Morgunblaðið - 14.02.1990, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1990
17
Sti/rrtjcrZJH
Méb fmetum
og karomellum
.Am .
jaroarberjum
lSurmjdl0 usufmjbtlc
Sauðárkróki-Sími 95-35200
rökstudda niðurstöðu er að þessu
laut; Björn nefnir þetta sem sjálfgef-
inn hlut, og alls ekki að ráðningin
hafi verð lögð fram yfir daga bókar
hans (sjá t.d. E.P. Rammislagur
1978, k. 13 og 18 og einkum k. 43
er nefnist Loki og Satúrnus). Hvorki
meira né minna en átta tilgátur
Björns af ellefu alls (k. 3-10) byggj-
ast beinlínis og bókstaflega á lausn-
inni ,;Loki=Satúrnus“. Jafnvel slík
meginráðning torskilins tákns, sem
notað er hvað eftir annað í bók
Björns, í þeirri merkingu, sem ráðn-
ingin segir fyrir um, er sett þannig
fram, að lesandinn hyggur hana
alfarið verk Björns og án fordæmis.
En Loki er ein helzta gáta Eddu,
og lausn á þeirri gátu er bylting, sé
hún viðurkennd. Má segja, að svo
til allt í „norrænni goðafræði“ gjör-
breyti um svip með þessari niður-
stöðu. En líkt er sem Björn botni
ekkert í slíkum efnum; hann gefur
enga skýringu á helztu viðmiðunum
sínum. Þannig hlýtur ókunnugur
lesandi að halda að Björn hafi sjálf-
ur fyrstur manna fundið þessa
lausn, sem og aðrar er hann birtir.
Hin lítt heppilega framsetning
Björns verður þeim mun neyðarlegri
sem hann finnur í raun ýmislegt
forvitnilegt með beitingu þess tákns
sem þarna um ræðir. Átta mikilvæg-
ustu athuganir Björns Jónssonar af
ellefu byggjast þannig á því, að
hann notar hina byltingakenndu
jöfnu RÍM „Loki=Satúrnus“, sem
forsendu. En í stað þess að njóta
eigin framlags og gleðjast af sjálfs
sín hlut, til dæmis með því að kveð-
ast hafa prófað kenninguna „Loki=
Satúrnus" í átta tilvikum og komizt
að þeirri niðurstöðu, að hún sé rétt,
að eigin athuganir hans sjálfs stað-
festi hana, og geta sér fyrir fulla
sæmd, kýs Björn þá einu leið sem
enginn fræðimaður er öfundsverður
af: að þegja um tilvist kenningarinn-
ar.
Þá rekur Björn ýmis tákn, sem
glímt er við í RÍM, en getur þess
ekki, að svo sé, þótt hann vitni víða
í ritsafnið. Jafnvel í sögnum, sem
nú þegar hafa verið birtar í RIM og
ráðning gefin, sleppir Björn með öllu
að nefna að ráðning hafi verið lögð
fram. Á þetta við um ótrúlegustu
sagnir svo sem af Aurvandli (Orion)
(s. 96, 113) og Hrungni (s. 97), sem
mikið efni er til um og við þekkjum
nú í margvíslegum samböndum (sjá
t.d. E.P. Stefið 1988, k. 159-167).
Svo langt gengur þetta, að jafnvel
í sögnum, þar sem Björn glímir við
sömu tákn / sömu samböndum og
ráðin hafa verið í útgefnum bókum
á prenti, eins og af Kistu Loka í
För Þórs til Geirröðargarða (s.
105), nefnir hann ekki, að önnur
ráðning sé til og að hvaða leyti hans
eigin ráðning stangist á við hana,
ellegar sé viðauki eða bragarbót
(sjá E.P. 1978 heild, t.d. k. 42-44).
Dvergarnir Qórir
Svo sem vænta mátti er efsta stig
flaustursins hjá Birni að fínna í há-
marki bókar hans, sjálfum endinum.
Til að sjá, hvað hér er á ferð, skulum
við athuga málsgreinina í heild:
„Loks má nefna dvergana fjóra
sem halda uppi fjórum skautum
himins. Dvergar þessir bera nöfn
höfuðáttanna og er sama hugmynd
að baki þeim og kemur fram í Börn-
um Horusar og gegna allar sama
hlutverki. Hér eru sömu stjörnunár
sem Persar nefndu hina „fjóra varð-
menn himins“ og „konunglegu
stjörnurnar". Þær eru sem hér seg-
ir: Aldebaran í Nauti er Austri,
Antares í Sporðdreka er Vestri,
Regulus í Ljóni er Norðri og Fomal-
haut í Suðurfiski er Suðri. Þessar
sömu stjörnur eða stjörnumerki
þeirra báru síðan nöfn guðspjalla-
mannanna fjögurra sem alkunnugt
er.
Hér með lýkur þeim stjarnfræði-
túlkunum úr Eddum sem komið
verður á framfæri í þessari bók.“ (s.
117).
Lesendur RÍM hafa að vonum
rekið upp stór augu við að sjá
þetta; eigi er einungis, að samsvörun
konungsstjarnanna fjögurra og
Dverganna hafi verið fundin fyrir
mörgum áratugum, heldur er hennar
beinlínis getið í útgefnum bókum
allt frá árinu 1976, og þá í tengslum
við sjálfa ráðninguna á Dýrahring.
Hér er því ekki um neitt aukatriði
að ræða, heldur meginatriði, sjálfa
skorðun Völuspár við Dýrahring.
Tilgátan um tengsl konungsstjarn-
anna og Dverganna er sett fram á
einfaldan hátt í Rammaslag 1978
(s. 106) en hún er miklu eldri.
Gengur sú tilgáta inn í gjörvalla
smíð RÍM, löngu fyrir útgáfu Bak-
sviðs Njálu 1969. Hefur hún styrkzt
með hveiju ári rétt eins og skilgrein-
ingin á Baug himins. Verður ekki
annað séð en að hún muni standa
héðan í frá. Svo mikilvægu meginat-
riði, sjálfri skorðum himinskaut-
anna, skýtur Björn inn í bók sína
sem hámarki án þess að þar komi
nokkurs staðar fram, að þessi lausn
liggi þegar fyrir í RÍM og hafí verið
notuð til framhaldsrannsókna um
áratuga skeið. Samkvæmt orðalagi
Björns er það m.ö.o. hann, ekki sá
sem hann hefur upplýsingarnar frá,
sem kemur „á framfæri“ þessari
meginviðmiðun í túlkun á Eddum.
Frá Ameríku fæ ég síðan bréf um
það hversu snjöll þessi ráðning sé
hjá Birni! Hversu miklu ráðningin á
þessum fjórum Dvergum Völuspár
varðar skilja þeir einir, er kynnt
hafa sér sögu rannsókna og uppgjöf
eldri fræðimanna andspænis hinu
svonefnda Dvergatali (Vspá v.
10-16).
Framhaldið
Þeim krossi að þurfa að birta
þessa grein hefði verið létt af þeim
er þetta ritar, ef háskólinn í
Reykjavík hefði treyst sér til að
rannsaka táknmál og goðsagnir.
Fyrir liggur á prenti yfirlýsing
tveggja helztu manna heimspeki-
deildar þess efnis, að enginn við
Háskóla íslands hafi til þess burði
að kryfja slík efni, og veldur það
að sjálfsögðu ringulreið í íslenzkum
fræðum. Mikill hluti íslenzkufræð-
inga og nemenda háskólans er af
þessum sökum enn að gnauða við
úreltar gátur og staðnað verklag.
Nú birtist skyndilega prófessor í
(slenzkum fræðum sem sýnir ótv-
íræð merki þess að vilja opna um-
ræðu, leyfa ftjálsa hugsun og tján-
ingarfrelsi. Svo góðar eru fregnirnar
af nýstofnuðum háskóla á Akureyri.
Það er því ekkert smáslys, að Har-
aldur Bessason skuli komast svo að
orði sem raun ber vitni í formálanum
fyrir bók Björns Jónssonar. Hann
gefur beinlínis í skyn, flestir munu
skilja orð hans sem beina yfirlýsingu
þess efnis, að Björn Jónsson sé
frumkvöðuíl að þeim rannsóknum,
sem hann birtir í óhæfilegu flaustri
og einatt gagnrýnislaust. Hið góða
sem gaman hefði verið að rökræða
í verki Björns (og ég mun vonandi
einhvern tíma athuga í sambandi
við mínar eigin ráðningar á sama
efni) hverfur þannig með öllu fyrir
þeirri ruglandi, sem í orðalagi Har-
alds felst. Illt er fyrir íslendinga að
háskólinn í Reykjavík skuli standa
ráðþrota gagnvart örðugum verk-
efnum íslenzkrar menningarsögu,
en lítt batnar útlitið, ef von þessarar
þjóðar um sjálfstæðan háskóla á
Akureyri drukknar í andvaraleysi,
fljótræði eða af hreinni vangá.
Höfimdur stundar rannsóknir í
menningarsagnfræði.
a
W'
’ 1 ■ ■
Flugleiðir:
A
Islendingnm vestan hafs boðin
flugferð heim á kostakjörum
Washington. Frá fvari Guðmundssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
FLUGLEIÐIR hafa boðið
ákveðnum hópi manna flugferð
til Islands frá Bandaríkjunum og
út aftur á kostakjörum. Gildir
tilboðið frá 1. febrúar til 31.
mars á þessu ári
Frá þessu er sagt í umburðar-
bréfi skrifstofu Flugleiða í
Bandaríkjunum. Þar segir, að
þetta tilboð sé fyrst og fremst
ætlað þeim Islendingum og vin-
um Islands, sem búsettir eru í
Vesturheimi og sem ekki hafa
talið sig hafa efni á að fara í Is-
landsferð til að heimsækja ætt-
ingja og vini, eða til að kynna
sér land forfeðra sinna.
Flugfargjaldið samkvæmt
þessu tilboði er 318 dollarar
(19.080 kr.) frá New York, 368
dollarar (22.080 kr.) frá Orlando í
Florída og 70 dollarar (4.200 kr.)
að auki vegna svonefnds „lending-
argjalds", sem farþegi getur notað
til viðskipta á einhveijum bestu
matsölustöðum á Islandi, eða vegna
leigu á bíl í einn sólarhring. Þá er
tilboðið háð því skilyrði, að farþeg-
ar, sem þekkjast það dvelji minnst
þijá daga í landinu, en ekki fleiri en
tíu.