Morgunblaðið - 07.03.1990, Page 35

Morgunblaðið - 07.03.1990, Page 35
35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MARZ 1990 fflgjgM '■ s^nmmnnimniwvtnmí v. &£*«**< wttnwnwwwttri ww«« áiwteffggwmmíBí félk f fréttum LANDINN í NEW YORK Islensk námsmey leigir íbúð með þekktum myndaleikara KUGUN Nicu Ceausescu misnotaði Nadíu Comaneci árum saman HANDKNATTLEIKUR „Er að uppörva Islendinga“ - segir Pétur Dockladal, kaþólskur prestur frá Ostrava Zlin, Tékkóslóvakíu. Frá Steinþóri Guðbjartssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. EG er að uppörva íslendinga,“ sagði Pétur Dockladal ka þólskur prestur í Ostrava í sam- tali við Morgunblaðið í íþróttahöll- inni í Zlin eftir tapið gegn Spán- veijum fyrir síðustu helgi. Pétur sem er 43 ára er mikill áhugamaður um allt sem íslenskt er og heimsótti landið í fyrsta sinn í fyrrasumar. Ferð er fyrirhuguð næsta sumar. „Vinur minn á Akranesi sendi mér leiki íslands i B-keppninni í Frakklandi á myndbandi og ég hefði sérstak- lega gaman af stórsigrinum gegn Póllandi í úrslitaleiknum," sagði presturinn, sem veifaði íslenska fánanum og hrópaði stöðugt „áfram ísland, áfram ísland.“ Pétur talar vel skiljanlega íslensku. „Þegar ég var ungur sá ég danska mynd um ísland og varð heillaður. Ég lærði fyrst ensku en skrifaðist á við Torfa Ólafsson [formann kaþólskra leik- manna á íslandi] og hann sagði mér að læra íslensku." Presturinn sagði að ísknattleik- ur og knattspyrna væru vinsælli íþróttagreinar en handbolti í Tékkóslóvakíu, en hann sagðist fylgjast vel með handboltanum. „Það var ekki nógu gott að tapa þessum leik.“ Svo bætti hann við: „Ég hef líka áhuga á íslenskri tónlist. Sykurmolarnir eru bestir en Megas og Bubbi eru líka góð- ir.“ ingar hans gefið, en árið 1981 breyttist allt. Forsetinn skipaði son sinn í embætti æskulýðsmálaráð- herra og um líkt leyti var Nadía að hætta fimleikum. Hana vantaði vinnu og Nicu sá sér leik á borði, enda orðinn stórlax. Hann réð hana sem íþróttaþjálfara og fór strax á fjörurnar við hana á ný. Enn þráað- ist Nadia við, en smám saman náði Nicu yfirhöndinni, Nadia var pen- ingalítil og mátti sín lítils, þegar Nicu tók að venja komur sínar til hennar. Þá var hann oftast kóf- drukkinn og hinn versti viðureign- ar. Er Nicu hótaði að hafa af henni vinnuna gaf Nadia eftir. Og er hún var komin undir hramminn, skrúf- aði Nicu fyrir allar launagreiðslur til hennar í því skyni að auka vald sitt yfir henni. Alexandrina segir einnig frá því að Nadia hafi iðulega komið heim frá Nicu blá og einu sinni hafði Nicu slitið neglurnar af öllum tíu fingrum Nadíu. Þá kynnti hann hana fýrir snötum sínum og undir- sátum sem „leikfangið“ sitt. Hann hringdi í Nadiu á hvaða tíma sólar- hringsins sem var og skipaði henni að koma til sín. Varð Nadía þá aka 300 kílómetra leið til borgarinn- ar Sibiu þar sem Nicu var foringi kommúnistaflokksins. í fimm ár var niðurlæging Nadiu algjör, en þegar færi gafst til að flýja land var hún ekki sein á sér að grípa það, þrátt fyrir þá lífshættu sem hún tók. Nadía Comaneci býr nú vestur í Bandaríkjunum. Hún hefur skrifað móður sinni og segist ætla að heim- sækja hana í Búkarest mjög bráð- lega. Annars uni hún hag sínum vel í vestrinu. Unnið er að því að gera kvikmynd um viðburðaríka ævi fimleikadrottningarinnar frægu. m.a. Todd Anderson í myndinni Bekkjarfélaginu „Dead Poets Society“ sem verið er að sýna í Bíóborginni um þessar mundir og væntanleg er til sýninga hérlendis kvikmyndin „Dad“ þar sem hann leikur á móti Jack Lemmon og Ted Danson. Þótt Ehtan sé aðeins 19 ára er hann orðinn þekktur í Bandaríkjunum, sérstaklega með- al ungs fólks og verða þau vör við ýmisskonar óþægindi af þeim sökum. Alexandrina Comaneci, móðir lýrrverandi fimleikadrottn- ingarinnar Nadia Comaneci, hefur gengið fram fyrir skjöldu og tjáð fréttamönnum að dóttir hennar hafi árum saman mátt sæta hroða- legri meðferð frá hendi Nicu Ceau- sescu, sonar hins fallna einræðis- herra Rúmeníu. Sé það hin raun- verulega ástæða fyrir því að hún afréð að flýja land skömmu áður en byltingin var gerð. Segir Alex- andrina að Nicu hafi pyntað hana bæði andlega og líkamlega, hótað að limlesta hana og jafnvel drepa ef hún yrði ekki við hverri ósk hans. Vildi hann gera hana svo háða sér að hún yrði sem viljalaust verkfæri. „Helst vildi ég hengja hann upp á tungunni og láta hann dingla þar til yfir lyki,“ segir Alex- andrina biturlega. Nicu Ceausescu situr nú á bak við lás og slá í Rúm- eníu og bíður réttarhalda. Það er mál margra að hann sé lúsheppinn að hafa ekki verið líflátinn ásamt með foreldrum sínum á dögunum. Kann líflát að bíða hans vegna ákæru um aðild að þjóðarmorði. Frú Comaneci segir að Nicu hafi fengið augastað á Nadíu meðan hún var frægasti íþróttamaður Rúmeníu snemma á áttunda áratugnum. Nadíu var hins vegar lítt um þreif- Nadía Comaneci Sambýlið gengur annars mjög vel og er Ethan oft að heiman á kvikmyndahátíðum eða við upp- tökur. Nú er hann við gerð nýrrar kvikmyndar í Alaska og er íbúðin á Manhattan full af íslendingum á meðan! Parson’s School of Design þykir einn besti skóli Banda- ríkjanna í fatahönnun og þaðan hafa útskrifast margir frægir fatahönnuðir, s.s. Calvin Klein, Patrick Kelly, Louis Dell’Olio og Donna Karan auk nokkurra ís- lendinga. Halldóra og Ehtan í íbúðinni sem þau leigja saman á Manhattan í New York. Námsmenn taka sig oft saman um að leigja íbúðir til að minnka framfærslukostnaðinn bæði hér heima og erlendis. Halld- óra Ingþórsdóttir nemandi við Parson’s School of Design í New York er ein þeirra sem á fullt í fangi með að borga skólagjöld og hvað þá húsaleigu sem er óheyri- lega há í New York. Hún var svo heppin að kynnast ungum Banda- ríkjamanni í gegnum vinkonu sína síðasta sumar og ákváðu þau að leigja saman íbúð á Manhattan. Hann heitir Ethan Hawke og er kvikmyndaléikari. Hann lék Kvikmyndin „Dad“ verður sýnd hérlendis bráðlega. í henni leikur Ethan eitt aðalhlutverkið ásamt Jack Lemmon og Ted Danson. Morgunblaðið/Júlíus Siguijónsson Pétur Dockladal, kaþólski presturinn frá Ostrava sem hvatti íslendinga til dáða í Zlin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.