Morgunblaðið - 07.03.1990, Page 38
38
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 7. MARZ 1990
%
©1989 Universal Press Syndicate
„ er ríscLskrýmsL i fyrir utan oy hann.
5eg)r henni ai> setja. Lcku -fyrirdyrnar.
*
Ast er ...
. . . að gefa henni nýjan
kjól.
TM Reg U.S. Pat Off.—all rights reserved
© 1990 Los Angeles Times Syndicate
Við erum þá sammála. — Kona! Kona! Fljót, hundur-
Ég segi honum ekkert. inn er banhungraður...!
HÖGNI HREKKVlSI
Landgræðslan og eldhúsin
I
Land^ræð^iai^iefer^Hliusmu
Til Velvakanda.
Það var þetta með landgræðsl-
una. Það finnst vart sá íslendingur
f dag sem vill láta taka sig alvar-
lega sem ekki talar um land-
græðslu og uppgrasðslu landsins í
sífellu. Það sé nú hið allramesta
þarfaþing. En hver er svo ekki.
reyndin?
Jú, þessir sömu íslendingar hafa
vart lokið við fúkyrði sín í garð
„þeirra“ (?) sem rifið hafa niður
skóga landsins og gróður (bænda-
greyin væntanlega) fyrr en þeir
hinir sömu eru sestir að snæðingi
við að háma í sig blásaklausu kind-
umar góðu (en að sjálfsögðu ban-
hungruðu), sem verða að naga þessi
síðustu strá sem enn finnast á af-
réttunum, til að þóknast eigéndum
sínum og væntanlegum ætum.
Mér hefur oft fundist minna ætti
að röfla um uppgræðsluna en meira
að gera í máJinu þess í stað. Um-
það langar mig aðeins að nöldra.
En íslendingar góðir. Það er ekki
nokkur leið til þess að bjarga því
sem bjargað verður héðan af í land-
græðslumálum með því að halda
iþessari kindahelför okkar áfram á
yfimöguðum afréttum landsins.
Ekki nokkur leið. Allt annað er
jblekking. Algiör siálfBblekking. Það
ræða. Og því ekki annað að gera
en að ganga á skóginn sífellt.
í hinn stað gátu forfeður okkar
ekkert farið héðan af landi brott
eftir því sem gæðum landsins
hnignaði vegna þessa skógarhöggs
ing um það. Og það hefðu allir I
dag gert einnig í sporum forfeðr-
anna og mæðranna.
En nú eru aðrir tímar. Iðnbylting-
in er gengin í garð svo við getum
með ýmsum tilfæringum og verk-
»lrtað hórj
Til Velvakanda.
Enn og aftur leggur Magnús H.
Skarphéðinsson á brattan með illa
yddaðan blýantinn sinn. Greinin í
þetta skipti ber heitið „Landgræðsi-
an hefst í eldhúsinu“ og bar fyrir
augu lesenda Morgunblaðsins þann
23. febrúar. í fyrsta lagi eru það
tæpast „bændagreyin væntanlega"
eins og hvalavinurinn orðar það,
sem hafa það á samviskunni að
skógur og gróðurlendi hér á landi
eru illa farin. Svo ég talin nú ekki
um hálendið og óbyggðir.
Það má vera og er augljóst að
sauðkindin á þar stóran hlut að
máli, ásamt hrossastóði sem gengur
víðu um land okkar, allra sinna
ferða og að auki veldur stórtjóni á
viðkvæmum svæðum. En þá verður
Magnús H. Skarphéðinsson líka að
gera sér grein fyrir, hvar ísland er
á hnettinum.
Hér eru oftar en ekki erfiðir
vetur, forsthörkur á nánast nakta
jörð og kuldar langt fram á sumar.
Svo geisa stormar og þurrkar svo
dögum og jafnvel vikum skiftir,
þegar blessuð sólin kastar frá sér
sínum sterkustu og fegurstu geisl-
um.
Tökum sem dæmi sumarið 1989.
Blýantstubburinn hans Magnúsar
H. Skarphéðinssonar veit sennilega
ekki hvernig ástandið var norðan
og austan lands. Hvernig væri að
fræðast um það? Sandstormar,
þurrkar og uppblástur. Síðan vil ég
fræða stubbinn um það að hér á
landi eru jökulár, jöklar og virkar
eldstöðvar sem brjótast fram þegar
þeim dettur í hug.
Ef Magnús H. Skarphéðinsson
sér lausn eða leið til að stemma
stigu við því litrófi sem náttúruöflin
á jarðarkringlunni geta framreitt,
getur hann eflaust grætt landið
skógum og gróanda. En lausnin er
ekki sú að lítilsvirða bændur og
hvetja þá til að aflífa eða útrýma
sauðkindinni og jafnvel urða. „Þeim
er búið fall sem byrgir sín augu.“
Landgræðslan hefst hugsanlega
í eldstónni hjá Magnúsi H. Skarp-
héðinssyni, en líklega brennur þar
allt eins og annar eldsmatur.
Gísli Konráðsson
Hvenær á að snúa við?
Kæri Velvakandi.
Áfengisneysla er sjúkdómur
segja menn í afsökunartón. I æsku
minni var þetta kallað ýmist ljótur
vani eða hreint og beint ræfildóm-
ur. Sé þetta sjúkdómur, þá er það
eini sjúkdómur í heiminum sem
menn kaupa dýrum dómum. Við
kaupum lækningu ofsa verði og er
þá ekki á bætandi að kaupa sjúk-
dóminn líka, en svona getur þjóð-
félagið verið vitlaust. Það var um
daginn verið að bjóða út flutninga
á áfengi og allskonar eiturefnum,
og það voru ekki neinar smáeining-
ar sem átti að bjóða í. Ekki
aldeilis. Hvað skyldi þessi varningur
kosta erlendis? Og verður svo ríkið
ekki að kaupa þetta upp á krít og
bæta þar við erlendar skuldir ríkis-
sjóðs, sem alltaf fara hækkandi?
Mestu hugsjóna- og ágætismenn
þjóðarinnar og allra þjóða hafa allt-
af sagt og stuðst þar við reynslu
allra alda: Áfengi og íþróttir fara
aldrei saman. Hvemig skyldu
stjómendur og aðalfundir ÍSI fram-
kvæma þetta og er ekki alltaf verið
að taka þá sem sprauta sig eiturefn-
um í keppnum fyrir að nota meðöl
sem síðar koma þeim í koll í íþrótt-
inni. Afleiðingar áfengisins segja
allstaðar til sín, það þarf enga
fræðslu um það. Áfengið leggur
fleiri í gröfina en nokkrar styijald-
ir. Þetta er reynsla allra alda. Og
nú kaupa menn þessi efni í tonna-
tali, og eins og sagði í æsku
minni, peningarnir sem áttu að fara
fyrir föt og fæði fóru til að eitra
samfélagið og svo greiða alþingis-
menn á þinginu atkvæði með því
að auka á vandann og þá em hend-
ur sumra fljótt á lofti. Og þó þykj-
ast þessir sömu menn vera að vinna
að heill þjóðarinnar. Hvílík vinnu-
brögð. Hafa ráðamenn þjóðarinnar
kynnt sér hvað er að gerast á
drykkjumannaheimilum Iandsins
(sem fer alltaf fjölgandi ár frá ári)?
Hafa þeir kynnt sér og séð hvernig
heilbrigt líf fer í hundana og meira
en það? Eru þeir ekki til að gæta
bróður síns? Ráðamenn gera það
með því að halda áfengisveislur í
tíma og ótíma. Það þarf ekki nema
auvirðilegur félagsskapur að halda
fund eða ráðstefnu og biðja um
brennivfn þá flýtur það eins og
hver vill. Kirkjan sem við höfum
treyst sem boðberum þess besta í
veröldinni, hvað segir hún? Er allt
þjóðlífið sýkt? Já, það er ömurlegt
þegar æðsta stofnun þjóðarinnar
selur áfengi í tonnatali til að koma
sem flestum þegnum þjóðfélagsins
á drykkjuheimili þar sem hún svo
verður að annast þá og jafnvel það
sem eftir er af lífi þeirra. Hvílík
ósköp! Og svo erum við að syngja
um gróandi þjóðlíf. Getur vitleysan
náð lengra og ömurlegheitin? Hve-
nær á að snúa við?
Árni Helgason
Víkveiji skrifar
Umræðurnar um ríkisstyrki til
dagblaða og kaup ríkisins á
þeim hníga í sömu átt hér á landi
og annars staðar, að eðlilegt sé að
skattgreiðendur hlaupi undir bagga
með fjölmiðlum til að stuðla að því
að sem flest sjónarmið fái að njóta
sín. Röksemdirnar eru einfaldlega
þær, að úr því að almenningur vilji
ekki kaupa blöð eigi ríkið að gera
það fyrir hann. Kann þá að vera
skammt í það að ríkið skipi mönnum
að lesa eitthvað ákveðið efni eða
banni þeim að kynna sér annað.
Er betra að blöð séu háð geðþótta
stjórnarherra en duttlungum mark-
aðarins?
Ríkisforsjárhyggjan á helst upp
á pallborðið meðal þeirra þjóða, sem
eru að dragast aftur úr með einum
eða öðrum hætti. Ættum við að
huga að ástæðunum fyrir því að
við höldum alls ekki í við önnur
aðildarríki OECD, þegar litið er til
hagvaxtar. Verðlagseftirlit, hvort
sem það er í höndum verkalýðs-
félaga eða annarra, og niðurgreiðsl-
ur leiða til hins sama hér og ann-
ars staðar: Markaðurinn visnar og
skilar minni árangri en ella, fyrir-
tækin verða veikbyggðari, slegið
er á frumkvæði og dregið úr hag-
sýni.
XXX
Víkveija flaug þetta í hug þegar
hann las um það í erlendu
tímariti, að dagblað breska komm-
únistaflokksins Morning Star hefði
orðið fyrir þungu höggi úr óvæntri
átt á dögunum: Sovétstjórnin ákvað
að hætta að styrkja útgáfu þess.
Sérhæfð sovésk innkaupastofn-
un, Mejkniga, keypti dag hvem
11.000 eintök af blaðinu, um helm-
ing upplagsins, en ákvað fyrirvara-
laust í janúar að láta markaðinn
ráða. Það kostaði töluverðan gjald-
eyri að kaupa þessi 11.000 eintök.
Blaðið lá frammi í blaðasölum hót-
ela við hliðina á L’Humanité, blaði
franskra kommúnista, og Granma,
blaði kommúnista á Kúbu. Áhugi
almennings var hins vegar sáralítill
og sátu Sovétmenn ekki uppi með
annað en kostnaðinn og fyrirhöfn-
ina, sem hingað til hefur verið af-
skrifuð með vísan til sameiginlegra
hugsjóna.
Nú hefur „ný hugsun“ skotið
rótum í þessum viðskiptum og
Morning Star situr eftir bjargar-
laust. Upplagið hefur minnkað jafnt
og þétt. Fyrir þremur árum varð
blaðið að selja húsnæði sitt til að
bjarga sér úr fjárhagsvandræðum.
xxx
Ur því að Sovétmenn era hættir
að styrkja Morning Star með
því að kaupa hálft upplagið geta
kommúnistar og sósíalistar annars
staðar tekið til við að endurskoða
afstöðu sína til ríkisstuðnings við
blaðaútgáfu. Línan frá Moskvu er
skýr.
Blaðakóngurinn mikli, Rupert
Murdoch, hefur keypt 50% hlut í
tímaritinu Reform í Ungveijalandi
og breski blaðajöfurinn Robert
Maxwell á 40% hlut í Magyar Nem-
zet, málgagni ungversku ríkis-
stjórnarinnar. Hvenær ætli Pravda
og Izvestía í Sovétríkjunum komist
í einkaeign og losni af ríkisjötunni?
Eins og þeir hafa reynt á Morning
Star er framtíðin ekki tryggð með
öflugum ríkisstyrk, jafnvel þótt
stórveldi eigi í hlut.