Morgunblaðið - 07.03.1990, Page 2

Morgunblaðið - 07.03.1990, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MARZ 1990 Umhverfis- ráðherrar Norðurlanda mótmæla Dounreay Umhverfisráðherrar Norður- landanna ætla sameiginlega að aflienda fulltrúum bresku rikis- stjórnarinnar formleg mótmæli gegn hinni íyrirhuguðu vinnslu- stöð fyrir kjarnorkuúrgang í Do- unreay í Skotlandi á blaðamanna- fundi á Norðursjávarráðstefiiunni í Haag í Hollandi, en ráðsteftian er í dag og á morgun. í fréttatilkynningu frá umhverfis- ráðuneytinu segir að umhverfísráð- herra, Júlíus Sólnes, muni leggja fram yfirlýsingu fyrir hönd íslensku ríkisstjórnarinnar á fundinum, varð- andi mengun sjávar. í yfirlýsingunni kemur meðal ann- ars fram að Islendingar hafi áhyggj- ur af mengun Norðursjávar, þar sem hún berist til íslands með hafstraum- um 4-6 árum eftir að hennar verður vart í Norðursjó. Þá er í yfirlýsing- unni sagt frá þriggja ára fram- kvæmdaáætlun ríkisstjómarinnar, sem lúti að umfangsmikium mæling- um á sjávarmengun við Island. Bretadrottning sér íslenska listasýningu Björgunarsveitarmenn og lögregla ýta bíl á Arnarneshæö milli Kópavogs og Garðabæjar í gærkvöldi. Morgunblaðið/Sverrir Þreifandi bylur á Suðurlandi Þreifandi bylur var á sunnan- verðu landinu í gærkvöldi. Atti lögregla víða annríkt við að að- stoða ökumenn sem höfðu fest bíla sína. Á höfuðborgarsvæðinu var færð víða erfið, einkum á svæðum sem liggja hátt. í Kópavogi voru flestar götur ófærar. Arnameshæð var ófær, aðallega vegna þess að bílar á sumardekkjum stóðu þar fastir og tepptu umferð, og greip lög- regla til þess ráðs að flytja þá bíla út fyrir veg. Heilisheiði var ófær og mjög blint í Þrengslum. I Skaftafellssýsl- um var einnig blindbylur. Rútur frá Austurleið, á suður og austurleið, em veðurtepptar í Skaftártungum. Skólabörn úr nærsveitum Kirkju- bæjarklausturs komust ekki heim til sín í gær. Vegna samsláttar í raflínum á Landeyjasandi var ekkert rafmagn frá landi í Vestmannaeyjum í gær- kvöldi og rafmagn frá vararaf- stöðvum skammtað þar. Á Suðumesjum átti lögregla víða annríkt vegna ófærðar, og á Akra- nesi voru mörg gatnamót ófær vegna þess að bílar stóðu þar fastir. Veður var byrjað að versna um norðanvert landið undir miðnættið. ELÍSABET II Bretadrottning heimsækir í kvöld íslenska lista- sýningu í Barbican-listamiðstöð- inni í London. Á sýningunni em 76 íslensk verk frá árunum 1909-1989 og nefnist hún Landslag frá norðlægri breidd- argráðu (Landscapes from a High Latitude). Hér er um farandsýningu að ræða sem áður hefur verið í Hull og Grimsby. Frú Vigdís Finnboga- dóttir, forseti íslands, opnaði sýning- una í Londorr mánudaginn 26. febrú- ar. Nokkru áður en Ólafur Egilsson lét af störfum sendiherra íslands í London fyrr í vetur færði hann Breta- drottningu veglegt kynningarrit á ensku um íslenska myndlist sem gefið var út í tengslum við sýning- una. I framhaldi af því lýsti Elísabet II yfir áhuga á að sjá sýninguna. Engar athugasemdir gerð- ar við skelfiskveiðar bátsins - segir útgerðarmaður Guðmundar B. Þorlákssonar sem fórst í Jökulfjörðum á sunnudag „ÞESSI bátur hefur áður verið notaður til skelfiskveiða, og honum var ekki breytt svo heitið geti frá árinu 1988 og þá undir eftirliti Siglingamálastofiiunar,“ sagði Arnar G. Hinriksson útgerðarmaður Guðmundar B. Þorlákssonar sem sökk á Jökulfjörðum um helgina. í Morgunblaðinu í gær er hafl, eftir Magnúsi Jóhannessyni siglinga- málastjóra að bátnum hafi verið breytt úr rækjuveiðibáti í skelfisk- veiðibát eftir skoðun á honum í september síðastliðnum, án vitundar Siglingamálastofnunar. Sjópróf í málinu hófúst á ísafirði í gær. „Þegar við keyptum bátinn í ur var upp gálgi í staðinn fyrir ágúst 1988 hafði hann áður verið tromluna. Þessar breytingar var Svart á hvítu gjaldþrota BÓKAÚTGÁFAN Svart á hvítu hefúr verið tekin til gjaldþrota- skipta hjá skiptaráðandanum í Reykjavík. Urskurðurinn var kveðinn upp í lok síðustu viku. Bústjóri hefur ver- ið skipaður Halldór Þ. Birgisson hdl. á skelfisk- og línuveiðum. Skömmu seinna varð hann fyrir sjóskaða, og þá var honum breytt á þann hátt að spil sem verið hafði miðskips var flutt aftur á skut, og sett var upp veiðarfæratromla fyrir snurvoð og rækjutroll, og fóru þær breytingar fram í fullu samráði við Siglinga- mála.stofnun,“ sagði Amar. „Eftir þetta var báturinn stöðugleikapróf- aður, og hélt svo á rækju- og snur- voðarveiðar. Um vorið var hann svo á ný útbúinn til skelveiða, þ.e. sett- starfsmanni Siglingamálastofnunar á ísafirði fullkomlega kunnugt um, hann gerði við þær sínar athuga- semdir sem tekið var tillit til. Hon- um var einnig gerð grein fyrir þyngd hvers hlutar sem fór um borð vegna veiðanna, og hefur stofnunin aldrei gert athugasemd við skelfiskveiðar þessa báts eftir það.“ Snemma sumars sagði Arnar að aftur hefði verið skipt á gálgan- um og tromlunni, og haldið á snur- voðarveiðar. „Þannig var báturinn Siðanefiid Læknafélags Islands: Fjórír læknar áininntir vegna brota á siðareglum og lögum SIÐANEFND Læknafélags íslands kvað upp þijá úrskurði þann 10. nóvember síðastliðinn og fjölluðu þeir allir um samskipti lækna á Isafirði. Úrskurðirnir eru birtir í nýjasta hefti Læknablaðsins og kemur þar fram að Siðanefhdin kvað upp sérstakan úrskurð, þar sem allir fjórir læknamir eru áminntir vegna brota á siðaregl- um lækna og lögum um lækna, vegna þess að þeir höfðu allir sent nefndinni gögn um sjúklinga og, að ástæðulausu, gættu ekki nafhleyndar gagnvart sjúklingunum. Tveir úrskurða nefndarinnar varða kærur læknanna hvers í garð annars fyrir vinnubrögð og fyrir ummæli á opinberum vett- vangi. Þeir sem í hlut áttu voru áminntir um að halda siðareglur lækna, svonefndan Codex Ethic- us. Læknamir íjórir sendu nefnd- inni gögn, máli sínu til stuðnings. Þar voru sjúkraskýrslur frá hér- aðslækni og fyrirmælablöð sjúkrahússlækna varðandi með- ferð sjúklinga. í þessum gögnum var nöfnum sjúklinganna ekki leynt. í Læknablaðinu er birt úrskurð- arorð Siðanefndarinnar um brot læknanna gagnvart nafnleynd sjúklinganna og er það á þessa leið: „Siðanefnd LÍ telur Bergþóru Sigurðardóttur, héraðslækni, Geir Guðmundsson, heilsugæslulækni, Kristin Benediktsson, yfirlækni, og Þóri Kolbeinsson, heilsugæslu- lækni, hafa með afhendingu gagna til nefndarinnar brotið 9. gr. I. kafla og 3. gr. II. kafla Codex Ethicus, svo og læknalög nr. 53/1988 1. mgr. 15. gr. sbr. 5. mgr. sömu greinar. Siðanefnd áminnir læknana Bergþóru Sigurðardóttur, Geir Guðmundsson, Kristin Benedikts- son og Þóri Kolbeinsson um að halda ofangreind og önnur ákvæði Codex Ethicus." þegar hann var skoðaður í septem- ber, en ekki á rækjuveiðum, líkt og haft er eftir siglingamálastjóra. I lok september var skelveiðibúnaðin- um aftur komið fyrir um borð, og skelveiðar stundaðar um mánað- artíma, er skipt var yfir í rækjuveið- ar og gálginn notaður við þær. í desember var síðan ákveðið að snúa á ný til skelfiskveiða, og þann 4. janúar, en ekki þann 9. febrúar eins og siglingamálastjóri segir, var haldið í fyrsta skelróðurinn," sagði Arnar. í Morgunblaðinu í gær og við sjóprófin kom fram, að skipstjóri bátsins hafði áður lent í erfiðleikum þegar verið var að hífa skelplóginn um borð. Arnar sagði, að sér hafi aldrei borist upplýsingar um að hætta hafí stafað af veiðum á þess- um bát. Sjálfvirkur sleppibúnaður björg- unarbáts virkaði ekki í slysinu, og kvaðst Amar ekki kunna neinar skýringar á því. „Mér leikur for- vitni á' að vita hvers vegna svo mikilvægt öryggistæki kemst í gegnum skoðun og bregst svo á úrslitastundu," sagði hann. ASÍ krefet flárnáms í eignum Stálvíkur ALÞÝÐUSAMBAND fslands hefúr krafist fjárnáms í eignum Stálvíkur hf. vegna vangoldinna launa til um 60 starfsmanna, sem eiga inni um tveggja mán- aða laun hver frá janúar og febrúar á síðasta ári. Höfuðstóll skuldar Stálvíkur við mennina er um 5 milljónir króna, og telur Lára V. Júlíusdóttir fram- kvæmdastjóri og lögfræðingur ASÍ að með áföllnum vöxtum og öðrum kostnaði sé skuldin nú kom- in í 8-10 milljónir. Fáist ekki pen- ingar með fjárnámskröfu verður krafist gjaldþrotaskipta, til að tryggja mönnunum launin, annað- hvort úr búinu eða samkvæmt lög- um um ríkisábyrgð á laun við gjaldþrot fyrirtækja. í nóvember síðastliðnum var Stálvík hf. dæmd til að greiða launin til starfsmannanna, en ekk- ert hefur verið greitt ennþá, að sögn Láru. Hún segir óvíst hvenær menn- irnir fái launin greidd. „Þetta er allt í gangi og á réttu róli, en það tekur sinn tíma,“ segir Lára V. Júlíusdóttir. Operan Dido og Aeneas í Langholts- kirlgu í kvöld ÓPERA Henrys Purcells, Dido og Aeneas, sem frum- flytja átti í Langholtskirkju í gærkvöldi en varð að fresta vegna illviðrisins, verður sýnd í Langholtskirkju í kvöld klukkan 21. Eins og fram hefur komið er það Islenska hljómsveitin undir stjóm Guðmundar Emils- sonar sem ásamt kammerkóm- um Hljómeyki auk sjö ein- söngvara og sex dansara sem flytur óperuna. Leikstjóri er Sigurður Pálsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.