Morgunblaðið - 05.04.1990, Síða 4

Morgunblaðið - 05.04.1990, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1990 Fiskveiðasjóður: Tap vegna fiskeldis er allt að 200 milljónir kr. ÁÆTLAÐ tap Fiskveiðasjóðs vegna ábyrgðar á lánum til fískeldisfyrir- tækja er um 150 tij 200 milljónir að sögn Krisfjáns Ragnarssonar, fram- kvæmdastjóra LÍÚ. Hann segist ekki hafa unnið að meira óþurftar verki en því að þaka þátt í því innan stjórnar Fiskveiðasjóðs að sam- þykkja þessar ábyrgðir. Jón Ingvarsson, formaður stjórnar SH, segir að SH hafi lagt tugi milljóna í fiskeldi og reynslan af því sé slík, að frekara fé verði ekki lagt fískeldisfyrirtæki í nánustu framtíð Friðrik Sigurðsson, framkvæmda- stjóri fiskeldis- og hafbeitarstöðva, sagði í frétt í Morgunblaðinu síðast- iiðinn sunnudag, að það skorti skiln- ing og stuðning hagsmunaðila í sjáv- arútvegi á eldi sjávarfiska. „Árið 1985 átti fiskeldi að bjarga öllu í efnahag landsins," segir Kristj- án Ragnarsson. „Stjómvöld beittu sér þá fyrir breytingu á lögum um Fiskveiðasjóð, sem heimiluðu honum að veita ábyrgð fyrir lánum teknum vegna fískeldis. Illu heilli samþykkti stjórn sjóðsins að gera svo. Það ár var gengið í ábyrgð fyrir lánum 6 fyrirtækja sem nema að upphæð í dag 760 milljónum króna. Þrjújoess- ara fyrirtækja eru gjaldþrota, Árlax, VEÐUR íslandslax og Pólarlax og vegna þeirra, og reyndar hinna þriggja, Fiskeldi Grindavíkur, ísnó og Voga- lax, líka, hafa fallið á sjóðinn 536 milljónir króna. Árið 1986 var enn sótt í Fiskveiðasjóð eftir ábyrgðum vegna lána til fiskeldis en meirihluti stjórnar sjóðsins hafnaði þeim. Eg tel að í allt muni sjóðurinn að minnsta kosti tapa 150 til 200 milljónum á þessum ábyrgðum með tilliti til verð- mæta veða. Ég tel mig ekki hafa unnið að meira óþurftar verki, en því að samþykkja þessar ábyrgðir. Ég veit ekki hvað stuðningur er, telj- ist það ekki stuðningur að sjóðir sjáv- arútvegsins veiti slíkar ábyrgðir, sem þama var gert. Því miður voru allar áætlanir um uppbyggingu fiskeldis byggðar á röngum forsendum og ég sé ekki ástæðu til að trúa frekari spám um bjarta framtíð. Reynslan hefur kennt mér annað,“ segir Kristj- án Ragnarsson. „Ég vísa því algjörlega á bug, að hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafi ekki sýnt fiskeldi nægilegan áhuga,“ segir Jón Ingvarsson. „SH hefur lagt tugi milljóna í fiskeldi meðal annars í tvö fyrirtæki. Annað þeirra, Sjóeldi er gjaldþrota, en hitt er Vogalax. SH hefur ennfremur veitt félags- mönnum sínum lán til kaupa á hluta- bréfum í fiskeldisfyrirtækjum og veitt fiskeldisfyrirtækjum, sem tengjast SH rekstrarlán. Þá höfum við lagt í umtalsverðan kostnað við sölu og kynningu á eldisfiski. Saga fiskeldisins sýnir okkur hins vegar að það er eins gott að fara varlega í íjárfestingum innan þess og SH mun ekki leggja fé frekar en orðið er í fiskeldi í náinni framtíð," segir Jón Ingvarsson. / DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa íslands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) VEÐURHORFUR I DAG, 5. APRIL YFIRLIT í GÆR: Suður og suðvestur af landinu er víðáttumikið lægðarsvæði sem þokast austsuðaustur, en vaxandi hæð yfir Grænlandi. SPÁ: Austan- og norðaustanátt á landinu, víðast stinningskaldi eða allhvasst. Él við norðurströndina og á Austurlandi en léttskýjað á Vestur- og Suðvesturlandi. Frost 1-5 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FÖSTUDAG: Austan- og norðaustan átt á landinu. Él við norður- og austurströndina en léttskýjað á Vestur- og Suðvest- urlandi. Hiti nálægt frostmarki að deginum suðaustanlands en annars frost víða á bilinu 2-7 stig. HORFUR Á LAUGARDAG: Fremur hæg norðlæg átt og smáél norðaustanlands í fyrstu en annars hæg breytileg átt og léttskýj- að. Frost 2-6 stig að deginum en víða talsvert næturfrost. TAKN: Heiðskírt y, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. r r r r r r r Rigning r r r * r * r * r * Slydda r * r * * * * * * * Snjókoma ■jO Hitastig: 10 gráður á Celsíus V Skúrir * V El = Þoka — Þokumóða 5 , ’ Súld OO Mistur Skafrenningur Þrumuveður xn VEÐUR IfÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að isl. tíma hiti veður Akureyri +8 léttskýjað Reykjavik +4 snjókoma Bergen vantar Helsinki 8 léttskýjað Kaupmannah. 6 haglél Narssarssuaq 3 léttskýjað Nuuk *8 snjóél Osló 2 skýjað Stokkhólmur 7 skýjað Þórshöfn 6 háifskýjað Algarve 16 alskýjað Amsterdam 6 skúrir Barcelona 13 skýjað Berlín 8 skýjað Chicago 3 skýjað Feneyjar 15 rigning Frankfurt 6 skúrir Glasgow 6 léttskýjað Hamborg 8 skýjað Las Palmas 22 hálfskýjað London 8 úrkoma í grennd Los Angeles 16 skýjað Lúxemborg 5 skýjað Madrid 10 alskýjað Malaga 18 mistur Mallorca 18 skýjað Montreal 3 rigning New York 6 skýjað Orlando 11 heiðskirt París 9 skýjað Róm 16 skýjað Vín 10 rigning Washington 4 skýjað Winnipeg +0 alskýjað Morgunblaðið/Sigurður Sverrisson Guðmundur Lárusson, framkvæmdastjóri Baldurs, t.h. afhendir stýrimanni sínum íiána með einkennismerki skipsins, Baldursbrá, og biður hann um að draga hann að hún. Á milli þeirra sést Stef- án Skarphéðinsson, formaður Flóabátsins Baldurs hf. Lengst til vinstri er Þorgeir Jósefsson einn af fulltrúum skipasmíðastöðvar- innar. Ný BreiðaQarðarfeija afhent: Vegur yfir Breiðafjörð - sagði Stefán Skarphéðinsson for- maður bygginganeftidar Baldurs BREIÐAFJARÐARFERJAN m/s Baldur var afhent í gær og fer í sína fyrstu áætlunarferð á milli Stykkishólms og Bijánslækjar á fostudag. Jósef H. Þorgeirsson, framkvæmdasljóri skipasmíðastöðv- ar Þorgeirs og Ellerts hf., afhenti Stefáni Skarphéðinssyni, sýslu- manni Barðstrendinga og formanni byggingarnefhdar Flóabátsins Baldurs hf., skipasmíðaskírteini og Ieiðabréf. „Þetta er stór stund fyrir okkur Vestfírðinga, við erum að fá veg yfir Breiðafjörð," sagði Stefán þegar hann tók við skipinu. Breiðafjarðarferjan kost- ar rúmar 250 milljónir kr. Við athöfn um borð í skipinu á Akranesi í gær lýsti Jósef skipinu, en það er nýsmíði númer 38 frá Þorgeiri og Ellert hf. Því var hleypt af stokkunum 2. desember sl. og hlaut þá nafnið Baldur, eins og fyrri skip sömu útgerðar. Baldur er farþega- og bílferja og getur flutt 190 farþega og 20 fólksbíla, eða 3 vörubíla og 12 fólksbíla. Mesta lengd þess er 39,4 metrar, breidd 9,2 metrar og dýpt að aðal- þilfari 4,2 metrar. Skipið mælist 301,7 rúmlestir. Bifreiðaþilfar er yfirbyggt og geta farartæki ekið um borð og frá borði. í skipinu eru 4 farþegasalir, þar af einn með veitingaaðstöðu og hvílum fyrir farþega. I skipinu eru tvær Caterpillar aðalvélar, 705 hestöfl hvor. Vélar- rúm er búið mikilli sjálfvirkni þann- ig að það geti gengið ómannað og er viðvörunarkerfi tengt vélum. Skipatækni hf. sá um frumhönnun, útboð og annan undirbúning að smíði skipsins en það er að öllu leyti smíðað af Þorgeiri og Ellert hf. Stefán Skarphéðinsson sagði að með tilkomu þessa skips væri hægt að segja að Vestfjarðakjálkinn færðist nær meginlandinu og að íbúar á sunnanverðum Vestfjörðum tækju stökk inn í nútímann. Hann rakti byggingarsögu skipsins. Und- irbúningur hefur staðið yfir frá því árið 1983 en smíði skipsins var boðin út 1987. Upphafleg kostnað- aráætlun hljóðaði upp á 156,7 millj- ónir kr. en endanlegt verð skipsins samkvæmt lokauppgjöri á milli skipasmíðastöðvarinnar og stjómar Flóabátsins Baldurs hf. er 250,4 milljónir kr. Við lokauppgjör þurfti kaupand- inn að greiða 15 milljónir kr. Flóa- báturinn Baldur hf. hafði yfirlýs- ingu frá íjármálaráðherra um að hann myndi beita sér fyrir því að fá þá fjárhæð inn á lánsfjárlög síðar á árinu en viðskiptabanki félags- ins, Búnaðarbanki íslands, var ekki tilbúinn til að lána þessa fjárhæð út á þessa yfirlýsingu samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins og tókst stjómendum útgerðarinnar að fá lán hjá Sparisjóðnum á Pat- reksfirði til að geta fengið skipið afhent. Steingrímur J. Sigfússon sam- gönguráðherra gat þess í ræðu við afhendinguna að innan fárra daga kæmi nýtt skip til siglinga á Eyja- fírði og fljótlega yrði tekin ákvörð- un um smíði nýrrar Vestmanna- eyjaferju. Nýja Breiðafjarðarferjan fer strax í áætlun gamla Baldurs sem þjónað hefur Breiðfirðingum í 22 ár. Ný áætlun tekur gildi 15. maí og eftir það verða tvær ferðir á dag, farið verður frá Stykkishólmi klukkan 10 og 16.30, og komið við í Flatey í báðum leiðum. Siglingin yfir tekur tvær og hálfa klukku- stund. Samkvæmt núgildandi gjaldskrá kostar ferðin 850 krónur fyrir einstakling sem ekki er með bíl, 550 krónur fyrir hvern einstakl- ing í bíl og 2.450 krónur fyrir fólksbíl. í •< ; " 1® UHir ’ ~r i m ‘ Zm Morgunblaðið/Ámi Sæberg M/s Baldur, nýja BreiðaQarðarferjan, siglir inn í Reykjavíkurhöfin.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.