Morgunblaðið - 07.03.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 07.03.1990, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MARZ 1990 Heilsugæslustöðin: Guðmundur Sig- valdason ráðinn framkvæmdastj óri GUÐMUNDUR Sigvaldason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Heilsugæslustöðvarinnar á Akur- eyri, en hann kemur til starfa í júní næstkomandi. Guðmundur hefur verið sveitar- stjóri á Skagaströnd síðustu ár. Hann er fæddur árið 1954 og hefur lokið BS-prófi í landafræði frá Há- skóla íslands, auk þess sem hann Tónlistar- skólinn: Tvennir tón- leikar í vikimni NEMENDUR á neðri náms- stigum Tónlistarskólans á Ak- ureyri koma fram á tvennum tónleikum í vikunni. Fyrri tónleikamir eru i kvöld, miðvikudagskvöld, og hefjast þeir kl. 20. á sal skólans. Tónleik- amir em á vegum strengjadeild- ar skólans. Síðari tónleikarnir verða á laugardaginn, einnig á sal tón- listarskólans og hefjast þeir kl. 16. Á tónleikunum munu ungir píanónemendur spreyta sig á tón- leikapallinum. Aðgangur er ókeypis og em allir velkomnir. hefur lokið prófí í uppeldisfræðum og kennsluréttindum. Ragnar Steinbergsson hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Heilsugæslustöðvarinnar um árabil með starfí sínu sem forstjóri Sjúkra- samlags Akureyrar, en þar hefur einungis verið um hálft starf að ræða. Helgi Bergs formaður stjómar Heilsugæslustöðvarinnar sagði að í kjölfar breytingar á lögum um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga hefði staðan verið gerð að heilli. Útgjöld til snjómoksturs eru aukin vegna mikillar snjókomu í vetur. Morgunblaðið/Rúnar Þór Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar samþykkt: Gjaldskrárhækkíinir í sam- ræmi við verðlagsforsendur - sagði Sigfus Jónsson bæjarstjóri við síðari umræðu um flárhagsáætlunina FJÁRHAGSÁÆTLUN bæjar- sjóðs Akureyrar og haftiarsjóðs, hita-, raf- og vatnsveitu var sam- þykkt á fúndi bæjarstjórnar Ak- ureyrar í gær. Áætlaðar sameig- inlegar telyur bæjarsjóðs af út- svörum, aðstöðu- og fasteigna- gjöldum eru um 1.255 milljónir króna. Rekstrargjöld eru áætluð tæplega 900 milljónir og rekstr- araflcoma bæjarsjóðs er því 355 Tannlæknastofa til sölu meó öllum tækjum, handverkfærum, lager af borum, demöntum, ásamt stórri Bauer loftpressu, Ritterunit, Airotor, Can-Can stóll og Philips röntgentæki. Verö kr. 100.000. Kúrt Sonnenfeld, tannlæknir, sími 96-2350Ó milli kl. 1 8 og 20. Forstöðumaður Húsnæðisskrifstofan á Akureyri auglýsir laust til umsóknar starf forstöðumanns. Starfið fellst í yfirstjórn skrifstofu og samræmingu þeirrar starfsemi sem þar fer fram. Forstöðumaður ber ábyrgð á fjármálum, starfsmannahaldi, áætlana- gerð og öðrum þáttum í rekstri gagnvart rekstr- arnefnd. Leitað er eftir umsækjanda, sem hefur reynslu og þekkingu á stjórnun á skipulagningu. Forstöðumaður hefur réttindi og skyldur opin- berra starfsmanna. Starfskjör eru miðuð við sam- bærileg störf hjá Akureyrarbæ. Húsnæðisskrif- stofan á Akureyri er sameignastofnun Akureyrar- bæjar, Húsnæðisstofnunar ríkisins og stjórn Verkamannabústaða á Akureyri. Skrifstofan mun sinna verkefnum á sviði hús- næðismála, sem eigendurnir fela henni að ann- ast fyrir sína hönd. Starfið veitist frá 1. maí nk. eða eftir samkomulagi. Upplýsingar um starfið veita hagsýslustjóri Akur- eyrarbæjar og starfsmannastjóri Akureyrarbæjar í síma 96-21000. Umsóknarfrestur er til 11. mars nk. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannadeild Akureyrarbæjar. Rekstrarnefnd húsnæðisskrifstofu á Akureyri. milljónir króna án vaxta. Að við- bættri annarri fjáröflun, eins og nýrra langtímalána upp á 115 milljónir, afborgana af verðbréf- um í eigu bæjarsjóðs, gjaldfærðra og eignfærðra Qárfestinga hefur bæjarsjóður til ráðstöfunar 648 milljónir króna. Helstu breyting- ar sem orðið hafa á fjárhagsáætl- uninni frá fyrri umræðu, sem var í lok janúar eru breyttar forsend- ur vegna nýrra kjarasamninga, þá er einnig búið að skipta upp framkvæmdafé bæjarins og einn- ig hefur verið að fúllu gengið frá ýmsum styrkjum til félagasam- taka. í ræðu Sigfúsar Jónssonar bæjar- stjóra kom fram að frá fyrri um- ræðu hafi forsendur breyst vegna nýrra kjarasamninga, tekjur af út- svörum lækki sem nemur breyttum forsendum um hækkun launa milli ára, en tekjur bæjarsjóðs af að- stöðu- og fasteignagjöldum haldast óbreyttar. Hins vegar sé lagt til að óráðstöfuðum tekjuafgangi vatns- veitunnar upp á um 18 milljónir króna verði varið til að veita bæj- arbúum afslátt af fasteignagjöldum íbúðarhúsa og mun hann nema 8,5%. Þá sagði Sigfús að bæjar- stjóm muni halda gjaldskrárhækk- unum innan þeirra marka sem verð- lagsforsendur segi til um og miðað sé við í forsendum fjárhagsáætlun- ar. Hvað varðar ráðstöfun þeirra 648 milljóna króna sem bæjarsjóður hef- ur á árinu, er áætlað að fjárfest verði í langtímakröfum fyrir 40 milljónir króna, en þar er um að ræða skuldbreytingar t.d. í gegnum Atvinnutryggingasjóð. Þá er áætlað að gjaldfærðar fjárfestingar verði 225 milljónir og eignfærðar fjárfest- ingar 227 milljónir. Gert er ráð fyr- ir 150 milljónum vegna afborgana langtímaskulda. Sigfús sagði í ræðu sinni að hækkun á hreinu veltufé bæjarins yrði því tæpar 6 milljónir króna. Langtímalán að upphæð 115 milljónir króna Áætlað er að taka ný langtímalán á árinu að upphæð 115 milljónir króna, en afborganir langtímalána verða 150 milljónir, þar af greiðir ríkissjóður 30 milljónir vegna láns sem tekið var fyrir FSA á síðasta ári. Sigfús sagði að því mætti segja að hreyfmgar langtímalána væru jákvæðar að upphæð 5 milijónir. Því til viðbótar væri gert ráð fyrir að skammtímaskuldir verði 5,8 milljónum króna lægri í árslok en var í ársbyijun, þar sem skamm- tímalán um næstu áramót væru áætl'uð 43,5 milljónir króna, en voru 50 milljónir um síðustu áramót. Þá gat Sigfús þess að nú væri i fyrsta sinn tekið tilíit til áfallinna verðbóta og gengismunar á langtímaskuld- um, sem ekki koma til greiðslu á árinu, að upphæð 72,5 milljóna. 227 miHjónum varið til nýbygginga á árinu Til framkvæmda verður varið 227 milljónum króna á þessu ári og hef- ur þeirri upphæð verið skipt á milli verkefna. Framlag bæjarins til Fjórðungssjúkrahússins verður var- ið 14,5 milljónum króna. Ráðgert er að byggja tvær lausar kennslu- stofur við Síðuskóla og verður 10 milljónum króna varið til þess. Framlag til Verkmenntaskólans verður 67,2 milljónir króna. í bygg- ingu er ný dagvist við Þverholt og til að ljúka byggingunni og til kaupa á búnaði verða 19,5 milljónir króna lagðar í það verk. Til hönnunar nýbygginga, m.a. við Amtsbókasafn og vegna slökkvistöðvar auk breyt- inga og viðbyggingar við Geislagötu 9, ráðhúsið, er áætlað að verja 17 milljónum króna. Þá er gert ráð fyrir að samningar takist við Flug- málastjórn um byggingu sameigin- legrar slökkvistöðvar á flugvelli, en hlutur Akureyrarbæjar í því mann- virki gæti orðið 50-60%. Lagt er til að 6 milljónum króna verði varið til byrjunarframkvæmda við slökkvi- stöð. Alls verður varið 14,5 til íþróttamannvirkja og hefur íþróttar- áð lagt til að því verði skipt þannig: 4 milljónum verði varið til lyftu- kaupa í Hlíðarfjalli, 6 milljónum til áframhaldandi framkvæmda við íþróttahöll og vegna hönnunar lóðar og framkvæmda við Sundlaug Ak- ureyrar verði varið 4,5 milljónum. Vegna gjaldþrots verktaka seink- aði verki við sundlaug við Glerár- skóla og fór hluti þess yfír á þetta ár. Kostnaðaráætlun við að ljúka framkvæmdum og kaupum á stofn- búnaði er 6 milljónir króna. Þá verð- ur 10,5 milljónum króna varið til dvalarheimila og 32,7 milljónum vegna þjónustukjama við íbúðir aldraðra við Víðilund. Loks er gert ráð fyrir 17,2 milljónum króna til vélakaupa og 12 milljónum til kaupa á fasteignum. Framkvæmdir haftiar við Ráðhústorg í sumar Þá má nefna að gert er ráð fyrir að 1,1 milljón króna vegna nýs tjald- svæðis og 1 milljón króna vegna nýrrar félagsmiðstöðvar við Síðu- skóla, en þar hefur ekki áður verið starfrækt félagsmiðstöð. Þá verður einnig ráðist í meiriháttar fram- kvæmdir á fráveitukerfí bæjarins á árinu og verður 20 milljónum króna varið til þess verkefnis, auk fram- kvæmda við lögn við Glerá. Á síðasta ári var 42 milljónum króna varið til gatnagerðar, en verður nú 90 milljónir, þar af verður 20 millj- ónum varið til framkvæmda við Ráðhústorg. Vegna félagslegra íbúða verður 16,5 milljónum varið til Verka- mannabústaða vegna úthlutunar fyrir síðasta ár og 9,2 milljónum vegna úthlutunar þessa árs. Til leiguíbúða vegna úthlutunar síðasta árs er varið 8,2 milljónum og 3,7 vegna úthlutunar þessa árs. Þá verður 1,5 milljónum króna varið vegna úthlutunar félagslegra kaup- leiguíbúða fyrir árið 1988 og sömu upphæð vegna úthlutunar á þessu ári. Snjómokstur áætlaður 16,8 milljónir ÍBA og Akureyrarbær hafa gert með sér rammasamning um sam- starf og í fjárhagsáætlun bæjarins er gert ráð fyrir 15,5 milljónum króna vegna þess. Einnig má nefna að sjómokstur er hækkaður um 6 milljónir frá fyrri tillögu vegna mik- illar snjókomu að undanförnu og verður því rúmlega 16,8 milljónum króna varið til snjómoksturs á árinu. Ákveðið hefur verið að fresta af- greiðslu á fjárhagsáætlun Fram- kvæmdasjóðs að öðru leyti en því að til hans verður veitt 17,5 milljón- um á árinu. Afgreiðslu er frestað vegna óvissu um með hvaða hætti sjóðurinn tekur þátt í fjárhagslegri endurskipulagningu ístess hf. á næstunni auk þess sem endanlegár ákvarðanir um uppbyggingu Krossanesverksmiðjunnar hafa ekki verið teknar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.