Morgunblaðið - 05.04.1990, Page 9
9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 1990
Upplýsingar
til þeirra sem gefa
fer mingar gj afir
í ár
Því ekki að leggja grunninn að
framtíðarsparnaði fermingarbarnanna í
ár og færa þeim að gjöf verðbréf
í fallegri gjafamöppu.
★ Einingabréfin okkar eru þannig uppbyggð, að hægt er að
kaupa þau fyrir hvaða upphæð sem er, allt niður í 1.000
krónur.
★ Gengi eða verð hverrar einingar hækkar síðan daglega og
þar með verðbréfaeignin.
★ Það eina sem þarf við kaupin er nafn, kennitala og heimilis-
fang fermingarbamsins.
★ Sala og innlausn Einingabréfa fer fram hjá Kaupþingi hf. í
Reykjavík, Kaupþingi Norðurlands hf. á Akureyri og hjá
sparisjóðum um land allt.
Allar frekari upplýsingar um Einingabréf og önnur verðbréf
gefa ráðgjafar Kaupþings hf. í síma 68-90-80.
EININGABRÉF 2 ERU
EIGNARSKATTSFRJÁLS
Á SAMA HÁTT OG
SPARISKÍRTEINIRÍKISSJÓÐS
Einingabréfasjóður 2 er eingöngu ávaxtaður með kaupum
á spariskírteinum ríkissjóðs, húsbréfum og öðrum verð-
bréfum með ábyrgð ríkissjóðs. Skv. lögum, sem sam-
þykkt voru á Alþingi 22. desember sl„ er mönnum heim-
ilt að draga frá eignum sínum hlutdeildarskírteini verð-
bréfasjóða, sem eingöngu er myndaður af slíkum verð-
bréfum.
Sölugengi verðbréfa 5. apríl 1990:
EININGABRÉF 1 4.792
EININGABRÉF 2 2.625
EININGABRÉF 3 3.155
SKAMMTÍMABRÉF 1.629
Kringlunni 5, 103 Reykjavík,
sími 91-689080
Framtíðarsýn
í fyrradag efndu Samtök fiskvinnslu-
stöðva til ráðstefnu um mótun fiskveiði-
stefnu. Magnús Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Sölusambands íslenzkra
fiskframleiðenda, var meðal frummæl-
enda og velti fyrir sér, hvar íslenzk fisk-
vinnsla kynni að standa árið 2000, eða
að 10 árum liðnum. Vitnað er til orða
hans í Staksteinum í dag.
Island og um-
heimurinn
Magnús Gunnarsson
sagði m.a.:
„Árið 2000 verða fs-
lendingar vonandi búnir
að jafna ágreining sinn
við Evrópubandalagið og
tollmúrar bandalagsins á
saltfiski, ferskum flökum,
síld og öðrum sjávaraf-
urðum verða horfhir.
Fríverzlun með fisk verð-
ur orðin raunveruleiki
hvað tolla varðar. Eg tel
ólíklegt að íslendingar
verði orðnir aðilar að
Evrópubandalaginu Jiar
sem ég held m.a. að
bandalagið hafí ckki
áhuga fyrir fullri form-
legri aðild smáríkja.
Norðmemi munu hins
vegar verða komnir inn
i bandalagið með fulla
aðild. Almennt mun hafa
náðst árangur í Gatt-við-
ræðum um tolla- og ríkis-
styrki á landbúnaðar- og
sjávarafurðum og aðrar
viðskiptahindranir. Sam-
keppnisskilyrði munu því
batna hvað þetta snertir.
Arangurinn af umræð-
unni um hagkvæma
verkaskiptingu milli
þjóða mun hafa skilað sér
og við getum stytt leiðina
milli lramleiðenda og
neytenda.
Núverandi stefiiu-
mörkun um nýtingu fiski-
stofiia mun hafa skilað
árangri svo við munum
veiða á íslandsmiðum
heildaráfla sem er heldur
mciri en við veiðum í dag
eða trúlega um 1.900
þúsund lestir. Botn-
fiskaflinn gæti verið um
700 þúsund toim og
mögulega veiðum við 200
þúsund tonn af sild og
milljón af Ioðnu.
. í viðbót við þann afla
sem veiddur er umhverf-
is landið mun fiskeldi
skila á land umtalsverðu
magni af laxi, silungi,
lúðu, þorski og ýmsum
öðrum tegundum.
íslcnzka fiskvinnslan
mun á þessum tíma
kaupa inn nokkra tugi
þúsunda tonna af ýmsum
sjávarafúrðum til frarn-
haldsvinnslu af erlendum
aðilum. íslenzkur sjávar-
útvegur mun því haía til
ráðstöfimar og sölu um
og yfir 2 milljónir tonna
af fiski árið 2000.
Með úreldingu og end-
urskipulagningu á flotan-
um mun hafe tekizt að
minnka hann um 30%.
Við munum sjá meira af
frumvmnslunni færast
um borð í skipin, vinnslu-
skipum mun fjölga og
jafíiframt mun skipum
sem stunda orkuspar-
neytinn veiðiskap flölga.
Við munum á þessum
tíma sjá íslenzk skip við
veiðar fyrir eða í sam-
starfi við erlendar þjóðir
á fjarlægum miðum og
I íslendingar munu starfa
við fiskvinnslu víða um
heim með aukinni þátt-
töku okkar í ráðgjafe-
starfsemi á þessu sviði.“
Ráðstöfim
aflans
Magnús Gunnarsson
hélt áfram:
„Grundvallarbreyting-
in sem mun hafa átt sér
stað árið 2000 er að flot-
inn, frystitogarar sem
aðrir, mun _ leggja afla
siim upp á íslandi. Ekki
vegna opinberra fyrir-
mæla heldur vegna þess
að íslenzka fiskvinnslan
verður fyllilega sam-
keppnisfær við erlenda
fiskvinnslu um verðið á
fiskinum og mun kaupa
hajm til frágangs og end-
urvhmslu á Islandi.
Verðlagning sjávar-
fengs mun verða fijáls
og mun verðið ráðast af
gæðum og frágangi afl-
ans frá fiskiskipum. Öll
meðhöndlun aflans mun
því miðast við að há-
marka gæðin. Islenzka
fiskvinnslan mun verða
samkeppnisfær þar sem
tollamúrarnir verða úr
sögunni og styrkir til
sjávarútvegs samkeppn-
islandaima munu hafa
dregizt verulega saman.
Þannig mun íslenzka
fiskvimislan geta nýtt sér
t.d. fcrskfiskmarkaðina
að fullu og þá á ég ekki
við ferskfískmarkaðina í
Hull, Grimsby, Cuxhaven
og Bremerhaven lieldur
neytendamarkaði í Lon-
don, Manchester, Frank-
fiirt og Miinchen, svo
dæmi séu nefiid.
Niðurfelling tolla-
hindrana mmi hafa í fdr
með sér þá breytingu á
samkeppnisskilyrðum að
íslenzka fiskviimslan
mun geta í auknum mæli
þjónað neytendamarkaði
hvað varðar ferskan fisk,
ekki með 10-15 daga
gömlum ísfiski heldur
nýjum flökum sem flogið
verður með daglega til
neytenda. Árið 2000
munu á hverju kvöldi
fljúga flugvélar frá
Keflavík, Akureyi-i og
nýjum varaflugvelli
hlaðnar nýveiddum fiski,
ferskum flökum og lif-
andi fiski til Evrópu, Jap-
ans og Bandaríkjanna. Á
sama tíma mun flutn-
inga- og geymslutækni
auðvelda flutninga á
ferskum sjávarafurðum
með skipum.
Af botnfiski, skeldýr-
um og eldisfiski árið 2000
mun um 20% verða flutt
út lifandi, 25% flutt út í
formi ferskra flaka og
meiri hlutinn af því sem
eftir er i pakkningum
sem henta neytendum,
veitingahúsum eða stofn-
unum. Aðeins lítill hluti
verður fluttur út sem
ísfiskur í núverandi
mynd eða sem hálfunnin
vara.“
TOYOTA
NOTAÐIR BILAR
44144 - 44733
TOYOTA
NÝBÝLAVEGI 6-8, KÓPAVOGI, S.:91 44144
*
TOYOTA LANDCRUISER II '88
Drapp/brúnn. 5 gíra. 3ja dyra. Rafmagn
í rúðum. Centrallæsingar. Ekinn 44
þús/km. Verð kr. 1.600 þús.
NISSAN SUNNY ’89
Hvítur 5 gíra. 4ra dyra. Ekinn 13
þús/km. Verð kr. 820 þús.
TOYOTA CELICA 2,0 GTI '88
Grár. 5 gíra. 3ja dyra. Ekinn 54 þús/km.
Verð kr. 1.290 þús.
MMC LANCER 4 x 4 ’88
Drapp. 5 gíra. 5 dyra. Ekinn 52 þús/km.
Verð kr. 900 þús.
FORD ESCORT CL '87
Hvítur. 5 gíra. 3ja dyra. Ekinn 26
þús/km. Verð kr. 560 þús.
FORD ORION GL ’87
Grár. 5 gira. 4ra dyra. Ekinn 54 þús/km.
Verð 580 þús.