Morgunblaðið - 14.02.1990, Page 26

Morgunblaðið - 14.02.1990, Page 26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14.’ FEBRÚAR 1990 Vaglaskógur: Gróðurhús hrundi undan snjóþunga EITT af þremur heilsársgróður- húsum í Vaglaskógi hrundi und- an snjóþunga fyrir skömmu og er áætlað að tjónið sem af því varð nemi um einni milljón króna. Sigurður Skúlason skógarvörður í Vaglaskógi sagði að húsið hefði hreinlega sligast undan snjóþung- anjim, en snjórinn væri óvenju- þungur. Húsið var byggt úr tveggja tommu galvaníseruðum pípum og plastdúkur strengdur yfir. „Húsið brotnaði niður eins og spilaborg," sagði Sigurður. Skógarplöntum hefur verið sáð í húsið á vorin og þær teknar upp á haustin, auk þess sem í húsinu hafa verið geymd jólatré. Húsið var autt er það hrundi. Tjónið er áætl- að um ein milljón króna. Sigurður sagði að þrátt fyrir að húsið hefði hrunið yrði reynt að láta það ekki raska framleiðslunni. Að líkindum yrði húsið byggt upp aftur í áföng- um. Hinum húsunum tveimur var bjargað og unnu tíu manns við snjómokstur af þeim heilan dag, auk þess sem stór vélskófla var fengin til að flytja snjóinn frá hús- Mikill snjór er nú í Vaglaskógi, eða 160 metra jafnfallinn snjór, sem er um einum sentímetra meira en var þegar snjór var mestur í skóginum um páska í fyrra. Frá borgarafúndi um lagningu Dalsbrautar. Borgarafundur í Lundarskóla: Morgunblaðið/Rúnar Þór Stöð 2 datt út vegna viðgerð- ar á aðalrofa SÍMINN hringdi látlaust lyá sjón- varpsstjóra Eyfírska sjónvarps- félagsins eftir kl. eitt á föstudags- kvöld, en þá hafði rafmagn verið tekið af í hluta Eyjafjarðar og við það datt sending Stöðvar 2 út. Verið var að vinna við lagfæringar á aðalrofa í aðveitustöð. Bjarni Hafþór Helgason sjón- varpsstjóri Eyfirska sjónvarpsfélags- ins sagði að fjölmargir sjónvarps- áhorfendur hefðu látið í sér heyra, en þegar rafmagnið var tekið af svæðinu hafi frumsýning staðið yfir á vinsælli gamanmynd. Hann sagði að um 75% heimila, eða um 3.500 heimili í allt, nytu útsendinga Stöðv- ar 2 í Eyjafirði. „Það hefur mikið verið kvartað vegna þessa og þetta mun ekki vera í fyrsta skipti sem atvik sem þetta kemur upp á.“ Ingólfur Ármannsson hjá Raf- magnsveitum ríkisins sagði að vinna hefði staðið yfir við lagfæringar aðal- rofa í aðveitustöð. Auglýst hefði ver- ið í útvarpi að rafmagnslaust yrði frá Hjalteyri fram í Eyjafjarðarbotn. Skiptar skoðanir nm lagningu Dalsbrautar um Limdarhverfi ENGA Dalsbraut, eru þau skilaboð sem skipulagsstjóri Akureyrar- bæjar fékk á borgarafúndi sem haldinn var í Lundarskóla í fyrra- kvöld, en skilaboðin eru frá For- eldrafélagi Lundarskóla annars vegar og stjórn Knattspyrnufélags Fundur í Félagi um sorg og sorgarviðbrögð FÉLAG um sorg og sorgarviðbrögð á Norðurlandi heldur almennan félagsfúnd í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju annað kvöld, fimmtu- dagskvöldið 15. febrúar, og hefst hann kl. 20.30. Félagið var stofnað skömmu fyr- ir síðustu jól og eru félagar á milli 60 og 70. Fundir verða framvegis haldnir hálfsmánaðarlega í Safnað- arheimilinu og verða þeir á fimmtu- dagskvöldum. Sá háttur verður hafður á að fenginn verður fyrirles- ari á annan hvern fund. Félagið er öllum opið, ekki ein- ungis þeim sem misst hafa ástvini sína, heldur einnig þeim sem um sárt eiga að binda af öðrum ástæð- um, svo sem vegna hjónaskilnaðar eða atvinnuleysis. Akureyrar hins vegar. Til fúndar- ins var boðað til að ræða lagningu Dalsbrautar, en samkvæmt drög- um að aðalskipulagi Akureyrar til ársins 2007 er brautin merkt sem punktalína, sem þýðir að brautin verði ekki lögð á þessu skipu- lagstímabili nema í neyð, en byggð á götustæðinu er ekki heimOuð. Gatan er hugsuð sem framhald af Tryggvabraut, framhjá gömlu Sambandsverksmiðjunum og upp á Þingvallastræti framhjá spenni- stöð og áfram suður úr. Ingibjörg Jónasdóttir formaður Foreldrafélags Lundarskóla sagði að fólk í hverfinu hefði áhyggjur ef gatan yrði lögð í gegnum gróið íbúða- hverfi, því það gerði að verkum að Lundarskóli yrði nánast girtur af uppi á umferðareyju. Ingibjörg sagði það vilja íbúa hverfisins að umrætt svæði yrði skipulagt sem útivistar- svæði, en lítið væri um slík svæði í hverfinu. „Yfirgnæfandi meirihluti fundar- manna var hlynntur því að Dals- brautin verði þurrkuð út og það er baráttumál okkar í foreldrafélaginu,“ sagði Ingibjörg. Hún sagði næsta skref að hvetja sem flesta íbúa hverf- isins til að senda inn athugasemdir við aðalskipulagið. „Okkar aðalrök í málinu eru þau að við viljum búa vel að börnum okkar, en slysahætta eykst til muna verði af lagningu Dalsbrautar. Auk þess teljum við hverfíð meira aðlaðandi verði útivist- arsvæði gert á þessum stað. Sveinn Brynjólfsson sem sæti á í stjóm KA og túlkaði sjónarmið stjómar félagsins sagði að svæðið sem félagið hefði til umráða væri alltof lítið og álag á völlum væri of mikið. Félagið hefði fyrir allmörgum ámm sótt um viðbótarsvæði fyrir starfsemi sína. Það yrði því til mik- illa bóta fyrir félagið að fá afnot af götustæði Dalsbrautar. KA hefur til umráða um 5 hektara lands, en Sveinn sagði æskilegt að þeir yrðu 10. „Það er vilji stjómar KA að Dalsbrautin verði ekki lögð,“ sagði Sveinn. Ámi Ólafsson skipulagsstjóri sagði að Dalsbrautin yrði mikil sam- göngubót, miþið álag væri á þeim tengibrautum sem tengja Oddeyrina við hverfín á brekkunni, þ.e. Þómnn- arstræti og Kaupvangsstræti. Verið væri að hugsa til framtíðar með lagn- ingu Dalsbrautar, en gert væri ráð fyrir íbúðahverfi, allt að 7-10 þúsund manna byggð sunnan núverandi byggðar í Lundarhverfí. Það væri stórvarasamt að beina mikilli umferð um tvær éðumefndar götur og Dals- brautin væri lykillinn að umferð inn í hið nýja óbyggða hverfi. „Það eru kannski ekki nein rök fyrir lagningu brautarinnar nú, en þegar horft er til framtíðar er þessi gata mjög mikil- væg fyrir umferð norður og suður um bæinn,“ sagði Ámi. Pólstjarnan hf. á Dalvík: Einbýlishús til sölu við Fjólugötu á Akureyri, 114 m2 á tveimur hæðum. Mikið endurnýjað. Laust strax. Upplýsingar í síma 96-23429 milli kl. 13 og 16. Oskudagsbúningar Hárkollur, andlitslitir Legákubbar, 25% afslðttur. Lególand, Tækni- og Fabuland. Bómullarpeysur. Sendum myndalista. flngóranærföt. Barnasokkar úr flHGÓRflULL. Pðstsendum. Sími 96-27744. Leikfangamarkaðurmn PARÍS hf., Hafnarstræti 96, Akureyri. Lifrarvertíð að hefjast en lélegt verð fæst í Rússlandi Fyrirhugað að reisa myndarlega lifrarbræðslu VERÐ fyrir niðursoðna lifúr á Rússlandsmarkað hefúr lækkað um 14% frá því í fyrra, að sögn Jóns Tryggvasonar framkvæmdastjóra Pólstjörnunnar hf. á Dalvík, en þar eru starfsmenn nú farnir að undirbúa sig fyrir lifrarvertíðina sem er að fara í gang. Tveir nýir hluthafar, Lýsi hf. og Bernhard Petersen hf., hafa gengið inn í félag- ið og er hugmyndin að stækka lifrarbræðslu fyrirtækisins. Þá er einnig steftit að því að byggja við núverandi húsnæði, sem keypt var um áramót. Jón Tryggvason framkvæmda- stjóri Pólstjörnunnar hf. á Dalvík sagði að lifrarvertíðin væri að fara i gang um þessar mundir, en vcrð sem fengist fyrir niðursoðna lifur á Rússlandsmarkaði væri afar lélegt. „Verðið hefur lækkað um 14% frá því í fyrra og er alveg í botni, við rekum þetta á núlli. En menn vilja halda í þennan markað í von um betra verð síðar,“ sagði Jón. Um helmingur framleiðslunnar í fyrra fór til Rússlands og hinn til Kanada, en samningar um sölu á niðursoð- inni lifur til Kanada hafa enn ekki tekist. Jón sagði þó að þreifingar væru í gangi um sölu þangað. Pólstjarnan hf. keypti um áramót tæplega 300 fennetra húsnæði sem áður var leigt. Fyrirhugað er að byggja við húsið í sumar um 400 fermetra. Jón sagði að menn von- uðu að sölumálin þróuðust til betri vegar og uppgangur yrði á ný í þessari framleiðslu. Fyrirtækið hefur fleiri járn í eld- inum, en niðurlögð þorskhrogn und- ir nafninu Tamara hafa verið seld til Frakklands frá því í fyrrasumar og hefur einn aðili keypt þá vöru frá Pólstjörnunni og sagði Jón að fleiri kaupendur væru að velta kaupum fyrir sér. Þá framleiðir fyrirtækið einnig rækju, síld og sjó- lax, en á þeirra vöru hefur verið stígandi eftirspurn á innanlands- markaði síðustu fimm árin. Lifrar- bræðsla hefur verið starfrækt í litl- um skúr við húsnæði Pólstjörnunn- ar og sagði Jón að nýir hluthafar hefðu gengið inn í félagið, Lýsi hf. og Bemhard Petersen, og væri hug- myndin að reisa stóra myndarlega lifrarbræðslu á staðnum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.