Morgunblaðið - 07.03.1990, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 07.03.1990, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MARZ 1990 7 Sigmundur Guðbjarnason háskólarektor við brautskráningu kandídatá: Leita þarf fleiri leiða til að afla nýrrar þekkingar og færni fyrir atvinnulífið I RÆÐU sinni við brautskráningu kandídata frá Háskóla íslands síðastliðinn laugardag sagði Sigmundur Guðbjarnason háskólarekt- or, að leita yrði fleiri leiða til að afla nýrrar þekkingar og færni fyrir íslenskt atvinnulíf. Hann sagði að ein leið væri sú að kandídat gerði náms- og starfssamning við ákveðið fyrirtæki á þá lund að kandídatinn færi utan til náms og starfsþjálfúnar hjá erlendu fyrir- tæki, þar sem hann fengi þá þekkingu og þjálfun sem íslenska fyrir- tækið leitaði eftir, en að því loknu væri kandídatinn skuldbundinn til að starfa hjá því fyrirtæki í ákveðinn áraQölda. Sigmundur sagði að önnur leið væri að skapa fleiri nýsköpunar- hreiður þar sem kandídatar fengju tækifæri til að vinna að nýjum hug- myndum í þeim tilgangi að stofna ný fyrirtæki eða þróa nýjan at- vinnurekstur. í slíkum rannsókna- og tæknigarði væri unnt að láta efnilegum kandídat í té húsnæði og aðstöðu, til dæmis til þriggja ára án endurgjalds, og gæfist honum tækifæri til að sannprófa hugmynd- ir sínar, aðferðir eða afurðir. Ef hugmyndin væri góð og lífvænleg færi þessi nýgræðingur úr nýsköp- unarhreiðrinu og reyndi að spjara sig með öðrum hætti. Sigmundur gat þess að Efna- hagsbandalagið leggði nú mikla Borgarráð: Lóðum út- hlutað við Borgar- spítalann BORGARRÁÐ hefur samþykkt, úthlutun á tveimur lóðum við Sléttuveg á svæði vestan Borg- arspítalans til Oryrkjabandalags Islands og Samtaka aldraða ásamt Ármannsfelli hf. Öryrkjabandalag ísiands fær út- hlutað byggingarrétti fyrir dagvist- un og þjálfunarstöð auk fjölbýlis- húss fyrir um 20 íbúðir. Lóðin eru um 18.000 fermetrar að stærð við Sléttuveg á byggingarreit I. Gert er ráð fyrir að byggt verði á lóðinni í tveimur áföngum. Úthlutun til Samtaka aldraðra og Ármannsfells hf. nær til um 50 íbúða fyrir aldraða í fjölbýlishúsi á um 12.500 fermetra lóð við Sléttu- veg á byggingarreit II. Borgarráð: Nýr veit- ingastaður í Kringlunni BORGARRÁÐ hefúr samþykkt umsókn Tómasar A. Tómassonar veitingamanns, um leyfí til að innrétta nýjan veitinga og skemmtistað í kjallara Kringlun- ar 4. Samþykkt borgarráðs bygg- ir á Qölgun bílastæða úr 264 í 308 í kjallara Kringlunar 6, þar sem fyrirhugað var að setja upp prentsmiðju. í umsókn Tómasar kemur fram, að húsnæðið er samtals 700 fer- metrar og hyggst hann reka þar veitinga og skemmtistað, eftir kl. 19 á kvöldin með fullu vínveitinga- leyfi. Staðurinn er hugsaður sem matsölu- og dansstáður og verður opið til kl. 03 um helgar. áherslu á að koma á samstarfi milli háskóla og fyrirtækja um þjálfun sem tengist nýjungum og notkun nýrrar tækni, en bandalagið kannar hvar þörf er þjálfunar og leitar leiða til úrbóta. Unnið er að þessu verk- efni samkvæmt svonefndri Co- mett-áætlun, sem EFTA-löndum hefur verið veitt aðild að, en áætlun- inni er ætlað að koma á samstarfi milli háskóla og atvinnulífs um frumþjálfun og símenntun á tækni- eða hátæknisviðum. Tekið er mið af hinni hröðu tækniþróun sem nú á sér stað og þörfum atvinnulífsins fyrir upplýsingar um nýjustu tækni og hvernig henni verði beitt í þágu hagvaxtar. Áætlunin skiptist í ýmsa þætti og snýr einn þátturinn einkum að nemendum og kandídötum. Nem- endum á kandídatsstigi verður veittur stuðningur til starfsþjálfun- ar hjá iðnfyrirtækjum í öðrum lönd- um, og er þjálfunartíminn 3-12 mánuðir. Þá er nýútskrifuðum kandídötum veittur stuðningur til samsvarandi þjálfunar, og getur hún minnst varað 6 mánuði en messt allt að tveimur árum. Einnig er starfsmönnum háskóla gert kleift að starfa í iðnfyrirtækjum í 2-12 mánuði, og starfsfólki fyrirtækja á sama hátt gert kleift að koma til starfa við háskóla. Sigmundur sagði tækifæri skap- ast með þessum hætti, sem Islend- ingar ættu að gefa gaum að og nýta sér, en áætlun þessi væri ein af mörgum slíkum sem spretta upp af vaxandi áhuga á einingu Evrópu og auknum samskiptum á sviðum mennta og menningar, vísinda og viðskipta. Hann sagði að Háskóli íslands myndi einnig taka þátt í þessari áætlun, og væri nú leitað eftir þáttöku úr íslensku atvinn- ulífi, en Þorsteinn Helgason próf- essor stjórnaði þessu verkefni fyrir hönd Háskólans. Tryggðuþér lægra verð með Veröld til Mallorka í sumarleyfinu og pjakkaafslátt að auki Nú eru 6 brottfarir til Mallorka uppseldar í sumar og aðsóknin einstak- lega mikil til þessarar fegurstu strandar Mallorka, Alcudia. Hér býður Veröld glæsilega nýja gististaði á frábæru verði og þú getur notið hins besta í sumarleyfmu fyrir mun lægra verð en í fyrra. Mallorka þann 22. maí á Sea Club, glæsilegu nýju hóteli á Alcudiaströndinni, kostar nú aðeins kr 159.900,- fyrir Qölskylduna í 2 vikur. Verð p. mann kr. 39.975,- Costa del Sol þann 14. júní á Benal Beach í íbúð með einu svefnherbergi fyrir 4 manna Qölskyldu kostar nú aðeins kr. ^^3^200^ í 2 vikur fyrir íjölskylduna. 2 í stúdíói, 2 i. júní í 2 vikur kr.53^800^ PASKAFERÐIR Benidorm 10. apríl - uppselt • Costa del Sol 10. apríl - uppselt • Suður-Ameríka 6. apríl - 8 sæti laus AUSTURSTRÆT117,101 REYKJAVÍK, SÍMI: (91) 622011 & 622200.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.