Morgunblaðið - 14.02.1990, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1990
Stjarnvísi í Eddum
eftir Einar Pálsson
Haustið 1989 kom út bók eftir
Björn Jónsson lækni í Kanada um
Stjarnvísi í Eddum (Skjaldborg,
Rvik. 1989). Bók þessi er í mínum
augum ekki fullunnið verk, heldur
öllu fremur uppkast að bók til út-
gáfu, og er það illa. Bókaútgáfan
Skjaldborg, sem sendir handrit
Bjöms frá sér, virðist ekki hafa á
að skipa ráðgjafa, er leiðbeini höf-
undum um frágang verka; sannast
sagna er útgáfa bókar Bjöms all-
nokkurt slys; sjálf dómgreind Bjöms
svignar í eitt allshetjar spuminga-
merki. Þetta kemur- strax fram í
formála, en textinn er hálfgerður
flumbrugangur, sú tegund óðagots,
sem maður hefði sízt óskað Bimi.
Það sem-Björn hefur til brunns að
bera er áhugi og ást á viðfangsefni
sínu; það sem hann hefur fram að
færa eru tilteknar lausnir á goð-
fræðilegum vandamálum og er þetta
að sjálfsögðu meginefni rits hans. í
ritinu leggur Björn fram túlkun á
nokkmm goðsögnum stjarnhimins,
stundum af hugkvæmni. Honum
verður hins vegar á að gefa bók sína
út á vafasömum forsendum.
Það efni sem Björn tekur til
meðferðar hefur verið til rannsóknar
og útgáfu hérlendis í þijá áratugi
og sumt af því birzt undir samheit-
inu_ Rætur íslenzkrar menningar
(RÍM). Fer Bjöm í raun ekki dult
með það, að þangað sæki hann
gmndvöll þann er hann byggir á,
en orðar mðurstöður sínar þó þann-
ig, að allir sem lesa hljóta að skilja
hann svo, að hann sé að leggja fram
splúnkunýja kenningu um skilgrein-
ingu á goðsögnum, kenningu, sem
eigi sér engar forsendur í verkum
annarra, allra sízt íslenzkum verkum
nútímans. Þannig kemst Bjöm ekki
svo að. orði, að hann Ieggi fram
lausnir í samræmi við túlkanir á
stjarnvísi í RÍM heldur öfugt; fyrsta
sétning bókar hans hljóðar svo: „í
þessu verki em rökræddar þær
kenningar mínar. að margar goð-
sagnir Eddanna séu stjammítar, þ.e.
launsagnir, eða allegóríur um sýni-
leg eða auðmiðuð fyrirbæri á
himni.“ Vafalaust á þessi fingur-
bijótur að nokkm rætur að rekja
til enskra áhrifa á sjálft málið sem
Bjöm ritar; þegar tillit er hins vegar
tekið til þess, að Bjöm boðar útgáfu
þessarar bókar á ensku nú á næst-
unni, og að hvergi í upphafi bókar
hans er minnzt á það gmndvallar-
starf sem undanfarna áratugi hefur
verið unnið við að skilgreína stjarn-
himin og tengsl hans við Eddur
annars vegar, íslendingasögur og
fommenningu íslendinga hins veg-
ar, lítur þetta út eins og tilraun til
að skreyta sig annarlegum fjöðmm.
Verður þá ýmsum á að hvá.
Grundvöllurinn
Fyrir um þrem áratugum gerði
sá sem þetta ritar allmörg stjörnu-
kort með tilgátum um samsvaranir
í Eddum. Niðurstaða þeirra athug-
ana var sú, að mikið af efni Eddu
væru „stjammítar, þ.e. launsagnir
eða allegoríur". Þetta vita væntan-
lega flestir íslendingar og vissulega
er Bimi það fullkunnugt. Þá em
Bimi jafnframt fullkunnugar ýmsar
lausnir RÍM, svo sem sjá má af bók
hans. Við lestur þeirrar bókar kemur
hins vegar hvergi fram, hvað af
efninu Björn hefur sjálfur fundið og
hvað hann hefur úr RÍM. Þannig
heldur lesandi bókar hans óhjá-
kvæmilega, að þær lausnir er þar
birtast séu lausnir Bjöms sjálfs í
öllum tilvikum. Ef slík bók birtist á
ensku fyrir lesendur sem ekki
þekkja RÍM, er þannig augljóst, að
þeir halda sig vera að kynna sér
rit byggt á frumrannsóknum á tákn-
máli og goðafræði. Að tilgangur
Bjöms sé að innræta lesendum slíka
skoðun hljóta menn að ætla af orðum
hans: „Þess má geta að höfundi
var stjömufræði alókunn ær hann
hóf að ígrunda þetta verk. Hann
lærði af Eddunum sjálfum, eftir því
sem skilningur hans á dulmáli
mítanna óx.“ (s. 14) Þannig greinir
Björn alls ekki frá því, að hann hafí
hvata að skilningi á „dulmáli
mítana" frá einhveijum er rannsak-
að hefur það sérstaka efni eina
mannsævi, heldur gefur í skyn, að
hann hafi sjálfur þýtt táknin hjálpar-
laust. Undirstrikar Bjöm orð sín, er
hann lýsir bók sinni sem „frumlegu
verki" (s. 13) þ.e. væntanlega
verki, sem eigi sæki gmndvöll til
annarra. Jafnvel þar sem niðurstöð-
ur Bjöms nánast æpa á skýringu
lætur hann sem allt sé frá honum
sjálfum komið. Á þetta jafnt við um
túlkun á Vetrarbraut (s. 25), Vindga
meiði Óðins og 9 heimum fomrar
heimsmyndar (s. 26), Nóatúnum (s.
41), Gnægtahomi (s. 89), merki
Steingeitar sem húsi Loka (s. 92)
Útgörðum sem „yztu gangbraut
reikistjamanna fímm“ (s. 57) og
svo framvegis og svo framvegis; allt
efnisatriði, sem reifuð hafa verði
áður í RÍM. Maður verður því nán-
ast undrandi, þegar Björn vitnar í
niðurstöður undirritaðas um Dýra-
hring (Zodiak) samkvæmt Grímnis-
málum Eddunnar; þessa eina atriðis
getur hann þrisvar, en ávallt í fram-
hjáhlaupi líkt og um aukaatriði sé
að ræða, og birtir svo á sérstakri
síðu í bókarlok (s. 119) (og raunar
á korti er fylgir). Hveiju Dýrahring-
urinn varðar geta menn skilið af
því einu, að gjörvallur stjamhiminn
goðsagnanna var við hann miðaður;
skorðun hans var sjálf forsenda
framhaldsins. Þetta ér að sjálfsögðu
hið mikla nýmæli, hin gjörbreyttu
nýju viðhorf; í meginhluta Eddu
höfum við ekki fyrir augum „noræna
goðafræði" heldur hinn klassiska
goðheim fornaldar. Sú er m.ö.o.
niðurstaða RÍM, sem Björn byggir á.
Vandi íslendinga
Nú væri þessi vandræðagangur
vart umtalsverður á opinberum vett-
vangi, ef eigi vildi svo til, að háskól-
inn í Reykjavík rannsakar ekki
fræði þessarar tegundar. Þar eru
slík úrlausnarefni íslenzkrar fom-
menningar eigi aðeins sniðgengin,
heldur hefur áratugum saman verið
bannað að rökræða þau. Meðal
íslenzkufræðinga er þannig enginn
úrskurðaraðili, sem bendir á helztu
skekkjur í meðferð efnis, enginn
sem telur sig þess umkominn að
ræða lausnir táknmáls. Sviðið er
nánast auð jörð. Við slíkar aðstæður
skapast hér ástand sem ótrúlegt má
þykja á síðari hluta 20. aldar.
Þetta er einkum meinlegt fyrir
þá sök, að prófessor í íslenzku við
Manitoba-háskóla (og raunar annar
í stjarnvísi, kanadískur) fær sig til
að fylgja þessu uppkasti Bjöms
Jónssonar úr hlaði, rétt eins og hann
hafi ekki hugmynd um, hvað gerzt
hefur á íslandi í rannsókn íslenzkrar
menningarsögu síðustu áratugina.
Prófessor þessi, Haraldur Bessason,
er nú orðinn rektor háskólans á
Akureyri og nýtur virðingar erlendis
sem eins konar sérfræðingur í Eddu-
Træðum. Þar kemur þá loks fram á
sjónarsviðið einn fordómalaus há-
skólamaður, er eigi þegir um nýjar
rannsóknaraðferðir, nýtt verklag.
Af orðum Haralds í formála (birtum
á ensku) verður eigi annað séð en
Bjöm vinni þarna með öllu nýstár-
legt verk án nokkurrar frummyndar
eða forsendu í samanburði Eddu-
fræða við stjamhimin; þá meginnið-
urstöðu sem flestir mundu kenna
við RÍM nefnir Haraldur Bessason
„his central thesis", þ.e. Björns (s.
8), getur þess að engu, að eigi
aðeins eru tilgátur Bjöms reistar á
grundvelli áratuga rannsókna, held-
ur að þær mætti með réttu nefna
tilraunir til eyðufyllingar í mynd
stjamhimins, sem áður hefur verið
skilgreindur. Vart þarf þá að nefna,
að þess er að engu getið, að gjör-
vallt sviðið er Björn fær að láni,
Einar Pálsson
„Það efiii sem Björn
tekur til meðferðar
hefiir verið til rann-
sóknar og útgáfu hér-
lendis í þrjá áratugi og
sumt af því birzt undir
samheitinu Rætur
íslenzkrar menningar
(RÍM).
hefur verið samræmt landnámi ís-
lands og helztu íslendingasögum
eigi síður en Eddum. Haraldi Bessa-
syni virðist þetta m.ö.o. með öllu
ókunnugt. Sem væntanlega veldur
því að Björn fallerast, lætur undan
þeirri freistingu, sem fæstir hefðu
ætlað honum.
Loki og Aurvandill
Hversu mikið flasið er á Bimi
verður kannski átakanlegast, þá er
hann nefnir guðinn Loka og lausn
á gátu hans sem hliðstæðu Satúrn-
usar hins rómverska. Margra ára
athuganir þurfti til að setja fram
MEÐAL ANNARRA ORÐA:
Stefán Hörður og
Tomas Tranströmer
eftir Njörð P.
Njarðvík
Ljóðaunnendur hafa ástæðu til
að gleðjast þessa daga. íslensku
bókmenntaverðlaunin gátu ekki
farið betur á stað en í höndum
Stefáns Harðar Grímssonar. Það
er blátt áfram dásamlegt að verð-
laun sem eru hugsuð sem mark-
aðsverðlaun til að ýta undir sölu
vandaðra bóka, skuli falla í skaut
manns sem er eins fjarri markaðs-
hyggju og hugsast getur. Stefán
Hörður ástundar ekki að þenja
bijóst sjálfhælninnar í ijölmiðlum.
Úr hljóðri einsemd mælir hann
lágri röddu en styrkri. Og ljóðin
sém berast þannig til okkar líkt
og ósjálfráður andardráttur ljósta
mann eins og töfrasproti. Undir
einföldu og allt að því sakleysis-
legu yfírborði þeirra leynast hirsl-
ur sem skína í einkennilegri fagn-
aðarbirtu þegar þær ljúkast upp
fyrir glöggskyggni lesandans.
Ekki dregur það úr fögnuði,
þegar Tomas Tranströmer hlýtur
bókmenntaverðlaun Norðuriand-
aráðs. Hann er án efa eitt allra
fremsta ljóðskáld Svía, og reyndar
Norðurlanda allra. Hann er hæg-
látur maður og hógvær, og lítt
framhleypinn, líkt og Stefán
Hörður. Hins vegar hefur fylgt
honum sú gæfa að vera metinn
að verðleikum, sem er því miður
ekki allt of algengt um ljóðskáld.
Og það sem meira er: ljóð hans
hafa verið þýdd á fjölda tungu-
mála. Ég held að það sé ekki
ofsögum sagt, að ljóð Tomasar
Tranströmers hafí farið víðar í
þýðingum en ljóð nokkurs annars
núlifandi ljóðskálds á Norðurlönd-
um. Tranströmer er sálfræðingur
að mennt og atvinnu, og starfar
í Vasterás. Og þótt þeir Stefán
Hörður eigi hógværðina sameigin-
lega, eru þeir ólíkir menn. En á
skáldferli þeirra má sjá ýmis
tengsl.
Fá Ijóð og fáguð
Stefán Hörður kvaddi sér hljóðs
með fyrstu bók sinni Glugginn
snýr í norður árið 1946, og alls
eru bækur hans sex talsins.y
Stundum hefur liðið langt á milli
þeirra, til dæmis 19 ár milli Svar-
tálfadans (1951) og Hliðin á slét-
tunni (1970). Síðustu þijár bæk-
urnar hafa svo allar komið á ein-
um áratug: Farvegir (1981),
Tengsl (1987) og Yfir heiðan
morgun (1989). Vandvirkni og
sjálfsgagnrýni eru einkenni Stef-
áns Harðar, og sést þegar á
þeirri staðreynd, að birt ljóð hans
eru einungis 163 talsins.
Fyrsta bók Tomasar
Tranströmers hét því yfirlætis-
lausa nafni 17 dikter (1954), og
„Það vekur gleði að
sjá þessi tvö góðskáld
leidd saman í tilviljun-
arleik verðlaunaveit-
inga. Það vekur gleði
að sjá þau ganga
saman „sinn veg
hvort“ - áþekk og
skyld, en gerólík.“
hvort sem það er tilviljun eða
ekki, þá eru ljóðin í verðlaunabók-
inni För levande och döda
(1989) einnig 17 talsins, en það
er 10. bók hans. Og þannig eru
bækur hans: geyma fá ljóð, en
afar fáguð. Flest urðu þau 21 í
Den halvfardiga himlen (1962).
Framan af komu bækur hans
mjög reglulega á fjögurra ára
fresti, og á því'hefur aldrei orðið
mikil breyting. Lengst liðu sex
ár frá Det vilda torget (1983)
að verðlaunabókinni í fyrra. Og
alls eru ljóð hans 167, og munar
furðu litlu frá Ijóðafjölda Stefáns
Harðar. En þetta eru að sjálf-
sögðu einungis tengsl á ytra
borði, þótt þau segi sína sögu um
vinnubrögð og sjálfsaga.
Virðing og sátt
Eiga þessi tvö skáld þá eitthvað
sameiginlegt í Ijóðinu sjálfu? Já
reyndar, þegar grannt er skoðað.
Það er skýrt einkenni ljóða þeirra
beggja, sem áður var vikið að hér
að framan: við fyrstu sýn virðist
textinn einfaldur, en reynist flók-
inn. Þetta er í raun áhrifamikið
og villandi í senn. Villandi sökum
þess að lesandinn telur sig skilja
áður en hann skilur, óg áhrifamik-
ið vegna þess að við nánari skoð-
un kemur sífellt meira og meira
í ljós eftir því sem fastar er rýnt.
Og loks getur svo farið að viðtaka
lesandans knýi hann inn úr skiln-
ingi sínum á vit skynjunar og
innsæis: galdur ljóðsins hrífur án
þess að ljúka til fulls upp leyndar-
dómi sínum.
Viðhorf þessara skálda eru
einnig skyld. Með mikilli einföldun
mætti segja að þau snúist um
einingu alls sem lifir; allt lifir;
allt er ein lífsheild. í síðustu þrem-
ur bókum Stefáns Harðar er þetta
meginstefíð. En skáldið nálgast
það oftlega með augun hvesst á
þann sem ógnar þessari lífsheild:
á manninn sjálfan, þótta hans og
grimmd. Oftlega sagði ég, en ekki
alltaf. I síðustu bókinni, Yfir
heiðan morgun, er eins og felist
meiri von, von sem byggist á sátt-
um á ný við tilveruna. „Jarðneska
kyrrð vertu mér náðug um
stund,“ segir í hinu undurfágra
Ijóði Næturgrið. Svipuð sáttar-
kennd birtist í ástarljóðunum í
síðasta hluta bókarinnar, skilning-
ur á eigin takmörkum og virðing
fyrir þeirri staðreynd að aðrir
hljóta að vera öðruvísi en við
sjálf. Einkar skýrt birtist þetta í
ljóðinu Þau (bls. 55) sem geymir
einnig titil bókarinnar.
Lífið og dauðinn
Tomas Tranströmer birtir
stundum allt að því mýstískan
skilning á því fyrirbæri að ein-
staklingurinn er hluti heildarinn-
ar, og heildin hluti einstaklings-
ins. Víðátta þeirra ljóða dregur
engin landamæri milli ytri og
innri veruleika. En aðferðin er
oft ólík því sem Stefán Hörður
ástundar. Tranströmer byijar
iðulega á því að lýsa ofurhvers-
dagslegu atviki: lest stansar úti á
sléttu um nótt; bflstjóri missir
andartak vald á bfl sínum; maður
sest 'við píanó og spilar Haydn
eftir erfiðan dag (Tranströmer er
sjálfur mjög góður píanóleikari).
Én þessi hversdagslegu atvik eru
líkt og dyr inn í óendanleikann.
Þau vekja hina innri skynjun á
stórfengleik sköpunarverksins.
I verðlaunabókinni Fört le-
vande och döda er lífíð og dauð-
inn íhugunarefni skáldsins, eins
og nafnið bendir til. Að svipta
dauðann grímu sinni, var sagt í
grein í sænsku tímariti (att dema-
skera döden). Við teflum skák
við dauðann, eins og segir í ljóð-
inu Minni frá miðöldum, og þar
lýkur skákinni með jafntefli: „í
þögn regnbogans". Með öðrum
orðum: í sátt við skaparann. Leik-
ur skáldsins að þessu yrkisefni
leiðir til sátta þeirra afla sem við
teljum venjulega ósættanlegar
andstæður: lífíð er hluti dauðans
og dauðinn hluti lífsins.
Það vekur gleði að sjá þessi
tvö góðskáld leidd saman í tilvilj-
unarleik verðlaunaveitinga. Það
vekur gleði að sjá þau ganga
saman „sinn veg hvort“ - áþekk
og skyld, en gerólík.
Höfundur er rithöfundur og
dósent í íslenskum bókmenntum
við Háskóla íslands.