Morgunblaðið - 14.02.1990, Side 42
42
■ BJARNI Friðriksson j údómað-
ur keppti á alþjóðlegu júdómóti í
París um helgina og féll úr í fyrstu
umferð. Andstæðingur Bjama í
fyrstu umferð var frá Afríku. ís-
lenska landsliðið tekur þátt í Mats-
umae-mótinu sem fram fer í Kaup-
mannahöfn um næstu helgi. Auk
Bjama keppa þar Sigurður Berg-
mann, Halldór Hafsteinsson,
Freyr Gauti Sigmundsson, Karl
Erlingsson, Eiríkur Kristinsson
og Helgi Júlíusson.
■ BJARKI Sigvrðsson gerði þrjú
mörk í öðrum leik íslands og Rúm-
eníu en ekki tvö eins og sagt var
í blaðinu í gær.
■ LANDSLIÐSNEFND FRÍ
hefur valið þijá keppendur tíl að
keppa á Evrópumeistaramótinu
innanhúss í frjálsum íþróttum, sem
fer farm í Glasgow 3.-5. mars. Það
eru: Pétur Guðmundssoh, HSK,
kúluvarp, Þórdís Gísladóttir,
HSK, hástökk og Gunnar Guð-
mundsson, FH, sem keppir í 200
og 400 m hlaupi. Þjálfari og farar-
stjóri er Erlendur Valdimarsson.
■ EYJÓLFUR Ólalsson, knatt-
spymudómari, mun dæma leik
Englands og Belgíu í Evrópu-
keppni landsliðs kvenna, sem fer
fram 7. apríl.
■ GUÐMUNDUR Haraldsson
mun dæma landsleik Svía og Jap-
ana, sem fer fram 23. maí í
Svíþjóð. Línuverðir verða þeir
Sveinn Sveinsson og Bragi Berg-
mann.
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 14, FEBRÚAR 1990
SUND
Ragnheiður í
ellefta sæti á
heimslistanum
Eðvarð Þór Eðvarðsson er byrjaður að æfa af full-
um krafti og nálgast sitt fyrra form
RAGNHEIÐUR Runólfsdóttir, sunddrottning frá
Akranesi, er í ellefta sæti á heimslistanum yfir
bestan árangur í 100 m bringusundi í 25 m
sundiaug. Ragnheiður, sem æfir nú og keppir
með háskólanum í Alabama í Bandaríkjunum
náði tímanum 1.10,78 mín. á Evrópumeistara-
mótinu í desember og kom sá árangur henni á
listann.
Ragnheiður er í nítjánda sæti á listanum yfir árang-
ur í 200 m bringusundi, á tímanum 2.33,39 mín.
Listinn spannar yfir árangur á tímabilinu frá júlí 1989
til lok janúar 1990. íslandsmet Ragnheiðar í 100 m
bringusundi er 1.10,78 mín., en sá árangur myndi
færa Ragnheiði upp í áttunda sæti. íslandsmet hennar
í 200 m bringusundi er 2.32,35 mín., en sá tími myndi
færa hana upp í þrettánda sæti.
Ragnheiður er í stöðugri framför og það kæmi eng-
um á óvart þó að hún kæmist inn á heirnslistann í 200
m fjórsundi - næst þegar listinn verður gefinn út.
Eðvarð Þór aftur á ferðina
Eðvarð Þór Eðvarðsson, sundkappi frá Njarðvík, er
byijaður að æfa á fullum krafti og nálgast óðum sitt
gamla form. Eðvarð Þór stefnir nú á að taka þátt í
Evrópumeistaramótinu í Róm, sem verður í ágúst.
Breyting hefur verið gerð á mótinu, sem verður fram-
vegis opið sundmönnum frá öðrum heimsálfum.
Eðvarð Þór Eðvarðsson byijaður að æfa á fullu.
Eðvarð Þór mun keppa á ipnanhússmeistaramóti
íslands, sem verður haldið í Vestmannaeyjum um aðra
helgi. Ef hann nær sér vel á skrið í mótinu ætti hann
að geta skotist inn á heimslistann - í hóp fimmtán
bestu baksúndamanna.
Sviss vann
A-Þýskaland
Svisslendingar, sem leika hér
tvo landsleiki - á morgun og
föstudag, komu hingað frá Frakk-
landi. Þar hafa þeir verið að keppa
í móti ásamt Frökkum, Dönum og
A-Þjóðveijum. Svisslendingar sá
íslenska liðið leika gegn Rúmeníu
í gærkvöldi.
Svisslendingar unnu A-Þjóð-
veija, 26:23, eftir að þeir höfðu
tapað, 19:23, fyrir Frökkum. Danir
unnu A-Þjóðveija, 31:28, en þeir
máttu síðan þola tap gegn Frökk-
um, 19:22.
HANDBOLTI
SKOTSAMBAND ISLANDS
„Mikið karp um liðna tíð“
- segir Þorsteinn Ásgeirsson, formaður STÍ, um Skotþingið
„ÞAÐ kom berlega fram á þing-
inu að það er almenn ánægja
með stjórnina. Ég er þó ekki
ánægður með þingið sem slíkt
því menn voru of mikið að
karpa um liðna tíð í stað þess
að leggja línurnar fyrir framtíð
skotíþróttarinnar," sagði Þor-
steinn Ásgeirsson við Morgun-
blaðið eftir að hafa verið end-
urkjörinn formaður Skotsam-
bands íslands með 3/4 hluta
atkvæða á ársþingi sambands-
ins, sem fram fór í íþróttamið-
stöðinni í Laugardal á laugar-
daginn.
inghald gekk frekar hægt fyrir
sig þar sem fundarmenn eyddu
of miklum tíma í óþarfa karp og
skutu oft yfir markið, í stað þess
■■■■■■ að ná samstöðu og
ValurB. vera málefnalegir.
Jónatansson Menn skiptust í tvær
skrifar fylkingar; fulltrúar
Skotfélags
Reykjavíkur annars vegar og hagla-
byssumenn hins vegar, en þeir voru
í miklum meirihluta. Fjölmargar
tillögur lágu fyrir þinginu og voru
þær flestar frá Skotfélagi
Reykjavíkur, en ekki gafst nægur
tími til að ræða þær, eða að ná um
þær samkomulagi í nefndum og var
þeim því flestum vísað til milliþinga-
nefndar.
Beðið var með mestri eftirvænt-
ingu eftir stjómarkjörinu og þá
aðallega formannskjörinu þar sem
tveir gáfu kost á sér; Þorsteinn
Ásgeirsson, formaður STÍ, og Árni
Þór Helgason, formaður Skotfélags
Reykjavíkur. Það má segja að Þor-
steinn hafí skotið SR-menn útaf
skífunni í kosningu til formanns.
Hann hlaut_ 32 atkvæði gegn 10
atkvæðum Árna Þórs, tveir seðlar
voru auðir. Aðrir í stjórn eru; Hann-
es Harldsson, sem er gjaldkeri og
Eiríkur Bjömsson, sem er ritari og
kemur nýr inn í stjórnina í stað
Ferdinands Hansen sem ekki gaf
kost á sér til endurkjörs.
Síðasta ár Þorsteins
sem formaður STÍ
„Ég þakka þeim sem studdu mig
til áframhaldandi formennsku,"
sagði Þorsteinn. „Ég hef þegar
ákveðið að þetta verði síðasta ár
mitt sem formaður STÍ. Framundan
er mikið starf og þá sérstaklega
við að virkja félögin til betra sam-
starfs. Eins ætlum við að fá hingað
erlendan þjálfara og einnig verður
reynt á senda keppendur á mót
erlendis á þessu ári.“
Fulltrúar Skotfélags Reykjavíkur
deildu hart á stjórn STÍ fyrir að
mismuna skotgreinum. Töldu að
riffil- og skammbyssugreinunum
hafi ekki verið gefínn sami gaumur
og haglabyssunni síðustu tvö árin.
Eins gagnrýndu þeir stjórnina fyrir
valið á „skotmanni ársins" síðustu
tvö árin og var Carl J. Eiríksson
þar fremstur í flokki. Athygli vakti
er Carl fór í ræðustól að stjórnar-
menn STÍ gengu þá úr fundarsaln-
um!
„Það var ákveðið 1987 að gera
sérstakt átak í uppbyggingu á
haglabyssunni og það hefur verið
gert. Keppendum hefur fjölgað þar
mikið og eins er aðstaðan orðin
mjög góð víða. Sambandið styrkti
einnig æfíngaaðstöðu sem komið
hefur verið upp hjá Skotfélagi
Kópavogs í skammbyssu- og riffil-
skotfimi, svo það er ekki hægt að
segja að þær greinar hafi verið
hundsaðar. Varðandi skotmann árs-
ins er það alfarið á valdi stjórnar
STÍ að velja hann,“ sagði formaður-
inn.
Reikningar sambandsins fyrirtvö
síðustu ár voru lagðir fram til sam-
þykktar á þinginu og var lítil um-
ræða um þá. Eins var fjárhagsáætl-
un þessa árs lögð fram og hljóðaði
hún upp á 960 þúsund krónur, eða
svipað og síðustu tvö árin. 90 pró-
seny tekna Skotsambandsins kom
frá ÍSÍ og Lottóinu.
Skotmenn til Barcelona 1992
Á þinginu var samþykkt að stjóm
STÍ hefji kynningu og uppbyggingu
á loftskammbyssugreinum. Þessi
grein á að stuðla að aukinni þátt-
töku og möguleikum barna og ungl-
inga í skotíþróttinni. Einnig var
samþykkt að STÍ, í samráíji við
Ólympíunefnd íslands, hlutist til um
að gefa skotmönnum möguleika á
þátttöku í Ólympíuleikunum í
Barcebna 1992 og að Ólympíu-
nefnd íslands setti tilskilin lágmörk
fyrir leikana.
-stigs námskció
Dagana 2.-4. mars nk. efnir fræðslunefnd íþróttasam-
bands fatlaðra til A-stigs fræðslunámskeiðs í íþróttum
fyrir fatlaða. Fer námskeiðið fram í íþróttamiðstöðinni
í Laugardal og hefst kl. 09.00 föstudaginn 2. mars.
Tilkynna þarf þátttöku á námskeiðið ti! skrifstofu
íþróttasambands fatlaðra, (þróttamiðstöðinni í Laug-
ardal, fyrir 23. febrúar. Síminn á skrifstofunni er
(91 >-83377. Þar er einnig unnt að fá allar nánari upp-
lýsingar um námskeiðið.
BLAK
Morgunblaðið/Guðmundur Þorsteinsson
Best og efnilegust
Uppskeru- og árshátíð Blaksambands íslands fór fram um helgina, og voru
þar kunngjörð úrslit í kjöri bestu og efnilegastu leikmanna ojg besta dómara.
Þau sem hlutu viðurkenningu eru, frá vinstri: Kári Kárason IS, efnilegastur í
1. deild, Oddný Erlendsdóttir UBK, best í 1. deild kvenna, Þorvarður Sigfússon
ÍS, bestur í 1. deild karla og Jón Lind Sævarsdóttir, Víkingi, efnilegust í 1.
deild kvenna. Fyrir framan er besti dómarinn, Björn Guðbjartsson.
Breiðablik deildar-
meistari kvenna
HK lagði nýkrýnda deildarmeistara úr ÍS
en Víkingur jafnaði í næstu 15:6.
Þriðja hrinan var eign KA, 11:15.
Síðan tóku Víkingsstúlkur til sinna
ráðu og unnu næstu tvær, 15:8 og
15:9 en það nægði ekki.
HK í úrslitakeppnina
í karlaflokki sigraði HK ný-
krýnda deildarmeistara úr ÍS í hör-
kuleik 3:2.
í úrslitakeppni fjögurra liða í
karlaflokki leika: ÍS, KA, Þróttur
og HK, en í kvennaflokki leika:
Breiðablik, Víkingur, KA óg ÍS.
BREIÐABLIK varð deildar-
meistari kvenna í blaki. Úrslitin
réðust um helgina er Víkingur
vann KA 3:2. Það dugði Blika-
stúlkum til sigur á hagstæðara
hrinuhlutfalli en Víkingsstúlkur
sem fengu jafnmörg stig.
Víkingsstúlkur, sem unnu stöilur
sínar úr UBK fyrr í vikunni,
geta nagað sig í handarbökin eftir
leikinn gegn KA á laugardaginn.
Víkingi nægði að
vinna, 3:1, til að
hljóta deildarmeist-
aratitilinn. KA vann
fyrstu hrinuna 4:15
Guðmundur
Þorsteinsson
skrifar