Morgunblaðið - 07.03.1990, Side 42
42
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR
7. MARZ 1990
HANDKNATTLEIKUR / HEIMSMEISTARAKEPPNIN
Langsóttir
möguleikar
ísland á enn möguleika á að bjarga sérfrá því
að verða B-þjóð og leika í Austurríki 1992
ISLENDINGAR vega nú salt á
barmi þess að vera með far-
seðil á Ólympíuleikana í Barcel-
ona 1992 og HM í Svíþjóð
1993, eða fara í B-keppnina
sem verður í Austurríki 1992.
Þar sem Spánveijar, sem halda
ÓL 1992 og Svíar, sem halda
HM 1993, eru á meðal áttu efstu
þjóðanna í HM í Tékkóslóvakíu,
gefur níunda sætið í Tékkóslóvakíu
farseðilinn í áðurnefnd stórmót
ísland er enn inni í myndinni, en
til þess þarf íslendingum að ganga
allt í haginn. ísland verður að vinna
A-Þýskaland í síðasta leik sínum í
milliriðli á morgun og Pólveijar
verða þá að tapa fyrir Júgóslövum.
ísland getur aldrei keppt nema um
níunda sætið í besta falli. Þá gegn
Frökkum eða Suður-Kóreumönn-
um. Þar sem S-Kórea er Asíuþjóð,
er best að leika gegn þeim um
níunda sætið. Þó svo að við myndum
ekki vinna þá, dugar tíunda sætið
til þess að fá farseðilinn til Barcel-
ona 1992, en það nægir ekki til að
tryggja sæti á HM í Svíþjóð 1993.
Til þess að_ komast til Svíþjóðar
1993 verður ísland að vera í einu
af efstu fjórum sætunum í B-
keppninni í Austurríki 1992. Róður-
inn gæti orðið erfiður þar. Bæði
vegna þess að margir af bestu hand-
knattleiksmönnum íslands ætla að
leggja skóna á hilluna eftir HM í
Tékkóslóvakíu og þá er ljóst að í
B-keppninni eru mörg geysilega
sterk lið. Þjóðir eins og t.d. Frakk-
land, V-Þýskaland, Danmörk og
Sviss.
Kóreumenn eins og krakkar
í höndunum á Svíum
Svíar burstuðu Suður-Kóreu-
menn, 34:23, og tryggðu sér
þar með rétt til að leika um heims-
meistaratitilinn. Þeir mega tapa
með tíu marka mun
fyrir Rúmenum á
morgun. Suður-
Kóreumenn voru
eins og krakkar í
höndunum á Svíum, sem náðu fljót-
lega yfirburðastöðu. Tölur eins og
5:2, 9:3 og í hálfleik 17:7 gefa
Frá
Þorbergi
Aðalsteinssyni
iiýSvíþjóð
góða mynd af yfirburðum Svía.
Magnus Wislander var marka-
hæstur Svía með 9 mörk. Gamla
kempan, Bjöm Jilsen sem er að
leika í sinni þriðju heimsmeistara-
keppni, kom næstur með níu. Hann
hefur nú skorað 107 mörk í heims-
meistarakeppni. Hinn ungi Tomas
Svensson var í markinu og varði
alls 22 skot. Svíar gátu leyft sér
þann munað að láta besta markvörð
sinn Mats Olson hvíla í þessum leik.
Morgunblaðið/Júlíus
Guðmundur Guðmundsson skorar gegn Pólveijum. Guðmundur lék vel.
„Hafa enga ástæðu til
að vera taugaóstyrkir11
- segir Anders-Dahl Nielsen, landsliðsþjálfari Dana um íslensku leikmennina
ANDERS-DAHL Nielsen, landsliðsþjálfari Dana í handknatt-
leik, fylgist með leikjunum í milliriðlinum í Bratislava. „Þetta
er ótrúlegt," sagði hann við mig eftir tapið gegn Pólverjum.
„Pólverjarar eru slakir, Bogdan Wenta þreyttist snemma í
leiknum, íslendingar voru með góða stöðu en fóru á taugum.
Þeir hafa enga ástæðu til að svona taugaóstyrkir."
Landsliðsþjálfarinn hristi höfuðið,
en hann hefur sterkar taugar
til Islands og Íslendínga, eins og
flestum handboltaáhugamönnum er
kunnugt. „íslenska
Steinþór landsliðið hefur sýnt
Guðbjartsson handboltaheiminum
skrifar frá að það er í hópi átta
Bratislava bestu þjóða heims
og á þar heima. Ég hef alltaf verið
hreykinn af íslenska liðinu og það
er mikið betra en það pólska, sem
er hvorki fugl né fiskur. Ég veit
ekki og skil ekki hvað gerðist fyrstu
tíu mínúturnar í seinni hálfleik, en
þetta er áfall. Nú getur ekkert nema
kraftaverk haldið liðinu í hópi A-
þjóða, en það er sannarlega of sterkt
til að þurfa að taka þátt í B-keppn-
. inni í Austurríki eftir tvö ár.“
Anders sá leikinn gegn Sovét-
mönnum og meðan á leiknum gegn
Pólveijum stóð var hann alla tíð sig-
urviss, þar tii allra síðustu mínút-
urnar.
„Það sem ég hef séð núna, er
allt annað en ég veit. Ég veit að
íslenska liðið er gott, en hérna spilar
það eins og danska liðið og það geng-
ur ekki. Reynslan er fyrir hendi, en
þegar í óefni er komið ætla leik-
mennimir að gera hlutina upp á eig-
in spýtur. Það er vonlaust, ef árang-
ur á að nást í heimsmeistarkeppni.
Það getur enginn einn unnið leik —
þetta er leikur liðsheildar. Það er
auðveh. að segja þetta, en erfitt að
framkvæma og ég tala af reynslu.
Það er ekki mitt að gagnrýna liðið
eða Bogdan en ég sé að Kristján er
ekki sá Kristján, sem égþekki. Hann
berst alitaf, en skýtur ekki eins og
áður og því er auðveldara að veij-
ast. Þetta er mikilvægt atriði. Alfreð
er Alfreð, en Guðmundur er ekki
fyrsti markvörður landsliðsins og
hann veit það. Það getur haft áhrif,
en þessi taugaveiklun er óskiljanleg.
Strákamir glopra boltanum hvað
eftir annað til móthveija, og sitja
eftir. Hvar er sjálfstraustið?“ spurði
þjálfarinn.
Anders var lengi einn af bestu
leikmönnum Dana og hefur verið á
HM síðan 1974 sem leikmaður,
áhorfandi eða þjálfari, en hann tók
við danska landsliðinu sumarið 1987.
Hann sagði að sá þjálfari mætti
vera góður, sem ekki lærði neitt á
HM. „Hér er tækifærið til að sjá það
besta, fylgjast með æfingunum, sjá
kerfin útfærð í leik, sem skiptir máli.
Heimsmeistarakeppnin er það
eina sem skiptir máli, allt snýst
hana. Allur undirbúningur, allir aðr-
ir leikir, allt annað er aðeins til að
byggja upp,_ öðlast reynslu fyrir
lokaátökin. íslensku leikmennirnir
eru með það mikla reynslu að það
á ekki að skipta máli hvort þeir eru
mánuðinum lengur eða skemur sam-
an fyrir mótið. Aðalatriðið er að
Morgunblaðið/Júlíus
Anders-Dahl Nielsen fylgist
með leik íslendinga og Pólveija í
Bratislava í gær.
þeir trúi að sá undirbúningur, sem
þeir fá, sé sá besti og heppilegasti
fyrir liðið.
í heimsmeistarakeppni duga eng-
ar afsakanir. Það vita allir að Sovét-
menn eru bestir. Leikur íslendinga
gegn þeim hefði verið fyrirgefanleg-
ur, ef hann var hugsaður sem undir-
búningur fyrir viðureignina gegn
Póllandi og hún unnist, en nú er
ekkert eftir nema að biðja, bíða og
vona.
Ég átti von á að íslandi yrði í
hópi 8 efstu liða, þar sem liðið á
heima, en þessi frammistaða veldur
mér áhyggjum og kemur á óvart.
Til að ná einu af fimm efstu sætun-
um í svona keppni þarf að koma
með eitthvað nýtt, sýna ný andlit.
Hver þjálfari verður að vega og
meta hvað er best hveiju sinni. Ég
er viss um að Bogdan hefur fyrst
og fremst hugsað um að halda liðinu
í hópi A-þjóða og taka síðan til við
endurbygginguna fyrir næstu
keppni.
En svo hrinur allt. Ég skil þetta
ekki. ísland er með leikreynda menn
og þeir eiga að klára dæmið, þeir
gátu það og þeir fengu tækifærið."
Anders sagði að þróunin í hand-
boltanum hefði verið hröð undanfar-
in ár. „Kóreumenn komu með hrað-
ann og önnur lið urðu að aðlagast
honum. Hraðinn hefur aukist og
líkamlegur styrkur einnig, en vegna
þessara breytinga er tæknin mikil-
vægust. Lið frá Vestur-Evrópu eru
að ná Austurblokkinni því þau æfa
meira en áður. Æfingin er grund-
vallaratriðið. Sjáðu Kóreumenn. Þeir
æfðu þrisvar á dag í nokkur ár. Og
hafa haldið sér í hópi þeirra bestu,
en endurnýjunina vantar, þeir hafa
ekki kraft í að æfa eins mikið og
eiga á hættu að falla niður.
Peningarnir hafa líka mikið að
segja. Það þarf að gera mönnum
kleyft að stunda handboltann í
heimalandi sínu við sambærileg kjör
og þeim bjóðast annarsstaðar. Fjár-
hagslega er það gott fyrir leikmenn
að gerast atvinnumenn eriendis, en
það er slæmt fyrir deildarkeppnina
í heimalandinu að missa bestu menn-
ina úr landi og eins kemur það niður
á undirbúningi landsliðsins. Ef vel á
að vera þarf að koma á móts við
þá bestu og halda þeim heima.
Þetta er ekki afsökun vegna gengi
íslenska liðsins. Það á ekki að vera
í þessari_ stöðu. Þetta er ekki rétt-
látt og íslendingar eiga alla mína
samúð.“
H VASILE Stinga, leikmaður
rúmenska landsliðsins, handar-
brotnaði í leik Rúmena og Tékka
í riðlakeppninni. Stinga hefur því
ekki getað leikið með liðinu í milli-
riðlinum og hefur það veikt liðið.
Stinga lýsti því yfir í samtali við
Morgunblaðið, er liðið var hér á
landi fyrir skömmu, að hann ætlaði
ekki að leika með Rúmenum í
Tékkóslóvakíu en hefur greinilega
sætst við þjálfara sinn og látið til
leiðast. Óheppnin virðist elta Stinga
í heimsmeistarakeppni því hann
kinnbeinsbrotnaði í fyrsta leik
Rúmena á HM í Sviss 1986.
■ STEINAR Birgisson, fyrrum
landsliðsmaður sem nú leikur í
Noregi, er meðal áhorfenda á
heimsmeistarakeppninni í Tékkó-
slóvakíu. Meðal annarra íslend-
inga sem fylgjast með keppninni
er Guðmundur Árni Stefánsson,
bæjarstjóri í Hafnariirði, og fyrr-
um leikmaður FH.
■ ERMAN Velic, annar mark-
vörður Júgóslava, sleit krossbönd
í leik Júgóslava og Austur-Þjóð-
veija á mánudaginn og leikur ekki
meira með liðinu í keppninni.
■ GUNNAR Gunnarsson, blaða-
fulltrúi HSÍ, fór fýluferð til Zilina
á laugardaginn. Hann átti að taka
upp leik Sovétmanna og Austur-
Þjóðveija á myndband. Leikurinn
átti upphaflega að hefjast kl. 17.00,
en var flýtt og þegar Gunnar kom
var leikurinn búinn. Mótshöldurum
hafði láðst að tilkynna þessa breyt-
ingu.
STAÐAN
MILLIRIÐILL
í BRATISLAVA
ISLAND- SOVÉTRÍKIN ......19:27
SPÁNN - PÓLLAND..........24:17
JÚGÓSLAVÍA- A-ÞÝSKALAND..21:20
SOVÉTRÍKIN - JÚGÓSLAVÍA..24:22
PÓLLAND- (SLAND .........27: 25
A-ÞÝSKALAND- SPÁNN.......25:20
ÁMORGUN LEIKA:
SPÁNN — SOVÉTRÍKIN
JÚGÓSLAVÍA— PÓLLAND
ÍSLAND — AUSTUR—ÞÝSKALAND
Fj. leikja U J T Mörk Stig
SOVÉTR. 4 4 0 0 111: 81 8
SPÁNN 4 3 0 1 81: 77 6
JÚGÓSL. 4 2 0 2 87: 82 4
A-ÞÝSKAL. 4 2 0 2 89: 92 4
PÓLLAND 4 1 0 3 82: 100 2
ÍSLAND 4 0 0 4 82: 100 0
MILLIRIÐILL
í OSTRAVA
SVÍÞJÓÐ - TÉKKÓSLÓVAKÍA.26:20
UNGVERJALAND - S-KÓREA..27:24
FRAKKLAND- RÚMENÍA .....21:25
TÉKKÓSLÓVAKÍA- FRAKKLAND.21:21
RÚMENÍA- UNGVERJALAND ..21:24
S-KÓREA- SVÍÞJÓÐ ..-....23:34
ÁMORGUN LEIKA:
FRAKKLAND - SUÐUR-KÓREA
UNGVERJALAND — TÉKKÓSLÓVAKÍA
SVÍÞJÓÐ — RÚMENÍA
Fj. leikja U J T Mörk Stig
SVÍÞJÓÐ 4 4 0 0 110: 81 8
RÚMENÍA 4 3 0 1 97: 86 6
UNGVERIAL. 4 3 0 1 90: 88 6
TÉKKÓSL. 4 1 1 2 87: 96 3
FRAKKLAND 4 0 1 3 78: 90 1
S-KÓREA 4 0 0 4 95: 116 0
BOTNRIÐILL
ALSÍR- KÚBA.........20:20
SVISS- JAPAN.........22:12
JAPAN - ALSÍR.......21:20
KÚBA- SVISS ........26:32
Fj.leikja u J T Mörk Stig
SVISS 2 2 0 0 54: 38 4
JAPAN 2 1 0 1 33: 42 2
ALSÍR 2 0 1 1 40:41 1
KÚBA 2 0 1 1 46: 52 1