Morgunblaðið - 07.03.1990, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 07.03.1990, Qupperneq 44
MIÐVIKUDAGUR 7. MARZ 1990 VERÐ I LAUSASOLU 90 KR. 100 aðstoðar- læknar leggja niður vinnu -^ÐSTOÐARLÆKNAR á spít- tlunum, um 100 talsins, ætla að leff£)a niður vinnu á morgun, fimmtudag, til þess að mótmæla stórhækkun á gjaldtöku ríkisins vegna útgáfii lækningaleyfa og leyfa til sérfræðinga. Félag læknanema styður þessar aðgerð- ir og beinir því til félaga að sinna ekki störfúm aðstoðarlækna. Lækningaleyfið hækkaði um ára- mót úr 4 þúsund krónum í 50 þús- und eða um 1.250% og sérfræðinga- leyfið úr 14 þúsund í 75 þúsund eða um 525%. Jón Hilmar Friðriksson, formaður Félags ungra lækna, sagði að lækn- ingaleyfið væri ekki rekstrarleyfi og -því ólíkt ýmsum öðrum leyfisveiting- um ríkisins. Það væri staðfesting á að viðkomandi hefði lokið tilteknu námi og reynslutíma og væri til að mynda forsenda fyrir framhalds- námi erlendis. „Við sjáum engin önnur úrræði. Við fáum engin viðbrögð eða rök- stuðning fyrir þessari hækkun eftir eðlilegum leiðum og verðum því að grípa til aðgerða, en þetta er neyðar- úrræði.“ Hann sagði að aðgerðirnar ættu ekki að hafa hættu í för með -^pr, en myndu valda óþægindum. Slitnað upp úr viðræðum við sjómenn ÁRANGURSLAUSUM fundi samningancfnda Sjómanna- sambands Islands og viðsemj- enda þeirra var slitið í gær án þess að til annars fúndar væri boðað og hefúr SÍ boðað for- mannafund á þriðjudag. Óskar Vigfússon, forseti SÍ, 'segir að sjómönnum hafi aðeins verið boðinn hluti af því sem felst í kjarasamningi Alþýðusambands Islands við vinnuveitendur og í því sambandi sé skírskotað til sérstöðu kjarasamnings þeirra miðað við aðra. Það sætti sjó- menn sig ekki við. Kjarasamn- ingurinn sé orðinn þriggja ára gamall og þurfi endurskoðunar við. Það þýði þó ekki að sjómenn geri kröfur um að fá meira í sinn hlut en aðrir. Ljósmynd/Jim Smart. Barnakór söng við athöfn í Listasafni íslands þar sem kynnt var afmælisrit til heiðurs Vigdísi Finnbogadóttur forseta íslands, og sjóður sem ágóði af sölu afmælisritsins á að renna í. Sjóðurinn verður færður íslenskri æsku til ræktunar landsins. Afmælisrit í tilefiii af sextugsafmæli forseta íslands: Allur ágóði í skógræktar- sjóð handa æsku landsins í TILEFNI af sextugsafinæli forseta íslands, Vigdísar Finnbogadótt- ur, 15. apríl næstkomandi verður gefið út aftnælisrit henni til heið- urs þar sem nær sextíu skáld, rithöfúndar og fræðimenn skrifa ljóð, sögur og greinar sem allar fjalla um ræktun í víðasta skilningi þess orðs. Ágóði af sölu aftnælisritsins rennur í sjóð, sem að ósk Vigdísar Finnbogadóttur verður færður íslenskri æsku, og er stefiit að því að sjóðurinn verði það öflugur að hann geti staðið undir kaupum á trjáplöntum handa öllum grunnskólanemendum á hverju vori. Bæði aímælisritið og sjóðurinn munu bera naíhið Yrkja. Afmælisritið og skógræktarsjóð- urinn voru kynnt í gær í Listasafni íslands. Fram kom í máli Njarðar P. Njarðvík lektors, eins ritstjóra afmælisritsins, að hugmyndin að ritinu hefði vaknað í septémber síðastliðnum og strax fengið mjög góðar undirtektir allra. Ákveðið var að gefa öllum íslend- ingum kost á að rita nöfn sín á heillaóskaskrá, og gerast um leið áskrifendur að ritinu. Þá varð ljóst að ágóði af sölu ritsins gæti orðið umtalsverður, og var rætt við Vigdísi Finnbogadóttur hvernig best mætti vetja honum. Að ósk Vigdísar var ákveðið að stofna skógræktarsjóð sem ágóði af sölu bókarinnar rynni í. Matthías Jo- hannessen ritstjóri og skáld hefur að beiðni forseta íslands fallist á að gegna formennsku í sjóðnum, en stjórn hans verður að öðru leyti skipuð fulltrúum Skógræktarfélags íslands, Skógræktar ríkisins, menntamálaráðherra og kennai samtaka. Sjá firásögn á bls. 18-19. Kröfur í þrotabú íslandslax hf. nema 1.500 mílljónum króna Eitt tilboð hefur borist í eignir búsins LÝSTAR kröfiir í þrotabú íslandslax hf. eru samtals tæplega 1.500 milljónir króna. Eignir búsins eru metnar á 900 milljónir kr., en endanlegt verðmæti skýrist ekki fyrr en og ef kaupandi fínnst sem veðkröfúhafar sætta sig við. Á fyrsta skiptafundi búsins sem haldinn var í Keflavík gær, hjá skiptaráðandanum í Grindavík, kom fram að eitt tilboð hefur borist í eignirnar frá einstaklingi í Vestmannaeyj- ura. Efnisatriði tilboðsins eru trúnaðarmál en ljóst að tilboðið er lægra en mat þrotabúsins á eignunum. Áætlað tap kröfuhafa er því að minnsta kosti 600 milljónir kr. og verður meira ef eignir seljast undir matsverði. Fyrirtækið hefur verið auglýst til sölu erlendis. Tilboðið í eignir íslandslax 'hf. er frá Gísla Ragnarssyni vélvirkja sem rekur Vélaverkstæði GG í Vest- mannaeyjum. Tilboðið gildir út rnánuðinn. Gísli vildi í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi hvorki gefa upp hversu hátt tilboðið væri né hveijir stæðu að því með honum. Það væri trúnaðarmál. Tilboðið er nú til athugunar hjá veðkröfuhöfum og verður svarað fyrir mánaðamót að sögn Sigurmars K. Albertssonar hrl., sem kosinn var skiptastjóri búsins á fundinum í gær ásamt Garðari Garðarssyni hrl. Forgangskröfur í þrotabúið voru tæpar 13 milljónir kr., veðkröfur voru 554 milljónir og almennar kröfur í íslenskum krónum 637 milljónir kr. Aðrar kröfur voru m.a. kröfur í norskum krónum að jafn- gildi 220 milljónum íslenskra kr. Einnig voru kröfur í dollurum og dönskum krónum, samtals um 40 milljónir kr. Alls voru lýstar kröfur um 1.480 milljónir kr. Flestum veðkröfunum var hafnað í bili, af tæknilegum aðstæðum, að sögn skiptastjóra. Farið verður yfir þær með kröfuhöfum á næstunni. Stærsta krafan er frá Fiskveiða- sjóði vegna ábyrgðar á láni Nor- ræna fjárfestingabankans, um 300 milljónir kr. Landsbankinn lýsti kröfum að fjárhæð um 230 milljón- um kr. og Framkvæmdasjóður um 100 milljónum kr. Þá lýstu báðir eigendahóparnir kröfum vegna ábyrgða og fyrirgreiðslu að fjárhæð um 200 milljónir hvor hópur. Eig- endur voru Samband íslenskra sam- vinnufélaga ásamt tengdum fyrir- tækjum og norska fyrirtækið Noraqua. Sigurmar K. Albertsson sagði að verðmæti eigna væri óljóst á meðan þær væru óseldar. Sérfróðir menn sem bústjórarnir kölluðu til mátu fasteignir búsins á um 680 milljón- ir og fiskurinn er talinn vera um 200 milljóna króna virði og með öðrum eignum er verðmætið talið um 900 milljónir kr. Virðisauka- skatturinn hækkar verð á flotgöllum VINNUFLOTGALLAR, sem sjómenn klæðast við störf sín um borð í skipum, hækkuðu verulega í verði þegar virðis- aukaskattur tók gildi um ára- mótin. Sem dæmi um hækkun gallanna um áramót má neftia, að algeng tegund þeirra hækkaði úr um 17 þúsund krónum i 21.300. Vegna þrýstings frá hags- munasamtökum sjómanna hafði söluskattur á þessa galla verið felldur niður á síðasta ári. „Flotgallar af þessari gerð hafa oft átt þátt í að bjarga mannslífum við strendur lands- ins á undanförnum misserum, síðast í Jökulfjörðum um síðustu helgi. Það er kannski ekki ástæða til að skylda notkun þessara galla líkt og björgunar- flotgallanna. Hins vegar er rétt að skoða allar leiðir til að auð- velda sjómönnum að ráðast í kaup á slíkum fatnaði, þar sem hann er dýr,“ sagði Árni Frið- riksson hjá Siglingamálastofn-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.