Morgunblaðið - 05.04.1990, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.04.1990, Qupperneq 1
72 SIÐUR B 80. tbl. 78. árg. FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Reuter * A sorphaugi sögunnar? Starfsmaður í fyrrum höfuðstöðvum kommúnistaflokks Austur- Þýskalands sýnir nokkra af dýrgripunum á háaloftinu. Fremstir eru Engels og Marx, að baki þeim vísar Lenín veginn og á skinnstrang- ann er máluð mynd góðlátlegs landsföður, Erichs Honeckers. A málverkinu er Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, við hlið Honeckers. Austur-Þýskaland: Stefiia að stjórnar- myndun fyrir páska Austur-Berlín. Reuter. Jafnaðarmannaflokkurinn (SPD), Kristilegi demókrataflokkur- inn (CDU) og fleiri flokkar í Austur-Þýskalandi eiga ekki langt í land með að mynda fyrstu stjórn landsins eftir lýðræðislegar kosningar, að því er skýrt var frá í gær. Gert er ráð fyrir því að Lothar de Maiziere, leiðtoga kristilegi-a demókrata, verði falin stjórnarmyndun í dag er austur-þýska þingið kemur saman í fyrsta sinn eftir kosningarnar 18. mars. Martin Kirchner, ritari Kristi- lega demókrataflokksins, sagði að Maiziere yrði að öllum líkindum kjörinn forsætisráðherra þegar hann legði ráðherralista sinn fyrir þingið á miðvikudag í næstu viku. „Við viljum að nýja stjórnin taki við fyrir páska,“ sagði Kirchner. Heimildarmenn innan Jafnaðar- Sy ðri-Straumlj örður: Ferðamanna- miðstöð í stað herstöðvarinnar Kaupmannahöfn. Frá N.J.Bruun, fréttarit- ara Morgunblaðsins. GRÆNLENSKA landsstjórn- in hefiir á prjónunum að gera bandarísku herstöðina í Syðra- Straumfirði að miðstöð fyrir ferðamenn að því er fram kem- ur í danska blaðinu Land og Folk. mannaflokksins, sem er næst stærsti flokkur landsins á eftir Kristilega demókrataflokknum, sögðu að þótt stjórnarmyndunar- viðræðurnar væru komnar á góðan rekspöl væri nokkrum spurningum enn ósvarað. Kirschner sagði að flokkarnir hefðu komist að sam- komulagi um að tengsl þingmanna við „Stasi“, öryggislögreglu kommúnista, yrðu rannsökuð. Því hefur verið haldið fram að allt að tíundi hver þingmaður hafi starfað fyrir lögregluna. Hans-Dietrich Genscher, ut- anríkisráðherra Vestur-Þýska- lands, sagði eftir að hafa rætt við George Bush Bandaríkjaforseta í gær að vestur-þýska stjórnin von- aðist til þess að sendinefndir þýsku ríkjanna tveggja og fjórveldanna, sigurvegara heimsstyrjaldarinnar síðari, hæfu viðræður um samein- ingu Þýskalands síðar í mánuðin- um. Sjálfstæðisbarátta Eystrasaltsríkjanna: Stjórn sögð í burðarliðn- um í Israel Jerúsalem. Reuter. FORYSTUMENN Verkamanna- flokksins í ísrael sögðu í gær að flokkurinn nyti nógu mikils stuðnings á þingi tfl að geta myndað stjórn og óskuðu eftir sérstökum þingfúndi til að hægt yrði að kynna hana. Leiðtogi Verkamannaflokksins, Shimon Peres, hefur að undan- förnu átt í viðræðum við nokkra smáflokka um myndun stjórnar, sem stefndi að friðarviðræðum við Palestínumenn. Stjórn Verka- mannaflokksins og Likud-flokks- ins féll vegna ágreinings um þetta mál. „Við ræddum í dag við forseta þingsins og óskuðum eftir sérstök- um fundi vegna þeirrar lagagrein- ar, er kveður á um að þeir sem mynda stjórn beri að kynna hana fyrir þinginu,“ sagði Haim Ramon, einn af forystumönnum Verka- mannaflokksins. Hann svaraði ekki spurningum um hversu marg- ir þingmenn myndu styðja stjórn- ina. Verkamannaflokkurinn hafði áður tryggt sér stuðning 60 þing- manna og nægilegt var að einn þingmaður til viðbótar kæmi til liðs við flokkinn til að hann gæti mynd- að stjórn. Boða þarf sérstakan þingfund vegna þess að sjö vikna hlé var gert á störfum þingsins í fyrri viku vegna páskahátíðar gyðinga. í blaðinu sagði, að Jonathan Motzfeldt, formaður landsstjórnar- innar, hefði samþykkt þessar áætl- anir og hefðu þær einnig verið kynntar dönskum stjórnvöldum. Á fundi í Kaupmannahöfn í næsta mánuði verða þær lagðar fyrir Bandaríkjamenn en þeir hafa eins og kunnugt er ákveðið að leggja niður starfsemina í Syðra-Straum- firði í áföngum. í Syðra-Straumfirði er nátt- úrufegurð mikil. Þar er hægt að fara á skíði, ganga á fjöll, skoða sig um í hinum fagra Paradísar- dal, sigla á firðinum eða ganga á sjálfan meginlandsísinn. Gorbatsjov fordæmir áform Eistíendinga um sambandsslit Moskvu, Washington, London. Reuter, dpa. EISTNESKUR þingmaður, ígor Gijazín, skýrði frá því í gær að Míkhaíl Gorbatsjov Sovétforseti hefði fordæmt þá ákvörðun eistneska þingsins að slíta sambandi ríkisins við Sovétríkin í áföngum. Gorb- atsjov hefði gefið í skyn að Sovétstjórnin myndi bregðast við slíkum áformum á sama hátt og gert hefur verið í Litháen. Litháíska þing- ið sakaði sovésk sljórnvöld um að reyna að steypa réttkjörinni sljórn landsins. ígor Gijazín sagði að Gorbatsjov hefði hringt í Arnold Ruutel, for- seta Eistlands, og sagt að enginn munur væri á ákvörðun eistneska þingsins og sjálfstæðisyfirlýsingu Litháa frá 11. mars. Eistneska þingið samþykkti á föstudag að slíta tengsl Eistlands við Sovétríkin í áföngum og stefna að sjálfstæði innan nokkurra ára, væntanlega eftir samningaviðræður við sovésk stjórnvöld. Litháíska þingið samþykkti í gær Belgíukonungnr neitar að und- irrita lög um fóstureyðingar Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunbiaðsins. BALDVIN Belgíukonungur afsalaði sér konungstign seint á þriðju- dag eftir að hafa neitað af samviskuástæðum að undirrita lög sem heimila fóstureyðingar í Belgíu. I framhaldi af því sagði konungur af sér og ríkisstjórnin tók við völdum hans. Fyrsta verk hennar var að staðfesta lögin. Báðar deildir belgíska þingsins koma saman til fundar í dag, til að setja Baldvin inn í embætti á ný. Langvinnar og hatrammar deil- ur hafa staðið um það hvort heim- ila eigi fóstureyðingar í Belgíu. Kaþólska kirkjan, sem flestir Belg- ar tilheyra, hefur barist gegn því að fóstureyðingar verði leyfðar. Lögin sem samþykkt voru heimila fóstureyðingu á fyrstu tólf vikum meðgöngu ef líklegt er að fæðing- in geti valdið móðurinni umtals- verðri streitu. Baldvin konungur sagði að það stríddi gegn trú sinni og samvisku að undirrita lögin. Ljóst þykir að með þessu hafði Baldvin tekið per- sónulega afstöðu sína fram yfir hlutverk sitt sem þjóðhöfðingja og að mati sumra er líklegt að þetta atvik leiði til breyttra viðhorfa meðal almennings til embættis konungs. Baldvin sem hefur ríkt í 39 ár, og drottning hans, Fabiola, hafa notið mikilla vinsælda meðal þegna sinna og verið sameiningar- tákn fyrir þjóðirnar tvær, Vallóna og Flæmingja, sem byggja Belgíu. Afsögn Baldvins, sem byggist á 82. grein stjórnarskrárinnar, hefur verið kölluð misnotkun og hártog- un á greininni en hún gerir ráð fyrir því að ríkisstjórnin taki við völdum konungs, ef hann getur ekki sinnt embætti vegna veikinda, andlegra eða likamlegra. Baldvin Belgíukonungur Reuter ályktun þar sem sovéski herinn er sakaður um að hafa reynt að koma aftur á því stjórnskipulagi sem var í Litháen fyrir kosningarnar í ríkinu í febrúar. „Sú ógnun er því fyrir hendi að réttkjörinni stjórn landsins verði steypt,“ segir í ályktuninni. Litháísk sendinefnd kom til Moskvu á þriðjudag til að ræða við sovésk stjórnvöld um tillögur Litháa varðandi samningaviðræður. Nefndin ræddi í gær við Alexander Jakovlev, sem á sæti í Forsætisráði Sovétríkjanna, en talsmaður upp- lýsingaskrifstofu litháíska þingsins sagði að fundurinn hefði ekki borið árangur. Nefndinni var synjað um fund með Dmítrí Jasov, varnar- málaráðherra Sovétríkjanna, um málefni ungra Litháa sem neita að gegna herþjónustu í sovéska hern- um. Fundi hennar með sovéska inn- anríkisráðherranum, Vadím Bak- atín, var aflýst. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti með 416 atkvæðum gegn þremur ályktun þar sem skor- að er á George Bush Bandaríkjafor- setá að búa sig undir að koma sem fyrst á eðlilegum samskiptum við nýju stjórnina í Litháen. Forsetinn er ekki hvattur til þess að viður- kenna sjáifstæði Eystrasaltsríkisins þegar í stað eins og margir repú- biikanar hafa lagt til.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.