Morgunblaðið - 07.03.1990, Side 32

Morgunblaðið - 07.03.1990, Side 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MARZ 1990 Minning: Guðmundur Bern- harðsson frá Astúni Fæddur 10. nóvember 1899 Dáinn 18. nóvember 1989 Laugardaginn 18. nóvember barst til mín sú fregn að frændi minn og vinur Guðmundur Bern- harðsson frá Ástúni væri allur. Hann hélt upp á níræðisafmælið sitt 10. nóvember glaður og hress en svona er lífið, enginn veit sitt ■^lkapadægur. Guðmundur var fæddur 10. nóv- ember 1899 í Dal í Valþjófsdal, sem nú heitir Kirkjuból. Guðmundur var annað barn foreldra sinna, en þau voru Sigríður Finnsdóttir og Bern- harður Jónsson. Foreldrar Sigríðar voru Guðný Guðnadóttir frá Dal og Finnur Eiríksson frá Hrauni. Foreldrar Bemharðar voru Jón Jónsson og Olöf Kristjánsdóttir. Á sjötta ári flyst Guðmundur með foreldrum sínum í Hraun þar sem móðurætt hans hafði búið þá í tæp hundrað ár. Amma hans og afi þau Guðný og Finnur og vinnukona er Kristín hét fluttist að Hrauni, og vitnaði Guðmundur oft til þessa fólks er hann riijaði upp bernsku og ungl- ingsár og er enginn vafí á því að það hafði áhrif á mótun hans í uppvexti. Guðmundur var mjög hændur að afa sínum Finni og elsta barn hans ber nafn Finns. Eg sá Guðmund fyrst sumarið 1942 í sept- embermánuði þá kom hann á heim- ili foreldra minna á Lækjarósi. Fað- ir minn hafði þá fest kaup á Hrauni og hugðist flytja vorið 1943, en Guðmundur nytjaði hluta jarðarinn- ar og ól ær fyrir föður minn um veturinn. Það er vandi fyrir mig að skrifa um Guðmund. Guðmundur var sá persónuleiki sem verður eftirminni- legur á margan hátt og mun lifa á meðal samtíðarmanna og -kvenna um ókomin ár. Guðmundur var eins og allt hans fólk, harðduglegur framsýnn og lagði ekki árar í bát þótt mótbyr væri og það mun halda merki hans á lofti. Guðmundur byggði nýbýlið Ástún úr Álfadals- landi, sem var þrekvirki á þeim tíma, en hann hóf búskap þar vorið 1930. Hann bjó í tuttugu ár með fjölskyldu sinni í fjárhúsunum, íbúð- in í fjárhúsunum var í senn bæði hiýleg og snyrtileg því Guðmundur var ákaflega snyrtilegur maður á allan hátt, það var alveg sama hvort Guðmundur vann við skurðgröft, gijótnám, sem er í raun frægt hvað hann áorkaði þar, vegagerð eða við losun úr áburðarkjöllurum, aldrei var Guðmundur óhreinn við verk sín hendur hans voru ætíð hreinar og vel snyrtar og er mér það fast í minni, því ég vann oft hjá eða með Guðmundi. Þegar hann hafði þvegið hendur sínar þá tók hann upp vasahníf sinn og snyrti neglurn- ar, þetta var fastur vani hans. Guðmundur var barnakennari hér og langar mig að rifja upp með örfáum orðum minningar mínar frá þeim tíma er ég var í barnaskóla. Guðmundur var góður kennari og lagði sig allan fram til að laða það besta í hveijum og einum einstakl- ingi. Hann hóf kennslustundir með því að láta okkur börnin syngja sálm og fara með faðirvorið, og er því var lokið hófst kennslan hjá honum. Guðmundur gerði mikið að því að segja okkur sögur, sem hann fléttaði inní kennsluna, sögu og landafræðikennsla varð iifandi vegna frásagna hans og meira að segja var málfræðikennslan hjá honum skemmtileg. Guðmundur hafði ákaflega fallega rithönd og var dálítið kröfuharður við okkur t Eiginmaður minn og faðir okkar, SÉRA TRAUSTI PÉTURSSON, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu i Akureyri 5. mars. Borghildur Maria Rögnvaldsdóttir, Sigríður T raustadóttir, Trausti PéturTraustason. t Eiginkona mín og móðir okkar, JENNÝ MARÍA EIRÍKSDÓTTIR, Rjúpufelli 34, Reykjavík, lést í Landspítalanum mánudaginn 5. mars. Gísli Þorkelsson, Þorkell Gíslason, Eiríkur Halldór Gíslason. t Átkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, SIGURÐUR ÞÓRÐARSON, Bakkaseli 26, verður jarðsunginn frá Grensáskirkju föstudaginn 9. mars kl. 15.00. Dagmar Sigurðardóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Björn Bogason, Sigurður Björnsson, Jón Halldór Björnsson, Bogi Brynjar Björnsson. t Úför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SVANHVÍTAR MAGNÚSDÓTTUR, Stigahlíð 30, Reykjavík, fer fram frá Mosfelli í Mosfellssveit fimmtudaginn 9. mars kl. 14.00. Magnús Þorsteinsson, Súsanna Pálsdóttir, Erna Williams, barnabörn og barnabarnabörn. um að vanda okkur við skrift. Kennslan hófst vanalega klukkan tíu árdegis. Þá var Guðmundur búinn að gefa bústofni sínum, mjólka og ganga fram í Vonaland þar sem kennt var og kveikja upp svo einhver ylur væri kominn þegar við kæmum. Ég hef oft hugsað um það þegar kennarar hafa komið fram í sjónvarpi með kröfur sínar og bent á ýmislegt máli sínu til stuðnings hvað vinnuþrælkun eða aðstöðuleysi varðar, og þ.f.e.g., hvað þeir myndu segja ef þeir þyrftu að búa við þó ekki væri nema einn dag, sem þessir kennarar og nem_- endur bjuggu við árum saman. Á þessum tíma voru börnin frá tíu til ijórtán ára í einni og sömu skóla- stofunni, og man ég ekki eftir því að það rækist nokkurntímann á hjá Guðmundi, eða verkefnaskortur væri hjá okkur. Guðmundur kenndi okkur leikfimi og þar kom fram hjá honum hin meðfæddi áhugi og kraftur þegar hann var að láta okk- ur stökkva og var sama hvort það var á dýnu eða hesti, og var Guð- mundur óspar að hvetja okkur. Guðmundur lék sér oft með okk- ur í frímínútum og var því félagi okkar í leik og starfi. Guðmundur var opinn fyrir öllum nýjungum, var hvatamaður á margan hátt hér á Ingjaldssandi, það var fyrir hans dugnað og skemmtilega ófyrirleitni að jarðýta T.D. 14. var keypt hér og ætla ég að segja frá eins og Guðmundur sagði mér. Á þessum árum gat enginn fengið innflutn- ingsleyfi fyrir jarðýtu nema búnað- arfélög, því þetta var áður en rækt- unarsambandið var stofnað hér. Guðmundur fór til Reykjavíkur og í ráðuneytið til að sækja um inn- flutning á tækinu, þá var hann spurður að því hvort þetta væri fyrir búnaðarfélag. Guðmundur svaraði án þess að hika, já, en í raun var þetta ekki rétt því hér var þetta bændafélagið Eining sem hér starfaði sem Guðmundur pantaði vélina útá. Þegar Guðmundur kom heim boðaði hann til fundar með bændun- um, sagði frá því hvernig hefði gengið syðra og sagði, „Ég hafði um tvennt að velja, að segja já elns og ég gerði eða segja nei og koma heim eins og sneyptur hundur með skottið á milli fótanna." Þessi frá- sögn lýsir Guðmundi í hnotskurn, hann barðist hart fyrir sínu máli og sínum hugsjónum ef hann taidi það vera til framdráttar byggð hér, hann hafði ekki alltaf meðbyr því miður, og þegar ég læt hugann reika til baka þá skipti sköpum um búsetu hér á Ingjaldssandi tilkoma ýtunnar, því bændurnir fengu hana í vinnu fyrir mjög lágt gjald, sjóður hennar var látinn greiða að mestu leyti hlut bænda í skurðgreftri sem grafinn var árin 1952—1953. Vegurinn yfír Sandsheiði kom fyrr, en hefði orðið ef ýtan hefði ekki verið til staAar, og svo margt fleira sem upp ihætti telja. Guðmundur vann þó nokkuð fleira að félagsmálum hér, sem ég mun ekki tíunda sérstaklega að einu undanskildu. Þegar hann kom aftur í dalinn sinn 1930 endurreisti hann bókasafn UMF Vorblóm og hefur safnið verið í vörslu hans og fjöl- skyldu alla tíð síðan og þar kom sér vel snyrtimennskan, umhirðan fyrir bókinni og öllum þeim fróðleik sem safnið hafði að geyma. Þó okk- ur sem yngri vorum þætti lestrar- efnið sem valið var í safnið oft á tíðum ekki létt aflestrar, þá er það staðreynd sem ekki verður á móti mælt að við val bóka var þjóðlegur fróðleikur og gott mál látið sitja í fyrirrúmi. Það var gaman að koma til Guðmundar í safnið, fimmtán ára gamall og spyrja hvað ég ætti að byija á að lesa, hann horfði á mig með sínu „kómiska" augnaráði og brosti með annarri kinninni eins og honum yar einum lagið, seildist upp í bókahilluna eftir bók og rétti mér og sagði farðu með þessa, en þetta var Njálssaga. Um veturinn las ég eingöngu íslendingasögur, er ég lít til baka þessi fjörutíu ár þá man ég meira sem ég las þennan vetur en margt annað sem ég las síðar. Guðmundur ræddi við mig er ég kom til að skila bókum oft um efni þeirra, og þá kom upp. í honum kennarlnn, og var það hvatning fyrir mig að lesa það vel að geta rætt efni bókarinn- ar við hann. Ég vil sérstaklega mín vegna geta þess að við Guðmundur vorum ekki alltaf sammála eftir að ég fullorðnaðist, og báðir vorum við skapmiklir enda náskyldir, en það vil ég sérstaklega taka fram að enginn var eins fljótur til sátta eins og Guðmundur, og þá sagði hann þegar hitinn var sem mestur í okk- ur báðum, jæja, er þetta ekki búið, eigum við ekki að fá okkur kaffi- sopa, og aldrei erfði deginum leng- ur við mig eða ég við hann þótt slæi i brýnu á milli okkar. Guðmundur kom til okkar í Hraun sumarið 1988 og vildi fá að skoða allt hjá okkur, loðdýrahús minkinn og það sem við hér höfðum verið að bjástra við. Er hann hafði gengið um loð- dýrahúsið sagði hann við son minn: Birkir, mér líst vet á þetta hjá þér, og skinnaverð á eftir að hækka. Hvað hefur þú fyrir þér um það, spurði Birkir. Ekkert, svaraði Guð- mundur, en það er trúa mín. Svo skiptir skinnaverð ekki öllu bætti hann við, það er virðingarvert þeg- ar ungir menn nenna að hafa fyrir sér. Guðmundur hóf búskap í Ástúni í upphafi heimskreppunnar og vissi mæta vel hvað það er að búa við lágt markaðsverð. Svo horfði hann á okkur feðga og sagði, þið voruð að fá snjóbíl hvar er hann? Við fórum með hann út í geymslu og sýndum honum bílinn, hann horfði um stund þegj- andi á bílinn, en sagði svo, „þessu hefði ég ekki þorað,“ ég svaraði um hæl ,jú þessu hefðir þú þorað,“ þá horfði hann á mig brosti og sagði: „Ég var nú ekki alltaf góði drengurinn." Við sem þekkjum Guðmund skiljum þetta svar, það er táknrænt fyrir þann dugnað og þá athafnaþrá sem fylgdi Guð- mundi alla tíð og var einkennandi fyrir stóran hóp aldamótakynslóð- arinnar. Guðmundur vann mikið og lang- ur var vinnudagur hans, landið sem hann ræktaði var erfitt til ræktun- ar, en þolinmæði, þrautseigja og síðast en ekki síst vandvirkni og snyrtimennska sem var í fyrirrúmi bar eins og í öllu því er Guðmundur fór höndum um. Guðmundur fékkst þó nokkuð við dýralækningar og tókst oft vel til hjá honum. Það er svo margt sem kemur upp í hugann sem þyrfti að segja frá en ég mun láta það bíða, það mun sjá dagsins ljós síðar. Guðmundur kvæntist 2. nóvem- ber 1924, Kristínu Jónsdóttur. Katrín var fædd á Höfðaströnd, foreldrar hennar voru Jón Arnórs- son, Hannessonar prests á Stað í Grunnavík, og Kristín Jensdóttir og var hún seinni kona Jóns. Þegar Kristín Nikulásdóttir iangamma Guðmundar missti mann sinn Eirík Tómasson við Sæbólssjó 1847 biðl- aði Arnór Hannesson til Kristínar en hún neitaði. Sagan segir að Arn- óri hafi þótt við Kristínu og sagt með þjósti við skulum ná saman samt, og er Guðmundur og Kristín giftu sig, þá var haft eftir Finni afa Guðmundar, ~þar tókst Arnóri það. Þau Guðmundur og Kristín eign- uðust sex böm, þau misstu fyrsta barn sitt^en þau eru Finnur Haf- steinn, Ásvaldur Ingi, Sigríður Kristín, Bernharður Marselíus og Þóra Alberta. Guðmundur missti konu sína Kristínu 15. nóv. 1969. Fjölskylda mín vottar sambýliskonu Guðmundar, Önnu Sigmundsdóttur, börnum, tengdabörnum, barna- börnum, barnabarnabörnum og skyldfólki samúð við fráfall hans. Guðmundur B. Hagalínsson, Hrauni. Krisiján Elís Stef- ánsson — Minning Fæddur 31. ágúst 1916 Dáinn 26. febrúar 1990 Kristján, eða Stjáni, eins og hann var oftast kallaður, fæddist á Kirkjubóli í Vöðlavík, Helgustaða- hreppi. Ársgamall var hann tekinn í fóstur til Kristjáns afa síns að Stóru-Breiðuvík í sömu sveit. Fóst- ur þetta átti að vera stutt, en svo vænt þótti afa hans um hann að þegar hann átti að fara til foreldra sinna aftur mátti afi hans ekki af honum sjá. Hann ólst því upp í Stóru- Breiðuvík til tvítugs, hjá afa sínum og Valgerði, móðursystur sinni. Hann átti þarna góðan tíma, en vandist samt snemma á mikla vinnu, eins og allir sem ólust upp á þessum árum. Heyjað var á engj- um upp um öll fjöll og sóttur sjór á árabátnum. Alltaf átti Stjáni fal- legar sögur um heimilið í Breiðuvík og var greinilegt að þangað bar hann .alltaf hlýjar taugar. Tvítugur að aldri flutti hann síðan að Kirkjubóli, en þar bjuggu foreldrar hans, þau Stefán Gunn- laugsson og Mekkin Kristjánsdóttir, ásamt yngri systkinum hans, þeim Valgeir og Steinunni. Faðir hans var þá farinn að heilsu og sáu þau systkinin um búið ásamt móður sinni. Lítinn bát höfðu þeir bræður og reru til fiskjar, frá Kirkjubólshöfn, einni opnustu og erfiðustu lendingu á landinu. Alltaf farnaðist þeim vel og kom þar til góð þekking á öllum aðstæðum og hæfílegt sambland af gætni og djörfung. Stjáni sagði oft sögur frá þessum árum og þekkti öll grunnmið frá Gerpi að Skrúð. Þegar móðir hans hætti búskap 1946 flutti Stjáni til Vestmanna- eyja, þar sem hann vann við físk- vinnslu fram að gosi 1973, þegar hann flutti til Reykjavíkur. Árin í Eyjum voru honum góð, hann átti fjölda vina og ættingja og var glaður í góðra vina hóp. Honum þótti gaman að dansa og líka að taka spil. Eftir að hann kom til Reykjavíkur, keyptu þeir bræður íbúð og bjuggu þar saman þar til Valgeir varð að fara á sjúkrahús árið 1972, en síðan bjó hann þar einn tii dauðadags. Eftir að Stjáni kom til Reykjavík- ur, hóf hann fljótlega störf hjá Eim- skip í Sundahöfn og vann þar með- an heilsan leyfði. Síðustu árin var hann heilsuveill en alltaf var hann kátur og skemmtilegur ef gesti bar að garði. Sérstaklega hafði hann gaman af því að rifja upp gamla tímann og segja sjóferðasögur. Með Kristjáni er genginn mikill ágætis maður, sem alltaf stóð fyrir sínu og lagði sinn skerf til upp- byggingar á miklum framfaratím- um. Stjáni var einn af mínum uppá- haldsfrændum og á ég eftir að sakna hans eins og margir aðrir sem hann þekkti. Fari hann í friði. Andri V. Hrólfsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.