Morgunblaðið - 05.04.1990, Page 2

Morgunblaðið - 05.04.1990, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRIL 1990 Mikligarður yfirtekur rekstur KRON MIKLIGARÐUR hf. yfirtekur verslunarrekstur KRON frá 1. apríl síðastliðnum að telja, sam- kvæmt samþykkt fundar fram- kvæmdastjórnar Sambandsins á mánudag og samstarfssamningi Sambandsins og KRON. Á fundi framkvæmdastjórnar Sambandsins mánudaginn 2. apn'l síðastliðinn var ákveðið að Sam- bandið legði fram 102,1 milljóna króna hlutafé í Miklagarð hf. í þess- ari samþykkt framkvæmdastjórnar er einnig gert ráð fyrir að aðrir. aðilar leggi fram álíka fjárhæð, um 100 milljónir króna, segir í frétt frá Sambandinu. Sinfóníuhljómsveit: Tónleikum í kvöld aflýst Holræsalögn viðÆgissíðu Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞESSI voldugu holræsarör voru í gær flutt að Ægisíðunni í Reykjavík en þau eiga að fara í fyrsta áfanga holræsalagnar meðfram Ægissíðu og Faxaskjóli að Þormóðsstaðavör. Að sögn Sigurðar Skarphéðinssonar aðstoðargatnamálastjóra voru rörin keypt frá Noregi, þar sem ekki var hægt að framleiða nógu stór rör hér á landi. Þessi fyrsti áfangi holræsalagnarinnar er um 1.000 metrar að lengd og verður væntanlega lokið í haust. Þá ættu Reykvíkingar að geta séð aftur út á sjóinn af Ægissíðunni en moldarhraukar hafa skyggt á útsýnið undanfarið. TÓNLEIKUM Sinfóníuhljómsveit- ar Islands, sem vera áttu í kvöld, heíur verið frestað. Gunnar Egilsson, skrifstofustjóri Sinfóníuhljómsveitarinnar, sagði ástæðuna vera þá að kór sem syngja átti í flutningi á 13. sinfóníu Sjosta- kovitsj við ljóð Evtusjenko á rússn- esku, hefði ekki verið tilbúinn og því hefði stjórnandinn, Eri Klas frá Eist- landi, tekið þessa ákvörðun, en auk hans hafði bassasöngvarinn Aage Haugland verið fenginn til að syngja á tónleikunum. Flutningur sinfóníu Sjostakovitsj átti að vera aðalefni tónleikanna. Gunnar sagði að vonir stæðu til áð hægt yrði að halda þá í heild sinni í janúar á næsta ári, en ekki væri hægt að fullyrða um það að svo stöddu, þar sem Klas og Haugland væru önnum kafnir og bókaðir langt fram í tímann. Æfíng lögreglu: Gíslar frels- aðir úr klóm byssumanns LÖGREGLAN í Kópavogi æfði í gær viðbrögð vegna gíslatöku vopnaðs manns. Æfð voru bæði viðbrögð lögreglunnar í Kópa- vogi og hvernig gengur að kalla út sérsveit lögreglunnar í Reykjavík og fela henni aðgerðir á vettvangi. Æfingin fólst í því, að laust upp úr klukkan sex í gær kom tilkynn- ing um ferðir vopnaðs manns í Smárahvammslandi. Við athugun komst lögreglan að því að maðurinn hafði tekið tvo menn í gíslingu. Ný reglugerð um útflutning á ferskum, imiium físki: Fiskurinn afhendist inn- an sjö daga frá veiðidegi FISKUR, sem er hausaður, flattur, flakaður, eða unninn á annan hátt og ætlaður til sölu eða verkunar, sem ekki er í beinu framhaldi af annarri vinnslu, verður að komast í hendur kaupanda eða viðtakanda á vinnslu- eða dreifingarstað eigi síðar en 7 dögum eftir að fiskurinn var veiddur, segir meðal annars í reglugerð, sem sjávarútvegsráðuneyt- ið gaf út í gær. Ráðuneytið boðar jaínframt reglur um síðasta söludag á óunnum fiski. Reglúgerðin öðlast gildi 9. apríl næstkomandi og þá fellur jaíhframt úr gildi reglugerð sjávarútvegsráðuneytisins frá 2. mars sl., sem bannaði útflutning á ferskum, flöttum fiski með skipum. Jón Ásbjörnsson fiskútflytjandi sagði í samtali við Morgunblaðið að hann teldi reglugerðina, sem sjávarútvegsráðuneytið setti í gær, mjög eðlilega að mörgu leyti. „Eg fagna þessari reglugerð mjög og geri ráð fyrir að með henni falli um sjálfa sig málshöfðun vegna banns við útflutningi á ferskum, flöttum fiski með skipum,“ sagði Jón. Hann sagði að útflytjendur á ferskum, flöttum fiski hefðu ekki orðið fyrir miklum skaða vegna þessa banns, þar sem utanríkisráðherra hefði leyft þeim að flytja út léttsaltaðan fisk til 8. apríl nk. í reglugerðinni, sem sjávarút- vegsráðuneytið setti í gær, segir að Ríkismat sjávarafurða hafi eftir- lit með vinnslu á ferskum, unnum fiski og tilkynna skuli skrifstofu stofnunarinnar um útflutning á þessum fiski með hæfílegum fyrir- vara. í tilkynningunni skuli koma fram hvaða dag fiskurinn var veidd- ur, hvar hann sé unninn og hvernig honum verði komið til kaupanda eða viðtakanda innan settra tímamarka. Ríkismatið gefur út útflutningsvott- orð fyrir fiskinn, m.a. á grundvelli mats á því hvort hann nái til viðtak- anda eða kaupanda innan 7 daga Utflutningsverðmæt- ið 1,4 milljarði minna Útflutningsverðmæti loðnuaf- urða á þessari vertíð er um 4,6 milljarðar króna, eða 1.400 milljónum minna en á síðustu vertíð. Þessari vertíð er að öll- um líkindum lokið, þar sem eng- in loðna hefúr fúndist undan- farna daga. Islensku loðnuskipin hafa veitt um 660 þúsund tonn af loðnu á þessari vertíð og hef- ur því ekki tekist að veiða um 100 þúsund tonn af loðnukvóta sínum. íslensku loðnuskipin lönduðu um 25 þúsund tonnum af loðnu erlend- is á þessari vertíð en á síðustu vertíð lönduðu þau um 57 þúsund tonnum erlendis. íslensku loðnu- verksmiðjurnar framleiddu um 110 þúsund tonn af loðnumjöli á þess- ari vertíð fyrir um 3,3 milljarða króna og um 61 þúsund tonn af loðnulýsi fyrir um 900 milljónir. Á síðustu vertið framleiddu þær hins vegar tæp 150 þúsund tonn af mjöli fyrir 4 milljarða og rúm 70 þúsund tonn af lýsi fyrir 1,5 millj- arða. Fryst voru um 2 þúsund tonn af loðnu á þessari vertíð en á síðustu vertíð voru fryst 4.075 tonn af loðnu fyrir um 170 milljónir króna. Á þessari vertíð voru fryst 2.250 tonn af loðnuhrognum fyrir 260 milljónir króna en á síðustu vertíð voru fryst um 3 þúsund tonn af loðnuhrognum fyrir um 290 milljónir króna.' frá því hanh var veiddur. í fréttatilkynningu frá sjávarút- vegsráðuneytingu segir að megin- niðurstaða nýrrar tilraunar Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins á geymsluþoli flatts þorsks í ís sé sú að á 10. degi sé komin fram skemmd í fiskinum, samkvæmt skynmati. Hins vegar sé tekið fram í skýrslu stofnunarinnar að hér sé um hámarksgeymsluþol að ræða, Loðnu landað. miðað við bestu aðstæður. Loðnuafiirðir á þessari vertíð: Frumvarp um sljórn fískveiða: Níu alþingismenn hafa óskað efitir umsögn Lagastofiiunar Vilja fá skorið úr um hvort aftiotaréttur á fískistofhum geti myndað eignarrétt NÍU þingmenn úr ýmsum flokkum, þar af fimm stjórnarþingmenn, hafa óskað eftir því við formenn sjávarútvegsnefnda beggja þing- deilda að nokkur atriði í frumvarpi sjávarútvegsráðherra um stjórn fiskveiða verði borin undir Lagastofnun Háskólans. Vilja þingmenn- irnir meðal annars fá úr því skorið, hvort ákvæði frumvarpsins varðandi valdsvið ráðherra stangist á við almenn sjónarmið um réttaröryggi. Jafnframt óska þingmennirnir eftir umsögn Lagastofn- unar um það atriði fimmvarpsins, að nytjastofnar við landið séu sameign þjóðarinnar og spyrja hvort tímabundinn afnotaréttur físki- stofna myndi aldrei einstaklingsbundinn og stjórnarskrárvarinn eignarrétt. I fyrstu grein stjórnarfrumvarps um stjóm fiskveiða segir, að nytja- stofnar á íslandsmiðum séu sam- eign íslensku þjóðarinnar. í bréfi þingmannanna níu er óskað eftir ■þ'vl,' ‘ að' 'Lagastofnnn' ■ffáskóíans" gefí umsögn sína um þetta ákvæði og hvort tímabundinn og takmark- aður afnotaréttur fískistofna myndi aldrei einstaklingsbundna og stjómarskrárvarða eign. Einnig er "spurt-hvort það-atriði;-að-gildistími- laganna er ekki bundinn í frum- varpinu, útiloki að slíkur eignar- réttur myndist í framtíðinni. í frumvarpinu er einnig gert ráð fyrir að sjávarútvegsráðherra verði heimilt að ákveða með' reglugerð þann heildarafla, sem veiða megi úr nytjastofnum við iandið. Auk þess er gert ráð fyrir því að ráð- herra úthluti veiðiheimildum til ein- stakra skipa og skipti þar með öll- um þeim afla, sem hann ákveður að veiða megi við landið. í bréfinu óska þingmennirnir einnig eftir því að Lagastofnun fjalli um þessi at- riði og spyija hvort eðlilegt sé að ráðherra hafi einnig allt eftirlit með - -framkvæmd -laganim-, -að -hann -fái - nánast skattlagningarvald til að kosta eftirlitið og heimild til að beita refsitengdum viðurlögum vegna brota. Þingmennirnir sem óska eftir umsögn Lagastofnunar eru: Hreggviður Jónsson, Frjálslyndum hægri mönnum, Skúli Alexanders- son, Alþýðubandalagi, Jóhann A. Jónsson, Samtökum um jafnrétti og félagshyggju, Karve! Pálmason, Alþýðuflokki, Danfríður Skarphéð- insdóttir, Kvennalista, Guðni Ágústsson, Framsóknarflokki, Geir Gunnarsson, Alþýðubandalagi, Þórhiidur Þorleifsdóttir, Kvenna- lista og Kristinn Pétursson, Sjálf- -at-æðisflokkl.--------------------

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.