Morgunblaðið - 07.03.1990, Side 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MARZ 1990
Lægri lendingargjöld á Keflavík-
urflugvelli en Reykj avíkurflugvelli
Lendingargjöld eru lægri á
Keflavíkurflugvelli en Reykjavík-
urflugvelli, eins og sjá má á með-
fylgjandi súluriti, sem byggt er
á upplýsingum lrá Pétri Guð-
mundssyni flugvallarstjóra á
Keflavíkurflugvelli. Utanríkis-
ráðuneytið ákveður lendingar-
gjöld á Keflavíkurflugvelli en
samgönguráðuneytið ákveður
gjöldin á Reykjavíkurflugvelli.
Síðasta gjaldskrá fyrir Keflavík-
urflugvöll var gefin út 19. maí í
fyrra en fyrir innanlandsflugvelli
1. janúar síðastliðinn. Greitt er
samkvæmt mesta leyfilega flug-
taksþunga viðkomandi flugvéla.
Fokker-vélar Flugleiða greiða um
3 þúsund króna lendingargjald á
Samanburður á lendingargjöldum
(26.01.1990 (dollurum)
500 1000 1500 2000 2500 3000 3500 4000
Reykjavíkurflugvelli, að sögn Guð-
rúnar Mogensen fjármálastjóra hjá
Flugmálastjórn. Fokker-vélarnar
þurfa hins vegar ekki að greiða
lendingargjald á Keflavíkurflugvelli
þegar þær lenda þar vegna veðurs,
að sögn Péturs Guðmundssonar.
Þegar lendingargjöld á Keflavík-
urflugvelli eru ákveðin, er tekið mið
af lendingargjöldum á samkeppnis-
flugvöllum, þó fyrst og fremst
Shannon-flugvelli á írlandi, áð sögn
Harðar H. Bjarnasonar skrifstofu-
stjóra hjá utanríkisráðuneytinu.
Pétur Guðmundsson sagði að
5.900 gjaldskyldar flugvélar hefðu
farið um Keflavíkurflugvöll í fyrra.
Hann sagði að lendingargjald fyrir
Boeing 747-vélar væri 2.489
Bandaríkjadalir á Keflavíkurflug-
velli en 3.142 dalir á Shannon-
flugvelli, eða 26% hærra en á
Keflavíkurflugvelli. Pétur sagði að
flugafgreiðslugjald fyrir Boeing
747-vélar væri hins vegar 900
Bandaríkjadalir á Keflavíkurflug-
velli, þegar um millilendingu án
umhleðslu væri að ræða, en 1.480
dalir á Shannon-flugvelli, eða 64%
hærra en á Keflavíkurflugvelli.
Talið írá vinstri: Ólöf Ýr Atladóttir í hlutverki Virgils litla,
Frosti Friðriksson í hlutverki Kals Emils og Jóhanna Pálsdóttir
í hlutverki Tótu Siggu.
Barnaleikritið Virgill
litli sýnt í Kópavogi
LEIKFÉLAG Kópavogs frumsýndi um síðustu helgi barnaleikritið
Virgil litla eftir Ole Lund Kirkegaard. Sýningar á Virgli litla eru
í Félagsheimili Kópavogs á Iaugardögum og sunnudögum og hefi-
ast klukkan 14.
Leikfélag Kópavogs hefur einnig
sýnt leikritin Gúmmí Tarsan og
Fróði og allir hinir grislingarnir
eftir Ole Lund Kirkegaard. Leikrit-
ið Virgill litli fjallar um þrjá krakka,
Virgil litla, Karl Emil og Tótu
Siggu, sem finna falinn fjársjóð og
áttfættan, tvíhöfða dreka. Leik-
stjóri er Ásdís Skúladóttir, Aðal-
steinn Ásberg Sigurðsson þýðir og
staðfærir leikgerð höfundar, ásamt
því að semja lög og söngtexta við
leikinn, Gerla hannar leikmynd og
búninga og Egill Örn Árnason sér
um lýsingu, segir í fréttatilkynn-
ingu frá Leikfélagi Kópavogs.
Keflavíl^^
Prestwick
Gander
Liixemborg
500 10,00 15,00 20,00 2500 30,0
500 1000
Boeing 737
(69 tonn)
Morgunblaðið/KG
Hvítasunnusöfiiuðurinn:
Hafliði Kristinsson
ráðinn forstöðumaður
HAFLIÐI Kristinsson hefiir
verið ráðinn forstöðumaður
Kiwaniskon-
ur styrkja
hjartaþega
Kiwanisklúbburinn Harpa hef-
ur veitt Elínu Birnu Harðardótt-
ur, sem beðið hefur þess í Qórar
vikur í London að fá nýtt hjarta,
50 þúsund króna styrk. Fjár-
hæðin hefiir verið afhent eigin-
manni Elínar Birnu.
Harpa er fyrsti Kiwanisklúbbur
kvenna á íslandi. Klúbburinn var
stofnaður á liðnu ári og er þetta
fyrsta styrktarverkefni hans. For-
seti Hörpu er Soffía Jacobsen.
hvítasunnusafiiaðarins og mun
taka við því starfi í næsta mán-
uði af Einari J. Gíslasyni, sem
veitt hefiir söfiiuði hvítasunnu-
manna forstöðu undanfarin 20
ár.
Tillaga safnaðarstjómarinnar
um Hafliða sem forstöðumann
safnaðarins var borin undir at-
kvæði safnaðarins. Um 60% safn-
aðarfólks tók þátt í atkvæða-
greiðslunni og greiddu um 80%
þeirra tillögunni atkvæði sitt.
Hafliði Kristinsson er 33 ára
gamall og hefur lokið MA prófi í
guðfræði frá bandarískum há-
skólá. Undanfarin fimm ár hefur
hann verið forstöðumaður hvíta-
sunnufólks í Breiðholti. Hann hef-
ur mikið starfað að tónlistar- og
æskulýðsmálum safnaðarins. Haf-
Hafliði Kristinsson.
liði er kvæntur Steinunni Þor-
valdsdóttur og eiga þau þrjú böm.
Þórir S. Gröndal skrifar frá Flórída
Ýsa var það, heillin
Það þýðir víst lítið að neita
því, að þótt við íslendingar höfum
svo til lifað af þorskinum alla
okkar hundstíð höfum við alltaf
verið hrifnari af frænku hans,
ýsunni. Þorskurinn var góður í
kjaftinn á útlendingnum, en þegar
við sjálfír vildum „góða“ soðningu
eða steiktan físk kom ekkert til
greina nema ný ýsa.
Landslýðurinn unir glaður við
sitt og sína ýsu og mun eflaust
gera það um aldur og ævi. En
hvað með þær ólánssömu sálir,
sem ratað hafa út fyrir hólmann
sinn, og orðið ef til vill innlyksa
í útlandinu? Eru þær dæmdar til
að eyða ævidögunum yfírgefnar
og ýsulausar?
Sumir íslendingar halda, í ein-
feldni sinni, þegar þeir koma til
útlandsins, að þeir séu raunvem-
lega orðnir leiðir á soðningu,
steiktum fiski, plokkfiski og öðr-
um hvunndagsmat á Fróni. Þeir
tala digurbarkalega um það, hve
kræsingamar erlendis séu stór-
kostlegar. Þeir punda í sig nauta-
steik, kalkún, kjúklingi og öllum
mögulegum öðrum mat, sem erf-
itt er að fá á íslandi eða er þar
rándýr.
Svona halda þeir áfram að
troða í sig í einhvem tíma, en svo
kemur að því, að þeir kvarta yfír
sting í maganum, sem vitanlega
hefír tútnað út, það kemur böggl-
ingur fyrir bijóstið og þeir næst-
um vatna músum. Svo stynja þeir
upp, að nú langi þá ekki í fleiri
útlenskar kræsingar, en þeir þrái
bara íslenska soðna ýsu með nýj-
um kartöflum og bræddu smjöri.
En þeir em úti í Barbaríinu og
hvar er hægt að fá þar frónska
ýsu? Nú era góð ráð dýr.
Héma í henni Ameríku eiga
þeir fslandsmenn, sem búa nálægt
fiskstöðvum íslensku fyrirtækj-
anna, tiltölulega greiðan aðgang
að ýmsum íslenskum físki. Þeir,
sem annars staðar em, geta átt
í miklum vandaræðum með að ná
sér í soðningu frá eyjunni hvítu.
Margir þeirra draga fram lífíð og
verða að láta sér nægja að dreyma
um ilminn af soðinni ýsu og hið
guðdómlega bragð. Sumir bíða
þess aldrei bætur.
Þeir landar vorir, sem eru svo
lánsamir að hafa valið sér búsetu
í suður- og mið-hluta sólarríkisins
Flórída, geta náð sér í ýsutitt hjá
sjálfum bréfritara ykkar, ræðis-
manni og físksala með meira.
Þeir þurfa reyndar að bera sig
eftir björginni, og í langflestum
tilfellum hefír tekist að koma
vamingnum til þeirra, þótt stund-
um sé eitthvað haft fyrir því.
Enginn hefír dáið úr ýsuleysi af
því að vitað er.
Það er aðallega íslensku kon-
urnar, sem mestan áhuga hafa á
því að bera sig eftir björginni.
Sumar era búnar að koma sér upp
nokkurs konar dreifíngarkerfi.
Þær sameinast um að kaupa
nokkra kassa og ná í þá í frysti-
geymsluhúsið og skifta svo á milli
sín. Auðvitað er hægt að lenda í
vandræðum að komast með fisk-
inn heim óþiðinn, sérstaklega þeg-
ar úti er 30 stiga hiti. Oft eru
ýsuflökin og annað fryst sjávar-
mall notað í happdrættum á
íslendingasamkomum. Þannig
geta þeir hepnu skrönglast heim
af ballinu með ljós í rófunni og
frystan soðning í poka.
Ein íslensk kona lét í ljós þá
skoðun, að henni fyndist að gera
ætti þá kröfu, að allir ræðismenn
landsins ættu að sjá íslendingum
í útlöndum fyrir íslenskum físki.
Þetta var reyndar sama ómyrk-í-
máli-konan, sem áður hafði lýst
yfír þeim skilningi, að fulltrúar
landsins væru kallaðir ræðismenn
vegna þess, að þeim bæri skylda
til þess að ræða við landsins börn,
þegar þau sæktu heim framandi
lönd.
Taldi hún ekki til of mikils
mælst, að þeir hefðu frystikistu á
skrifstofum sínum, og hefðu þar
á boðstólum fryst ýsuflök og ann-
að íslenskt fískmeti. Þeir, sem
staðsettir væra nálægt flugvöll-
um, sem Flugleiðir nota, gætu
einnig selt ferskan fisk. Gæti
íslenskt fólk þannig rætt við ræð-
ismennina (hún bætti við, að líka
mætti kalla þá spjallmenn) um
leið og þeir vigtuðu soðninguna.
Hún sagðist bara si sona setja
fram þessa tillögu og vonast til
þess, að utanríkisráðherra tæki
hana til vandlegrar athugunar.
Um síðustu áramót gerðist það,
að nokkrir landar og ýsuflaka-
viðskiptavinir hringdu í ræðis-
mann og báru fram ströng mót-
mæli vegna þess, að gæðum ýsu-
flakanna hefði hrakað mikið.
Væra flökin smærri og verri að
öllu leyti. Ekki var að undra,
sögðu kvartendur, því að athug-
uðu máli hafði uppgötvast, að
utan á pökkunum, sem vora með
sama íslenska vörpmerkinu og
vanalega, stóð smáum stöfum, að
fískurinn væri framleiddur í Fær-
eyjum!
Við eftirgrennslun kom í ljós,
að íslenska fyrirtsékið hafði látið
færeyskt frystihús pakka ein-
hverju magni afýsuflökum, þegar
lítið veiddist við Island. Var ræðis-
manni sagt, að engar kvartanir
hefðu borist út af þessum físki
frá öðrum svæðum. Svaraði hann
því til, að ekki væri við því að
búast, að fáfróðir útlendingar
fyndu mun á íslenskri ýsu og
færeyskri, en ekki þýddi að bjóða
íslensku fólki slíkt.
Tókst síðan að friðþægja kaup-
enduma; taka burtu færeysku
ýsuna og bæta skaða. Síðan er
passað sérstaklega upp á það, að
slík plat-ýsa sé ekki send til
Flórída. Svona tókst ræðismanni
að greiða úr alvariegri flækju og
ef til vill að koma í veg fyrir að
úr yrði erfitt milliríkjamál!