Morgunblaðið - 14.02.1990, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.02.1990, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 1990 33 Miniiing: HalldórS. Guðjónsson frá Fremri-Amardal Blikna og falla blóra á hveijum degi, enginn fær skynjað sitt æfi haust. Ungir og aldnir allir verða að hlýða, er hljómar dauðans helga raust. (Gísli Ólafsson) Miðvikudaginn 31. janúar sl. lézt Halldór Sigurbjörn Guðjónsson frá Fremri-Arnardal við Skutulsfjörð á elli- og hjúkrunarheimilinu Skjóli í Reykjavík, á 79. aldursári. Hann var jarðaður 12. þ.m. frá Fossvogskapellu. Hann fæddist 18. september 1911 í Arnardal, faðir hans var Guðjón Eggert Halldórs- son formaður þar og síðar bóndi í Fremri-Arnardal. Guðjón var sonur Halldórs Jónssonar og konu hans, Kristínar Eggertsdóttur, er bjuggu að Ytri-Húsum í Arnardal. Móðir Halldórs var Guðný Jónsdóttir, for- eldrar hennar voru hjónin Ingibjörg Jónsdóttir, sem ættuð var úr Goð- dal, dóttir Jóns Magnússonar, sonar Magnúsar glóa, er svo var kallaður fyrir sitt glóbjarta hár og ljósa yfir- lit, og manns hennar, Jóns Jónat- anssonar skálds, landpósts og bónda á Folafæti í Seyðisfirði vestra. Halldór er kominn af góðum og traustum bændaættum, er einnig sóttu afkomu sína til sjávarins, og þóttu framsæknir og dugmiklir að hveiju sem þeir gengu. Halldór elst upp hjá foreldrum sínum í Arnardal við algeng land- búnaðarstörf og sjóróðra fram til 1937, að þeir feðgar bregða búi eftir lát Guðnýjar móður hans og flytjast til ísafjarðar. Hann kvæntist 30. júní 1941 konu sinni, Þorbjörgu Theodóru Hólmgeirsdóttur dýralæknis frá Þórustöðum í Önundarfirði, mikilli ágætis konu, en þeim varð ekki barna auðið. Þau hófu búskap á ísafirði, en fluttu litlu síðar til Reykjavíkur og hóf Halldór þá störf hjá Ofnasmiðj- unni, og vann þar um nokkur ár, en gerðist þá starfsmaður Land- sspítalans, og vann þar óslitið allt til sjötugs, að hann hætti störfum sökum aldurs. Halldór var traustur og ábyggi- legur maður, og vandaður í öllum sínum störfum og vel látinn af sam- starfsmönnum sínum og öllum er honum kynntust, enda hógvær og réttlátur í öllum samskiptum sínum við aðra. Halldór hafði mikinn áhuga á ættfræði og íslenskri þjóð- legri menningu, og lagði mikla vinnu í að rekja ætt sína, og fara yfir handrit afa síns Jóns Jónatans- sonar skálds, sem orti mikið og margt gott, sem þó liggur enn óprentað og undir skemmdum á Landsbókasafninu í Reykjavík. Hann var þakklátur starfsmönnum þar fyrir margvíslega aðstoð og upplýsingar er þeir veittu honum við þessi störf hans, sem hann eyddi mest öllum frítíma sínum í. Það hafa orðið straumhvörf á öllum sviðum mannlífsins á íslandi síðasta mannsaldurinn, og ekki síst í sambandi við samgöngur í lofti og til lands og sjávar, og lífsbar- áttu fólksins yfirleitt. Aðstæður Arnardalsbænda voru kannske ein- stæðar og erfiðari en víða annars staðar á landi hér, bæði til búskap- ar og eins til þess að koma afurðum sínum til viðskiptamanna, þá sér- staklega mjólkinni. Þegar Halldór Guðjónsson var þar sem unglingur og fram á fullorðinsár voru engir bílar eða bílvegir til eða frá Arnar- dal. Allt varð því að flytja á hestum eða bara bera á sjálfum sér, og oft bornir 15 til 20 lítrar af mjólk í bak og fyrir, allt framan úr Fremri- Arnardal niður að sjó, sem var rösk- ur hálftíma gangur, hvemig sem viðraði. Síðan þegar gaf á sjó, að róa með mjólk þessara fimm býla, tveggja í Fremri-Arnardal ' og þriggja í Neðri-Arnardal inn á ísa- fjörð og koma henni til neytenda þar. Ef vont var í sjó, og ekki varð settur fram bátur í Arnardal, varð að fara gangandi inn að Naustum í Skutulsfirði og róa síðan yfir sund- ið á bát þaðan, og lent við Dokk- una, sem kölluð var. Gangan frá Arnardal að Naustum tók með birgðar hálfan annan klukkutíma. Þetta jók mönnum þrek og þol- gæði, og æðruleysi, og á þessu lærðu þeir yngri áralagið, og að beita segli, og hagræða báti eftir báru, það var allt nauðsynlegt að þekkja og kunna á þeim tíma. Það t Elskuleg tengdamóðir mín, ÁSA THEODÓRS, andaðist í hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum þriðjudaginn 13. febrúar 1990. Dóra Sigurjónsdóttir. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTRÚN BERNHÖFT, verður jarðsungin fimmtudaginn 15. febrúar kl. 15.00frá Dómkirkj- unni í Reykjavík. Blóm afþökkuð en þeir sem vilja minnast henn- ar láti Barnaspítala Hringsins njota þess. Börn, tengdabörn og barnabörn t Faðir minn, sonur, bróðir og mágur, EINAR BENEDIKT ÓLAFSSON sjávarlfffræðingur, Lundi, Svíþjóð, verður jarðsunginn frá Dómkirkjgnni ídag miðvikudaginn 14. febrú- ar kl. 15.00. Kristín Á. Einarsdóttir, Ásdís Kristjánsdóttir, Ólafur H. Ólafsson, Sigurbjörg H. Gröndal, Katrín Ólafsdóttir, Pál Ó. Borgen, Sigrfður E. Ólafsdóttir, Magnús J. Sigurðsson, Kristján M. Ólafsson. sjá allir að í þessar ferðir sem farn- ar voru daglega allt árið þurfti sterkbyggða, þrautseiga og hrausta menn. Bændur skiptust á um að leggja til báta, sína vikuna hver, en stærsta farið var þó ekki nema fjagramannafar. Foreldrar Halldórs, Guðný Jóns- dóttir og Guðjón Halldórsson, áttu aðeins þennan eina son, en ólu upp fimm börn: Hólmfríði Einarsdóttur, bróðurdóttur Guðnýjar, og Garðar Bjarnason, þau eru bæði dáin, einn- ig Gretti Jósepsson og Guðmundu Elíasdóttur söngkonu, sem bæði eru á lífi, og Magnús Karl Antonsson, er lengi var þjónn á ms. Gullfossi, og síðar verslunarmaður, nú látinn fyrir nokkrum árum. Enn í dag þegar hugur minn leit- ar á vit hins liðna finnst mér þeir eiginleikar, sem settu svip sinn á tilveruna, og mótuðu þetta fólk, og mest voru ríkjandi í fari þess, væru háttvísin, lítillætið, hógværðin og drenglyndið, sem einkenndi alla framkomu þess og afstöðu til manna og málefna. Hamingja þess og gleði var sú ein að gera öðrum mönnum greiða, leysa vanda hver annars, væri það á þeirra færi. Samstaða þessa fólks í lífsbarátt- unni og hjálpsemin voru einstök, enda undirstaðan að lífsláni þess og lífsgengi. Þar varð sá sannleikur að lifandi veruleika, er segir: „Sam- hugurinn göfgar, glæðir, gefur þrótt í raunafans." Það er gleði manns og gæfa að eiga samleið með góðu fólki á lífsleiðinni, og minningar um blíðlyndi þess og hjartahlýju eru sannarlega mann- bætandi. Blessuð sé minning Halldórs Guðjónssonar, þess hreinlynda og ljúfa drengskaparmanns. Vinum hans og ættingjum vott- um við okkar einlægustu samúð. Grettir __ Jósepsson, Björn Ólafsson. NinBOOSN. W135, 5 kg þvottavél. Vindur allt að 1300 snúninga NY PHILCO. ÞVOTTAVEL • Fjöldi þvottakerfa eftir þínu vali • Heitt og kalt eöa eingöngu kalt vatn • Hitastillir aö þinni ósk • Flæöivari • Ullarþvottakerfi • Yfirhitunaröryggi • Ryðfrítt stál í tromlu og ytri belg • Nýr mótor ZSSZ Heimilistæki hf tzzz Sætúni 8 Sími691515-KringlunniSími 691520 jgg BBBBBIi t/d&um,SveÁjyh/i£egÁ,ó samutt^mv BBBBBBI GEmim GEmim Veróió er fróbært, frá aóeins kr. 742.000,* stgr. ISUZU GEMINIB er stolt feOra slnna - hannaöur meö tilllti tll formfegurðar og margra ára endlngar. í margendur- teknum rannsóknum hefur GEMINI reynst einn sterkbyggöasti og öruggastl smábfll gagnvart slysum og hvers kyns óhöppum. ISUZU GEMINI# býöur uppá melra Innanrými og þæglndi en nokkur annar sambærilegur bfll. Þægileg framsætl með margvfslegum stllllmögulelkum -aftursætl sem má leggja nlður til að auka farangursrými og rúmgóörl farangursgeymslu með vförl og aðgengllegrl opnun. ISUZU GEMINI* er sannkallaður kostagripur - ekkl of Iftill og ekkl of stór, búlnn þeim fylglhlutum sem fæstlr sambærl- ieglr bflar státa af, svo sem 5 gfra eða sjálfsklptingu, aflstýrl, útvarpl m/segulbandl, góðrl hljóð- elnangrun og traustum undirvagnl. @0 BILVANGUR HÖFÐABAKKA 9 SIMI 687300 Veldu þér GEMINI meö framhjóladrifi. 3ja eöa 4ra dyra, meö 1.31 ítra eöa 1.51 ítra vél

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.