfellum eigi að
miða við hveija helztu nytjategund-
ina fyrir sig, þorsk, ýsu, karfa, ufsa
og grálúðu eða aflann allan án þess
að skipta honum eftir tegundúm.
Uppbæturnar eru hugsaðar ekki
aðeins til að jafna laun í útgerð og
sjómennsku, heldur einnig að draga
úr þrýstingi þessara aðila á að siglt
verði með afla. Fulltrúar vinnslunnar
óttast hins vegar, að verði upp-
bætumar of háar, snúist þetta við.
Aðeins útflutningur ísaðs físks geti
staðið undir útgjaldaaukningunni.
Uppbætumar koma fyrst og
fremst til góða þeim, sem landa öll-
um afla sínum til vinnslu í heima-
höfn. Meðal slíkra útgerða má nefna
Útgerðarfélag Akureyringa. Fisk-
vinnsla hjá því þyrfti þá að taka á
sig 21% hækkun fiskverðs umfram
3% hækkun á lágmarksverði, komi
þetta til, en tekjur skipanna og sjó-
manna myndu aukast að sama skapi.
ÚA gerir út 5 togara og var aflaverð-
mæti þeirra á síðasta ári rúmar 500
milljónir króna. Útgjaldaaukning
vegna 21% uppbóta vegna heima-
löndunar þýðir því meira eh 100
milljóna útgjaldaaukningu fyrir fisk-
vinnslu fyrirtækisins, en sé miðað
við 7,5% nemur aukníng útgjalda
tæpum 40 milljónum. Fyrir ýmsar
aðrar útgerðir breyta uppbætumar
engu og má þar nefna alla stóru
togarana, sem gerðir eru út frá
Reykjavík og Hafnarfirði, en megnið
af afla þeirra hefur verið selt á
mörkuðum heima og erlendis.
Umtalsverðar yfirborgánir á ver-
tíðarsvæðinu eru þegar orðnar stað-
reynd og munu samningar um
heimalöndunaruppbót væntanlega
ekki leggjast ofan á þær yfirborgan-
ir, sem þegar hefur samizt um.
Listaverkagjöf Errós:
Virðisaukaskatt-
ur felldur niður
VEÐUR
VEÐURHORFUR IDAG, 14. FEBRÚAR
YFIRLIT í GÆR: Austlæg átt á landinu, víðast gola eða kaldi. Við
norðurströndina var súld eða rigning en skýjað og þurrt annars
staðar. Um austanvert landið var 2ja til 3ja stiga hiti, en 0 til 6
stiga frost um landið vestanvert.
SPÁ: Austlæg átt, víðast gola eða kaldi. Skúrir eða slydduél á víð
og dreif við sjávarsíðuna um mest allt land en víða bjart í innsveit-
um. Frostlaust um austanvert landið en hiti um eða rétt undirfrost-
marki vestanlands.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FIMMTUDAG: Norðaustan átt og él við norður- og
austurströndina, en breytileg átt og víðast þurrt annars gtaðar. -
Hiti nálægt frostmarki.
HORFUR Á FÖSTUDAG: Austan- og suðaustanátt og heldur hlýn-
andi. Slydda eða rigning um sunnanvert landið, en úrkomulítið um
landið norðanvert.
TAKN:
Heiðskirt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
y, Norðan, 4 vindstig:
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
r r r
r r r r Rigning
r r r
* r *
r * r * Slydda
r * r
* # *
* * * * Snjókoma
# * *
10 Hitastig:
10 gráður á Celsíus
XJ Skúrir
#
V E1
= Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
■|- Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
hiti veður
Akureyri 2 skýjað
Reykjavík -i-1 úrkoma í grennd
Bergen vantar
Helsinki 0 skýjað
Kaupmannah. 6 léttskýjaó
Narssarssuaq -=•21 heiðskírt
Nuuk -=-15 snjókoma
Osló 2 slydda
Stokkhólmur 4 skýjað
Þórshöfn 3 hálfskýjað
Algarve 17 léttskýjað
Amsterdam vantar
Barcelona vantar
Berlín 4 alskýjað
Chicago 11 skýjað
Feneyjar 6 þokumóða
Frankfurt 5 skýjað
Glasgow 3 slydda
Hamborg 4 skýjað
Las Palmas 20 hálfskýjað
London 6 súld
Los Angeles 12 skýjað
Lúxemborg 3 skýjað
Madrid 15 léttskýjað
Malaga 17 léttskýjað
Mallorca 20 skýjað
Montreal +5 snjókoma
New York 2 alskýjað
Orlando 11 léttskýjað
París 5 rigning og súld
Róm 13 léttskýjað
Vín 6 skýjað
Washington 2 mistur
Winnipeg +26 heiðskírt
FJÁRMÁLARÁÐHERRA hefur ákveðið að fella niður aðflutnings-
gjöld og virðisaukaskatt af gjöf Errós til Listasafns Reykjavíkur að
Kjarvalsstöðum.
í frétt frá ráðuneytinu segir:
„Eins og kunnugt er færði listamað-
urinn Erró Listasafni Reykjavíkur
að gjöf mikið safn málverka sinna
þegar sýnt var úrval verka hans á
Kjarvalsstöðum síðasta haust. Þessi
listaverk eru nú að berast til ís-
lands, og hefur fjármálaráðherra
ákveðið á grundvelli viðeigandi laga
að aðflutningsgjöld öll, þar á meðal
virðisaukaskattur, skulu felld niður
af þessari gjöf. Á sama hátt voru
skattar og gjöld felld niður af hluta
gjafarinnar í lok október síðastliðn-
um.“
Þá segir að á grundvelli tollalaga
og söluskattslaga hafi verið fallist
á beiðni um niðurfellingu á gjöldum
vegna blindrammanna er fylgdu
myndum Eitós. Erindi um niðurfell-
ingu gjalda þegar síðari hluti gjaf-
arinnar kom til landsins fyrir ára-
mót hafi verið annars eðlis auk
þess sem virðisaukaskattur hafði
leyst söluskattinn af hólmi. „Þessa
beiðni varð því að athuga sérstak-
lega í ráðuneytinu, og var meðal
annars beðið um frekari upplýsing-
ar frá Listasafni Reykjavíkur. Á
grundvelli þessarar athugunar tók
ráðherra síðan ákvörðun um niður-
fellinguna."
Tekið er fram að við umskiptin
um áramótin þegar virðisauka-
skattur tók við af söluskatti urðu í
sjálfu sér engar breytingar á heim-
ild ráðherra til að fella niður gjöld
af gjöfum sem þessum. Athugunin
beindist því fyrst og fremst að því
hvort uppfyllt væru skilyrði tolla-
laga um að gjöfín væri gefin af
sérstöku tilefni, en hefð er fyrir að
túlka þetta atriði frekar þröngt. „Að
sjálfsögðu var aldrei ætlun ráðu-
neytisins að innheimta skatta af
hinni höfðinglegu gjöf Errós til
landa sinna.“
Aburðarverksmiðjan:
Tap á þessu ári verð-
ur 110-113 milljónir
HÁKON Björnsson, fram-
kvæmdastjóri Áburðarverk-
smiðju ríkisins, segir að fyrirsjá-
anlegt tap á rekstri verksmiðj-
unnar á þessu ári verði á bilinu
110-113 milljónir króna ef áburð-
arverð hækki einungis um 12%,
eins og bændum var gefið fyrir-
heit um í tengslum við nýgerða
kjarasamninga.
„Við töldum okkur þurfa 22%
hækkun á gjaldskrá, þar af um 17%
vegna verðlagshækkana milli ára,
en 5% er arfur frá fyrra ári þegar
hækkunarbeiðni okkar var skorin
niður. Þetta er það mikill mismunur
að við sjáum ekki að við getum á
svo skömmum tíma náð því með
spamaðaraðgerðum. Ef hækkunin
verður 12% þá þýðir það að um
110-113 milljóna tap verður á
rekstrinum á þessu ári, en við reikn-
um með að velta fyrirtækisins verði
um 1200 milljónir fyrir utan virðis-
aukaskatt," sagði Hákon.
Hann sagði að starfsfólki verk-
smiðjunnar hefði verið fækkað úr
205 í 140 á síðustu fjórum árum,
og sífellt væru einhveijar aðgerðir
í gangi til hagræðingar. Meðal ann-
ars nefndi hann að umfangsmikil
tölvuvæðing hefði átt sér stað hjá
fyrirtækinu á þessu og síðasta ári,
sem hefði í för með sér fækkun
starfsfólks, en samkomulag væri
um að sú fækkun gerðist eftir því
sem starfsfólk hætti, en því yrði
ekki sagt upp. „Þetta er því lengur
að skila sér en ella, og við sjáum
ekki fyrir endann á þeirri fækkun
fyrr en 1992.“
Framfærslu-
vísitalan hækk-
ar um 1,6%
VÍSITALA framfærslukostnaðar
reyndist 1,6% hærri í byijun fe-
brúarmánaðar en hún var mán-
uðinn áður eða 141,5 stig. Undan-
farna þijá mánuði hefur visitalan
hækkað um 4,3% en það jafhgild-
ir 18,2% verðbólgu á heilu ári.
Undanfarna 12 mánuði heíur
framfærsluvísitalan hins vegar
hækkað um 23,9%.
Af einstökum verðhækkunum
má nefna að 11,4% hækkun við-
haldskostnaðar í kjölfar upptöku
virðisaukaskatts hafði í för með sér
um 0,5% vísitöluhækkun, 6% hækk-
un á orlofsferðum til útlanda olli
um 0,2% og hækkun á mat- og
drykkjavöru hafði í för með sér
0,2%. Verðhækkun ýmissa annarra
vöru- og þjónustuliða olli um 0,7%
hækkun á vísitölunni.