Morgunblaðið - 07.03.1990, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 07.03.1990, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MARZ 1990 21 Reuter Komið íleitirrmr Lögregluþjónn í Istanbul heldur á 17. aldar málverki eftir hollenska málarann Gabriel Metsu. Málverk- ið heitir Kona les bréf og var því rænt árið 1986 á írlandi og er nú loks komið í leitirnar. Fimm menn hafa verið handteknir í Istanbul grunaðir um aðild að þjófnaðinum. Frakkland: Perrier-vatn selt að nýju París. Reuter. SALA á franska ölkelduvatninu Perrier hefst á ný í verslunum í Frakklandi í dag eftir mikla hreinsun á lindum vatnsins. Vatnið var afturkallað úr versl- unum víða um heim fyrir um mán- uði eftir að efni sem veldur krabbameini hafði fundist í því. Það verður sett á markað á ný í Belgíu, Sviss og Lúxemborg í lok vikunnar og í öðrum löndum fyrir miðjan apríl. „Perrier býður neytendum að leita að nýju merki, sem tryggir að vatnið hefur verið skoðað sér- staklega í alþjóðlegum rannsókn- arstofum," segir í auglýsingu frá fyrirtækinu. „Nýtt lið sérfræðinga, sem beit- ir háþróaðri tækni, hefur kannað hreinleika ' vatnsins og eftirlitið hefur verið aukið á öllum stigum framleiðslunnar," segir þar enn- fremur. Auglýsingaherferð fyrirtækis- ins þykir hafa tekist fádæma vel. BÚLGARÍUVIKA 4.-9. mars í Blómasal Hótels Loftleiða Skemmtiatriði og sérstakur 4ra rétta búlgarskur matseðill Borðapantanir í síma 22321 Eþíópía: Fyrirheitum Mengistus um efiiahagsumbætur fagnað Skæruliðar í Erítreu haftia boði hans um samstarf Addis Ababa. Reuter. NOKKUR hundruð þúsund við umbæturnar, sem Mengistu Eþíópíumanna, einkum náms- Haile Miriam, forseti Eþíópíu, menn, gengu um götur Addis boðaði í fyrradag. Mengistu lof- Ababa í gær til að sýna stuðning aði þá víðtækum efnahagsumbót- Bretland: Brúin yfir Forth- Qörð aldargömul St. Andrews. Frá Guðmundi Heiðari Frímannssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Á sunnudag voru 100 ár liðin frá því járnbrautarbrúin yfir Forth- fjörð var tekin í notkun. Hún er glæsilegasta tækniafrek Viktoríu- tímans á Bretlandseyjum. Brúin var sjö ár í byggingu og var á þeim tíma stærsta mannvirki í veröldinni, sem eingöngu var byggt úr stáli. Tveir verkfræðingar hönn- uðu brúna, Sir John Fowler og Benj- amin Baker. Þeir höfnuðu að byggja brúna úr járni, eins og Eiffeltuminn, sem verið var að byggja á sama tíma. Brúin er tæplega tveggja og hálfs kílómetra löng og ekkert er á henni til skrauts heldur gegna allir hlutar hennar tilteknu hlutverki. í brúna fóru 54 þúsund tonn af stáli og 6 og hálf milljón stálbolta. Brúin á að standast 50 punda vindþrýsting á hvert þverfet, en nú þykir nægilegt að brýr standist 30 punda þrýsting. Þegar flest var, unnu 5 þúsund manns við brúarbygginguna, 57 þeirra létu lífið og 500 slösuðust. Það kostaði þijár og háifa milljón sterlingspunda að byggja hana. Allt það fé kom frá járnbrautarfélögum, sem þá voru einkafyrirtæki. Þótt svo kunni að virðast, að brú- in haggist hvergi, þá er hún um ein- um metra lengri á hlýju júnísíðdegi, en á köldu vetrarkvöldi. Brúarend- arnir hvíla á hjólum og hreyfast til. Sömuleiðis sígur hún tæpa 20 senti- metra undan hverri þeirra 200 lesta, sem fara yfir hana á hveijum degi. En vindurinn getur ekki sveigt hana, svo mælanlegt sé. Brúin hefur verið rauðmáluð frá upphafi og málningin er enn unnin í sömu verksmiðjunni og fyrir öld. 28 málarar eru í fastri vinnu við að mála brúna og það tekur þá sex ár að fara eina umferð. Upphaflega stálið er að megninu til enn í brúnni, en þó hefur verið skipt um fáeina hluta, sem neðstir standa við sjávarmál. Yfirmaður brú- arinnar hjá Brezka járnbrautarfélag- inu segir, að hún sé eins vel á sig komin nú og fyrir einni öld og virð- ist þess vegna geta staðið til eilífð- arnóns. um og bauð stjórnarandstæðing- um að ganga í flokk hans en skæruliðar í Erítreu í norður- hluta landsins höfnuðu tilboðinu i gær. Mengistu, sem hefur farið með völdin í landinu í þrettán ár, hét í ræði? sem hann flutti á mánudag að stefnt yrði að blönduðu hag- kerfi. Einkafyrirtæki yrðu leyfð, reglur um ljárfestingar erlendra aðila í landinu gerðar frjálslegri og bændum heimilað að yrkja eigin jarðir í stað ríkisjarða. Mengistu boðaði einnig að marx- istaflokki hans yrði breitt þannig að sem flest stjórnmálaöfl gætu tekið þátt í störfum hans. Flokkur- inn yrði ekki lengur kenndur við verkalýð heldur lýðræðislega sam- einingu. „Félagar flokksins þurfa ekki endilega að aðhyllast neina sérstaka hugmyndafræði,“ sagði Mengistu í ræðunni. Forsetinn sagði að umbæturnar væru í samræmi við „aðstæðurnar í landinu og breytingar á alþjóða- vettvangi". Stjórnarerindrekar í Addis Ababa sögðust túlka ræðuna þannig að í henni fælist mikilvæg viðurkenning á því að marxista- stjórninni hefði orðið á mistök og þörf væri á breytingum. Hins vegar sögðu þeir fátt benda til þess að Mengistu stefndi að fjölflokkakerfi líkt og Austur-Evrópuríkin. Mengistu hvatti meðal annars skæruliðahreyfingar í norðurhéruð- um landsins, Erítreu og Tigray, til að ganga í flokkinn en Erítreumenn höfnuðu tilboðinu í gær. Talið er víst að Tigray-menn geri hið sama. Helsta ástæðan fyrir stefnu- breytingu Mengistus er sögð sú að efnahagur landsins sé í rúst vegna óstjómar. Hungursneyð er yfirvof- andi í landinu vegna þurrka og stríðsins í norðurhéruðum landsins. Þá hafa Sovétríkin og Austur- Evrópuríki dregið mjög úr stuðningi sinum við Marxistastjórn Mengist- Norsku Stil ullamærfötín Þeim verður ekki kalt aUan daginn. Dæml um verð: Stærð 4-6-8 10-12 Buxur elnf. fóðr.' 1291- 1394- 1344- 1451- Bollr elnf. fóðr.' 1397- 1527- 1503- 1633- * fóðruð með mjúku Dacron efni. Grandagarði 2, Rvík., sími 28855 fmf\ rtrnmriS'Tv m o Seljum í dag og næstu daga nokkur lítiÚega útlitsgölluð GRAM tæki 3ja með góðum afslætti. áraábyrgð GOÐIR SKILMALAR TRAUST ÞJÓNUSTA /FQniX HÁTÚNI 6R REYKJAVÍK SÍMI (91)-24420 Sálfræðistöðin Námskeið Sjálfsþekking - Sjálfsöryggi Á námskeiðinu kynnast þátttakendur: • Hvaða persónulegan stíl þeir hafa í samskiptum • Hvernig má greina og skilja samskipti • Hvernig ráða má við gagnrýni • Hvernig finna má lausnir i árekstrum ► Hvernig læra má samskipti sem auka sjálfsöryggi Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal. ■ Innritun og nánari upplýsingar í símum Sálfræðistöðvarinnar: í V/SA 62 30 75 og 21110 Id. 11-12.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.