Morgunblaðið - 14.02.1990, Síða 23
kostuðu oft útgáfu þeirra, og þai
væru því almennt ekki skrifuð í
þann hátt að þau höfðuðu til al
mennra lesenda — þau þyrftu ekk
að seljast, á sama hátt og skáldverk
in. Gunnar tók dæmi af sinni fyrsti
bók, sem hefði ekkert selzt og þega’
kaupandi nokkur hefði spurt un
hana í bókaverzlun hefði afgreiðslu
fólkið harðneitað því að bók af þessu
tagi hefði komið út! Gunnar sagði
að sér fyndist bæði snjallt op
skemmtilegt að bera saman hluti
sem væru á mörkum þess að vert
sambærilegir — það væri jafnve
skáldlegt.
Einar Kárason rithöfundur fjallað
eins og fleiri um það, hvort stefnl
hefði verið að bókaverðlaunum eðc
bókmenntaverðlaunum. Hann sagð
að ef velja ætti mesta „útgáfuafrek-
ið“ eða bezta prentgripinn, yrðu til
nefndar bækur á borð við Ensk-
íslenzku orðabókina, Fuglabókine
eða Eldfjallabókina. Einar sagðisl
þeirrar skoðunar að reynslan af verð
launaveitingunni í ár yrði til þess að
verðlaununum yrði breytt og annars
vegar valið skáldrit til verðlauna, en
hins vegar fræðirit.
Friðrik Rafnsson bókmenntafræð-
ingur sagðist þeirrar skoðunar að
rithöfundar skrifuðu ekki til þess að
fá verðlaun. Verðlaunin væru vönduð
auglýsing, það væri allt og sumt.
Þannig yrði verðlaunaveitingin í ái
til þess að fleiri lesendur kynntust
Stefáni Herði Grímssyni en ella.
í almennum umræðum á fundinum
kom fram það sjónarmið hjá Árna
Bergmann, ritstjóra Þjóðviljans, að
hætta væri á að ómeðvitaðar „kvóta
hugmyndir" yrðu ríkjandi hjá dóm-
nefndinni, leitazt yrði við að veita
jafnmörgum konum og körlum verð
launin, að veita sama höfundinun
þau ekki oft og fleira í þeim dúr
Að öðru leyti var einkum rætt un
mörkin milli skáldskapar og fræðirit;
frá ýmsum sjónarhomum.
FedEx lenti 18 sinnum á
Keflavíkurflugvelli í janúar
435,5 tonn flutt utan í fyrra með vélum FedEx og Flying Tigers
ÁRIÐ 1989 lentu farþega- og flutningavélar 5.908 sinnum á Keflavíkur-
flugvelli. Þar af lentu Flugleiðir 2.434 sinnum, voru með 41% lendinga,
Arnarflug lenti 525 sinnum, 9%, og önnur flugfélög 2.949 eða 50%. Á
þessu tímabili voru flutt utan með flugi um völlinn 7.741 tonn, en til
landsins 5.199 tonn. Þar af lentu Flying Tigers og Federal Express 49
sinnum til að ferma eða losa varning og fluttu alls út 435,5 tonn en til
landsins 211 tonn.
Pétur Guðmundsson, flugvallar-
stjóri á Keflavíkurflugvelli, bendir
ennfremur á það, að í janúarmánuði
síðastliðnum hafi FedEx lent 18 sinn-
um í Keflavík án þess að ferma eða
losa vörur. Því geti það tæpast
staðizt að flugfélagið lendi ekki
vegna of hárra gjalda. Nú séu lend-
ingargjöld í Keflavík 2.500 dollarar,
en 3.100 á Shannon í írlandi. Þá séu
afgreiðslugjöld í Keflavík 900 dollar-
ar en 1.480 á Shannon sé um milli-
lendingu að ræða án þess að vaming-
ur sé losaður eða fermdur. Þá megi
benda á, að í janúarmánuði í fyrra
hafi Flying Tigers verið boðin tvenns
konar gjaldtaka, annars vegar 2.500
dollarar fyrir hleðslu á neðra þilfar
og hins vegar 6.250 fyrir hleðslu á
það efra og þá miðað við 35 tonn.
Væri um meira að ræða, hefði það
kostað 65 dollara á hvert tonn. Á
þeim tíma hefðu bæði Air Lingus og
Flying Tigers borgað í London af-
greiðslugjöld sem hefðu numið um
5.800 dollumm og þá ekki skipt
máli hvort um væri að ræða 3 tonn
eða 30.
Pétur segir að fram til maímánað-
ar 1962 hafí Flugmálastjóm annazt
alla afgreiðslu flugvéla og farþega á
Keflavíkuflugvelli. Síðan hafi Loft-
leiðir tekið við henni og loks Flugleið-
ir eftir sameiningu félaganna. Þessu
fylgi bæði umtalsverðar skyldur og
fjárfestingar. Sem dæmi um það
megi nefna að Flugleiðir séu nú með
um 300 manns í vinnu vegna af-
greiðslunnar og hafi fjárfest fyrir
um 120 milljónir í ýmsum búnaði og
tækjum.
„Að niínu mati er þessi kaka alls
ekki til skiptanna,“ segir Pétur.
„Þetta er mannfrekt og kostnaðar-
samt fyrirtæki og það væri ekki for-
svaranlegt fyrir stjómvöld og því
síður drengilegt að hleypa öðrum að
vegna augnabliks hagsmuna þeirra.
Stjómvöld hafa alla tíð leitað allra
leiða til að Flugfax og aðrir, sem um
Keflavíkurflugvöll fara, fái sem
bezta þjónustu og nái sem mestu út
úr markmiðum sínum. Flugleiðir
hafa einnig teygt sig mjög langt svo
þannig megi fara.
Ég legg engan dóm á það, hvon
beri að styðja við bakið á starfsem
Flugfax, en eigi að gera það, verðui
það að vera á vettvangi hins opin
bera. Þa er það ekki í verkahrin}
einstakra opinberra stofnana, heldu.
Alþingis. Starfsemi Flugfax er i
margan hátt merkileg. Flutninga
miðlun af þessu tagi er nýmæli hé
á landi og á hún allt gott skilið. Hin:
vegar verða menn að skilja það, ai
í lífinu gengur manni ekki alltaf all
að óskum, að minnsta kosti fyrst
stað,“ sagði Pétur Guðmundsson.
Vörulyftarinn var
notaður þrisvar
- segir formaður stjórnar Flugfax
„ÞAÐ er rangt að þessi vörulyft-
ari hafi aldrei verið notaður. Hann
var til dæmis þrívegis notaður í
tengslum við Martinair-flugin í
desember, en þar þurfl að lyfta
upp á efra dekk Airbus 310. Sök-
um þess hve seint lyftarinn kom
var einungis hægt að lesta í þrjú
flug. Við báðum ennfremur um
að hann yrði keyptur svo við ætt-
um möguleika á þvi að annast
stærri farma en áður og koma
hluta þeirra á efra þilfar 747-
þotanna. Þetta tæki var cnnfrcm-
ur forsenda þess, að við fengjum
möguleika á fragtflutningum með
stóru vélunum. Loks má geta þess,
að há afgreiðslugjöld hækkuðu
enn, væri þetta tæki notað,“ sagði
Halldór Gunnarsson, stjórnar-
formaður Flugfax, í samtali við
Morgunblaðið.
Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi
Flugleiða, sagði í samtali við Morg-
unblaðið, að vörulyfta þessi hefði
aldrei verið notuð, en keypt fyrir
áeggjan Flugfax fyrir 6 milljónii
króna.
Halldór segir ennfremur, að Flug-
fax hafi boðizt til að kaupa vörulyft
una, sæju Flugleiðir sér ekki fæn
að gera það. Þarna hefði þurft ac'
þrýsta á sjálfsagða þjónustu til ac
fá hana. „Síðan leyfa þessir menr
sér að tala um lág gjöld og afslátt
í fullyrðingu blaðafulltrúans eru þai
ósannindi að bomir eru saman gjör
samlega ólíkir hlutir, það er að segji
afgreiðsla neðra dekks hjá Flugleið
um, 25 tonn, og afgreiðsla efra of
neðra dekks i Shannon, 100 tonn
Þar að auki er unnt að semja un
pro rata, eða hlutfallslega gjaldtöki
eftir magni, en Flugleiðir hafa aldre
viljað semja um það. Þá er talað un
að við höfum fengið afslátt á af
greiðslugjöldum hjá Flugleiðum. Þai
er á vissan hátt rétt, en afsláttini
fengum við eftir að gjöldin höfði
einhliða verið hækkuð um 100%.
raun var því um mikla hækkun a<’
ræða, en ekki lækkun," sagði Hall
dór Gunnarsson.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1990
slóvakíu þetta ár. Hún varð
alþýðubandalagsmönnum til-
efni til að endurskoða formleg
tengsl sín við kommúnista-
flokka og ríki þeirra í Austur-
Evrópu. Tengslin héldust að-
eins við Rúmeníu og Ceaus-
escu, forseta og flokksleiðtoga,
sem sendi ekki herlið inn i
Tékkóslóvakíu.
Með því að líta þannig á að
saga Alþýðubandalagsins hefj-
ist ekki fyrr en 1968 er verið
að reyna að fara á svig við
það, sem er satt og rétt. Þau
orð Ara fróða að hafa það sem
sannara reynist hafa ekki verið
höfð að leiðarljósi við gerð
þessarar ályktunar, enda hafa
kommúnistar jafnan forðast
boðskapinn sem í þeim orðum
felst. Hér á landi eins og ann-
ars staðar hafa þeir leitast við
að sigla undir fölsku flaggi.
Af ítarlegri frásögn Morg-
unblaðsins af miðstjómarfundi
Alþýðubandalagsins sést, að
þar hefur verið fólk, sem gerði
sér grein fyrir því, að sögu
flokksins má rekja allt aftur
til 1930, þegar Kommúnista-
flokkur Islands var stofnaður.
Þessu til sönnunar nægir að
vitna í ræðu Öddu Báru Sigfús-
dóttur, fyrrum borgarfulltrúa
flokksins, sem rifjaði upp
gamla atburði, þegar dekrað
var við Sovétríkin og menn litu
til þeirra með draumkenndum
vonum. En Adda Bára talaði
áreiðanlega fyrir munn
margra, sem telja sig burðar-
ása Alþýðubandalagsins, þegar
hún sagði: „Það fer óskaplega
í, taugarnar á mér, þetta, að
ýið eigum að fara í hreinskilið
Qg opinskátt uppgjör við for-
tíðina.“ Lengst gekk þó Svavar
Gestsson menntamálaráðherra
þegar hann sagði það uppgjöf
fyrir andstæðingum flokksins
að „draga fólk fyrir dómstóla
sögunnar".
Fortíð Alþýðubandalagsins
er alls ekki mál sem unnt er
gert og telur það flokkslega
uppgjöf. Meðal þeirra þjóða,
sem vilja losna undan oki
kommúnisma og sósíalisma,
eru fyrstu skrefin að losa um
tök öryggislögreglunnar og
greiða úr lygavefnum, sem
æðstu menn og flokksbroddar
hafa spunnið.
Það kemur úr hörðustu átt,
að alþýðubandalagsmenn hafni
rannsóknum á eigin sögu af
því að það fari „í taugarnar"
á þeim. Engir hafa gengið
ákafar fram í því en forráða-
menn Alþýðubandalagsins að
gera andstæðinga sína tor-
tryggilega fyrir alþjóðleg sam-
skipti. Aralangar deilur um
það, sem gerðist, þegar íslend-
ingar gerðust aðilar að Atl-
antshafsbandalaginu eru til
marks um það. Hvað eftir ann-
að hefur Þjóðviljinn gengið
fram fyrir skjöldu til að ala á
tortryggni í garð þeirra manna
og flokka, sem stóðu að þess-
ari samningsgerð. Þar hafa
hins vegar öll skjöl verið lögð
á borðið og engir skorast und-
an að ræða fortíðina, eða
kvartað undan að það færi „í
taugarnar“ á þeim.
Nú segir Álfheiður Ingadótt-
ir á miðstjómarfundi Alþýðu-
bandalagsins, að hún hafi „af-
skaplega lítinn og takmarkað-
an áhuga“ á því, sem gerðist
áður en hún fæddist árið 1951
og Alþýðubandalagið hefur
engan áhuga á því samkvæmt
samþykkt miðstjórnarinnar,
sem gerðist áður en það fædd-
ist formlega 1968. Slík rök
duga ekki í alvörumáli sem
þessu. Umræðurnar í mið-
stjórninni á föstudag og laug-
ardag sýna vaxandi áhyggjur
ijölda manna í flokknum vegna
hræðslunnar við fortíðina. Al-
þýðubandalagið hefur ekki
gert hreint fyrir sínum dyrum.
Þvert á móti sekkur það æ
dýpra í fenið.
Keflavíkurfiugvöllur:
Flugleiðir annast afgreiðslu
flugvéla til ársloka 1992
SAMNINGUR stjórnvalda við Fiugleiðir þess efiiis að Flugleiðir ann-
ist alla afgreiðslu flugvéla á Keflavíkurflugvelli var gerður í lok árs
1987. Hann gildir til fimm ára og rennur því út í árslok 1992. Þor-
steinn Ingólfsson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanríkisráðu-
neytisins, segir að málum hafi verið skipað með þessum hætti í mörg
ár, en þessi háttur sé ekkert náttúrulögmál.
Þorsteinn segir, að samkvæmt
samningi þessum beri Flugleiðum
að sjá um alla afgreiðslu flugvéla
á Keflavíkurflugvelli. Málum hafi
verið skipað með þessum hætti í
mörg ár og sé það ekki aðeins í
samræmi við það, sem tíðkist er-
lendis, heldur einnig metið hag-
stæðast af stjórnvöldum hér. Þessi
kostur sé metinn mun betri en sá,
að Flugmálastjórn þurfi að sinna
þessu með fjölda starfsfólks á sinni
köbnu. Samningurinn skyldi Flug-
leiðir til varðstöðu allan sólarhring-
inn og til að hafa á sínum snærum
mannskap og tækjakost af ýmsu
tagi. Að sínu mati hafi Flugleiðir
sinnt starfseminni vel og sýnt skiln-
ing á þörfum annarra flugfélaga.
Þorsteinn segir ennfremur, að
stjórnvöldum hafi borizt fyrirspurn-
ir um fyrirkomulag þetta og mögu-
leika á eigin afgreiðslu frá öðrum
flugfélögum, meðal annars frá Arn-
arflugi, en þeim fyrirspumum hafi
ekki fylgt formleg umsókn um af-
greiðsluleyfi. Ekkert náttúrulögmál
sé, að Flujgleiðir annist þessa af-
greiðslu. Akvörðun um mögulega
breytingu verði tekin, þegar núver-
andi samningur renni út og þá verði
vegnir og metnir allir þeir þættir,
sem við sögu kunni að koma.
Engimi fylgdarbíll
á Hnífsdalsvegi
EKKI eru líkur á að Vegagerð ríkisins láti framvegis bíl íylgja snjóruðn-
ingbíl á Hnífsdalsvegi, milli ísafjarðar og Hnífsdals. Ökumaður snjóruðn-
ingsbíls, sem fór út af veginum í snjófióði fyrir nokkru, sagði þá að
fylgdarbíll væri nauðsynlegur. Vegagerðin telur svo ekki vera á þessari
leið, en fylgdarbílar hafa hins vegar verið með snjóruðningsbílum á
hættulegum fjallvegum og er það í samræmi við bókun vegna kjarasamn-
inga vegagerðarmanna árið 1982.
Gunnar Gunnarsson, lögfræðingur
Vegagerðarinnar, sagði að fylgdar-
bílar hefðu verið með snjóruðnings-
tækjum á fjallvegum, svo sem Holta-
vörðuheiði, Steingrímsfjarðarheiði og
Hellisheiði. „Hnífsdalsvegur er hins
vegar í raun fjögurra kílómetra gata
í Isafjarðarkaupstað og þar hefur
ekki þótt ástæða til að hafa fylgd-
arbíl,“ sagði Gunnar. „Nú er verið
að ganga frá samningum við vega-
gerðarmenn og á fundi á fimmtudag
bar þetta mál á góma. Eftir að bent
hafði verið á bókun frá 1982 urðu
menn hins vegar sammála um að hún
væri nægjanleg og þess eingöngu
farið á leit við Vegagerðina að þess
yrði gætt að eftir henni yrði farið."
Bókunin, sem Gunnar nefndi,
hljóðar svo: „Þegar unnið er í vetrar-
þjónustu við erfiðar aðstæður mun
Vegagerðin leitast við að tryggja
öryggi starfsmanna eftir því sem
föng eru á, meðal annars með notkun
fjarskiptasambands og/eða eftirliti
verkstjóra eða annars starfsmanns."
Gunnar sagði að samkvæmt þessari
bókun hefði fylgdarbíll verið með
snjóruðningstækjum á hættulegum
leiðum. Með Hnífsdalsveg væri
spurningin fremur hvenær ætti að
moka. Þegar slysið varð hafi í raun
ekki verið að opna veginn til al-
mennrar umferðar, heldur vegna
þess að snjóflóðahætta var í
Hnífsdal.
Ein af fiugvélum Flying Tigers fermd í ársbyijun í fyrra.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Frá firndi Félags áhugamanna um bókmenntir. Silja Aðalsteins er í pontu, en hún las upp úr verðlauna-
bók Stefáns Harðar Grímssonar.
arinnar; þar vægju atkvæði almenn-
ings tvö á móti fimm atkvæðum
dómnefndarmanna. Almenningur
hefði hins vegar ekki tækifæri til að
bera saman bækumar tíu, sem valið
stæði á milli, og þetta væri því vin-
sældakosning og skerti sjálfstæði
dómnefndarinnar. Þá sagði Gunnar
að menn yrðu að fara að gera það
upp við sig, hvort verðlaunin ættu
að vera bókaverðlaun eða bók-
menntaverðlaun.
Halldór Guðmundsson bók-
menntafræðingur var fulltrúi Félags
íslenzkra bókaútgefenda á fundinum.
Hann sagði að reglurnar um veitingu
verðlaunanna væru til bráðabirgða
og það hefði verið háð því hvemig
til tækist, hver framtíð þeirra yrði.
Halldór sagðist til dæmis telja að
lesendaatkvæðagreiðsla um tíu at-
hyglisverðustu bækumar væri tómt
píp og yrði varla tekin upp aftur.
Að öðru leyti sagði hann verðlaunin
hafa verið sniðin eftir finnsku Fin-
landia-verðlaununum. Halldór taldi
að tilgangur bókmenntaverðlaun-
anna hefði náðst að mjög miklu
leyti, athyglin hefði fremur beinzt
að gæðum bóka en hneykslismálum,
sem þar væm afhjúpuð, og hlutur
viðtalsbóka í bókmenntaumræðunni
fyrir jólin hefði því minnkað. Halldór
sagði hugsanlegt að skilja að fagur-
bókmenntir og aðrar bækur við
næstu verðlaunaveitingu, og hann
taldi einnig koma til greina að endur-
skoða fyrirkomulag tilnefninganna,
sérstaklega 30.000 króna meðlagið.
Hann taldi þó jákvætt að rithöfundar
fengju peningaverðlaun, sem kæmu
þeim að raunvemlegu gagni. „Aldrei
þessu vant er ekki verið að verðlauna
menn með einhveijum pjáturösku-
bökkum," sagði hann.
Gunnar Karlsson sagnfræðipróf-
essor studdi þá skoðun að meta
bæri skáldrit og fræðirit í sömu dóm-
nefnd. Hann taldi ekki vafa á að
verðlaunaveitingin hefði snúizt um
bókmenntir í hinni víðari merkingu
þess orðs, en ekki eingöngu fagur-
bókmenntir eða skáldskap. „Það er
fyrst og fremst snjöll og fijó hug-
mynd, sem gefur bókum líf,“ sagði
Gunnar og sagði að slíkt gæti jafnt
átt við um fræðirit og skáldrit.
Hann sagðist telja að hér á landi
hefði vantað markaðssetningu fræði-
rita. Opinberir sjóðir og stofnanir
Morgunblaðið/Úlfar
Bíll Vegagerðarinnar, sem lenti í siyóflóði á hnífsdalsvegi.
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1990
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúarritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
HaraldurSveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
BjörnJóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
j Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
3 argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakiö.
Flokkur hræðist
eigin fortíð
Imálamiðlunartillögu um
fortíð Alþýðubandalagsins,
sem var samþykkt á miðstjórn-
arfundi þess, er látið eins og
saga flokksins hafi hafist árið
1968. Þetta ár er valið af
tveimur ástæðum: í fyrsta lagi
var Alþýðubandalagið form-
lega gert að flokki á þessu ári.
í öðru lagi gerðu Varsjár-
bandalagsríki undir forystu
Sovétmanna innrás í Tékkó-
að ýta til hliðar með ályktun
eins og þeirri sem miðstjórn
flokksins hefur sent frá sér.
Hér eins og hvarvetna annars
staðar er það forsenda fyrir
heilbrigðu stjórnmálalífi og
eðlilegum stjórnarháttum, að
gert sé upp við lygi kommún-
ista, blekkingar þeirra og
starfshætti. Nú er komið í ljós,
að menntamálaráðherra þjóð-
arinnar vill ekki að slíkt sé
Skipzt á skoðunum um íslenzku bókmenntaverðlaunin:
A að setja skáldverk og
fheðirit undir sama hatt?
SKIPTAR skoðanir komu fram á fúndi Félags áhugamanna um bókmennt-
ir um íslcnzku bókmenntaverðlaunin. Ólík viðhorf komu fram til til-
högunar verðlaunaveitingarinnar, en hún hefúr verið nokkuð umdeild
frá því að Félag islenzkra bókaútgefenda ákvað að fá dómnefndir til
þess að útnefna annars vegar 10 athyglisverðustu bækur ársins og velja
síðar beztu bók ársins úr þeirra hópi. Mest var deilt um það, hvort
meta bæri skáldrit og fræðirit í einni og sömu dómnefndinni, en eins
og kunnugt er voru sagnfræðirit og orðabók meðal þeirra verka, sem
tilnefnd voru til verðlaunanna.
Þótt tilhögun verðlaunaveitingar-
innar hafi verið umdeild greindi
frummælendur og aðra fundarmenn
ekki á um það, að Stefán Hörður
Grímsson, sem fékk íslenzku bók-
menntaverðlaunin fyrir bók sína Yfir
heiðan morgun, væri afar vel að
þeim kominn. Kristján Ámason bók-
menntafræðingur, sem var einn af
dómnefndarmönnum er völdu tíu at-
hyglisverðustu bækumar, sagði að
það væri ánægjulegt að nefndin, sem
valdi verðlaunabókina, hefði komizt
að niðurstöðu sem flestir væru sam-
mála um. „Þegar fram líða stundir
ræðst gildi verðlauna kannski ekki
sízt af því hveijir hafa fengið þau,“
sagði Kristján.
Kristján greindi frá vinnubrögðum
í dómnefndinni og þeim göllum, sem
hann sæi á tilhögun nefndarstarf-
anna. Hann sagðist myndu gráta
þurrum tárum þótt þetta brautryðj-
endastarf fyrstu dómnefndarinnar
yrði stokkað upp. Kristján nefndi í
fyrsta lagi að það væri í raun erfítt
að skilgreina hvað fælist í hugtakinu
„athyglisverður", og það væri munur
á tíu beztu og tíu athyglisverðustu
bókunum. Sem dæmi nefndi hann
að bók ungs og efnilegs höfundar
teldist kannski athyglisverðari en
bók reynds höfundar, sem væri að
gefa út sína tíundu bók, þótt hún
væri ekki beinlínis bétri. Þá benti
Kristján á að til verðlaunanna væru
ekki tilnefndar þýddar bækur, sem
vissulega mættu margar teljast at-
hyglisverðar, til dæmis Söngvar Sat-
ans eftir Salman Rushdie, og
barnabækur væru heldur ekki á
blaði.
Kristján benti á að dómnefndinni
væru vissar skorður settar um val á
athyglisverðustu bókunum, þar sem
bækurnar fímmtíu, sem tilnefna á
til verðlaunanna, væru valdar af út-
gefendum sjálfum. Ekki hefðu allir
útgefendur heldur getað tekið þátt í
tilnefningunum, þar sem 30.000
krónur hefði þurft að borga með
hverri bók. Slíkt bitnaði á litlum „ein-
staklingsforlögum" og þá hefðu merk
forlög á borð við Hið íslenzka bók-
menntafélag og Menningarsjóð ekki
verið með. Kristján taldi þessa með-
gjafarskyldu bjóða þeirri hættu heim,
að einungis bækur öflugra forlaga
yrðu tilnefndar.
Kristján benti einnig á að misræmi
væri í hlutverki dómnefndanna
tveggja. Fyrri nefndin veldi tíu at-
hyglisverðustu bækumar úr ýmsum
áttum, en seinni nefndin, sem veldi
verðlaunabókina, notaði þrengri
mælikvarða. „Það hefði orðið saga
til næsta bæjar ef einhver orðabók
eða heimildarit hefði hlotið sérstök
bókmenntaverðlaun," sagði Kristján.
Hann vék að því, eins og margir
aðrir fundarmenn, að erfítt væri að
greina á milli skáldskapar, sagnfræði
og annarra bókmenntagreina. Mikið
var rætt um það, hvar bæri að draga
mörkin og hvort í raun væri hægt
að ijalla um fræðirit og skáldrit í
einni og sömu dómnefndinni.
Gunnar Harðarson, heimspeking-
ur, sem einnig sat í dómnefndinni,
tók saman ýmsa gagnrýni, sem fram
hefði komið á tilhögun verðlaunaveit-
ingarinnar. Einkum hefði gagnrýnin
beinzt að tímasetningu vals tíu at-
hyglisverðustu bókanna í miðri jóla-
vertíðinni. Af því hefði þótt' auglýs-
ingakeimur og að verið væri að reyna
að miðstýra valinu á beztu bók árs-
ins. Þá hefðu sumir talið að ein-
sko'rða hefði átt tilnefningar við fag-
urbókmenntir og aðrir að það
skyggði á aðrar bækur að tilnefna
þær athyglisverðustu.
Gunnar sagði að hafa yrði í huga
hvers konar verðlaun um væri að
ræða, þetta væru bókmenntaverð-
laun bókaútgefenda sjálfra. Þeir
veittu verðlaunin og legðu til verð-
launaféð með tilnefndum bókum.
„Hér er því um að ræða einkafram-
tak Félags bókaútgefenda, en ekki
opinber verðlaun," sagði Gunnar.
Hann sagði að hins vegar væri fyrir-
komulag dómnefnda og verðlaunaaf-
hendingar með þeim hætti, sem
ákveðið var, vegna þess að Félag
bókaútgefenda vildi vera hlutlaust.
Aðalatriðið sagði Gunnar vera að
dómnefndimar væru óháðar útgef-
endum, en á því væri hins vegar
misbrestur og sjálfstæði dómnefnd-
anna væri skert talsvert.
Gunnar nefndi í fyrsta lagi að með
því að tilnefning bókanna væri bein
fiáröflunarleið fyrir verðlaunasjóðinn
væri forvalið í höndum útgefenda,
en ekki dómnefndanna sjálfra. Þær
gætu ekki tekið til umfjöllunar önnur
rit en þau, sem útgefendur tilnefndu.
Gunnar gagnrýndi einnig þann hátt,
sem væri hafður á vali verðlaunabók-